Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990
Ferðafrelsi geimfarans
um heilbrigðiskerfið
eftir OlafMixa
Um það bil sem alþýða í austur-
álfu er með stórum fórnum að brjóta
af sér helsi ófrelsis og kúgunar eru
menn á íslandi enn og aftur að finna
með sér frelsisþrána með þeim skap-
hita, eins og sjaldan fyrr hafi verið
jafnbrýn ástæða til að veija frelsið,
viðhalda eða jafnvel fínna það upp á
nýjan leik. Ymsir menn, ekki síst
læknar, hafa lýst stórum áhyggjum
yfír hættunni gegn frelsisandanum,
ef unnið skuli áfram að þróun mark-
vissrar og skipulagðrar heilsugæslu
í landinu. Menn tala um Berlínar-
múra, ef færa á frumheilsugæslu nær
fólki í hverfum. Menn tala um ógn-
vekjandi frelsisskerðingu íbúanna, ef
stunda á heildræna heilbrigðisumsjá
á samræmdan hátt með markvissri
heilsuvernd og fyrirgirðandi aðgerð-
um, skipulögðu skýrsluhaldi og leið-
beiningum um kerfið. Menn láta eins
og þeir viti ekki, að heilsugæslustöðv-
um hefur þrátt fyrir allt verið að
fjölga í Reykjavík á undanförnum
áratug án þess að til nokkurra þving-
ana hafi komið utan þess tilviks, er
Heilsugæslustöðin í Fossvogi var opn-
uð á sínum tíma. Þá átti að skikka
alla íbúa þess hverfís til þess að skrá
sig til þeirrar stöðvar við mikinn
ófögnuð lýðsins, svo að frá því var
horfið, og verður áreiðanlega aldrei
gert aftur. Sömu menn látast heldur
ekki vita, að bráðveikt fólk hefur
ekki val á öðru en vakthafandi sjúkra-
húsi og meðfylgjandi læknum án þess
að litið sé á það sjálfsagða skipulags-
fyrirkomulag sem sérstaka frelsi-
sógn. Látið er að því liggja í frelsis-
ins nafni að heilbrigðismál, einn allra
málaflokka og sá dýrasti, þarfnist
ekki samræmingar, yfirlits eða jafn-
vel stjómunar.
Staðreyndin er auðvitað sú að það
frelsi, sem menn tendrast svo upp
af, er fyrst og fremst eigið frelsi til
að segja fólki að það geti hvergi far-
ið annað en til sín til að fá litið eftir
lyfjagjöfum eða sinnt hverjum tilfall-
andi heilsugæsluvanda, að það þurfi
rafeindaverkfræðing til að skipta um
ljósaperu hjá því, enda „kostar það
ekkert, ríkið borgar (mér)“. Það heit-
ir að fólk eigi „að velja sjálft", eins
og það komi til með að hafa burði í
sér tii að bregða út af því sem lang-
skólaður og ábúðarmikill „sérfræð-
ingur“ skipar fyrir um. Þetta er ferða-
frelsi geimfarans í geimhylki sínu.
Hann má svo sem fara hvert sem
hann kýs, en fer fjandakornið ekki
annað en þangað sem stjómstöðin
ætlar honum. Og vill nú helst hver
sérgreinalæknir verða sérstök stjórn-
stöð til að skutla sjúklingum uppí
sína prívat hringrás innum víddir
lækningageimsins.
