Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 48
-48-
G8ei HaaMMsaci ,ss auoAQUTSöa
MÖRGUN-BLAÐIÐ FÖSTUÐA'---
xím
Minning:
Magnús Blöndal
Sigurbjörnsson
Fyrir nokkrum vikum frétti ég
að vinur minn og skólabróðir,
Magnús Blöndal, lægi þungt hald-
inn á spitala og væri tvísýnt um líf
hans. Eins og skiljanlegt er kom
þessi frétt mjög ilia við mig. Eg
átti síst von á að illvígur sjúkdómur
væri að leggja að velli þennan vin
minn aðeins tuttugu og fjögurra
ára að aldri, þar sem hann hafði
alltaf lifað mjög heilbrigðu lífi.
Hvorki notað tóbak né áfengi, en
þess í stað stundað íþróttir, aðallega
handbolta, og var hann búinn að
ávinna sér mjög gott orð sem þjálf-
ari í þeirri grein með yngri deildum
Vals.
Það var einmitt í gegnum íþrótt-
ir sem ég kynntist Magga fyrst,
þegar við vorum tíu ára á fótbolta-
æfingum hjá Val. Maggi var hærra
skrifaður I þeirri íþrótt en ég og
ílengdist hann hjá Val en ég hætti.
Kynni okkar urðú því ekki mikil á
þessum æskuárum, en í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð lágu leiðir
okkar aftur saman og tókst þá með
okkur góður vinskapur. Maggi
reyndist mér sannur vinur á erfið-
leikatímabili, sem ég gekk þá í
gegnum og sá stuðningur hans
treysti vináttuböndin. Það sem ég
dáði mest í fari Magga var hvað
hanri var óhræddur við að láta skoð-
anir sínar I Ijós við kennara, jafnt
sem nemendur skólans, og hræddist
ekki afleiðingar þess að einhverjir
tækju orð hans sem persónulega
gagnrýni. Hann fór ekki í mann-
greiningarálit við að velja sér vini
meðal skólafélaga. Sóttist hann
meira eftir félagsskap við þá sem
voru utanveltu við lokuð samfélög
eða klíkur sem oft myndast í
menntaskólum eins og MH. Maggi
var farsæil námsmaður, þó hann
keppti ekki um hæstu einkunnir,
enda. eyddi hann dágóðum hluta af
tíma sínum og orku í störf fyrir
íþróttafélagið Val og önnur lík
áhugamál. Þegar litið er til baka
koma margar skemmtilegar minn-
ingar upp í hugann frá þessum
tíma. Því vildi bregða við að við
félagarnir drógum fram á seinustu
stundu að sinna því sem okkur hafði
verið sett fyrir. Eg man sérstaklega
eftir einu skipti að við Maggi höfð-
um dregið fram á síðasta dag að
vinna að verkefni um íslenska nas-
ista og tíminn því orðinn naumur.
En fyrir tilviljun lítur Maggi í Dag-
blaðjð og rekst þar á ítarlega um-
fjöllun um nasista á íslandi. Greinin
var klippt úr blaðinu og lesin í sögu-
tímanum næsta dag með þeim
árangri að við hlutum ágætis ein-
kunri fyrir. Þá eru ógleymanlegar
margar ánægjulegar samveru-
stundir og öll samvinna í útskriftar-
hópnum okkar vorið 1981. Veturinn
eftir stúdentspróf höfðum við ráð-
gert að fara saman til Noregs og
stunda nám í tannlækningum, en
atvikin höguðu því þannig að sú
ferð var aldrei farin. leiðir skildu
og við héldum hvor í sína átt og
fundum fækkaði, þó stóð alltaf til
að við tækjum þráðinn upp að nýju,
en því miður auðnaðist okkur ekki
að koma því í framkvæmd. Við
uggðum ekki að okkur og héldum
að við hefðum nægan tíma til
stefnu. Ég hlýt að velta því fyrir
mér, hvers vegna er ungur maður,
sem ekki hefur einu sinni lokið
skólagöngu, kallaður burt. Mér
verður svarafátt. Er lífið og endalok
þess tilviljunin ein? Eða er jarðneska
lífið ákveðin reynsla sem hver og
einn gengur í gegnum á mismun-
andi hátt?
