Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Þessu trúir enginn - Frá- sagnir stangaveiðimanna IÐUNN hefur gefið út bókina Þessu trúir enginn, en hún er gefln út í tilefni af 50 ára afinæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur. pessu l truir sá enmnn c/ .. .. ... ^ í bókinni er að finna frásagnir af þrautreyndum stangaveiðimön- um, bæði þeim sem voru frumherjar í íslenskri stangaveiði og lögðu á sig ómælt erfiði til að komast í kallfæri við veiðigyðjuna, og hinum sem fetuðu í fótspor þeirra og marg- ir eru sjálfir orðnir goðsagnir í lif- anda lífi. Hér er saga stangaveið- innar sögð með orðum veiðimann- anna sjálfra og veiðiævintýrið og gleðin af samvistum við náttúruna sitja í fyrirrúmi. Hér segir frá veiðum Jóhannesar á Borg, Hermanns Jónassonar og Thors Jensens, frá fyrstu íslensku stangaveiðikonunni, frá hertogum, bændum og trillukörlum, og frá fjölmörgum ólíkum einstaklingum. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda. Viðtölin í bókinni tóku Guðrún Guð- jónsdóttir og Guðni Kolbeinsson. (Fréttatilkynning) Bókaútgáfa Menningarsjóðs; Sagnfræðirit eftir Jón Viðar Sigurðsson BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs hefúr gefið út ritið Frá goðorðum til ríkja eftir Jón Við- ar Sigurðsson, ungan sagnfræð- ing er nú dvelst í Noregi. Bók þessi er 10. bindi í flokknum Sagnfræðirannsóknir (Studia historica) undir ritstjórn Berg- steins Jónssonar og fjallar um þróun goðavalds á 12. og 13. öld. Útgefandi kynnir bókina svofelldum orðum á kápu: „Um nokkurt skeið hefur verið því líkast sem gróinn áhugi íslend- inga á fóiki og atburðum fyrstu aldanna í sögu þeirra hafi heldur sjatnað. Nú virðist hann vera að sækja í sig veðrið á ný. Til marks um það er meðal annars rit það, sem hér kemur fyrir almennings sjónir. Það fjallar um „valdasam- runa 12. og 13. aldar“ hér á landi og er að stofni til kandidatsritgerð höfundarins við Björgvinjarhá- skóla frá 1987. Það leiðir hugann að því, að saga íslands á miðöldum vekur áhuga langt út fyrir raðir landsmanna sjálfra, þó að Norð- menn snúi líkast til þynnra móður- eyra að slíkrí umræðu en aðrir. Ungur fræðimaður dregur sam- an í einn stað heimafengna þekk- ingu og skoðar hana síðan í ljósi erléndra sem innlendra athugana á fyrirbærinu, atvikum og aðstæð- um. Kemur þá meðal annars á daginn, að ófáir fræðimenn ann- arra þjóða hafa kannað og brotið heilann um sögu Islands og þjóð- félagsþróunar þar fyrir daga Gamla sáttmála. Samantekt Jóns Vjðars Sigurðs- sonar um stjómmálaþróun Sturl- ungaaldar, þegar Noregskonung- ur var sem óðast að flækja íslenzku höfðingjana í neti sínu, Jón Viðar Sigurðsson vekur ótal spurningar og er til þess fallin að varpa ljósi á gang Nýljóðabók eftir Ara Gísla Bragason NÝLEGA er komin út ljóðabókin „í stjömumyrkri" eftir Ara Gísla Bragason. Hann vakti allnokkra athygli í bókmenntaheiminum með ljóðabók sinni „Orð þagnarinnar" sem út kom fyrir hálfu öðru ári og er upp- seld. Bókin er prýdd myndverkum eft- ir Hauk Halldórsson listmálara. í tilefni af komu bókarinnar mun höfundurinn lesa úr henni í Bíókjall- aranum hinn 22. desember og einn- Söngkonan Donna Lynton á Hótel Sögu Sjálfsbjargarhúsið: Fyrsta áfanga teng- ingar brunaviðvörun- arkerfis að ljúka UM þessar mundir er að Ijúka tengingu fyrsta áfanga brunaviðvörun- arkerfis í Sjálfsbjargarhúsinu. Vinnu- og dvalarheimilið er fyrst tengt, en það er í miðálmu hússins. Þar búa 45 niikið fatlaðir ein- staklingar í eins manns herbergjum. Frá goðorðum til ríkja mála frá sjónarhornum, sem ís- lendingar hafa naumast gefið gaum til þessa.“ Sangfræðirannsóknir — Studia historica er ritröð sem hleypt var af stokkunum árið 1972. Að rit- röðinni stendur Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, en Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast útgáfu og dreifingu. I ritröð þessri birtast prófritgerðir frá Háskóla íslands, sagnfræðirannsóknir, sem unnið hefur verið að á vegum Sagnfræði- stofnunar, svo og aðrar sagnfræði- ritgerðir, sem sérstök ástæða þyk- ir til að birta. Frá goðum til ríkja skiptist í þijá meginhluta auk formála og inngangs, en hefur og að geyma kafla um niðurstöður höfundar, útdrátt á ensku, heimildaskrá og nafnaskrá. Ritið er prýtt nokkrum myndum. Það er helgað minningu Valdimars Unnars Valdimarssonar sagnfræðings. Bókin er 159 blaðs- íður, unnin í prentsmiðjunni Eddu. (Fréttatilkynning) Viðvörunarkerfið er tengt beint við slökkvistöð og eykur það öryggi íbúanna verulega. í frétt frá Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra, seg- ir að þennan árangur sé hægt að þakka þeim fjölmörgu sem unnu með þeim í landssöfnun samtak- anna í haust. Eins og áður sagði búa á