Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989
Þessu trúir enginn - Frá-
sagnir stangaveiðimanna
IÐUNN hefur gefið út bókina Þessu trúir enginn, en hún er gefln út
í tilefni af 50 ára afinæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
pessu l
truir sá
enmnn
c/ .. .. ... ^
í bókinni er að finna frásagnir
af þrautreyndum stangaveiðimön-
um, bæði þeim sem voru frumherjar
í íslenskri stangaveiði og lögðu á
sig ómælt erfiði til að komast í
kallfæri við veiðigyðjuna, og hinum
sem fetuðu í fótspor þeirra og marg-
ir eru sjálfir orðnir goðsagnir í lif-
anda lífi. Hér er saga stangaveið-
innar sögð með orðum veiðimann-
anna sjálfra og veiðiævintýrið og
gleðin af samvistum við náttúruna
sitja í fyrirrúmi.
Hér segir frá veiðum Jóhannesar
á Borg, Hermanns Jónassonar og
Thors Jensens, frá fyrstu íslensku
stangaveiðikonunni, frá hertogum,
bændum og trillukörlum, og frá
fjölmörgum ólíkum einstaklingum.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda.
Viðtölin í bókinni tóku Guðrún Guð-
jónsdóttir og Guðni Kolbeinsson.
(Fréttatilkynning)
Bókaútgáfa Menningarsjóðs;
Sagnfræðirit eftir Jón Viðar Sigurðsson
BÓKAÚTGÁFA Menningar-
sjóðs hefúr gefið út ritið Frá
goðorðum til ríkja eftir Jón Við-
ar Sigurðsson, ungan sagnfræð-
ing er nú dvelst í Noregi. Bók
þessi er 10. bindi í flokknum
Sagnfræðirannsóknir (Studia
historica) undir ritstjórn Berg-
steins Jónssonar og fjallar um
þróun goðavalds á 12. og 13.
öld. Útgefandi kynnir bókina
svofelldum orðum á kápu:
„Um nokkurt skeið hefur verið
því líkast sem gróinn áhugi íslend-
inga á fóiki og atburðum fyrstu
aldanna í sögu þeirra hafi heldur
sjatnað. Nú virðist hann vera að
sækja í sig veðrið á ný. Til marks
um það er meðal annars rit það,
sem hér kemur fyrir almennings
sjónir. Það fjallar um „valdasam-
runa 12. og 13. aldar“ hér á landi
og er að stofni til kandidatsritgerð
höfundarins við Björgvinjarhá-
skóla frá 1987. Það leiðir hugann
að því, að saga íslands á miðöldum
vekur áhuga langt út fyrir raðir
landsmanna sjálfra, þó að Norð-
menn snúi líkast til þynnra móður-
eyra að slíkrí umræðu en aðrir.
Ungur fræðimaður dregur sam-
an í einn stað heimafengna þekk-
ingu og skoðar hana síðan í ljósi
erléndra sem innlendra athugana
á fyrirbærinu, atvikum og aðstæð-
um. Kemur þá meðal annars á
daginn, að ófáir fræðimenn ann-
arra þjóða hafa kannað og brotið
heilann um sögu Islands og þjóð-
félagsþróunar þar fyrir daga
Gamla sáttmála.
Samantekt Jóns Vjðars Sigurðs-
sonar um stjómmálaþróun Sturl-
ungaaldar, þegar Noregskonung-
ur var sem óðast að flækja
íslenzku höfðingjana í neti sínu,
Jón Viðar Sigurðsson
vekur ótal spurningar og er til
þess fallin að varpa ljósi á gang
Nýljóðabók
eftir Ara Gísla
Bragason
NÝLEGA er komin út ljóðabókin
„í stjömumyrkri" eftir Ara Gísla
Bragason.
Hann vakti allnokkra athygli í
bókmenntaheiminum með ljóðabók
sinni „Orð þagnarinnar" sem út
kom fyrir hálfu öðru ári og er upp-
seld.
Bókin er prýdd myndverkum eft-
ir Hauk Halldórsson listmálara.
