Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 38
38 MORöUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 22. DESEMBER 1989 Keimur án keppinauta BOSS HUGO BOSS Ert þú í húsgagnaleit FRÁ FRAKKLANDI ný sending af glæsilegum og vönduðum leðursófasettum OPIÐ TIL KL. 23.00 LAUGARDAG VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími 82275. Kynning á virOisaukaskatti Landssamband iðnaðarmanna heldur almennan kynningarfund um virðisaukaskatt og framkvæmd hans fimmtudaginn 28. desember nk. kl. 16.30. Fundarstaður: Hallveigarstígur 1, Reykjavík. Forstöðumenn iðnfyrirtækja og þeir, sem sjá um bókhald þeirra, eru hvattir til að mæta á fundinn. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Nýi grjótgarðurinn á Bakkafirði. Morgunblaðið/Áki H. Guðmundsson Bakkafj örður: Haftiargerð á Bakkafírði lokið Bakkafirði. HÉR HEFUR staðið yfir bygging á nýrri bátahöfn sem kemur til með að gjörbreyta allri aðstöðu til sjósóknar héðan í íramtíðinni. Verkið hófst fyrstu viku júlímán- aðar og lauk um miðjan nóvember. Það var reistur gijótgarður fyrir innan skjólgarð sem reistur var fyr- ir nokkrum árum. Nýi gijótgarður- inn er um 120 metra langur og gijótmagnið í honum er 20 þúsund rúmmetrar sem allt fékkst með sprengingum á hafnarsvæðinu, svo ekki þurfti að fara langt eftir efni í garðinn. Garðurinn var unninn af heimamönnum en 20 metra langa viðlegubryggju við nýja gijótgarð- inn smíðuðu smiðir frá Vopnafirði. Verkstjóri yfir verkinu var frá Vita- og hafnarmálastofnun. Kostnaðar- áætlun hljóðaði uppá 26 milljónir og virðist hún hafa staðist í megin- dráttum. Nýi garðurinn lokar fyrir vestan- vindáttirnar, en þær hafa verið mjög skaðlegar hér. Sem dæmi þá slitnaði 26 tonna bátur upp af legu- færum og sökk inni í höfninni. 7 tonna bátur slitnaði einnig upp af legunni fyrir tveimur árum og eyði- lagðist. Einnig urðu tvö önnur óhöpp þar sem tókst að bjarga bát- unum lítið skemmdum. Andvirði þessara tjóna á núvirði eru meiri en sú upphæð sem þessar hafnar- framkvæmdir kosta. Vonast menn nú til að svona uppákomur verði úr sögunni hér og héðan komi út- gerð og fiskvinnsla til með að auk- ast og blómstra í framtíðinni með batnandi aðstöðu. - Á.H.G. A _ Menningarsjóður Islands og Finnlands: 2,6 milljómim króna varið til 31 verkeftiis STJÓRN Mienningarsjóðs íslands og Finnlands hefur komið saman til að ákveða árlega úthlutun styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrestur var til 30. september sl. og bárust alls 129 umsóknir, þar af 96 frá Finnlandi og 33 frá íslandi. Úthlutað var 176.000 mörkum sem eru j afnvirði um 2,6 milljóna króna og hlutu eftirtaldir umsækjendur styrki samkvæmt fi-étt frá menntamálaráðuneytinu: 1. Daníel Benediktsson, lektor, 5.500 mörk, ferðastyrkur til að ljúka doktorsprófi í bókasafnsfræði í Finnlandi. 2. Eyvindur P. Eiríksson, rithöf- undur, 5.500 mörk, ferðastyrkur til Finnlandsfarar til að safna heimild- um fyrir skáldsögu. 3. Guðrún Kristjánsdóttir, mynd- listarmaður, 5.500 mörk, til að halda sýningu í Helsingfors. 4. Guðrún Magnúsdóttir, bóka- safnsfræðingur, 5.500 mörk, til að kynna sér ný bókasöfn og listamið- stöðvar í Finnlandi. 5. Háskólaútgáfan, 3.000 mörk, til að gefa út íslensk-finnskt orða- safn. 6. Hrafnhildur Schram, listfræð- ingur, 5.500 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér söfn og listamiðstöðv- ar í Finnlandi. 