Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 44
44______________MORGUNBLAÐIÐ PQSTUDAGDR 22. DESEMBER1;989_ Fj ölnota sýningarhús eflir menningarstarfsemi, íþróttalíf og ferðaþjónustu Myndin sýnir tillögu að fjölnota sýningarhúsi staðsettu austan meg- in og ofan við Laugardalshöllina. eftir Jón Hjaltalín Magnússon Fyrir rúmu ári ákvað þing Alþjóða handknattleikssambandsins haldið í Seoul, að fela íslensku þjóðinni að halda fjórtándu A-heimsmeistara- keppnina í handknattleik árið 1995. Áður hafði aðeins tíu öðrum þjóðum verið falið það vandasama verkefni að halda slíka A-heimsmeistara- keppni. Þar sem áhugi á handknatt- leiksíþróttinni fer sífellt vaxandi um heim allan, er líklegt að það muni líða langur tími, þangað til okkur verður falið að halda þessa keppni aftur, því núna iðka 130 þjóðir þessa ólympíuíþrótt. Með því að standa vel að öllu sem viðkemur þessari keppni, þá aukast að sjálfsögðu líkurnar á því að við fáum tækifæri til að halda hana aftur. Einnig er að sjálfsögðu mikilvægt að eiga landslið í fremstu röð, eins og við eigum núna, til að koma til álita sem mótshaldari. Nokkuð hefur verið fjallað um þessa keppni í fjölmiðluin. Einkum hefur verið til umfjöllunar fyrir- huguð bygging fjölnota sýningar- húss sem tekur um sjö þúsund manns í sæti, sem mun meðal ann- ars nýtast fyrir þessa keppni og for- senda fyrir því að okkur var falið að halda heimsmeistarakeppni árið 1995. Þar sem nokkrir aðilar hafa í ein- staka blaðagrein og viðtölum nefnt þessa byggingu „handboltahöll“ og að hér sé um að ræða „eina hand- boltahöll fyrir einn milljarð fyrir einn úrslitaleik í þessari einu heimsmeist- arakeppnify þá vill Handknattleiks- samband Islands leiðrétta þennan misskilning og koma á framfæri sjónarmiðum HSÍ um keppnina og umrædda byggingu fjölnota sýning- arhúss. Handknattleikssambandið vill vinna að öflugin landkynningu Island er að öðlast viðurkenningu sem alþjóðlegur fundarstaður og áhugavert ferðamannaland. Leið- togafundur þeirra Reagans og Gorb- atsjovs svo og heimsókn Jóhannesar Páls páfa bera vitni um að hér er góð alþjóðleg fjölmiðlaaðstaða með möguleikum á sjónvarpssendingum um heim allan. Undanfarin ár hefur ferðaþjón- usta á Islandi eflst verulega með bættum starfsskilyrðum og aukinni landkynningu. Má hér nefna betri flugvelli og flugstöðvar, vegi og hafnir, mörg ný hótel og matsölu- staði um land allt svo og bættar samgöngur á landi, sjó og í lofti. Margir aðilar hafa lagt sitt af mörk- um til að kynna ísland erlendis, þjóð- ina og landið, menningu okkar og atvinnulíf, ferðaþjónustu og útflutn- ingsvörur. Handknattleikssambandið hefur einnig lagt áherslu á að kynna ís- land erlendis, með því að eiga lands- lið á heimsmælikvarða sem vinnur sér þátttökurétt á Ólympíuleikum og Á-heimsmeistarakeppni. Til að auka enn frekar á kynningu á ís- landi erlendis ákvað HSÍ árið 1986 að vinna að umsókn um að halda A-heimsmeistarakeppni karla á ís- landi. Slíkur atburður vekur ávallt mikinn áhuga fjölmiðla og er sjón- varpað frá keppninni víða um heim. Haft var samband við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar um þessa umsókn. í stuðningsyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar segir: „Ríkis- stjóm íslands staðfesti á fundi sínum 26. maí 1987 að verða við beiðni yðar um stuðning við umsókn HSÍ til Alþjóða handknattleikssambands- ins um að A-heimsmeistarakeppni karla verði haldin hér á landi árið 1994.