í tilefni af komu bókarinnar mun
höfundurinn lesa úr henni í Bíókjall-
aranum hinn 22. desember og einn-
Söngkonan Donna
Lynton á Hótel Sögu
Sjálfsbjargarhúsið:
Fyrsta áfanga teng-
ingar brunaviðvörun-
arkerfis að ljúka
UM þessar mundir er að Ijúka tengingu fyrsta áfanga brunaviðvörun-
arkerfis í Sjálfsbjargarhúsinu. Vinnu- og dvalarheimilið er fyrst
tengt, en það er í miðálmu hússins. Þar búa 45 niikið fatlaðir ein-
staklingar í eins manns herbergjum.
Frá goðorðum til ríkja
mála frá sjónarhornum, sem ís-
lendingar hafa naumast gefið
gaum til þessa.“
Sangfræðirannsóknir — Studia
historica er ritröð sem hleypt var
af stokkunum árið 1972. Að rit-
röðinni stendur Sagnfræðistofnun
Háskóla íslands, en Bókaútgáfa
Menningarsjóðs annast útgáfu og
dreifingu. I ritröð þessri birtast
prófritgerðir frá Háskóla íslands,
sagnfræðirannsóknir, sem unnið
hefur verið að á vegum Sagnfræði-
stofnunar, svo og aðrar sagnfræði-
ritgerðir, sem sérstök ástæða þyk-
ir til að birta.
Frá goðum til ríkja skiptist í
þijá meginhluta auk formála og
inngangs, en hefur og að geyma
kafla um niðurstöður höfundar,
útdrátt á ensku, heimildaskrá og
nafnaskrá. Ritið er prýtt nokkrum
myndum. Það er helgað minningu
Valdimars Unnars Valdimarssonar
sagnfræðings. Bókin er 159 blaðs-
íður, unnin í prentsmiðjunni Eddu.
(Fréttatilkynning)
Viðvörunarkerfið er tengt beint
við slökkvistöð og eykur það öryggi
íbúanna verulega. í frétt frá Sjálfs-
björg, landssambandi fatlaðra, seg-
ir að þennan árangur sé hægt að
þakka þeim fjölmörgu sem unnu
með þeim í landssöfnun samtak-
anna í haust.
Eins og áður sagði búa á vinnu-
og dvalarheimilinu 45 mikið fatlað-
ir einstaklingar, flestir til langs
tíma. Hjúkrunar- og læknisþjónusta
er veitt á heimilinu og þar er ein
fullkomnasta endurhæfingarstöð
landsins, þar sem starfa að jafnaði
10-12 starfsmenn, þar af 7-8
sjúkraþjálfarar. í tengslum við end-
urhæfingarstöðina er rekin sund-
laug og einnig er þar vinnu- og
föndurstofa. Allar máltíðir eru
framreiddar í matsal hússins og þar
geta íbúar í íbúðaálmu Sjálfsbjarg-
arhússins keypt sér heitan hádegis-
ma,t.
í frétt frá Sjálfsbjörg segir að
til skamms tíma hafi verið langir
biðlistar eftir vistun á vinnu- og
dvalarheimilinu, en nú sé hægt að
anna eftirspurn. Hreyfihamlaðir,
sem fyrst og fremst hafi búið á
heimilinu, hafi á undanförnum
árum í auknum mæli flust í annað
íbúðaform til að mynda í íbúðaálmu
Sjálfsbjargar, þar sem íbúðirnar eru
sérhannaðar með tilliti til þarfa fatl-
aða og húsaleiðgu stillt í hóf.
Spádómarnir miklu eftir
Guðmund S. Jónasson
IÐUNN hefúr gefíð út bókina
Spádómarnir miklu eftir Guð-
mund S. Jónasson. En fyrri bók
hans, Framtíðarsýnir sjáenda,
sem kom út fyrir tveimur árum
vakti mikla athygli. I þessari
nýju bók skýrir hann fleiri tor-
ræða spádóma sjáandans
Nostradamusar og sviptir hul-
unni af fornum leyndardómum.
Nostradamus var einn mesti
sjáandi allra tíma og af mörgum
kallaður „sagnfræðingur framtí-
ðarinnar", því að hann sá fyrir
óörðna atburði og aldir. Enn eru
sýnir hans að rætast og má nefna
að spádómar hans um stjórnar-
breytingu í Sovétríkjunum og hrun
kommúnismans, sem sagt var frá
í fyrri bók höfundar, hafa nú kom-
ið fram.