7. Kristín Bjarnadóttir, fulltrúi, 5.500 mörk til að kynna sér starfs- aðferðir finnsku krabbameins- skráningarinnar. 8. Kristín Eggertsdóttir, for- stöðukona veitingastofu Norræna hússins, 5.500 mörk til að kynna sér hliðstæðan veitingarekstur til Helsingfors. 9. Mímir, félag ísler.skunema við HÍ, 10.000 mörk, ferðastyrkur til að endurgjalda heimsókn nemenda og kennara við norrænu deildina í Helsingforsháskóla. 10. Reynir Adamsson, arkitekt, 5.500 mörk, til að undirbúa sam- starf við arkitektafélög og arki- tektaskóla í Finnlandi. 11. Tríó Reykjavíkur, 10.000 mörk til hljómleikaferðar til Finn- lands. 12. Þórdís Árnadóttir, stúdent, 3.000 mörk, til að sækja námskeið í finnsku. 13. Erik Ahonen, tónlistarblaða- maður, 5.000 mörk, ferðastyrkur til íslandsferðar. 14. Boklaget, Helsingfors, 5.000 mörk, styrkur til að gefa út íslenskt smásagnasafn á sænsku. 15. Friðþjófssögu-vínnuhópur- inn, 10.000 mörk, til að flytja verk um Friðþjófssögu á íslandi. 16. Félagið Islandia, 11.000 mörk, ferðakostnaður tveggja hrossadómara frá íslandi vegna hestasýningar á íslands-vikunni í Tammerfors haustið 1990. 17. Páivi Jukola, myndhöggvari, 5.000 mörk, til náms- og vinnuferð- ar til íslands. 18. Sænski menntaskólinn í Karleby, 8.000 mörk, styrkur til námsferðar tveggja bekkjadeilda til íslands. 19. 9. bekkur grunnskólans í Parppei, 5.000 mörk, styrkur til námsferðar til íslands. 20. Timo Karlsson, lektor, og Tuomas Járvelá, kennari, 6.000 mörk, til að vinna að finnsk-í slenskri orðabók. 21. Borgarbókasafnið í Kuopio, 5.000 mörk, til kynnisferðar bóka- varðar til Islands. 22. Bókaútgáfan Like Kustann- us, 5.000 mörk, til að bjóða Einari Kárasyni, rithöfundi, til Finnlands. 23. Starfshópur um sýningu listamannsins Olli Lyytikáinens, 5.000 mörk, ferðastyrkur vegna sýningar listamannsins i Reykjavík. 24. Seppo Metso, listgagnrýn- andi, 5.000 mörk, til kynnisferðar til íslands. 25. Moisio-grunnskólinn í Ylöj- árvi, 5.000 mörk, til námsferðar nemenda í 9. bekk til íslands. 26. Auli Mákinen, dósent, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér rannsóknastofnanir landbúnaðar og bændaskóla á Islandi. 27. Kirsti Petajániemi, leikstjóri, 5.000 mörk, til kynnisferðar til ís- lands. 28. Anne Tainio, gullsmiður, 5.000 mörk til að halda sýningu á íslandi á verndargripum frá heim- skautabyggðum. 29. Eva Jansson, þýðandi, 1.000 mörk, til að fullgera kver um fram- burð í finnsku fyrir íslenska stúd- enta. 30. Tammerfors-háskóli, málvís- indastofnunin, 10.000 mörk, til námsferðar 20 stúdenta til íslands. Til viðbótar framangreindum styrkjum var ákveðið að veija 150.000 mörkum til íslands- vikunnar í Tammerfors haustið 1990. Stofnfé sjóðsins var 450.000 finnsk mörk sem finnska þjóðþingið veitti í tilefni af því að minnst var 1100 ára afmælis byggðar á íslandi 1974, en nemur nú um 1,7 millj. marka. Stjóm sjóðsins skipa Matti Gustafson, deildarstjóri í finnska menntamálaráðuneytinu, formaður, Juha Peura, fil. mag., Kristín Þór- arinsdóttir Mántylá, fulltrúi, og Þórunn Bragadóttir, deildarstjóri. Varamaður af finnskri hálfu er Ann Sandelin, fil. mag., en af íslenskri hálfu Þórdís Þorvaldsdóttir, borgar- bókavörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.