Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 TEXTI:ÁRNI JOIINSEN MYNDIR: RAGNAR AXELSSON Undarleg þögn þegarísinn bindur hafið „Það er eins og hafísinn læðist aftan að manni,“ segir Guðmundur í Munaðarnesi „Það er kaldranalegt um að litast, það er víst óhætt um það,“ sagði Guðmundur G. Jónsson bóndi og hreppstjóri í Munaðarnesi á Ströndum við okkur Morgunblaðsmenn þegar við stóðum á hlaðinu hjá honum í fyrradag og virtum fyrir okkur ísbreiðuna sem fyllti Ingólfsfjörð, Ofeigsfjörð og Ófeigsfjarðarflóa svo langt sem augað eygði til hafs og allt bendir til þess að ísinn haldist inni á fjörðunum til vors þótt hann kunni að hörfa fyrir utan áður en langt um líður. í Munaðarnesi er þríbýli og eru tvö íbúðarhúsanna hituð upp með eldivið úr reka að mestu leyti. Snævi þakin fjöll, éljagangur og firðirnir fullir af ísjökum sem voru samfrosnir gáfu ekki beint hlýlega mynd af annars fögru svæði, en þeim mun magnaðri urðu jólaljósin í gluggum heimamanna við ysta haf. Veður skipast skjótt í lofti á þessum slóðum, en á aðeins tveimur dögum fylltust firðirnir af hafís, allt út fyrir Drangaskörð og Vetrar- mýrarnes. Daginn sem við heim- sóttum Munaðarnes voru börnin á bæjunum á jólagleði i skólanum í Árnesi, en. vegurinn hafði verið ruddur fyrr um daginn. Þannig gengur lífið fyrir sig við ysta haf um þessar mundir. Aðalatriðið er að halda hita i húsum og hafa að- gang að helstu nauðsynjum og í ljósi þess gengur mannlífið sinn vanagang, hávaðalaust en jafnt og þétt með flóði og fjöru eins og geng- ur. Frávik eru ekki óalgeng og til dæmis hefur ekki ennþá tekist að halda þorrablótið sem átti að halda í vetur. „Mestu viðbrigðin við komu hafíssins," sagði Guðmundur, „eru þau að maður hættir að sjá sjóinn og heyra í honum. Það er undarlegt að búa allt í einu við þessa kyrrð eftir endalaust brimsog og öldu- gjálfur og nið.“ Það er ekki nýtt að hafís þrengi að Strandamönnum og ósjálfrátt verða menn varir um sig, því enginn veit hvar ísbirnir leynast þegar landsins forni fjandi er kominn á annað borð. Síðast er vitað um að ísbjörn hafi gengið á land í Munaðarnesi árið 1914, en hann var drepinn á bænum Eyri. „Við kyndum nær eingöngu með eldivið á okkar heimili og það gerir pabbi líka, en bróðir minn notar rafmagnið mest, því hann er i nýj- asta húsinu,“ sagði Guðmundur í Munaðarnesi, „það er mikil orka sem liggur í rekaviðnum og hitinn frá timbrinu er þægilegur og hefur góð sálræn áhrif. Maður finnur það best þegar staðið er við ofninn sem kyndir húsið og bætir eldivið í hann. En þrátt fyrir að við kyndum mest með rekavið þá kyndum við fyrir um 5.000 kr. á mánuði með raf- magni. Jú, það er ömurlegt að fá hafís- inn svona í fangið, maður kemur ekki bát á flot í fugl eða sel og það er hugsanlegt að við fáum ekki auðan sjó fyrr en í sumar. 1979 komumst við ekki á grálseppu fyrr en í júní. í fyrravetur var alit á kafi í snjó og það gerði manni vissulega lífið leitt og nú virðist ísinn ætla að fijósa saman. Það sem einu sinni hefur gerst, getur víst gerst aftur. Við erum alltaf á sama stað á jörð- inni, svo þetta er það sem við meg- um búast við. Annars segir máltæk- ið að sjaldan hafi miðsvetrarís meinað. Á hinn bóginn er hætt við að það verði lítið um rekavið eftir veturinn ef ísinn helst og það_ verður þá lengra að sækja hann. ísinn þreng- ir ekki aðeins að okkur mönnunum, sjófuglarnir sem eru fastur liður í umhverfinu hér verða að flýja burtu og hrafnarnir tveir sem hafa tekið sér bólsetu hér bera sig hálfilla greyin, en auðvitað amar ekkert að kindunum 250 ,sem við erum með í húsi. Reynslan hefur sýnt okkur að samanfrosinn ísinn inni á fjörð- unum haggast seint og það þarf töluverða öldu til að bijóta hann upp auk þess að skerin halda honum eins og bindijárn. En þetta hefur allt sinn gang og ekki erunt við að æðrast. Einu sinni fundum við pabbi mik- inn rekadrumb í hafís sem rák að ströndinni. Drumburinn sem var um 12 metra langur stóð lóðréttur í ísjaka og ég man hve það var bros- legt hve pabbi treysti illa hafísnum, taldi að hann myndi ekki halda sér ef hann gengi a honum og tiplaði um hann eins og hann ætlaði að losna við að tylla nokkru sinni nið- ur fótum. Ein- hvernveginn varð hann hræddur og það er ekki að furða, ísinn er ógnvekj- andi og sjálfur hef ég orðið fyrir því að fyllast ein- hverskonar hræðslu þar sem ég var að vinna við ströndina sem hafísinn lá að. Mér fannst eins og einhver væri að koma aftan að mér og þannig er það, það er eins og hafísinn komi aftan að manni.