Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 293. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Veldi Ceausescu-fjölskyldunnar ógnað í Rúmeníu: Brynvögnum ekið yfír almenning í Búkarest Mnskvil. RlÍHnnP«t Rplornð Vín Rpntor nir Ilnilv T’ol Rúmenska fréttastofan Ager- press sendi frá sér þessa mynd af útifúndinum á Lýðveldistorg-- inu í Búkarest þar sem hylla átti Nicolae Ceausescu forseta. Fund- urinn breyttist fljótt í andóf gegn Ceausescu og skylduliði hans og hrópuð voni slagorð gegn komm- únistum. Á innfelldu myndinni sést fólk fyrir utan sendiráð Rúmena í París mótmæla blóðs- úthellingum Rúmeníustjórnar. Moskvu, Búdapest, Belgrað, Vín. Reuter og Daily Telegraph HERMENN og vopnaðar öryggissveitir rúmensku lögreglunnar réðust á mörg þúsund mótmæfendur í höfúðborginni Búkarest og fleiri borgum í Rúmeníu í gær og minnst tuttugu manns týndu lífi í Búkarest. Brynvögnum var ekið inn í hópa andófsmanna, að sögn júgóslavnéskra og sovéskra fréttamanna, og yfír 30 voru sagðir hafa fallið í borgunum Cluj og Arad. Þar heyrðist enn skothríð seint í gærkvöldi. Skotið var á stúdenta í Búkarest er þeir reyndu að forða félögum sínum undan skriðbeltunum. Víða voru hrópuð slag- orð gegn stjórnvöldum, „Niður með Ceausescu!" og „Niður með morðingjana!" Fyrir utan Intercontinental-hótelið í miðborginni reif fólk í tætlur myndir af Nicolae Ceausescu forseta og söng þjóð- söngva. Námsmenn reyndu í gær að fá verkamenn til að efna til allsheijarverkfalls gegn sljórn kommúnista. Tugþúsundir manna voru á útifúndi á Háskólatorginu í Búkarest í gærkvöldi og haldn- ar voru ræður gegn sljórnvöldum. Hermenn voru í hópum um- hverfis torgið og er síðast fréttist, var táragasi, handvopnum og brynvögnum enn beitt til að reyna að tvístra mannsöfhuðinum. „Stúdentarnir sögðu okkur snöktandi að minnst 20 manns lægju í andarslitrunum á gang- stéttinni,“ sagði fréttamaður júgó- slavnesku fréttastofunnar Tanjug, Petar Tomic, í símaviðtali við júgó- slavneska sjónvarpið frá Búkarest. Rúmensk stjórnvöld höfðu boðað til fjöldafundar á Lýðveldistorginu í Búkarest til stuðnings Ceausescu en samkoman breyttist skjótt í andóf gegn forsetanum. Sjónvarpið stöðvaði útsendingu frá ræðu for- setans í þijár mínútur er hróp og mótmælaöskur heyrðust frá mann- fjöldanum. Leikin voru ættjarðar- lög á meðan en síðan hófst útsend- ingin á ný, i miðri setningu í ræð- unni. Forsetinn mun hafa orðið að gera hlé á máli sínu nokkrum sinn- um en honum var þó fagnað er hann tilkynnti um fyrirhugaða, al- menna launahækkun um áramót: Fyrst í stað reyndu lögreglumenn- irnir að dreifa mannfjöldanum með A-Berlín: Branden- borgar hlið- ið opnað Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR-ÞÝSKIR verka- menn, alls tuttúgu manns, hófn í gærkvöldi að bijóta niður múrinn við Branden- borgarhliðið á mörkum borg- arhlutanna tveggja í Berlín. Austur-þýskur vörður sagði fréttamönnum Reuters að verkið myndi sennilega taka um hálfa aðra klukkustund. Ákveðið hefur verið að opnuð verði með formlegum hætti tvö hlið í múrnum við Branden- borgarhliðið milli Vestur- og Austur-Berlínar eftir hádegi í dag, föstúdag. Hans Modrow, forsætisráðherra Austur- Þýskalands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, munu verða viðstaddir athöfn- ina ásamt borgarstjórum beggja borgarhlutanna. táragasi en gripu síðan skyndilega til skotvopna eftir nokkurra stunda þóf. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði að skotið hefði verið með vélbyssum á allt sem hreyfð- ist, einnig eldflaugum úr þyrlum. Skelfingu lostið fólkið leitaði skjóls í dyragættum og húsasundum er herinn umkringdi andófshópinn með brynvögnum. Margir héldu þó áfram að hrópa: „Frelsi!