Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 14

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 Falslaus kaup skulu föst vera eftir Ólaf ísleifsson í Morgunblaðinu 28. jan. sl. reif- ar Davíð Þór Björgvinsson, dósent við lagadeild Háskóla íslands, at- hyglisverðan dóm sem kveðinn var upp í bæjarþingi Reykjavíkur 19. desember si. I málinu var þess freistað að fá skorið úr um lög- mæti nýrrar lánskjaravísitölu skv. reglugerð viðskiptaráðuneytis frá janúar 1989. Niðurstaða dómsins var sú, að stefnanda var gert að sætta sig við breytingu á láns- kjaravísitölunni, og var stefndi sýknaður af öllum kröfum hans. Mál þetta er afar þýðingarmikið. Það snýst um samningsfrelsið og það hvort eða að hve miklu leyti ríkisvald hefur heimild til að hlut- ast til um efni samninga sem ein- staklingar hafa gert sín í milli. Auk þess eru miklir hagsmunir tengdir lánskjaravísitölu. Áætla má að verðtryggð útlán lánastofnana hafi numið nálega 230 milljörðum króna um síðustu áramót. Þar af eiga lífeyrissjóðir sjálfsagt einna stærstan hiut, en ávöxtun sjóðanna vegur þungt um kjör lífeyrisþega framtíðarinnar. í þessari grein verð- ur vikið að nokkrum álitaefnum sem vakna við lestur á dómi bæjar- þingsins. I Athygli vekur að enda þótt málið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur snerti ýmis hagfræðileg atriði var ekki kvaddur til sérfróður meðdómari á því sviði. Fyrir slíkri ráðstöfun er sérstök heimild í einkamálalögun- um og er alvanalegt að grípa til þessa úrræðis. Hefði mátt búast við því í þessu máli þegar af þeirri ástæðu að Ólafslög 13/1979 kveða á um að nefnd sérfróðra manna skeri úr um ágreining sem rísa kann um grundvöll og/eða útreikn- ing verðtryggingar. Stefnandi reisti sjónarmið sitt um ólögmæti nýju vísitölunnar m.a. á því, að það að reikna laun inn í lánskjaravísitölu stangaðist á við ákvæði Ólafslaga. í dóminum segir um þetta atriði, að „ekki verði fall- ist á það með stefnanda, að sá verðtryggingargrundvöllur sé ólög- mætur. Laun eru verð á vinnu og þjónustu og hafa launabreytingar þannig áhrif á almennt verðlag". Ennfremur segir: „í þessu sam- bandi má benda á, að laun hafa haft bein áhrif á þróun byggingar- vísitölu og hafa þannig áhrif á þró- un lánskjaravísitölunnar, og er óumdeilt í máli þessu, að slíkt sé heimilt." Hér er rétt að staldra við. Það er út af fyrir sig rétt, að laun eru verð á vinnu, og launa- breytingar hafa áhrif á almennt verðlag. En laun eru ekki hluti af almennu verðlagi í þeirri merkingu sem venjulega er lögð í það hug- tak. Verð ákvarðar endurgjald fyrir einingu af vöru og þjónustu, sem boðin er fram á markaði. Laun eru greidd fyrir framlag launamannsins til framleiðslu vöru og þjónustu. Þær greiðslur heyra til framleiðsl- unni sjálfri, áður en hún er boðin fram á markaði, og eiga sér ekki beina samsvörun við greiðslu yfir búðarborð þegar hlutur er keyptur. Ákvörðun launa er í mörgum tilvik- um tengd persónulegum eiginleik- um starfsmanns, þekkingu hans, dugnaði og hæfileikum. Allt öðru máli gegnir um markaðsverð- myndun á einsleitri vörutegund eða þjónustu. Laun kunna að skýra hluta af verðmynduninni, en það breytir ekki því, að eðlismunur er á verði og launum. Þessi eðlismunur á t.d. verði á kaffipakka og launum