Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 45 óþekktri stasrð með innlendum og erlendum þátttakendum. Má í þessu sambandi minna á átta þúsund manna „kvennaráðstefnu" í Osló árið 1988. Þær alþjóðlegar ráðstefnur sem nefndar hafa verið eru: • Alþjóðlegar ráðstefnur félaga- samtaka • Evrópuráðstefnur • Norrænar ráðstefnur • Umhverfismálaráðstefnur • íþróttaráðstefnur og margt fleira. Slíkar fjölþjóða ráðstefnur kalla á fjölda minni funda hérlendis til skipulagningar. Ekki þarf að fjöl- yrða um hvað t.d. 1.000 manna al- þjóðlegt þing skilur eftir sig í gjald- eyristekjum, en sem dæmi var ný- lega haldið hér í Reykjavík 700 manna læknaþing sem stóð í fjóra daga. Talið er að sá hópur hafi ski- lið eftir sig um 45 millj. kr. (700x65 þús. á mann) í gjaldeyristekjur fyrir Islendinga. íslendingar geta aukið verulega gjaldeyristekjur af erlend- um fundar- og ráðstefnugestum, en sæti. Aðstaða er fyrir 7.000 manns að horfa á handboltaleik. til staðar þarf að vera fjölbreytt og góð ráðstefnuaðstaða. Aðstaða fyrir alþjóðleg íþróttamót Auk þeirrar A-heimsmeistara- keppni í handknattleik, sem HSÍ hefur tekist að fá hingað til íslands árið 1995 í samráði við ríkisstjóm íslands og aðila á sviði íþrótta, út- flutnings og ferðaþjónustu, mun í hinu fjölnota sýningarhúsi skapast tækifæri til að halda alþjóðleg stór- mót 'nnanhúss í mörgum íþrótta- greinum, sem áður voru ekki í aug- sýn. Má hér t.d. nefna stórmót í fijálsum íþróttum. Þá er fyrirhugað að halda hér „Ólympíuleika smá- þjóða“ árið 1999 með þátttöku átta þjóða, sem munu senda um 1.200 íþróttamenn til keppni. Þá hefur Skáksamband íslands sýnt mikinn áhuga á að halda hér Ólympíuskák- mót en staðið hefur á hæfu hús- næði. Sýningarhúsið mun leysa þann vanda. Þau alþjóðleg íþróttamót sem rætt hefur verið um að halda eru: • Heimsmeistarakeppni • Evrópukeppni • Norðuriandamót • Ólympíuskákmót • Alþjóðleg íþróttamót og margt fleira. Alþjóðleg íþróttmót hér eru góð landkynning fyrir ísland, þar sem margir erlendir fréttamenn og sjón- varpsstöðvar fylgjast með þeim. Aðstaða til æfínga og keppni fyrir íþróttafélög og almenning Stórt fjölnota sýningarhús með færanlegum áhorfendabekkjum mun gjörbreyta aðstöðu til æfinga og keppni innanhúss fyrir almenning Æfinga- og keppnisaðstaða fyrir frjálsar íþróttir og almenningsí- þróttir. og íþróttahreyfinguna. Aukinn frítími fólks skapar meiri þörf fyrir innanhússaðstöðu til líkamsræktar. Öll viljum við eiga íþróttafólk á- heimsmælikvarða, en til þess að svo megi verða þarf íþróttafólk okkar að æfa allt árið við bestu hugsanleg- ar aðstæður, sambærilegar við að- stæður íþróttafólks annarra þjóða. Æfinga- og keppnisaðstaða innan- húss á höfuðborgarsvæðinu er af skornum skammti, sérstaklega með tilliti til landsliðsfólks og landsliða í flokkaíþróttum. Með tilkomu hins nýja sýningarhúss mun þessi að- staða gjörbreytast til batnaðar auk þess sem íþróttafélög, sérsambönd og einstakar íþróttagreinar, sem ekki hafa átt í nokkurt hús að venda, myndu fá fullnægjandi keppnis- og æfingaaðstöðu. I 8.000 fermetra sýningarhúsi má með góðu móti hafa allt að átta löglega handbolta- velli (20x40 metra). Hið fjölnota sýningarhús mun skapa mikla möguleika á góðri æfingaaðstöðu innanhúss fyrir hinn almenna borg- ara. Rekstrartekjur af hinu fjölnota sýningarhúsi vegna útleigu til æf- inga geta verið verulegar. Aðstaða fyrir lista- og menningarhátíðir Fjölnota sýningarhús getur verið undirstaða fyrir hallalausan rekstur listahátíðar. Fá má ýmsar stórstjörnur í „popp- heiminum" sem væru á leið yfir hafið til þess að skemmta hér, ef nægjanlega stórt hús er fyrir hendi til að tryggja góða aðsókn og sann- gjarnt aðgöngumiðaverð, og þannig tryggja fjárhagslegan grundvöll þess að fá hingað frægustu skemmtikrafta veraldar, t.d. í sam- bandi við listahátíð. Stórstjörnur gætu komið fram fyrir allt að tíu Fjölleikahús með 8.000 manns í sæti. íþróttagreinar samtímis í þrískiptum sal. þúsund áhorfendum