Morgunblaðið - 22.12.1989, Síða 60

Morgunblaðið - 22.12.1989, Síða 60
Kringlan 5 Sími 692500 SJÓVÁofjÁLMENNAR EINKAREIKNINGUR Þ/NN / LANDSBANKANUM , _______:_________J É FOSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Fiskveiðasj óður; Skipakaup- um Meleyr- ar haftiað Fiskveiðasjóður hafnaði i gær samningi um kaup Meleyrar hf. á Hvammstanga á nýsmíðaskipi Slippstöðvarinnar á Akureyri, á þeim forsendum að rekstraráætl- anir Meleyrar vegna útgerðarinn- ar væru óraunhæfar. Vegna synj- unar Fiskveiðasjóðs blasir verk- efnaleysi við Slippstöðinni. Áður en til synjunar Fiskveiða- sjóðs kom höfðu Landsbankinn og sjávarútvegsráðuneytið samþykkt þá hluta samningsins sem að þeim sneru. Vinna hjá Slippstöðinni við i~?P*3kipið átti að hefjast í janúar og var áætlað að ljúka smíði þess í apríl. Sjá frétt á bls. 36. Akureyri: Eldur í íbúðarhúsi ELDUR kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi við Alfabyggð á Akur- eyrií gær. Tiikynnt var um að eld- ur væri laus í húsinu kl. 17.13. Slökkvilið kom strax á staðinn og luku slökkviliðsmenn starfi laust fyrir kl. 18. Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp á efri hæð hússins. Miklar skemmdir urðu vegna elds, reyks og vatns. Líkleg eldsupptök eru talin vera að kveikt var á eldavél. Bátur tekinn á Breiðafirði VARÐSKIPIÐ Týr stóð Andey BA-125 að meintum ólöglegum Iínuveiðum í friðuðu hólfi á Breiðafírði fyrr í vikunni. Varðskipið kom að Andey AÐ morgni þriðjudags þar sem skipið lét reka við línubauju sína á Breiðafirði á miðju svæði sem lokað hafði verið með skyndilokun. Eftir að skýrsla hafði verið tekin af skipstjóranum hjá sýslumanninum á Patreksfirði fór málið til ríkissaksóknara. til ákvörð- unar. Veðurspáin: Snjókoma ájólunum BÚIST er við vonskuveðri á Vest- fjörðum á aðfangadag, snjókomu á Norður- og Austurlandi og élj- um á Suðurlandi og Suðvestur- landi. Magnús Jónsson, veðurfræðing- ur, sagði að búist væri við töluverðu frosti um land allt fram á aðfanga- dag, mestu á Norðurlandi og Vest- fjörðum, en þá drægi úr frostinu. Hann sagði að líklega yrði snjókoma á Norður- og Austurlandi, en hugs- anlega rigning allra austast á landinu. Þá mætti búast við éljum á Suðvesturlandi. „Ég á von á vonskuveðri á Vestfjörðum á að- fangadag, norðaustan hvassviðri, frosti og snjókomu,“ sagði hann. „Á Suðurlandi er von á snjókomu seinni partinn á Þorláksmessu, en á aðfangadag verður líklega élja- gangur." Oku Skoda á Langjökul ÞRÍR menn fóru í leiðangur á Langjökul á þriðjudagskvöld. Til fararinnar notuðu þeir jeppa og fólksbifreið af Skoda-gerð. Skod- inn komst klakklaust á jökulinn og þeysti eftir honum þverum og endilöngpum. Birgir Brynjólfsson, einn þre- menninganna, sagði að sér hefði dottið í hug að reyna þetta vegna þess að aðstæður á hálendinu væru mjög óvenjulegar, _mjög lítill snjór en allt frosið. „Ég bað Skoda- umboðið um að lána okkur bíl og á þriðjudagskvöld lögðum við í hann,“ sagði Birgir. „Það var mjög kalt á jöklinum, 30 stiga frost, en Skodinn stóð sig vel.“ Með Birgi í för voru þeir Gunnar Olafsson og Magnús Bjömsson. Þremenningarnir eru allir vanir fjallaferðum. Dvöl þeirra ájöklinum varð styttri en ætlað var, því á miðvikudag héldu þeir aftur til Reykjavíkur, til að sækja búnað fyrir menn, sem voru strandaglópar á hálendinu með bilaða þyrlu. DAGAR TIL JÓLA Hagnaður íslenska járnblendifélagsins 500 milljónir: Skuldir greiddar niður um 700 til 800 milljónir króna ÚTLIT er fyrir hátt í 500 milljóna króna hagnaö af rekstri íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga á þessu ári. Er þetta annað árið í röð sem svo mikill hagnaður verður hjá fyrirtækinu, árið 1988 var hagnaðurinn liðlega 480 milljónir. Járnblendifélagið hefúr greitt niður skuldir sínar á árinu um 700-800 milljónir kr. með því að greiða veru- lega niður langtímaskuldir og greiða rekstrarlán að mestu upp, að sögn Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Jón segir að hagnaðurinn hafi von til þess að það færi heldur hækk- allur skapast fyrstu mánuði ársins þegar verð á kísiljárni var í há- marki. Verðið hefði fallið hratt á árinu og væri afkoman ekki góð síðustu mánuði ársins. Taldi Jón þó að verðið væri komið í jafnvægi og andi. Verð á lausakaupamörkuðum í Japan fór í 1.150 til 1.200 dollara hvert tonn þegar það var í hámarki í byijun ársins en er núna í 600 til 650 dollurum, þannig að verðið hef- ur lækkað nærri því um helming á árinu. Svipuð þróun hefur átt sér stað á öðrum lausakaupamörkuðum. Jón sagði að þessi verð ættu ekki við íslenska járnblendifélagið þar sem stór hluti framleiðslu þess færi til fastra viðskiptavina og væru minni verðsveiflur í slíkum viðskipt- um. Jón sagði að fyrirtækið gerði ráð fyrir óbreyttu verði í rekstraráætlun fyrsta fjórðungs næsta árs og væri útlit fyrir hallalausan rekstur. Birgð- ir hafa aukist hjá félaginu, en að sögn Jóns eru þær þó ekki það mikl- ar að til vandræða horfi og reiknað væri með fullri framleiðslu á næsta ári. Jón sagði að hagnaður og önnur fjármunamyndun í rekstri hefði far- ið til að greiða niður skuldir að fjár- hæð 700-800 milljónir. Langtíma- skuldir hefðu lækkað verulega og væru um einn milljarður kr. um ára- mót og rekstrarlán að mestu greidd upp. Jón sagði að þó góður hagnað- ur hefði verið af rekstrinum í tvö ár, væri ekki búið að vega upp tap- ið sem varð á árunum 1981-83.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.