Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FðSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989
59
KORFUBOLTI
Pétur með
landsliðinu
í Njarðvík
PÉTUR Guðmundsson leik-
ur með íslenska landsliðinu
í fyrsta sinn í níu ár á annan
dag jóla. Þá klæðist hann
búningi íslenska landsliðs-
ins í leik gegn Suðurnesja-
úrvalinu og þeim Banda-
ríkjamönnum er leika með
liðunum. Daginn eftir heldur
liðið svo til Danmerkur þar
sem það tekur þátt i þriggja
liða móti milli jóla og nýárs
og Péturtekur einnig þátt í
mótinu.
m
Íslenska Iandsliðið hefur æft
af kappi fyrir Danmerkur-
ferðina en þar mætir liðið A-
og B-liði Danmerkur og landsliði
Eistlendinga. í B-liði Danmerk-
ur eru reyndar ekki aðeins Dan-
ir heldur einnig bandarískir leik-
menn í dönsku deildinni.
Fjórir leikmenn gefa ekki
kost á sér fyrir leikina, Pálmar
Sigurðsson, Friðrik Ragnarsson,
Guðni Guðnason og Magnús
Guðfinnsson. í stað þeirra koma
Axel Nikulásson og Birgir Mika-
elsson.
KNATSPYRNA / SKOTLAND
Guðmundur kjörinn
maður mánaðarins
Besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í desember
GUÐMUNDUR Torfason var í
gær útnefndur knattspyrnu-
maður mánaðarins í skosku
úrvalsdeildinni. Guðmundur,
sem leikur með St. Mirren,
hef ur gert tíu mörk í vetur og
leikið vel með liði sínu. Þessi
útnefning þykir mikill heiður í
Skotlandi og mikið gert úr
henni í skoskum fjölmiðlum.
Eg fékk að vita þetta í dag og
er að sjálfsögðu mjög ánægður
enda er þetta mikil viðurkenning,"
sagði Guðmundur. Hann fær glæsi-
legan verðlaunagrip auk peninga-
verðlauna.
Guðmundur hefur gert tíu mörk
í vetur og er næst markahæstur á
eftir Ally McCoist hjá Rangers sem
hefur gert 13 mörk. McCoist var
einmitt valinn leikmaður nóvember-
mánaðar ng þar á undan var það
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Michael Jordan
sá um Lakers
Gerði 89 stig í tveimur leikjum
MICHAEL Jordan hefurfariðá
kostum með liði sínu Chicago
Bulls í NBA-deildinni í vetur.
Hann átti stórleik í vikunni og
gerði 37 stig í sigri Chicago á
Los Angeles Lakers, 93:83 en
þetta eru tvö af bestu liðum
deildarinnar.
Jordan var allt í öllu hjá liði
Chicago, sem var yfir allan
tímann, og það hafði lítið að segja
að varnarmenn Lakers höfðu sér-
stakar gætur á hon-
Frá Gunnarí um. Það var ekki til
Valgeirssyni í að hjálpa Lakers að
Bandankjunum ginn besti maður
liðsins, Mychal
Thompson er meiddur og hefur
ekki leikið með í vikunni. Liðið hef-
ur þó náð ágætum úrslitum leikjum
sínum á útivelli, unnið 5 af síðustu
6.
Jordan átti annan stórleik gegn
Orlando Magic. Þar gerði hann 52
GETRAUNIR
7VJóla-
bónus“
Þrefaldur pottur
annan dagjóla
Þrefaldur pottur verður hjá
íslenskum getraunum á annan
dagjóla og því um hálfgerðan ,jóla-
bónus“ að ræða hjá tippurum. Sölu-
kerfinu verður lokað á Þorláks-
messu klukkan 20.15. Yfirferð
verður síðan á morgni miðvikudags-
ins 27. desember.
Fyrsti vinningur frá síðustu lei-
kviku, 1.710.256 krónur, gekk ekki
út og flyst því yfir á 1. vinning
annan í jólum. Það má því búast
við að potturinn verði vænlegur,
allt að þremur milljónum króna.