“ HSÍ skipaði sérstaka nefnd til að vinna umsókninni fylgi undir for- mennsku Matthíasar A. Mathiesen, þáverandi utanríkisráðherra. í nefnd þessari áttu m.a. sæti aðilar frá ÍSÍ, ólympíunefnd, útflutningsráði, Ferðamálaráði íslands, Ferðamála- ráði Reykjavíkurborgar, Flugleiðum, stjórnmálaflokkum og ýmsum fjár- málastofnunum. Alþjóða handknattleikssamband- ið, IHF, gerði síðan þær kröfur í ársbyijun 1988, að framkvæmda- aðili A-heimsmeistarakeppni skyldi geta boðið uppá, að helstu leikir heimsmeistarkeppninnar og þá sér- staklega úrslitaleikirnir færu fram fyrir minnst sjö þúsund áhorfendum. Hvers vegna stórt keppnishús í A-heimsmeistarakeppni? Heistu rök stjórnar Alþjóða hand- knattleikssambandsins, IHF, fyrir núgildandi kvöðum um stærð megin keppnishúss í A-heimameistara- keppni og að það eigi að taka fæst sjö þúsund áhorfendur í sæti eru þessi: — Sjónvarpað er frá keppninni um allan heim. Menn viljp láta það sjást í sjónvarpinu, þar sem hand- knattleikur er ekki ennþá svo þekkt íþrótt, að handknattleikur er vinsæl ólympíuíþrótt með veglega heims- meistarakeppni. Stórt keppnishús með mörgum áhorfendum gefur íþróttinni meiri og betri ímynd út á við. — Góð aðstaða þarf að vera til sjónvarpsupptöku og þá fyrir margar upptökuvélar, sérstaklega á úrslita- leiknum. — Góð aðstaða þarf að vera fyrir nokkur hundruð innlenda og erlenda fréttamenn svo og fréttaljósmynd- ara. Þá þarf að vera aðstaða fyrir fréttamiðstöð með tilheyrandi tele- fax- og telextækjum ásamt fjölda símtækja. — Allir keppendur og umsjónar- menn keppninnar, um 700 talsins, eiga að geta fylgst með helstu leikj- unum eins og í úrslitakeppninni. — Tryggja þarf að stór hluti er- lendra stuðningsmanna liða geti fengið aðgöngumiða að leikjunum og þá sérstaklega á úrslitaleiki keppninnar. Þetta er einnig mikil- vægt í sambandi við eflingu ferða- þjónustu viðkomandi lands, að er- lendir áhorfendur geti fengið að- göngumiða. — Á leikjum heimaliðsins svo og á úrslitaleikjum eru minni líkur á troðningi áhorfenda og slysahættu í stóru keppnishúsi. Áætlað er að allir sjö leikir íslands fari fram í hinu stóra keppnishúsi. — í heimsmeistarakeppninni fara oft fram tveir eða fleiri leikir á sama degi í sama íþróttahúsinu, þannig að góð veitingaaðstaða þarf að vera fyrir áhorfendur. — Stórt képpnishús tryggir betur rekstrarafkomu mótshaldara. — Góð aðstaða þarf að vera fyrir lækna og sjúkraþjálfara. — Góð aðstaða þarf að vera fyrir umsjónaraðila keppninnar. Full samstaða var um að fá heimsmeistarakeppnina Þegar þessar nýju kröfur komu frá stjórn Alþjóða handknattleiks: sambandsins, þá skoðaði stórn HSÍ og nefnd sú, sem áður hefur verið greint frá, málið að nýju. Niðurstaðan varð sú, að það væri orðin veruleg þörf á að hér á höfuð- borgarsvæðinu risi fjölnota sýning- arhús, sem gæti einnig nýst undir íþróttastarfsemi og menningarstarf- semi. Þá var vitað að hin alþjóðlegu sýningarsamtök, sem sjá um hina alþjóðlegu sj ávarú tvegssýningu hér á landi, höfðu ritað sjávarútvegsráð- herra bréf þess efnis, að aðstaða hér á landi til