Morgunblaðið - 08.02.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.02.1990, Qupperneq 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 32. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sögulegur miðsljórnarfundur í Moskvu: Samþykkt að aftiema valda- einokun kommúnistaflokksins Þegar miðstjórnarfulltrú- arnir komu út af fundinuin þyrptust blaðamenn að þeim til að heyra nýjustu fréttir. Hér hafa þeir um- kringt einn þeirra, Júríj Shatalín, foringja í hern- um, og svörin voru þau, að 70 ára valdaeinokun sov- éska kommúnistaf lokksins heyrði brátt sögunni til. Moskvu. Reuter, dpa. MIÐSTJÓRN sovéska kommúnistaflokksins samþykkti í gær að af- nema valdaeinokun flokksins, sem hann hefur haft í 70 ár, og búa þar með í raun í haginn fyrir hugsanlegu fjölflokkakerfi í Sovétríkj- unum. Þykir þessi niðurstaða mikill sigur fyrir Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, enda voru tillögur hans samþykktar nær óbreyttar þrátt fyrir ásakanir harðlínumanna um að hann væri kom- inn með land og þjóð Iram á brún efhahagslegs gjaldþrots og stjórn- leysis. Hefiir þessu nýjasta frumkvæði Gorbatsjovs verið fagnað víða um lönd og eru fiestir sammála um, að nú hafi hann stigið skref, sem ekki verði aftur tekið. TASS-fréttastofan sovéska sagði, að miðstjórn kommúnistaflokksins hefði samþykkt með öllum atkvæð- um nema tveimur róttækar tillögur Gorbatsjovs um „mannúðlegan, lýð- ræðislegan sósíalisma" en í þeim segir, að kommúnistaflokkurinn geri ekki tilkall til valda né krefjist þess, að hlutverk hans sé sérstaklega skil- greint í stjórnarskránni. Þá er í tillög- unum einnig kveðið á um nýja mið- stjórn, skipaða 200 mönnum, og nýtt stjómmálaráð þar sem sitji full- trúar allra lýðveldanna 15. „Sjötta grein stjómarskrárinnar verður afnumin. Hér verður komið á fjölflokkakerfi og eðlilegu lýðræði," sagði Svjatoslav Fjodorov, kunnur, sovéskur augnlæknir, sem var áheymarfulltrúi á fundi miðstjórnar- innar, en í sjöttu grein sovésku stjórnarskrárinnar er kveðið á um „forystuhlutverk" flokksins eða öllu heldur einkarétt hans á völdunum. Nokkrir harðlínumenn réðust harkalega að Gorbatsjov og sökuðu hann um vera að stefna landi og þjóð í glötun en TASS sagði, að þess- ar raddir hefðu þó verið fáar og í máli allra annarra hefði það verið rauði þráðurinn, að flokkurinn yrði nú að taka sjálfum sér tak eða horf- ast í augu við að vera rutt í burtu í því pólitíska umróti, sem nú væri í Sovétríkjunum. Vadím Medvedev, hugmyndafræðingur kommúnista- flokksins, og Edúard Shevardnadze utanríkisráðherra sögðu í ræðum sínum, að ánnaðhvort reyndist flokk- urinn þess verðugur að stjórna eða hann sogaðist inn í hringiðu stjórn- leysisins þar sem „einræðisherrar“, smáir og stórir, reyndu að taka völd- in í sínar hendur. Jafnvel Jegor Lígatsjov, sem hefur verið talinn oddviti harðlínumannanna, virtist á sama máli og Níkolaj Ryzhkov for- sætisráðherra sagði, að nú hefði raunveruleikinn og lífið sjálft kvatt dyra og krefðist afdráttarlausra Að undanförnu hefur þess verið krafist af æ meiri þunga, að sams konar breytingar verði í Sovétríkjun- um og orðið hafa í Austur-Evrópu- ríkjunum en á síðasta hausti vísaði Gorbatsjov á bug tillögum um afnám sjöttu greinarinnar og sagði, að það væri ekki til umræðu. Með sam- þykktinni í gær er hún þó ekki þar með úr gildi fallin því að það er full- trúaþingið, sem hefur síðasta orðið. Enginn efast þó um, að niðurstaðan verði sú sama þar. A Vesturlöndum hefur þessum tíðindum verið fagnað og sérfræðing- ar í sovéskum málefnum segja, að enn einu sinni hafi Gorbatsjov tekið frumkvæðið í sínar hendur. Að þessu sinni þó ekki í alþjóðamálum, heldur í málefnum Sovétríkjanna sjálfra, sem séu miklu erfiðari viðfangs. Efnahagsmálin taki ekki stakka- skiptum á einni nóttu og lýðræðisleg- ar umbætur einar sér leysi ekki þann vanda, sem eru sjálfstæðiskröfur ein- stakra þjóða innan Sovétríkjanna. Sjá „Gorbatsjov. . . á bls. 