. Fjölmiðlakeppni. getrauna lauk í
stig en það nægði þó ekki. Oriando
sigraði 110:109 og gerði sigurkörf-
una á síðustu sekúndu leiksins.
Patrick Ewing hjá New York
Knicks hefur einnig leikið mjög vel
í vetur og hann var maðurinn á
bakvið sigur New York á Utah,
115:107. Ewing gerði 41 stig og
tók 15 fráköst en einn besti leik-
maður liðsins, Charles Oakley lék
ekki með. Hann lenti í slagsmálum
við Xavier McDaniel í leik New
York og Seattle. Þeir voru báðir
sektaðir um tæplega hálfa milljón
króna og fengu eins leiks bann.
Larry Bird er einnig að koma til
og lék mjög vel gegn Milwaukee,
gerði 21 stig og 40 stig daginn
eftir er Boston sigraði Utah.
Leikirnir í vikunni voru nokkurs-
konar úrslitaleikir. New York, LA
Lakers, Utah og Chicago léku inn-
byrðis en þau voru öll í efstu sætun-
um í riðlunum fjórum.
Guðmundur Torfason knatt-
spyrnumaður desembermánaðar í
Skotlandi.
James Bett hjá Aberdeen sem hlaut
þennan eftirsótta titil. Þjálfarar
geta einnig unnið til þessara verð-
launa og næstur á undan Bett var
Andy Roxburgh, þjálfari skoska
landsliðsins, valinn maður mánað-
arins.
„Mér hefur gengið vel í vetur þó
að við séum ekki nógu vel staddir
í deildinni. Við erum með gott lið
en meiðsli hafa angrað okkur og
komið í veg fyrir að við næðum að
stilla upp sterkasta liði okkar,"
sagði Guðmundur.
Guðmundur hefur vakið athygli
4 skosku deildinni en hann sagðist
þó ætla að halda áfram hjá St.
Mirren, þrátt fyrir áhuga annarra
liða. „Eg gerði þriggja ára samning
og kann vel við mig hér. Því hef
ég lítið velt þessum málum fyrir
mér,“ sagði Guðmundur.
Spámadur vikunnar: Jólasveinn-
inn.
síðustu viku og varð Alþýðublaðið
sigurvegari í annað sinn með 87
'stig- ..........--'v------*.......-
Michael Jordan hefur átt frábæra leiki með Chicago Bulls síðustu vikur.
Spámaðurvikunnar:
Jólasveinninn
Jólasveinamir eru nú að
skiia sér til byggða einn
af öðrum. Við náðum tali af
einum þeirra í gær og báðum
hann að spá í leiki helgarinnar
í tilefni jólanna. Hann tók vel
í það, en sagðist ekki hafa
mikla þekkingu á íþróttúm.
„Ég vona bara að ekkert lið
þurfi að tapa um hátíðarnar
því það er svo leiðinlegt. Þess
vegna tippa ég á jafntefli í
öllum leikjunum," sagði
Sveinki.
Bjarni Felixson, íþróttaf-
réttamaður RÚV og spámaður
síðustu viku, stóð sig vel og
■ hafði- áttæ teiki -r-ótta.—---
Leikir 26. des.
X Aston Villa — Man. United
1X Crystál Palace — Chelsea
X2 Derby — Everton
X Luton — Nott. Forest
X Manchester City — Norwich
"IX Q.P.R. — Coventry
X2 Southampton — Arsenal
1X Tottenham — Millwall
X Wimbledon — Charlton
■ •■■■■ .....................
1X Ipswich — West Ham
X Sheffield United — Leeds
X Swindon — Blackburn
.. „...bMHIIIIIiMIHgiHII
foúm
FOLX
■ EINAR Friðþjófsson, sem Iék
á sínum tíma með IBV, hefur verið
ráðinn þjálfari Þróttar frá Nes-
kaupstað sem leikur í 3. deild.