Hér er rakinn fjöldi spásagna
um framtíð heims og mannkyns,
sagt frá styijöldum og hörmung-
um, erfiðum tímum og endalokum
þjóða, en einnig frá uppkomu
nýrra tíma, þegar velfarnaður og
hamingja munu ríkja meðal mann-
anna.
(Fréttatilkynning)
Fæðing’arheimili Reykjavíkur:
Askorun send læknunum
ig í Listamannahúsinu, Hafnar-
stræti 4 en þar mun einnig standa
yfir sýning á frummyndum af lista-
verkum Hauks Halldórssonar.
Bókin er prentuð í Borgarprenti.
(Fréttatilkynning)
ÁHUGAHÓPUR um aukna og
bætta fæðingarþjónustu sendi
nýlega ellefú læknum sem ætla
taka á Ieigu hluta húsnæðis
Fæðingarheimilisins í
Reykjavík opið bréf. í bréfinu
eru læknarnir hvattir til að láta
MILLI jóla og nýárs kemur
bandaríska söngkonan Donna
Lynton til Islands og syngur fyr-
ir gesti Hótels Sögu fram yfír
áramót.
Donna Lynton hóf feril sinn í
Bandaríkjunum með hljómsveitinni
The Ronettes sem hún starfaði með
í þijú ár, en starfaði síðan sem sjálf-
stæð söngkona. Hún hefur sungið
með ýmsum þekktum skemmti-
kröftum eins og t.d. Count Baisie,
The Temptations, Lionel Hampton,
The Supremes og Sammy Davis jr.
Donna hefur farið í söngferðalög
til Ástralíu og víðár, en undanfarin
ár hefur hún búið í Hollandi. Hún
hefur komið fram í sjónvarpi þar í
landi og víðar.
Donna lynton kemur fram í
Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn
29. og laugardaginn 30. desember
Bæjarstjórn Garðabæjar:
Frestun gildis-
töku laga mótmælt
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar heftir samþykkt mótmæli gegn hug-
myndum um frestun gildistöku einstakra ákvæða laga um breytingu
á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Donna Lynton
og á nýársfagnaði hótelsins þann
1. janúar.
I samþykkt bæjarstjórnar
Morgunblaðinu barst fyrr í vikunni
segir meðal annars: „Harmað er,
að stjórnvöld skuli nú með misví-
sandi yfirlýsingum ala á óvissu um
rekstrarfyrirkomulag mikilvægra
og viðkvæmra þjónustustofnana og
magna tiar með upp óöryggi meðal
fjölda fólks, se.n annars 'regar veit-
ir og hins vegar nýtu’- þjónustu
þeirra.
Bæjarstjórn skorar á stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
þingmenn Reykjaneskjördæmis að
beita sér af fullri einurð fyrir því,
að staðið verði við það víðtæka sam-
komulag, sem náðist milli sveitar-
stjórnarmanna og handhafa lög-
gjafarvaldsins við setningu laga um
breytingu á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga síðastliðið vor.“
af áformum um að taka áðurn-
efiit húsnæði á leigu.
í bréfinu, sem Árni Ingólfsson
talsmaður læknanna veitti við-
töku, segir meðal annars að lækn-
unum hljóti að vera kunnugt að
brýn nauðsyn sé á bættri þjónustu
við fæðandi konur í Reykjavík
vegna fjölgunar fæðinga undan-
farin ár. Bent er á í bréfinu að
fæðingar á Fæðingarheimilinu
hafi verulega dregist saman og á
fæðingardeild Landspítalans hafi
fæðst 2.800 börn á síðasta ári en
deildin sé hins vegar ætluð fyrir
2.200-2.500 fæðingar á ári.
í síðustu viku gengu fulltrúar
áhugahópsins á fund heilbrigðis-
málaráðherra og aflienti honum
áskorun þess efnis að hann veitti
læknunum ekki starfsleyfi í hús-
næði Fæðingarheimilisins.
o
INNLENT