verkamanns fyrir vinnustund verð- ur ekki sléttaður út með því að segja að í báðum tilvikum sé um verð að ræða. Samband launa og verðs er ekki einhlítt, og kostnaður sem stofnað hefur verið til, m.a. launakostnað- ur, skiptir í sumum tilvikum litlu við verðmyndun. Ljós dæmi um það má t.d. finna í kunnu fræðiriti Georges J. Stiglers, prófessors við Chicago-háskóla og Nóbelsverð- launahafa í hagfræði 1982, Verð- myndunarfræði (The Theory of Price), 3. útg. Iðnrekandi kostar 300 krónum til að framleiða vöru en keppinautur hans 400 krónum til að framleiða sömu vöru. Fá þeir mismunandi verð fyrir vöruna? Byggingameistari kostar 10 millj- ónum króna til húsbyggingar en alvarlegir steypugallar og alkalí skemmdir koma fljótlega í ljós. Fást 10 milljónir fyrir húsið? Maður kaupir steinvölu fyrir 100 krónur en steinninn reynist vera verðmæt- ur demantur. Selur maðurinn hann fyrir 100 krónur? Nokkrir indíánar seldu Manhattaneyju (sem þeir raunar áttu ekki) fyrir 24 dali. Þessi dæmi nægja til að sýna að ekki ríkir nauðsynlega beint sam- band milli tilkostnaðar og verðgild- is. Þess má geta í þessu samhengi að mæling á launabreytingum yfir tiltekið tímabil er miklum mun óti-yggari en mæling á verðbreyt- ingum. í fyrra tilvikinu þarf iðulega að beita huglægu mati, en í því síðara er jafnan unnt að koma við hlutrænum mælingum með því að kanna vöruverð í verslunum. Ríkar kröfur verður að gera til öryggis og nákvæmni mælinga þegar um svo mikla fjárhagslega hagsmuni er að tefla sem hér um ræðir. Hér falla hagsmunir aðila lánssamnings saman. Fyrir hvern hundraðshluta sem vísitalan hækkar færast ríflega 2 milljarðar króna milli lánveitenda og skuldara. í nýju lánskjaravísi- tölunni vega laun um 60% þegar allt er talið. Þegar haft er í huga hve miklum vandkvæðum er bundið að bregða nákvæmum mælikvarða á launabreytingar má ljóst vera i hvílíka hættu hagsmunum beggja aðila að lánssamningi er tefit með nýju vísitölunni. Inntak lánsviðskipta er að maður fær tímabundin afnot af fjáreign annars manns. Með verðtryggingu er leitast við að tryggja að lánsféð rýrni ekki af völdum verðhækkana. Lánveitandinn hefur frestað neyslu um sinn, þ.e. hann hefur skotið á frest kaupum á vöru og þjónustu til endanlegra nota. Þegar kemur að því að hann ver fé sínu skiptir því öllu máli að það hafi verið varið fyrir breytingum á verði vöru og þjónustu. Ekki nægir að miða við laun eða einhveijar aðrar hag- stærðir sem segja má að „hafí áhrif á almennt verðlag". Það atriði að laun hafi bein áhrif á þróun byggingarvísitölu ógildir ekki þá röksemd að breytingar láns- kjaravísitölu skuli endurspegla verðlagsbreytingar en ekki aðrar hagstærðir. Byggingarvísitölu er ætlað að mæla breytingar á kostn- aði við að byggja íbúðarhúsnæði af tiltekinni stærð. Við útreiknihg hennar er hluti af þeim kostnaði áætlaður með því að meta breyting- ar launa í tilteknum stéttum sem starfa í byggingariðnaði. Verður þessu ekki jafnað til þess að reikna almenna launavísitölu beint inn í lánskjaravísitölu við hlið Verðvísi- talnanna tveggja. Á þessip tvennu er eðlismunur. II í dómi bæjarþings Reykjavíkur segir um þá röksemd að hin nýja vísitala tæki ekki til eldri skuld- bindinga: „Verður að telja, að máls- aðilar verði að sætta sig við þær breytingar á vísitölugrunni, sem Ólaftir ísleifsson „Frá hvaða tíma reikn- ar Davíð misgengið? Kallar hann það stór- fellt misgengi sem varð milli áranna 1986 og 1987 þegar ráðstöfun- artekjur á mann hækk- uðu meira en tvöfalt á við lánskjaravísitölu á sama tíma?