Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 14
21________________________________________egl’f maMaaaa ,ss hudaqutsöi>i GiaAjaviuoHOM 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Þar sem ævintýrin gerast __________Bækur______________ SteinarJ. Lúðvíksson Páll S. Pálsson og fleiri: Laxá á Asum. Bókaútgáfan Ruddi, Reykjavík 1989. 135 bls. Því verður ekki á móti mælt að meiri ævintýraljómi er yfir Laxá á Ásum en flestum öðrum íslenskum laxveiðiám. Þeim, sem vanir eru að veiða í beljandi stórfljótum eins og Laxá í Aðaldal og Soginu, finnst raunar lítið til Laxár á Ásum koma þegar komið er að henni í fyrsta skipti. Áin er sem smáspræna, vatnslítil og víðast lygn, en samt sem áður er þetta sú laxveiðiá á íslandi sem gefur mestan afla á stöng á dag og það meira að segja iangmestan. Sú saga sem fylgir jafnan Laxá á Ásum að þar hafi varla aðrir en auðkýfingar mögu- leika á að bleyta færi og þær sög- ur, sem heyrðust um upphæðir sem menn greiddu þar fyrir veiðileyfi sl. sumar, voru í hæsta máta ævintýra- legar. Þeir eru margir sem fengið hafa góðan feng í Laxá á Ásum. Þótt áin láti lítið yfir sér lýtur hún sömu lögmálum og aðrar laxveiðiár. Veiði- menn verða að gjörþekkja ána til þess að geta gert sér vonir um góð- an feng — vita nákvæmlega hvar iaxinn heldur sig, hvaða agn hentar best á hverjum tíma og hvernig á að bera sig til við veiðamar. Þeir, sem til þekkja, segja að í raun sé Laxá á Ásum „viðkvæm" á eins og veiðimenn orða það sem merkir að veiðimenn verða að fara mjög var- lega að veiðistöðunum til þess að styggja ekki fiskinn. Nu er komin út bók um þessa frægu laxveiðiá. Að stofni til er bókin eftir Pál S. Pálsson hæstarétt- arlögmann er lést árið 1983, en ívar sonur hans tók upp merki föð- ur síns og naut við það aðstoðar nokkurra góðra manna, m.a. föður- bróður síns Gísla Pálssonar bónda á Hofi í Vatnsdal. Páll S. Pálsson var einn þeirra manna er gjörþekktu Laxá á Ásum. Ekki bara vegna þess að hann ólst upp á bökkum hennar heldur líka vegna þess að hann stundaði þar laxveiðar í fjölda ára og var talinn afburðasnjall veiðimaður. Því voru fáir menn honum hæfari til þess að rita veiðileiðsagnarbók um ána og við þetta bætist svo að menn þurfa ekki lengi að glugga í ritið til þess að komast að því að Páll S. hefur verið vel ritfær maður. í bókinni ritar Páll lýsingu á veiðistöðum ár- innar og fjallar um staðhætti og sögu veiðanna ásamt Jóni Torfa- syni. í bókinni er einnig ritgerð eft- ir Tuma Tómasson um fiskistofna Laxár, viðtöl við veiðimenn og síðast en ekki síst tölfræðileg úttekt á ánni ásamt afar athyglisverðum töflum og línuritum um veiðina í ánni allt frá árinu 1948. Bókin um Laxá á Ásum er kær- komið heimildarit fyrir þá veiðimenn sem eru svo heppnir að eiga mögu- leika á því að komast í þessa eftir- sóttu á. Lýsingar á veiðistöðum eru svo ítariega fram settar og stað- háttalýsingar svo góðar að þær hljóta að nýtast vel auk þess sem í bókinni eru kort sem gott er að glöggva sig á. Þá er veiðimönnum mikill fengur að línuritunum, sem eru í bókinni, en af þeim má lesa ýmsan fróðleik um hvenær helst megi vænta fengs á hinum ýmsu veiðistöðum. Einnig er hægt að glöggva sig á ýmsu með því að skoða fjölmargar ljósmyndir sem eru í bókinni. Ekki verður annað sagt en að af vandvirkni og alúð hafi verið unnið að því að koma á framfæri lýsingu á þessari einstæðu veiðiá og greina frá ýmsum staðreyndum sem veiði- mönnum, sem þangað fara, koma að góðu gagni. Það, sem helst er ofaukið í bókinni, eru viðtöl við nokkra veiðimenn um ágætt gengi þeirra við veiðar í ánni. Viðtölin eru Bókmenntir ErlendurJónsson Guðný Þ. Magnúsdóttir: DUL- RÆN REYNSLA. 