Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 49
MORGUNB|LAÐIÐ FÖSTUDAGUR. 22. DESEMBER 1989 nokkrir af hans bestu vinum. Magn- ús var metnaðargjarn fyrir hönd Vals - hvort sem bolta var kastað eða sparkað. Þrátt fyrir erfið veikindi var hvergi bilbug á honum að finna. Þegar spurt var um liðanina, svar- aði hann jafnan: „Ég hugsa bara um hvern dag fyrir sig og er þakk- látur fyrir það að fá að starfa með krökkunum í Valsheimilinu." Sjónum okkar er horfinn mætur drengur sem hefur verið kallaður til starfa á öðrum stöðum. Við hefð- um viljað njóta Magnúsar mun leng- ur en enginn deilir við drottin sinn því hver hefur sínum skyldum að gegna. Magnús verður áfram Valsmaður og vakir yfir lærlingum sínum á nóttu sem degi. Þótt Valshjartað hafi hætt að slá meðal okkar slær það engu að síður þar sem ríkir friður og ró - þar sem allt er svo gott. Unnustu, foreldrum og öllum ættingjum og vinum votta ég samúð mína, en munið að þeini mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns,.þeim mun meit'i gleði getur það rúmað. Magnúsi líður vel og hann vill að ykkur líði vel. Gleðj- umst yfir því að hafa átt samleið með Magnúsi - minningin um mætan dreng mun lifa. Fyrir hönd meistaraflokks Vals í knattspyrnu, Þorgrímur Þráinsson Okkut’ langar með nokkrum orð- um að minnast látins bekkjarfélaga og vinar, Magnúsar Blöndal. Fréttin utn andlát Magga kom eins og reiðarslag, þrátt fyrir vitn- eskju okkar um baráttu hans við veikindi sín síðustu mánuði. Við minnumst þess þegar við komum saman í haust hve bjartsýnn og kátur hann var. Það er sárt að missa góðan félaga eftir svo stutt kynni. Maggi hafði afgerandi persónu- leika, ákveðnar skoðanir og kímni- gáfu sem var engu lík. Einnig ein- kenndi hann mikill kraftur og þótt hann hafi stundum verið þtjóskur var hann alltaf samkvæmur sjálfum sér. Við höfum misst mikið og gerum okkur grein fyrir því að bekkjarand- inn verðut' aldrei eins og þegár hann var með okkur. Við þökkum Magnúsi samfylgd- ina og vottum unnustu, foreldrum og systur okkar dýpstu samúð. Bekkjarfélagar í Kennara- háskólanum. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Annar eigandi verslunarinnar Feima, Soffia Thorarensen. ■ KVENFATAVERSLUNIN Feima á Hverfisgötu 39 var opnuð 25. september siðastliðinn. Eigend- ur verslunarinnar eru Soffia Thor- arensen og Guðrún Vigfúsdóttir. Jóhann Jónsson viðurkenningu bandarísku skurð- læknanefndarinnar (The American Board of Surgery) sem skurðlæknir með sérstaka áherslu á líffæraflutn- inga. Viðurkenning bandarísku skurðlæknanefndat'innar er víða í Bandaríkjunum skilyrði fyrir því að skut'ðlæknar séu ráðnir til starfa á stórum sjúkrahúsum. Jóhaiin Jóns- son útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla íslands árið 1979. Hann starfar nú við ígræðsluþjónustu Washington Hospital Centei'. Eigin- kona Jóhanns er Sigurveig Víðis- dóttir hjúkrunarfræðingur. For- eldrar Jóhanns eru _ Jón K. Jó- hannsson læknit' og Ólafía Sigurð- ardóttir. ■ SAMKEPPNI. Samkeppninni um nýtt slagorð fyrir gosdrykkinn Sprite er lokið. Fyrit' valinu var: „Það et- á tæru.“ Einnig efndi Vífil- fell hf. til samkeppni hjá verslunum um bestu framstillinguna á Sprite- vörum og vat' keppt í þremur flokk- um. I flokki stórmarkaða, hverfis- verslanna og söluturna. Vegleg vet'ðlaun voru í boði, eða ferð fyrir tvo til Amsterdam. Þær verslanir sem urðu sigurvegarar, voru: Mikli- garður við Sund, Spesían Garðabæ og Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Hér á myndinni tekur Þröstur Ól- afsson hjá KRON við viðut'kenn- ingu fyrir hönd Miklagarðs frá sölu- stjóra Vífilsfells hf., Bæring Ólafs- syni. ■ TÓNLEIKAR.- Rokk og ról- sveitin Langi Seli og Skuggarnit' ætla að halda tónleika í Tunglinu við Lækjargötu kl. 23 föstudags- kvöldið 22. desember. L.S.S. ketnur nú aftur fram eftir fjögurra mánaða hlé. ■ LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, .sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 2,5% frá og með 1. janúar 1990. Hækkun þessi reiknast á leigu þá sem er í desember 1989. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í febrúar og mars 1990. ■ JÓLASÖNGVAR- Föstudag- inn 22. desember kl. 22 mun Dóm-.. kórinn í Reykjavík syngja jóla- söngva í Dómkirkjunnu. Auk þekkra jólasálma flytur kórinn mót- ettu frá 17. öld. Marteinn H. Frið- riksson leikur á ot'gel aðventu- og jólafot'leik eftir Bach. Einnig mun Skólakór Kársness syngja nokkur lög undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Aðgangur er ókeypis. Þórir Barðdal Hl ÞÓRIR Barðdal myndhöggvari heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Gúmmíþjón- ustunni Eyjaslóð 9 í Örfirisey. Verkin á sýningunni eru flest unnin í ítalskan marmara og hárðvið. Sýningin verður opin á opnunartíma fyrirtækisins frá kl. 9-5, og stendur hún fram á næsta ár. ■ VIÐURKENNING. - Jóhann Jónsson læknir hefur nýverið hlotið + Innilegar þakkir til allra þeirra, ér sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖIMNU SIGRÍÐAR STEINSDÓTTUR, Kothúsum, Garði. Edda Sveinbjörnsdóttir, Sigurður R. Elíasson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Karvel Hreiðarsson, Gunnar Sveinbjörnsson, Þóra Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Mark segulband 3.950 stgr. Nova mínútugrill 8.400 stgr. Nova samlokugrill 5.375 stgr. Nova djúpsteikingarpottar frá 6.200 stgr. Mark útvarp með 6 stöðva minni 4.300 stgr. Melitta kaffivélar frá 3.580 stgr ^SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VK> MIKLAGARÐ Thomson ferðaútvarp með tvöföldu segulbandi og geislaspilara 29.735 stgr 1 ss 1 l “■« : OKHTAt. : 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.