í sæti á einu kvöldi. Hvers konar félagasamtök gætu fengið hingað til lands „popphljóm- sveitir" og sirkusa til þarfrar tekju- öflunar. Aðstaða fyrir stórsamkomur Möguleikar á fjölbreyttri nýtingu sýningarhússins felast ekki hvað síst í notkun hússins fyrir fjölmennar samkomur. Veðurfar hér er misjafnt og ótryggt til að skipuleggja fjöl- mennar útisamkomur. Hátíðarhöld gætu farið’ fram í sýningarhúsinu og Laugardalshöll samhliða, að við- stöddum allt að fimmtán þúsund manns. Hluti 17. júní háíðarhald- anna gæti farið fram undir þaki þótt úti rigni og blási. Hvað kostar fjölnota sýningarhús? Til að athuga hvað bygging fjöl- nota sýningarhúss gæti kostað, þá hefur virt íslenskt verktakafyrirtæki verið beðið um að vinna kostnaðará- ætlun í sambandi við byggingu átta þúsund fermetra fjölnota húsnæðis fyrir vörusýningar er jafnframt mætti nýta fyrir íþróUastarfsemi. í október sl. var HSÍ kynnt þessi kostnaðaráætlun verktakafyrirtæk- isins. í ætluninni er gert ráð fyrir stálgrindarhúsi 100x80 metrar að stærð með 15 metra lofthæð. Er þessi kostnaðaráætlun gerð eins og um svo kallað „alútboð“ væri að ræða, þar sem verktakafyrirtæki sér um alla hönnun og byggingu hússins og skilar því fullfrágengnu og til- búnu til notkunár. Kostnaðaráætlun verktakafyrirtækisins hljóðar uppá krónur 395.831.000 eða tæplega fjögur hundruð milljónir króna. Til viðbótar þessari upphæð liggur fyrir kostnaðaráætlun í útdregna áhorfendabekki fyrir samtals sjö þúsund áhorfendur að upphæð um 49 milljónir króna. Sérstakur gólfdúkur fyrir einn handboltavöll kostar um 3 milljónir króna. Heildarkostnaðaráætlun fyrir byggingu fjölnota sýningarhúss er því um 448 milljónir króna á gild- andi verðlagi í október 1989. í þessari upphæð eru greiðslur í ríkissjóð vegna aðflutningsgjalda og söluskatts um 78 milljónir króna. Þá hafa ríkissjóður og Reykjavíkur- borg að sjálfsögðu tekjur af þessari byggingarframkvæmd í formi opin- berra gjalda frá þeim sem að bygg- ingunni standa. Kostnaðaráætlun þessi var send ríkisstjórn Islands og borgarverk- fræðingi Reykjavíkurborgarborgar í október sl. Efling ferðaþjónustu og áhugi á íþróttum Með tilkomu fjöhxota sýningar- húss skapast áður óþekktir mögu- leikar til að laða að fjölþjóðasamtök sýningaraðila og íþróttahópa og efla þannig atvinnulífið á Islandi og skapa nýja möguleika á mikilvægum gjaldeyristekjum. Árið 1972 fór hér fram áhuga- verður heimsviðburður, þegar heimsmeistaraeinvígi þeirra Fishers og Spasskíjs fór fram í Laugardals- höllinni. Þetta áhugaverða skákein- vígi var mikil oggóð lyftistöng fyrir skákíþróttina á Islandi. Það er eng- inn vafi á því að A-heimsmeistara- keppnin í handknattleik mun stór- auka áhuga unglinga og fullorðinna á íþróttum og gildi þeirra. Það er einnig eitt megin markmið íþróttahreyfingarinnar að fá fólk til að hittast, skiptast á skoðunum og tengjast vináttuböndum. A-heims- meistarakeppnin í handknattleik á Islandi árið 1995 mun verða íslensku íþróttalífi og ferðaþjónustu mikil lyftistöng um ókomin ár. Höfundur er formaður Handknattleikssambands íslands. ÞRJÁR STÓRGÓÐAR HLJÓMPLÖTUR Sverrir fer á kostum eins og vanalega Ný barnaplata með sönghópnum Ekkert Rúnar Þór í stöðugri framför og greini- og er íslenskt mál í hávegum haft eins mál. Sérlega vönduð plata. legur stíll farinn að festa rætur. og hans er von og vísa. Ljóóarabb Svcinn Skorri Höskuidsson [AM LJÓÐARABB SVEINN SKORRI HÖSKULDS- iON ugvekjur um kvæði missa ólíkra skálda u og nú, m.a. jarna og Jónasar, lavíös og Tómasar, teins og Hannesar éturssonar, o.m.fl. Jon SiOutðóVAn FRÁ GOÐORÐUM TIL RIKJA ÞROUN GOOAVAL OS A i 2 OG 13 Ol.p FRÁ GOÐORÐUM TIL RÍKJA JÓN VIÐAR SIGURÐSS0N Bók um þróun goða- valdsins á íslandi á 12. og 13. öld eftir ungan fræðimann, sem tekur til umfjöllunar viðburðaríkt tímabil íslandssögunnar. Bökaútgáfa /VIENNING4RSJÖÐS SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK SÍMI 6218 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.