“ - á.j. Morguriblaðið/RAX Guðmundur í Munaðarnesi. Siglt um heimsins höf Bókmenntir ErlendurJónsson Unnur Jökulsdóttir, Þorbjörn Magnússon: KJOLFAR KRÍUNNAR. 304 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1989. Þetta er stór bók, fagiega hönn- uð, með miklum texta og mörgum myndum, og yfirhöfuð glæsileg á að líta. Höfundarnir kynna sig ekki heldur sem neitt hversdagsfólk. Mikið er í stílinn borið. Þetta er fyndið fólk og skemmtilegt. Eigin- lega of fyndið og of skemmtilegt, finnst manni í bytjun. Því fátt er meira þreytandi þegar til lengdar lætur en skemmtilegt fólk. En þeg- ar fram í sækir verða höfundarnir svo hugfangnir af upprifjun eigin ævintýra og segja svo líflega frá Selfoss: Utsvar næsta árs verður 7,5% Selfossi. SELFOSSBÚAR munu greiða 7,5% útsvar á næsta ári. Tillaga bæjarstjóra þess efnis var sam- þykkt á bæjarstjórnarfundi 13. desember. Útsvar þessa árs var 7,1%. Hækkunin er því 0,4%. Útsvarsálagning næsta árs var samþykkt með 6 atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa Fram- sóknarflokks. — Sig. Jóns. að lesandinn gleymir að nema stað- ar við stílbrögðin en tekur þess í stað að fylgja fólkinu eftir um heimsins höf, og það er reisa sem segir sex. Ferðalag þeirra er þó hvergi ein- stakt. Fjöldi fólks siglir um höfin á litlum skútum. Allt er það að safna lífsreynslu. En margur er þar að auki, eins og höfundar þessarar bókar, að viða að sér efni í ferða- sögu sem síðan er skráð og gefin út. Hversu margar slíkar hafa kom- ið út á íslensku (þýddar) veit ég ekki en hygg að fjöldi þeirra muni vera þónokkur þegar allt er talið. Þetta sýnist mér höfundar Kjölfars Kríunnar gera sér ljóst: að ferðalag þeirra eitt saman muni ekki vekja nægilega forvitni; bók, sem um það sé skrifuð, verði að vera dálítið sér- stök — eða spes eins og sagt er nú á dögum — og rísa undir nafni sem slík. Hvers konar fólk leggur þá upp í svona lagaða siglingu? Venjulegt fólk? Ævintýramenn? Fífldjarfir ferðalangar? Kannski blanda af þessu þrennu. Víst er að minnsta kosti að sá, sem ver peningum sínum með þessum hætti, reisir ekki steinveggi í Reykjavík fyrir sömu fjármuni. Ferð eins og sú, sem segir frá í Kjölfari Kríunnar, er og verður ævintýraferð og alls ekki allra að leggja í slíkan leiðangur. Aldrei verður þetta heldur án áhættu. Undir yfirborði heitu haf- anna sveima grimmir fiskar. Og úti fyrir sólgylltum ströndum lóna sjó- ræningjaskip, tilbúin að hremma eins og grimmu fiskarnir í sjónum. Skútufólk, sem siglir yfir rúmsjó og sér dularfullt skip koma í hum- átt á eftir sér, kveikir ekki ljós þeg- ar dimmir heldur sveigir af leið í skjóli myrkurs til að hætta ekki á neitt. Hafnarborgir í þriðja heims löndum eru ekki heldur neinn sunnudagaskóli og öruggara að vera var um sig ef komið er við á slíkum stöðum. Sá, sem ferðast eins og Unnur og Þorbjörn, má síst af öllu vera hræddur eða kvíðinn. Þá verður lítið úr ferðagleðinni. Væn- legra er að »vera alltaf órakaður, með staf, speglagleraugu og vindil og sem fúlmannlegastur á svipinn.« Einhvern tíma var sagt að það væri skrítið með þessa landkönn- uði, þeir væru allir jafnframt svo góðir rithöfundar. Ekki skal dæmt um það hér og nú hvort sú stað- hæfing muni eiga við rök að styðj- ast. Svo mikið er þó víst að efnivið- inn vantar þessa ferðalanga sjaldn- ast. Vera má að það sé þungavigt reynslunnar sem jafnframt leggi þeim til kraftinn í frásögnina. Við lestur þessarar fjörlegu sjóferða- sögu kann manni að koma slíkt í hug. STfÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. Kaffivennt Verð frá Hárblásari, 1200 w. Verð frá 1.159* Nuddtœki. Verð frá 2.775 Brauörist. Verð frá 2.997* RÖNNING Við erum ekki bara hagstœðir... KRINGLAN ...við erum betri S: 68 5868 T ta- r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.