24. Reuter Ríkissljórn Kohls býður Austur-Þjóðveijum myntbandalag: Vestur-Þjóðveijar telja að nýtt eftiahagsundur sé í uppsíglingu Bonn. Reuter. RÍKISSTJÓRN Vestur-Þýskalands ákvað í gær að bjóða Austur- Þjóðverjum myntbandalag. Að- stoðarforsætisráðherra Austur- Þýskalands fagnaði þessu tilboði í gær og sagðist vonast til að það myndi draga úr fióttamanna- straumnum vestur á bóginn. Skil- yrði fyrir því að vestur-þýska markið verði tekið í notkun í Aust- Gata í Ósló nefiid efltir íslenskri konu Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁKVEÐIÐ hefur verið að nefha götu í Ósló eftir íslenskri konu, Ólafiu Jóhannsdóttur, en á fyrri helmingi þessarar aldar vann hún mikið og gott starf að málefiium fátæks fólks í hverfunum Vaterland og Grönland í mið- borginni. Vaterland var verkamannahverfi, sem var jafn- að við jörðu eftir stríð, en í nýja Vaterlands- hverfinu á ein gatan að heita „Olafia-gangen". Ólafía, sem lést árið 1924, var kölluð „Móðir Vaterlands“ vegna síns fórnfúsa starfs í þágu meðborgara sinna. Ólafín Jóhannsdóltir ur-Þýskalandi er talið að þar verði komið á markaðshagkerfi. Helmut Haussmann, efnahags- málaráðherra Vestur-Þýskalands, sagði að næðist samkomulag þá mætti búast við nýju efnahagsundri. Það myndi auðvelda ijárfestingar vestrænna fyrirtækja og sannfæra Austur-Þjóðveija um að þeir fengju laun sín greidd með raunverulegum verðmætum. Helmut Geiger, yfír- fnaður samtaka sparisjóða, spáði því að Vestur-Þjóðveijar þyrftu að greiða fyrir myntbandalag með tug- um milljarða marka. Vestur-þýskir ráðherrar sögðust í gær búast við samkomulagi um myntbandalag og umbyltingu austur-þýska hagkerfis- ins fljótlega eftir kosningar í Aust- ur-Þýskalandi 18. mars. Afleiðing slíks samkomulags yrði að Austur- Þjóðveijar myndu afsala sér sjálf- stæði í peningastjórnun til seðla- banka Vestur-Þýskalands. Jafnaðar- menn í Vestur-Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi' við áform um mynt- bandalag. Lothar de Maiziere, aðstoðarfor- sætisráðherra Austur-Þýskalands og formaður flokks Kristilegra demó- krata þar í landi, sagði að vega þyrfti og meta tilboð vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar. Það hefði bæði kosti og galla en væri til þess fallið að draga úr flóttamannastraumnum vestur. Á þessu ári hafa 70.000 Austur-Þjóðveijar flust til Vestur- Þýskalands. De Maiziere sagði að hingað til hefði austur-þýska ríkis- stjórnin ekki rætt myntbandalag nema í sambandi við sameiningu Þýskalands á öllum sviðum. De Ma- iziere fagnaði engu -að síður tilboð- inu: „Að hika er sama og tapa.“ Framkvæmdanefnd Evrópubanda- lagsins ræddi á fundi sínum í gær afleiðingar þess fyrir bandalagið að tekin yrði upp sama myntin í báðum þýsku ríkjunum. Ónefndir heimildar- menn í framkvæmdanefndinni sögðu að þar væru menn smám saman að gera sér grein fyrir því að sameining þýsku ríkjanna yrði ekki stöðvuð og að hún gengi mun hraðar fyrir sig en samruni Evrópubandalagsríkj- anna. Nú væri nokkuð ljóst að til þess myndi ekki koma að Austur- Þýskaland sækti um aðild að EB sem sjálfstætt ríki eins og menn reiknuðu með í fyrstu. Sameinað Þýskaland í NATO? Moskvu. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær, að sovésk stjórnvöld væru reiðubúln að ræða við vestur-þýsku stjórnina þá tillögu hennar, að sameinað Þýskaland yrði aðili að Atlantshafsbandalaginu. Shevardnadze gaf þessa yfirlýs- ingu í upphafi viðræðna sinna við James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem kom til Moskvu í gær til viðræðna við sov- ésk stjórnvöld., Var hann spurður um þá hugmynd Hans-Dietrichs Genschers, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands, að sameinað Þýskaland yrði í NATO en her- mönnum bandalagsins bannað að vera í austurhlutanum. „Mér þykja hugmyndir Genschers um margt skynsamlegar og við erum reiðu- búnir að ræða þær við hann,“ sagði Shevardnadze.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.