vinnu- og dvalarheimilinu 45 mikið fatlað- ir einstaklingar, flestir til langs tíma. Hjúkrunar- og læknisþjónusta er veitt á heimilinu og þar er ein fullkomnasta endurhæfingarstöð landsins, þar sem starfa að jafnaði 10-12 starfsmenn, þar af 7-8 sjúkraþjálfarar. í tengslum við end- urhæfingarstöðina er rekin sund- laug og einnig er þar vinnu- og föndurstofa. Allar máltíðir eru framreiddar í matsal hússins og þar geta íbúar í íbúðaálmu Sjálfsbjarg- arhússins keypt sér heitan hádegis- ma,t. í frétt frá Sjálfsbjörg segir að til skamms tíma hafi verið langir biðlistar eftir vistun á vinnu- og dvalarheimilinu, en nú sé hægt að anna eftirspurn. Hreyfihamlaðir, sem fyrst og fremst hafi búið á heimilinu, hafi á undanförnum árum í auknum mæli flust í annað íbúðaform til að mynda í íbúðaálmu Sjálfsbjargar, þar sem íbúðirnar eru sérhannaðar með tilliti til þarfa fatl- aða og húsaleiðgu stillt í hóf. Spádómarnir miklu eftir Guðmund S. Jónasson IÐUNN hefúr gefíð út bókina Spádómarnir miklu eftir Guð- mund S. Jónasson. En fyrri bók hans, Framtíðarsýnir sjáenda, sem kom út fyrir tveimur árum vakti mikla athygli. I þessari nýju bók skýrir hann fleiri tor- ræða spádóma sjáandans Nostradamusar og sviptir hul- unni af fornum leyndardómum. Nostradamus var einn mesti sjáandi allra tíma og af mörgum kallaður „sagnfræðingur framtí- ðarinnar", því að hann sá fyrir óörðna atburði og aldir. Enn eru sýnir hans að rætast og má nefna að spádómar hans um stjórnar- breytingu í Sovétríkjunum og hrun kommúnismans, sem sagt var frá í fyrri bók höfundar, hafa nú kom- ið fram. Hér er rakinn fjöldi spásagna um framtíð heims og mannkyns, sagt frá styijöldum og hörmung- um, erfiðum tímum og endalokum þjóða, en einnig frá uppkomu nýrra tíma, þegar velfarnaður og hamingja munu ríkja meðal mann- anna. (Fréttatilkynning) Fæðing’arheimili Reykjavíkur: Askorun send læknunum ig í Listamannahúsinu, Hafnar- stræti 4 en þar mun einnig standa yfir sýning á frummyndum af lista- verkum Hauks Halldórssonar. Bókin er prentuð í Borgarprenti. (Fréttatilkynning) ÁHUGAHÓPUR um aukna og bætta fæðingarþjónustu sendi nýlega ellefú læknum sem ætla taka á Ieigu hluta húsnæðis Fæðingarheimilisins í Reykjavík opið bréf. í bréfinu eru læknarnir hvattir til að láta MILLI jóla og nýárs kemur bandaríska söngkonan Donna Lynton til Islands og syngur fyr- ir gesti Hótels Sögu fram yfír áramót. Donna Lynton hóf feril sinn í Bandaríkjunum með hljómsveitinni The Ronettes sem hún starfaði með í þijú ár, en starfaði síðan sem sjálf- stæð söngkona. Hún hefur sungið með ýmsum þekktum skemmti- kröftum eins og t.d. Count Baisie, The Temptations, Lionel Hampton, The Supremes og Sammy Davis jr. Donna hefur farið í söngferðalög til Ástralíu og víðár, en undanfarin ár hefur hún búið í Hollandi. Hún hefur komið fram í sjónvarpi þar í landi og víðar. Donna lynton kemur fram í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 29. og laugardaginn 30. desember Bæjarstjórn Garðabæjar: Frestun gildis- töku laga mótmælt BÆJARSTJÓRN Garðabæjar heftir samþykkt mótmæli gegn hug- myndum um frestun gildistöku einstakra ákvæða laga um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Donna Lynton og á nýársfagnaði hótelsins þann 1. janúar. I samþykkt bæjarstjórnar Morgunblaðinu barst fyrr í vikunni segir meðal annars: „Harmað er, að stjórnvöld skuli nú með misví- sandi yfirlýsingum ala á óvissu um rekstrarfyrirkomulag mikilvægra og viðkvæmra þjónustustofnana og magna tiar með upp óöryggi meðal fjölda fólks, se.n annars 'regar veit- ir og hins vegar nýtu’- þjónustu þeirra. Bæjarstjórn skorar á stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og þingmenn Reykjaneskjördæmis að beita sér af fullri einurð fyrir því, að staðið verði við það víðtæka sam- komulag, sem náðist milli sveitar- stjórnarmanna og handhafa lög- gjafarvaldsins við setningu laga um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga síðastliðið vor.“ af áformum um að taka áðurn- efiit húsnæði á leigu. í bréfinu, sem Árni Ingólfsson talsmaður læknanna veitti við- töku, segir meðal annars að lækn- unum hljóti að vera kunnugt að brýn nauðsyn sé á bættri þjónustu við fæðandi konur í Reykjavík vegna fjölgunar fæðinga undan- farin ár. Bent er á í bréfinu að fæðingar á Fæðingarheimilinu hafi verulega dregist saman og á fæðingardeild Landspítalans hafi fæðst 2.800 börn á síðasta ári en deildin sé hins vegar ætluð fyrir 2.200-2.500 fæðingar á ári. í síðustu viku gengu fulltrúar áhugahópsins á fund heilbrigðis- málaráðherra og aflienti honum áskorun þess efnis að hann veitti læknunum ekki starfsleyfi í hús- næði Fæðingarheimilisins. o INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.