að halda alþjóðlegar vöru- sýningar væri mjög ófullnægjandi og hefði þurft að flytja inn 3.000 fermetra bráðabirgðaskála árið 1987 til að hægt væri að halda sjáv- arútvegssýninguna. Það var því full samstaða í nefnd HSÍ að það þyrfti að byggja stórt fjölnota sýningarhús til að efla ferðaþjónustuna og skapa betri að- stöðu til íþróttaiðkana innanhúss. Fengjum við A-heimsmeistarkeppn- ina í handknattleik, þá þyrfti að flýta þeirri byggingu. Stjórn HSI gerði ríkisstjóm Þor- steins Pálssonar grein fyrir þessum nýju skilyrðum IHF svo og niður- stöðum nefndarinnar. Ríkisstjórn Islands samþykkti á fu'ndi sínum 19. apríl 1988 aftur stuðning við um- sókn HSÍ um að halda A-heims- meistarakeppnina í handknattleik á íslandi. í stuðningsyfirlýsingu ríkis- stjómarinnar sejgir m.a.: „Ríkisstjóm Islands lýsir yfir að áætlanir eru um byggingu nýrrar íþrótta-, sýningar- og ráðstefnuhall- ar í Reykjavík, sem yrði tekin í notk- un nokkru áður en heimsmeistara- keppnin verður haldin 1993/94 og er gert ráð fyrir að hún geti rúmað um átta þúsund áhorfendur. Höll þessi verður byggð í samstarfi við Reykjavíkurborg svo og áhugaaðila á sviði íþrótta, vörusýninga, ráð- stefnuhalds og ferðamála.“ í framhaldi af þessari yfirlýsingu ríkisstjómarinnar var gerður vand- aður kynningarbæklingur á þremur tungumálum til að styðja umsókn íslands um A-heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik. Gengið var á fund borgarstjórans í Reykjavík og gaf hann vilyrði fyrir því að teiknuð væri tilaga að stóm fjölnota sýning- arhúsi við hlið Laugardalshallarinn- ar til að birta í kynningarbæklingn- um ásamt ávarpi hans. Forseti íslands, ráðherrar, sendi- herrar okkar erlendis og ræðismenn, borgarstjórinn í Reykjávík og marg- ir forystumenn sveitarfélaga og íþróttahreyfingarinnar, fyrirtækja og stofnana tóku virkan þátt í að kynna umsókn Islands og vinna henni fylgi. Fjöldi fulltrúa erlendra ríkja og íþróttasamtaka studdi heils- hugar umsókn íslands. Þá veitti Landsbanki íslands nauðsynlega bankafyrirgreiðslu gagnvart IHF. ísland fékk heimsmeistarakeppnina Eins og kunnugt er samþykkti þing Alþjóða handknattleikssam- bandsins, haldið í Seoul í september 1988, að íslandi skyldi falið að skipu- leggja og halda 14. A-heimsmeist- arakeppni karla í handknattleik árið 1995, enda væri hér risið það stóra keppnishús, sem uppfyllti skilyrði IHF, og sem ríkisstjórn Islands hefði gefið yf irlýsingu um að yrði byggt. Markmiðið er að heimsmeistara- keppni þessi verði mikil og góð land- kynning fyrir ísland og efli áhuga unglinga og almennings á íþróttum. Einnig mun keppni þessi vera áhuga- verð fyrir alla aðila á sviði ferðaþjón- ustu og áætla má venilegar gjaldey- ristekjur af komu erlendra kepp- enda, fjölmiðlamanna og áhorfenda á sjálfa keppnina. Skipulagning á keppninni erþegar hafin Starfshópur á vegum HSÍ vinnur nú að skipulagningu á þessari keppni og hefur meðal annars unnið tillögur að starfsemi sem fram gæti farið í fjölnota sýningarhúsi af þeirri stærð sem fyrirhugað er að byggja. í tillög- um þessum er gert ráð fyrir að sýn- ingarhúsið verði byggt á sem hag- kvæmastan hátt með færanlegum áhorfendabekkjum, þannig að allt gólfplássið geti nýst undir vörusýn- ingar og íþróttaæfingar. Þá er gert ráð