Einar er ekki alveg ókunnur þj álfun
fyrir austan því hann hefur áður
stjórnað Einherja, Austra og Hug-
inn. Fyrsti leikur Þróttar í 3. deild:
inni næsta sumar verður gegn BÍ
frá ísafirði 25. maí.
■ SAAB, lið Þorbergs Aðal-
steinssonar, hefur tryggt sér sæti
í úrslitum sænsku bikarkeppninnar
í handknattleik. Saab sigraði Ystad
25:17 og gerði Þorbergur fjögur
mörk fyrir Saab en Gunnar Gunn-
arsson fimm mörk fyrir Ystad.
Saab mætir Lugi í úrslitaleik bikar-
keppninnar, 6. janúar.
■ ÍÞRÓTTAMENN eru oft mjög
hjátrúarfullir og eru leikmenn
NBA-deildarinnar engin undan-
tekning. Magic Johnson og James
Worthy í liði Los Angeles Lakers
hafa verið með alskegg í mörg ár
en rökuðu það í sumar, eftir að lið-
ið tapaði meistaratitlinum til Detro-
it Pistons. í vetur hefur Lakers
gengið vel og hafa þeir ekki í**
hyggju að safna aftur.
■ GERRY Sichting, sem leikur
með Sacramento, sagðist hafa
íhugað að leggja skóna á hilluna
eftir leik Sacramento gegn Phoen-
ix í vikunni. Sichting, sem lék með
Boston og Indiana, kom inná í
leiknum og þegar ein sekúnda var
eftir af fyrri hálfleik fékk hann
boltann í eigin vítateig og reyndi
skot. Boltinn fór alla leið yfir og
beint í körfuna við gífurlega fagn-
aðarlæti áhorfenda. Þess má geta
að þetta voru einu stig Sichting í
leiknum en Sacramento tapaði
naumlega.
■ DAVID Stern, framkvæmda-
stjóri NBA-deildarinnar, var val-
inn framkvæmdastjóri áratugarins
af bandarísku fréttastofunni AP.
Stern tók við NBa-deildinni fyrir
nokkrum árum og hefur aukið veltu
hennar um milljónir dollara.
■ GREGLeMond, sem sigraði á
Tour de France hjólreiðakeppninni
í sumar, var valinn íþróttamaður
ársins í Bandaríkjunum af banda-
ríska tímaritinu Sports Illustrated.
Le Mond vann nokkuð óvænt í _
Tour de France en hann var 50
sekúndum á eftir fyrsta manni fyr-
ir síðasta áfangann en „það er eins
og að vera sjö höggum á eftir Jack
Nicklaus á 18. holu,“ sagði í grein
Sports Illustrated.
U BRASILÍUMENN hafa þekkst
boð Englendinga um að leika
landsleik í knattspyrnu á Wembley
í lok mars á næsta ári. Englending-
ar höfðu í hyggju að leika gegn
Irum en þar sem lið þeirra lentu
saman i riðli í heimsmeistarakeppn-
inni var hætt við leikinn. Englend-
ingar urðu þó að finna leik því
búið var að selja 50.000 miða og
Brasilíumenn komu þeim til bjarg-
ar.
FRJALSAR
Gamlárs-
hlaup ÍR
Gamlárshlaup ÍR fer fram 14.
árið í röð á Gamlársdag.
Hlaupið hefst kl. 14.00 og er hlaup-
inn 9,5 km hringur frá ÍR-húsinu
við Túngötu, um Seltjarnarnes og
Vesturbæinn.
Hlaupið er öllum opið og er tekið
við skráningu í síma 28228 og einn-
ig verður hægt að skrá sig á staðn-
um.
Búist er við að flestir bestu
hláuparar landsins keppi í hlaupinu,
m.a. nokkrir þeirra sem dvalið hafa
erlendis í haust ogeru hérí jðlaleyfi.