Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 .SÍMI 18936 LAUGAVEGI 94 VIÐ GETUM MEÐ SANNI SAGT AÐ NÚ SÉ HÚN KOMIN JÓLAMYNDIN 1989: DRAUGABANARII ★ ★★ AI. Mbl. — ★ ★ ★ AI.Mlb. MYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR. PEIR KOMU, SÁU OG SIGRUÐU - AFTUR! Leikstjórinn Ivan Reitman kynnir: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis, Ernie Hudson, Annie Potts, Peter Macnicol og tvíburana William T. og Hcnry J. Deutschendrof II í einni vinsælustu kvikmynd allra tíma „GHOSTBUSTERS II", Brellumeistari: Dennis Muren A.S.C. Höfundar handrits: Harold Ramis og Dan Aykroyd. Framleiðandi og leikstjóri: Ivan Reitman. Sýnd kl.3,5,7,9 og 11. Börn yngri en 10 ára ífylgd m. fullorðnum. Ókeypis „Ghostbustersblöðrur" kl. 3. EIN GEGGJUÐ MAGNÚS LÍFQG FJÖRÍ MAGN S 3EVERLY HILLS %: © i Jsí ) ' -AL.. ,.Sg! . í&áá FYRRI JÓLAMYND HÁSKÓLABÍÓS: SENDINGIN Blaðaummæli: „ Atburðarrásin er hröð og leikurinn berst vítt um álf- ur allt frá Austur-Berlín til Chicago. Skotbardagar, glæfraleg atriði og geggjaður akstur Hackmans þvert yfir Chicago ríghalda athygli áhorfandans". Aðalhlutverk: Gene Hackman, Joanna Cassidy og Tommy Lee Jones. — Leikstjóri: Andrew Davis. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10 — Bönnuð innan 16 ára. FRUMSÝND 2. í JÓLUM Frumsýnum á 2. í jólum kvikmyndina DAUÐAFLJÓTIÐ (River Of Death) eftir hinn geysivinsæla höfund ALISTAIR MacLEAN. Sýnd kl.5og 11. Sýnd kl. 3.10 og 7.10. Sýnd kl. 9. ■ ÆTTFRÆÐIFÉLAS- GIÐ- Aðalfundur Ætt- fræðifélagsins var haldinn fyrir stuttu. Ný stjórn var kjörin, en hana skipa: Jón Valur Jensson, formaður, Hólmfríður Gísladóttir, varaformaður, Ingimar Fr, Jóhannsson, ritari, Þórar- inn B. Guðmundsson, gjald- keri og Kristín Guðmunds: dóttir, meðstjórnandi. í varastjórn eru Anna Guð- rún Hafsteinsdóttir og Sig- urgeir Þorgrímsson. Aðal- hlutverk félagsins er nú sem fyrr að stuðla að auknum áhuga á ættfræði, ættfræði- rannsóknum og útgáfu frumheimilda og hjálpa- gagna fyrir þá, sem stunda þessi fræði. Féiagið hefur gefið út þijú manntöl á Ís- landi (1801, 1816 og 1845). Nú er unnið að undirbúningi að útgáfu manntalsins 1910 og kirkjubók Reykjavíkur frá árinu 1746 og áfram. VEISLUELDHÚSIÐ ÁLFHEIMUM 74 • Veislumalur og öll áhöld. • Veisluráðgiðf. • Salarleiga. • Málsverðir í fyrirtæki. • Tertur, kransakökur. • Snittur og pinnamatur. 686220-685660 LÍécCCG' SfMI 11384 - SNORRABRAUT 37 JÓLAMYND1989/GRÍNMYND ÁRSINS1989: LÖGGAN OG HUNDURINN ★ ★★ P.Á. DV.— ★ ★ ★ P.Á.DV. TURNER OG HOOCH ER EDMHVER ALBESTA GRÍNMYND SEM SÝND HEFUR VERIÐ Á ÁRINU, ENDA LEIKSTÝRÐ AF HINUM FRÁBÆRA LEIK- STJÓRA ROGER SPOTTISWOODE (COCTAIL). EIN- HVER ALLRA VINSÆLASTI LEIKARINN í DAG ER TOM HANKS OG HÉR ER HANN í SINNI BESTU MYND ÁSAMT RISAHUNDINUM HOOCH. TURNER OG HOOCH ER JÓLAMYNDIN ÁRIÐ1989! Aðalhlutverk: Tom Hanks, Mare Winningham, Craig T. Nelson, Reginald Veljohnson. Lcikstjóri: Roger Spottiswoode. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. J ÓLAMYNDIN 1989 FRÆGASTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA: 0LIVER OG FELAGAR OLIVER OG FÉLAGAR ERU MÆTTIR TIL ÍS- LANDS. HÉR ER Á FERÐINNI LANGBESTA TEIKNIMYND f LANG- AN TÍMA, UM OLIVER TWIST FÆRÐ I TEÍKNI- MYNDAFORM. Stórkostleg mynd fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 5og 7. — Miðaverð kr. 300. HYLDÝPIÐ ★ ★★ AI. Mbl. Sýnd kl. 5,7.30 og 10. Bönnuð innan 12 ára. NEW YORK SÖGUR ★ ★★ HK.DV. Sýnd kl.9og 11.10. • • Orvar á heimavelli Jón Rafti í rólegri kantinum Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson er aft- ur kominn ffam á sjónar- sviðið með nýja hljóm- plötu eftir átta ára hlé. Þótt harmonikkutónlist og gömlu dansarnir séu