184 bls. Skugg- sjá. 1989. »Frásagnir af dulskynjunum sjö íslenskra kvenna,« stendur á titilsíðu. Höfundur upplýsir í formála að tilvilj- un hafi ráðið að í bókina völdust konur einar. I framhaldi af því má þó spyrja hvort konur Jiunni ekki einmitt að vera körlum áhugasamari um mál af þessu tagi. Konur eni persónulegri og láta sig mannlífið Páll S. Pálsson lipurlega skrifuð en fyrir 'þá, sem haldnir eru veiðidellu og lesa flest sem skrifað er um stangaveiði hér- meira varða, yfirhöfuð. Karlar hugsa hlutlægar og sýsla fremur við hag- nýtu málefnin. Sú var tíð að bækur eins og Dul- ræn reynsla voru áberandi í bókaút- gáfunni. Þó þeim væri sjaldnast skip- að á bekk með fagurbókmenntum var jafnan mikið um þær talað, þær seldust vel og voru áreiðanlega keyptar til lestrar. Og kannski líka sem hugbót, sáluhjálp. Síðustu árin hafa þær verið færri á ferð. Ef til vill er það bara náttúrlegt því allt gengur þetta í bylgjum, einnig bóka- útgáfan. Konurnar sjö koma hér sumar fram í eigin persónu en aðrar undir lendis, er val viðmælenda heldur ófrumlegt og það er eins og maður hafi lesið þetta næstum allt áður. Kannski hefur það ráðið valinu að það fólk, sem segir frá, hefur mo- kveitt í ánni en sem fyrr greinir virðist það henda alloft að þar fáist ævintýralega mikill afli. Þannig er t.d. greint frá „fjörugri viku í Laxá“ árið 1986 en þá viku veiddust þar um 26,5 laxar á stöng á dag að meðaltali. Slíkt er líkara tölum um slátrun hjá hafbeitarstöð eða eldis- stöð heldur en frásögn af stanga- veiði. Að loknum lestri bókarinnar um Laxá á Ásum verður niðurstaðan þessi: Vandaðar og vel skrifaðar lýsingar á veiðistöðum í ánni og því góð veiðileiðsögn. Afar fróðlegar tölulegar upplýsingar um veiðina en viðtöl við laxveiðimenn hefðu mátt missa sig, a.m.k. í þeim dúr, sem þau eru í bókinni þar sem þau virka frekast sem uppfyliing. dulnefni. Ástæða leyndarinnar kann að vera sú að einkamál ber sums staðar á góma. Og ekki eru allir til- búnir að standa í sviðsljósinu slíkra hluta vegna. Almennt telja konurnar sig hafa fundið fyrir dulargáfu á barnsaldri. Sumar telja sig hafa hlot- ið hana að erfðum. Draumar og draumaráðningar eru hér ofarlega á blaði. Allar sýnast konurnar vera næmar fyrir umhverfi sínu, láta sig varða hvernig öðrum líður. Fyrir kemur, að sögn, að þeim vitrast hitt og annað í vöku sem lýsir sér í því að þær hafa eitthvað »sterklega á tilfinningunni«. Það má þá vera fyrir- boði einhvers sem á eftir að gerast. Boð geta líka borist frá framliðnum. Og þeim ber að fara eftir. Óheilla- vænlegt þykir að daufheyrast við slíku. Dauðinn ker»ur oft inn í myndina. En »hugtakið dauði er ekki rétt, því það sem okkur virðist dautt er líf á æðra þroskastigi,« eins og ein konan orðar það. Önnur segist tala við fólk »út frá þeim útgangspunkti að dauð- inn væri ekki til, og það sem þeirra biði væri vist á öðru tilverustigi. Af sjálfu leíðir að hlutskipti þess- ara kvenna hefur orðið að hjálpa öðrum, veita þeim, sem bágt eiga, andlega eða líkamlega, af krafti þeim sem þær telja sig búa yfir. Þær eru því vafalaust þekktar innan þess hóps sem áhuga hefur á dulrænni reynslu. Höfundurinn er líka vel heima í efninu og vandar sitt verk. Ella hefði hann varla tekið sér fyrir hendur að skrásetja þessar frásagnir. Þó hér liggi engin jafnréttishug- sjón í loftinu eru þetta í raun kvenna- bókmenntir, frásögur kvenna sem vilja ráða málum sínum sjálfar, einn- ig trúnni; hjálpa sér sjálfar og láta aðra njóta góðs af sínum sérstæðu hæfíleikum. Bókin Dulræn reynsla má víst telj- ast til alþýðubókmennta, um það er varla nokkrum blöðum að fletta. Samt komst hún ekki upp á pallinn hjá alþýðudómstóli þeim sem ætlar að fara að úthluta bókmenntaverð- launum. Kannski var ekki við því að búast þegar öllu er á botninn hvolft. Líttu inn og fáðu lipra þjónustu í Ijúfum bæ. Orient armbandsúr í miðbænum! Hjá okkurfer saman gcedi ogglœsileiki Bankastræti Laugavegur 12 Guðmundur Þorsteinsson sf. Opið í dag kl. 9-22 Carl A. Bergmann, úrsmiður, Skólavörðurstíg 5. Kornelíus Jónsson, úra- og skartgripaverslun, Skólavörðustíg 8 og Bankastræti 6. Nýtt bílageymsluhús, nóg pláss, frítt á laugardögum V) 3' o» t-i 1 °> Helgi Sigurðsson, úrsmiður, Skólavörðustíg 3. Guðmundur Þorteinsson sf úra- og skartgripaverslun, Bankastræti 12. Bak við slæður rúms og tíma Vestrænar þjóðir viðurkenna menningarskuld sína við Egypta, Babiloníumenn, Grikki, Rómverja og fleiri fornþjóðir. En spurningin er: Hverjir kenndu þeim? Var sú þekking fengin fró Atlantis? í tilefni af útkomu bókarinnar hefur IMPERIUM ATLANTIS opnað sendiróð ó Klapparstíg 30. Þar verður Haukur Halldórsson með myndlistarsýningu og kynntir verða minjagripir um Atlantis og fl. BOKAUTGAFAN TYR, PBOX-1639, RVÍK - Pöntunarsím! 10964 I BOKINNI ENII YFIR 400 MYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.