“ heimilaðar eru samkvæmt lögum þessum (þ.e. Ólafslögum — innsk. Óí), enda sé ekki gerður sérstakur fyrirvari um annað í lánssamningn- um.“ Hér erum við komin á svið samningsfrelsisins og heimild þriðja aðila, í þessu tilviki stjómvalds, til að hlutast til um efni fijálsra samn- inga. Allt frá því breytingin á vísi- tölunni var ákveðin hefur því verið haldið fram, að með henni væri dreginn taumur annars samnings- aðila á kostnað hins, a.m.k. meðan svo háttar til að breytingar kaup- gjalds halda ekki í við almennar verðbreytingar. Reynslan hefur staðfest þetta með því að nýja láns- kjaravísitalan hækkaði um milli þremur og fjórum hundraðshlutum minna á liðnu ári en sú gamla. Þessi þróun mun snúast við áður en langt um líður. Enginn vafi leik- ur á því, að nýja vísitalan er skuld- urum óhagstæðari en sú gamla þegar lán stendur yfir langan tíma. Þegar betur árar mun kaupgjald hækka meira en verðlag eins og jafnan gerist þegar gróska er í efnahagslífínu, t.d. eins og var á árunum 1985-1987. Má þá búast við að í krafti fordæmis muni stjórn- vald á ný draga taum annars aðil- ans? Réttaróvissan, sem slíkri stjórnvaldsaðgerð fylgdi, gæti leitt til þess að menn misstu alla trú á lánskjaravísitölunni sem viðmiðun um verðgildi íjárskuldbindinga. Væri þá illa farið, því að frá því að verðtryggingarstefnan var tekin upp með Olafslögum 1979 hefur lánskjaravísitalan og traust manna á henni verið forsenda fyrir upp- byggingu sparnaðar og því, að samið væri um lán til langs tíma. Orðin „þær breytingar á vísitölu- grunni, sem heimilaðar eru sam- kvæmt lögum þessum" krefjast sérstakrar athugunar. Hvaða breyt- ingar á vísitölugrunni eru heimilað- ar í lögunum? Til að svara þeirri spurningu þarf m.a. að greina hvað felst í hugtakinu grunnur láns- kjaravísitölu. í því sambandi er þess að gæta, að lánskjaravísitalan er ekki eiginleg vísitala samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu. Hún er ekki sjálfstæður mælikvarði líkt og framfærsluvísitalan eða byggingar- vísitalan, sem hvor um sig mæla tilgreind útgjöld, annars vegar framfærsluútgjöld fjölskyldu og hins vegar kostnað við að byggja íbúðarhúsnæði af tiltekinni stærð. Gamla lánskjaravísitalan sýnir ein- göngu breytingu vísitalnanna tveggja reiknað eftir gefnum hlut- föllum, þ.e. 2:1. „Breytingar á út- reikningi hennar eða vægi vísitaln- anna tveggja í henni eru annars eðlis og ekki sambærilegar við breytingar á grunni hinna lögboðnu vísitalna Hagstofunnar, sem leiða af eðlilegri endurskoðun þeirra" segir í greinargerð sérstakrar úr- skurðarnefndar sem starfar skv. 44. gr. Ólafslaga, en greinargerðin er dagsett 19. október 1988 og birtist síðar í Morgunblaðinu. I breytingunni sem ákveðin var með reglugerð viðskiptaráðuneytis nr. 18/1989 felst umbylting á láns- kjaravísitölunni. Samsetningu hennar er breytt með því að bætt er inn nýjum mælikvarða, og er hann ekki eiginlegur verðmælir. Hann skal vega þriðjung eins og hvor hinna tveggja, sem áður voru