Leyf mér
að gista
í garði þínum
því ég
næ ekki háttum
hjá sumamóttinni
þegar þú vaknar
vei-ð ég. á braut
en skil eftir
lága rödd
í tijánum (S.H.)
Ég þakka Magga af alhug sam-
fylgdina og bið honum guðsblessun-
ar á nýju tilverustigi. Unnustu hans,
foreldrum, systur og öðrum vanda-
mönnum sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Marteinn Arnar Marteinsson
Kveðja frá vinnufélögum í
Sumarbúðum í borg
Þó dánarfréttin hafi ekki komið
óundirbúin, þá sló hún okkur öll,
sem unnum með Magga -að stofnun
og framkvæmd Sumarbúða í borg.
Söknuður og eftirsjá er mikil, en í
hugum okkar lifir minningin um
góðan og duglegan dreng.
Þegar stjórn Vals ákvað að
stofna íþróttaskóla fyrir börn á
sumrin var Magnús strax fenginn
til að vinna að undirbúningi. Kom
fljótt í ljós að þar var réttur maður
á réttum stað. Hans hlutverk var í
fyrstu að kynna skólann út á við.
Við það starf var hann óþreytandi
enda varð troðfullt á öll námskeið
sumarsins.
Magnús stjórnaði svo handknatt-
leikskennslu á námskeiðunum á
sinn skemmtilegan hátt og átti mik-
inn þátt í öllum nýjungum sem tekn-
ar voru upp í Sumarbúðum í borg.
Það var ómetanlegt að fá að
kynnast Magnúsi í starfi með börn-
unum. Hann hafði einstakt lag á
að ná til barnanna. Það er okkur
ógleymanlegt -hvernig Magnús
stjórnaði lokahátíð námskeiðanna
þannig að öll börnin geisluðu af
gleði. Vinnu Magnúsar fyrir Sumar-
búðir í borg og allt æskulýðsstarf
í Val verður ávallt minnst og hans
verður sárt saknað af ungum sem
öldnum í Val.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til foreldra Magn-
úsar, systur og annarra nákominna.
t
Stjúpmóðir mín,
UNNUR ÓSKÁSMUNDSDÓTTIR,
lést 20. desember sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Ásgeirsdóttir.
t Elskuleg móðir okkar,
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Reykjum,
Vestmannaeyjum,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 20. desember. Börnin.
t
Móðir okkar,
MONA GUÐRÚN SIGURÐSSON ANDERSSON,
Hjallabraut 7,
Hafnarfirði,
er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Róbert S. Sigurðsson,
Stefán S. Sigurðsson.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
LOVÍSA JÚLÍUSDÓTTIR,
Skeiðarvogi 21,
ándaðist í Borgarspítalanum 21. desember.
Þórarinn Sigurgeirsson,
Julíus Þórarinsson,
Mari'a Þórarinsdóttir, Örn Þorsteinsson,
Sigurgeir Þórarinsson, Charlotta Ingadóttir
og barnabörn.
Lokað
eftir hádegi í dag föstudaginn 22. desember vegna
jarðarfarar KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
AUKhf.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HULDAR GÍSLADÓTTUR.
Guðbjörg Ólöf Bjarnadóttir, Jón Ægir Ólafsson,
Atli Hauksson, Sigríður C. Nielsen,
barnabörn og barnbarnabörn.
t
Þökkum hluttekningu við andlát og jarðarför
KNUD A. KAABER,
Hæðargarði 7.
Jónína Ásgeirsdóttir,
Guðrún Elín Kaaber, Ásgeir Kaaber,
Eva Kaaber, Kári Kaaber,
Birgir Kaaber,
tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts
og útfarar
SIGRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR,
Höfða,
Grýtubakkahreppi.
Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð.
Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og
kærleika við andlát og jarðarför
SIGURÐAR BJÖRGVINS JÓNASSONAR
frá Hróarsdal.
Sérstaklega þökkum við starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og Sjúkrahúsi Sauðárkróks fyrir umönnun í veikindum
hans.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól.
Elsku Margrét, megi minningar um
góðan dreng styrkja þig í þinni
miklu sorg.
F.h. okkar allra,
Torfi
í mars sl. fengum við þær sorgar-
fregnir að hann Maggi þjálfari
væri veikur. Við héldum að hann
myndi sigrast á þessu eins og öllu
öðru, því við vissum ekki hvað þetta
var. Hann lá á sjúkrahúsi fram að
sumri en sýndi þá geysilegan styrk
og reif sig upp, og byrjaði að vinna
í sumarbúðum Vals. Þá byijaði
hann að þjálfa okkur með haustinu.
í lok september var hann síðan
lagður inn og þá var hann orðinn
mikið veikur. Eftir að hann var
lagður inn sáum við hann ekki aft-
ur. Það síðasta sem við gerðum
fyrir Magga var að vinna
Reykjavikurmeistaratitilinn.
A æfingu þann 12. desember
fréttum við að hann Maggi væri
dáinn. Okkur var sagt að hann hefði
sofnað rólega og ekki vaknað aftur.
Maggi var topphandboltaþjálfari
og besti félagi sem hægt er að
hugsa sér og öllum þótti okkur
mjög vænt um hann og munum
aldrei gleyma honum né hans frá-
bæra húmor. Við hugsum um hann
fyrir leiki og reynum að vinna þá
fyrir hann og ekkert gladdi hann
meira en sigur í Reykjavíkurmótinu.
Við ætlum að halda áfram á þeirri
braut sem við erum á.
Við vottum unnustu, foreldrum,
systur hans og hennar fjölskyldu
svo og öðrum ástvinum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
4.11. Vals í handknattleik 1989.
Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn-
ar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þeg-.
ar þú hefur náð ævitindinurn, þá fyrst munt
þú heíja fjallgönguna. Og þegar jörðin
krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta
sinn.
(Kahlil Gibran)
I örfáum orðum langar mig til
þess að minnast ljúfs drengs með
söknuði - drengs sem helgaði Val
áhugamál sín og starfaði af heilum
hug fyrir félagið. Magnús hefur á
stuttri ævi unnið hug og hjörtu
ungra íþróttamanna í Val því með
starfi sínu sem handboltaþjálfari
og leiðbeinandi á sumarnámskeið-
um Vals hefur hann sáð fræjum sem
eru þegar farin að blómstra. Þau
blóm vaxa nú og dafna, sum þeirra
eru sprungin út en önnur blómstra
þegar fram í sækir.
Magnús var einlægur í hjarta
sínu, gjöfull á tilfinningarnar og
lærlingar hans nutu nærveru hans
og leiðsagnar. Að Hlíðarenda naut
Magnús sín best. Því þar vissi hann
að hann gat látið gott af sér leiða
og þar gat hann fylgst með íþrótt-
um frá morgni til kvölds. Og verið
virkur þátttakandi á margvíslegan
hátt.
Þótt handknattleikur hafi verið
helsta áhugamál Magnúsar lét hann
fátt fram hjá sér fara sem snerti
Val. Hann fylgdist með knattspyrn-
unni og körfuknattleiknum þegar
tækifæri gafst því þar tóku þátt
Þ.ÞOBBRÍMSSOM tCD
Ármúla 29. Sími 38640 - Reykjavík
HASLE KLINKER
LEIRFLÍSAR FRÁ BORNHOLM
Á GÓLF + VEGGI FYRIR IÐNAÐ.
Þola frost, sýru og lút.
Minningarkort
Blindrafélagsins,
Hamrahiíð 17,
sími 687333.
Lllja Sigurðardóttir og aðrir vandamenn.