ekki mitt eftirlæti tel ég mig þó bera nægilegt skynbragð á þessa hluti til að geta fúllyrt að hér er vel að verki staðið. Það sem skiptir ef til vill sköp- um í því sambandi er að á plötunni er eingöngu byggt á upprunalegum grunni þessarar tónlistar og stuðst við þau hljóðfæri og útsetningar sem löng- um hafa fylgt slíkri músík í gegnum árin. A plötunni, sem ber heitið „Frjálsir fuglar“, eru 12 lög, flest erlend að uppruna, og ber þar talsvert á skandin- aviskum áhrifum, enda mun þessi tegund tónlistar vera útbreiddust í þeim heims- hluta. Fyrsta lagið á hlið eitt, „Hlín Rósalín" er gott dæmi um þessa dillandi skandinavísku harmonikku- tónlist og syngur Örvar lag- ið við ágætan texta eftir Ingólf Steinsson. Þá eru á plötunni nokkur þekkt þjóð- lög úr ýmsum áttum og má þar nefna hið þekkta lag „Amazing Grace“ í skemmtilegri útsetningu Örvars. Ekki er ástæða til fara hér ofan í saumana á hvetju iagi en til gamans má geta þess að það kom mér skemmtilega á óvart að heyra þarna nýja útsetn- ingu á gömlu lagi, sem mig rámar í úr bernsku minni og var þá sungið af Skafta Ólafssyni, ef ég man rétt, „Mikið var gaman að því“ eftir Steingrím Sigfússon. * Með Örvari á þessari plötu leika Júiíus Jónasson á bassa, Karl H. Karlsson gítar og Davíð Karisson á trommur. Allir skila þeir hlutverkum sínum með prýði, en Júlíus syngur einn- ig á plötunni og gerir það ágætlega. Ekki má heldur gleyma hlut sjálfs höfuð- paursins, Örvars Kristjáns- sonar, sem er greinilega í essinu sínu enda á heima- velli. Þetta er sem sagt plata sem allir harmonikku- og eldri dansa unnendur geta verið ánægðir með. Jón Rafh er einn af þess- um einforum í íslenskri dægurtónlist, maður sem fer á milli öldurhúsa með gítarinn sinn og syngur og spilar fyrir gesti. Sem slíkur hefúr Jón Rafh náð eyrum margra, einkum í heimabæ sínum Hafhar- firði, þar sem hann hefur verið fastur skemmti- kraftur á þekktu veitinga- húsi í rúm tvö ár. Undir- tektir þar munu hafa ver- ið hvatinn að því að hann hefúr nú sent frá sér sína fyrstu sólóbreiðskífú, en áður hafði komið út lítil plata með honum, árið 1981, ef ég man rétt. Nýja platan ber heitið „Lög fyrir þig“ og hefur ekki farið hátt, sumpart vegna þess að Jón Rafn gefur hana út sjálfur í sam- vinnu við kunningja sinn, og slíkar plötur verða oft undir í jólaplötuflóði stóru útgáfufyrirtækjanna. Ef til vill má líka kenna efnisinni- haldi plötunnar að einhvetju leyti um. Hún er með ró- legra móti og þannig músík á oft erfitt uppdráttar í síbyljutónlist útvarpsstöðv- anna, ef Aðalstöðin er und- anskilin. Staðreyndin er líka sú að það vantar á þessa plötu einhvern afgerandi „smell“ til að vekja á henni athygli. Eg skal játa að við fyrstu hlustun hreyfði þessi plata ekki mikið við mér, en eftir að hafa þrælað mér í gegn- um hana þrisvar fór mér að þykja hún hin dægileg- asta hlustun, að vísu átak- alítil, en þægileg. Þetta er nefnilega plata fyrir fullorð- ið fólk, sem finnst gott að hvíla sig frá amstri dagsins með afslappaðri tónlist, þótt á hansf vanti risið. Textarn- ir á plötunni eru hlutlausir og munu tæplega flokkast undir tímamótakveðskap, en flestir hæfa þeir ágæt- lega þessum lögum. Jón Rafn er ágætur söngvari og hefur fengið valinkunna tónlistarmenn sértil aðstoð- ar og tæknivinna er í þokka- legu lagi. Jón Rafn hefur unnið plötuna að miklu leyti sjálfur, nánast á öllum stig- um framleiðsluferilsins, og gott ef hann hannaði ekki sjálfur plötuumslagið. Fyrir dugnaðinn og framtaks- semina á hann auðvitað hrós skilið. Það má líka vel hrósa honum fyrir mörg þessara laga, þótt ef til vill vanti enn herslumuninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.