samvegnir með hlutfallinu 2:1. Naumast verður séð að Ólafslög veiti heimild til breytingar af þessu tagi. III Samningsfrelsið er meginregla um viðskipti manna á meðal. Frá þeirri reglu eru þó gerðar undan- tekningar þegar sérstaklega stend- ur á, t.d. með ákvæðum laga um ógildingu löggerninga. Fyrir nokkr- um árum var lögfest breyting á samningalögunum þar sem dóm- stólum er falið vald til að víkja samningi til hliðar eða breyta hon- um ef samningurinn er talinn ósanngjarn (1. 11/1986). Hefði ekki verið nær að Iáta reyna á verðtrygg- ingu lánasamninga fyrir dómstólum á grundvelli lagaákvæða af þessu tagi, og þá að sjálfsögðu að frum- kvæði þeirra sem töldu á sig hallað með beitingu gömlu vísitölunnar? Því að hvar endar íhlutun stjórn- valda um mál sem aðilar leysa sjálf- ir sín á milli í fijálsum samningum? IV Davíð Þór Björgvinsson lýkur I ( I Tilbrigði um silfur Sinfóníuhljómsveitin frumflytur verk Þorkels Sigurbjörnssonar usmu VftnsíVíi, hljómsveitarstjóH. Matial Nardeau, flautuleikari. Þorkell Sigurbjörns- son eftir Raíh Jónsson Síðara misseri 40 ára afmæljs- starfsárs Sinfóníuhljómsveitar ís- lands hefst með tónleikum í Há- skólabíói í dag, fimmtudag, þ. 8. febrúar ^og hefjast þeir klukkan 20.30. Á efnisskránni verða þijú verk. Posthorn Serenade eftir Mozart, Tilbrigði um silfur eftir Þorkeí Sigurbjörnsson og Tapiola eftir Sibelius. Einleikari verður franski fiautu- leikarinn Martial Nardeau og hljóm- sveitarstjóri Finninn Osmo Vanska. Tilbrigði um silfur er flautukon- sert í einum þætti eftir Þorkel og er þetta frumflutningur vérksins. Þorkell skrifaði þetta verk á Spáni árið 1988 og gætir í því spænskra áhrifa. Um verkið segir Þorkell m.a.: „Silfur tekur á sig ýmsar mynd- ir. Sunnan frá Alhambra er sagan um máríska prinsessu, sem gekk aftur og spilaði þá á silfprlútu. Svo komst þessi lúta í hendur ítal- skra kaupahéðna, sem brutu hana og bræddu og seldu brotin hæst- bjóðanda. Eitthvað af þessu ævin- týralega silfri á svo að hafa komist í strengina hans Paganinis! Þannig lauk sögunni, þegar hún var skráð fyrir hálfri annarri öld. En siifur heldur áfram að táka á sig ýmsar myndir. Það getur t.d. vel verið að eitthvað af þessu jíorna silfri hafi komist í flautuna hans Martials!“ Mozkrt skrifaði „Pos(.horn“ ser- enöðuna 1779. Hann var þá nýkom- inn heiih til Salzburg eftir bíu mán- aða dvöl í Parí$. I Salzfcmrg tók hann aftur við fyrri stöijfum serh konsertmeistari og hirðprganisti. I Tveimur árum síðar mihsti hann þessi störf og flutþi þá alfarinn til (Vínar. Tapiola eftir Sibelius var síðasta stórverk hans ásamt sjöundu sin- fóníunni. Tapio er skógarguðinn í finnsku goðsögunni og verkið er byggt á litlu stefi, sem bírtist í fjölbreyttum og stigmagnandi myndum gegnum allt verkið. Martial Nardeau hóf flautunám kornungur í heimaborg sinni, Bou- logne sur mer í Norður-Frakklandi, og stundaði síðan nám í París og Versölum. Að loknu námi starfaði hann sem fastráðinn flautuleikari í Lamoureux-sinfóníuhljómsveitinni í París í 3 ár. Hann kom víða fram sem einleikari í Frakklandi, auk þess sem hann var yfirkennari flautudeilda tónlistarskólanna í Limoges og síðar Amiens. Martial flutti til Islands 1982 og hefur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.