fyrir að hagkvæmast verði að staðsetja húsið austanmegin við Laugardalshöllina (sjá mynd), þar sem fyrir hendi eru bílastæði og aðstaða til upphitunar fyrir kapp- leiki, sem spara fjárfestingar að upphæð um 100 millj. króna. Þá mundi þetta nýja sýningarhús ásamt Laugardalshöllinni mynda eitt stórt vörusýningarsvæði. Það er von HSÍ að byggingamefnd eignaraðila fyrir- hugaðs sýningarhúss geti haft eitt- hvert gagn af þessum tillögum. Þess skal getið að í þessum starfs- hópi HSI sitja nokkrir menn með mikla reynslu af byggingu mann- virkja. Vegna þeirra miklu og áhuga- verðu umfjöllunar, sem bygging hins fjölnota sýningarhúss hefur fengið í fjölmiðlum undanfarið, þá hefur HSÍ óskað eftir að nokkrar af þess- um tillögum verði birtar og þannig kynntar þeim sem áhuga hafa á málinu. Þetta fjölnota sýningarhús mun verða megin keppnishús A-heims- meistarakeppninnar árið 1995. Í þvi húsi munu allir leikir íslands í for- og milliriðli fara fram svo og úrslita- leikur keppninnar. Tillögur þessar voru kynbtar fyrir ríkisstjóm Islands, Reykjavíkurborg svo og áhugaaðilum á sviði ferða- þjónustu í ágúst sl. Af hverju stórt fjölnota sýningarhús? Þar sem margir aðilar hafa rætt um að byggja þyrfti „handboltahöll" í sambandi við heimsmeistarakeppn- ina árið 1995, þá vill HSÍ gera grein fyrir að þær hugmyndir era ekki komnar frá HSÍ. HSI vill kynna eft- Jón Hjaltalín Magnússon „Markmiðið er að heimsmeistarakeppni þessi verði mikil og góð landkynning fyrir Is- land og efli áhuga ungl- inga og almennings á íþróttum. Einnig mun keppni þessi vera áhugaverð fyrir alla aðila á sviði ferðaþjón- ustu og áætla má veru- legar gjaldeyristekjur af komu erlendra kepp- enda, fjölmiðlamanna og áhorfenda á sjálfa keppnina.“ Vörusýning með 8.000 m2 gólf- plássi. irfarandi möguleika á nýtingu fjöl- nota sýningarhúss. Aðstaða fyrir vörusýningar Síðan Laugardalshöllin var full- gerð era liðin 22 ár. Hún er eina húsið, sem byggt hefur verið gagn- gert til sýningarhalds fyrir atvinnu- vegina, jafnframt því að nýtast fyrir fjölmennar samkomur og sem íþróttahús. Umpphaflega var fyrir- hugað að hafa Laugardalshöllina mun stærri en hún er. Meir en hálf- ur annar áratugur er síðan vörasýn- ingar „sprengdu“ það gólfrými sem höllin hefur. Á undanfömum áram hafa tíu sinnum verið byggðir bráða- birgðaskálar við Laugardalshöllina fyrir vörasýningar. Nú er svo komið að alþjóðlegir sýningaraðilar treysta sér ekki lengur að standa í byggingu bráðabirgðaskála. Því getur svo far- ið að stærri alþjóðlegar vörasýningar leggist af verði ekki úr bætt. Stórt fjölnota sýningarhús, eins og fyrir- hugað er að byggja, mun efla veru- lega möguleika á að halda alþjóðleg- ar vöivsýningar á íslandi. Alþjóðlegar vörasýningar hér- lendis auðvelda íslenskum fyrirtækj- um þátttöku og efla þannig útflutn- ing á vöram og þjónustu. Þær alþjóðlegar vörasýningar sem einna helst hefur verið rætt um éru: • Sjávarútvegssýningar • Matvælasýningar • Iðnaðarsýningar • Umhverfismálasýningar • Heimilissýningar og margt fleira. Aðstaða fyrir fjölmennar ráðstefhur Mikil landkynning er af stórum ráðstefnum og í fjölnota sýningar- húsi mun skapast kærkomin aðstaða til að halda ráðstefnur af áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.