“ og „Niður með einræðið!" Vestrænir stjórnarerindrekar í Búkarest sögðu að skriðdrekar væru á verði við forsetahöllina og jafnframt að herflugvélar flygju lágt yfir borgina. Aragrúi liðs- manna öryggissveitanna og her- manna væri á götunum. Ástandið er óljóst í Timisoara við landamæri Ungveijalands, þar sem talið er að hundruð eða jafn- vel þúsundir manna hafi látið lífið er hermenn og öryggissveitir réð- ust á mótmælendur síðastliðinn sunnudag. Ungverski utanríkisráð- herrann Guyla Horn segist hafa heimildir fyrir því að til vopnavið- skipta hafi komið milli rúmenskra öryggissveita og hermanna í Timi- soara og fleiri borgum. Rúménskur flóttamaður sagði í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina Channel Four að mörg hundruð manns hefðu kramist undir beltum bryn- vagna sem ekið hefði verið inn í mannfjöldann á sunnudag. „Ör- yggissveitirnar hengdu þijá ungl- ingsdrengi á aðaltorginu til að sýna fólki hvernig færi fyrir þeim sem tækju þátt í mótmælum,“ sagði maðurinn. Heimildarmenn segja að liðs- sveitir hersins hafi yfirgefið borg- ina á miðvikudag og hafi bílar og brynvagnar verið skreyttir hvítum fánum en almenningur hafi fagnað ákaft og sumir grátið af gleði. 80-90 þúsund manns hafi síðan á útifundi krafist afsagnar Ceauses- cu og minnst fallinna á sunnudag með einnar mínútu þögn. Allsheijarverkfall mun vera í Timisoara og verkamenn virðast hafa tekið öll völd í verksmiðjum borgarinnar, þar sem um 200 þús- und manns búa. Verkamennirnir hafa hótað að sprengja í loft upp olíuhreinsunarstöð ef Ceausescu fari ekki frá, að sögn 'L4SS-frétta- stofunnar. Reuter Bandaríkjamenn steypa sljórn Panama með hervaldi: Bush segir liðsaQann munu fínna Noriega Wocbinirf An P «,¥>«» .11 w. Mnnn/vno Dnnlnn Washington, Panamaborg, Managua. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafúndi í gær að baúdarískir hermenn myndu halda áfram leitinni að Manucl Antonio Noriega hershöfðingja í Panama þar til yfir lyki. Getgátur hafa verið uppi um að Noriega hafi leitað skjóls í sendiráði Nicaragua. Fulltrúi nýju stjórnarinnar í Panama hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær- kvöldi að ef fylgismenn hcnnar í panamíska heraum fyndu Noriega myndi hann ekki verða framseldur til Bandaríkjanna því slíkt bryti í bága við panamísku stjórnarskrána. Hann sagði einnig að Bandaríkja- stjóm hefði ákveðið einhliða að koma Noriega frá völdum á miðviku- dag. Stjórnarherinn í Nicaragua fékk í gærkvöldi skipun um að um- kringja sendiráð Bandaríkjanna í höfúðborg landsins, Managua, og var ástæðan sögð sú að herlið Bandaríkjamanna hefði hafið umsátur um sendiráð Nicaragua í Panamaborg. Manuel D’Escoto, utanríkisráð- herra Nicaragua, skýrði frá því að herafla stjórnvalda hefði verið skipað í viðbragðsstöðu við sendiráð Banda- ríkjanna í Managua og kvað þetta viðbrögð við umsátri Bandaríkja- inanna í Panama. Guillermo Endara, hinn nýi forseti Panama, lýsti í gær yf ir neyðarlögum og útgöngubanni í landinu. Hann var frambjóðandi stjórnarandstöðunnar i kosningum í maímánuði og telja óháðir eftirlitsmenn sem fylgdust með framkvæmd þeirra að hann hafi fengið um 70 prósent atkvæðanna. Noriega neitaði hins vegar að viður- Reuter Bandarískir heraienn koma fallbyssu í skotstöðu í Panamaborg. kenna niðurstöður kosninganna og lét öryggissveitir misþyrma Endara og fleiri fulltrúum stjórnarandstöð- unnar á götum Panamaborgar. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að vera kynni að það tæki nokkurn tíma að finna Noriega en hann hvarf á mið- vikudag. Hann kvað engin timamörk hafa verið sett og sagði það í sam- ræmi við þann ásetning stjórnvalda að ná Noriega og fá hann dæmdan fyrir smygl á eiturlyfjum til Banda- ríkjanna. Fitzwater kvaðst ekki geta sagt til um hversu lengi bandaríska herliðið yrði í Panama. Búist væri við því að hin nýja stjórn landsins myndi brátt taka að mynda eigin lögreglusveitir en herliðið yrði ekki kvatt heim fyrr en reglu hefði verið komið á í landinu. Fi'éttir af mannfalli voru fremur óljósar í gær en óstaðfestar heimild- ir hermdu að allt að 100 Panamabú- ar hefðu fallið og rúmlega 1.000 særst. í tilkynningu frá varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna sagði að 20 Bandaríkjamenn, 19 hermenn og kennslukona, hefðu beðið bana og 152 særst. Enn er ekki vitað hvað orðið hefur af öðrum helstu valda- mönnum í stjórn Noriega. Heimildar- menn Reuíers-fréttastofunnar sögðu að enn væri barist af hörku í höfuð- borginni og í fréttum bandarískra sjónvarpsstöðva sagði að stórskota- liðsárásir hefðu verið gerðar á stöðv- ar Panamahers í nágrenni höfuð- borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.