342 læknar, þar af sumir, sem
ekki vita hvað orðið heilsugæsla þýð-
ir, hvað þá hvað í felst, ekki frekar
en stjórnmálamaðurinn á uppleið,
sem tíundar í Moggagrein kostnað
hverra samskipta innan heilsugæsl-
unnar annars vegar (og undanskilur
auðvitað símasamskipti, sem era
skylduverk í heilsugæslu án sérstakr-
ar umbunar) og hjá sérgreinalæknum
hinsvegar, og ber þannig saman jafn
óskylda hluti og epli og eldhúshníf,
— þessir læknar hafa skyndilega
upptendrast í þungum áhyggjum yfír
örlögum heimilislækna og sent ráð-
herra skrif þar að lútandi. Maður
bara hrærist nánast við alla þessa
skyndilegu væntumþykju, þótt stutt
sé nú í þann gran, sem hefur nánast
verið staðfestur undanfarið, að sú
ályktun sé ekki með heimilislæknum
heldur gegn heilsugæslu. Nú eigi í
kjölfar afnáms tilvísana að láta kné
fylgja kviði, veikja heilsugæsluna og
öll fagleg viðmið hennar um alls-
heijar heilsuvernd og hverfa aftur til
eftir Benjamín H.J.
Eiríksson
Þegar ég sá forsíðu Morgunblaðs-
ins, að morgni hins 10. janúar, leizt
mér ekki allt of vel á málfar blaða-
mannsins. Af málfari hans þóttist
ég sjá að breyting á atvinnuháttum
og búsetu valdi breytingu á málfar-
inu, sem margt eldra fólk muni
kunna illa við. Málið verður fátæk-
Iegra og svipminna þegar farið er
að lýsa náttúrunni, og jafnvel lífinu,
í sveit og við sjó. Sést þá, að nýju
kynslóðina vantar lífsreynslu eða
þann skóla sem kennt geti henni mál
hinna eldri. Blaðamaðurinn var að
llysa óveðrinu, en þó fyrst og fremst
afleiðingum þess.
Þvert yfir forsíðuna var fyrirsögn-
in: „Stormflóð veldur stórtjóni." í
örsuttum texta á blaðsíðu 18 tekst
blaðamanninum enn að nota orðið
stormflóð, nú 3 sinnum, og að auki
í nýrri fyrirsögn. Orðið sem mér þótti
vanta tilfinnanlega í frásögnina aila
var orðið brím. Mér finnst að landinn
eigi að hafa orðið brim á takteinum,
fjölmiðlafólkið alveg sérstaklega. Af
því orði eru svo dregin önnur litrík
orð, orð eins og brímskafl og brím-
rót. Orðið brimrót Iýsir einkar vel
framstæðari bútalækninga, viðgerð-
arþjónustunnar, þar sem fólk rápi í
fijálsri óvissu milli lækna með djúpa
þekkingu á þröngum sviðum, og sinni
hver sínum parti á viðeigandi töxtum
og nefnt er „nútímalæknisþjónusta".
Með ótrúlegum talnakúnstum er
reiknað samskiptaverð eins og það
sé endilega ódýrast að kaupa fímm
kápur á magnafslætti, þegar ekki
þarf kannski nerria eina, og alhliða
heilsugæslustarf borið saman við til-
failandi stofurekstur sérgreinalækna,
sem hafa þar engum kvöðum að
gegna öðrum en að sinna sínum búti,
þegar þeir eru ekki að gera eitthvað
annað. Þessa kennir víða stað. Borg-
aryfírvöld virðast höll undir þessa
þróun í seinni tíð eða hafa hljótt um
einhveija mótaða heilsugæslustefnu.
Undirritaður starfar ekki sem
ríkisráðinn heilsugæslulæknir heldur
hefur leitast við að stofna til heilsu-
gæslustarfsemi á verktakagrunni,
sem taki mið af tilgangi og faglegri
hugsun um samræmda frumheilsu-
gæslu, sem stendur að baki núgild-
andi heilbrigðislögum (ekki hefur
þvísem gerist í fjörunni í miklu brimi.
I frásögninni af hrakningum Páls
postula er notað orðið hafrót og er
það ekki síður litríkt og lýsandi en
brimrót. Blaðamaðurinn ABÓ notar
þetta orð í Tímanum í lýsingu sinni
á hamförunum. Hann hefir einnig
orðið brím. „Stokkseyri rústuð í of-
viðri og brimi.“ Og í annarri fyrir-
sögn stendur: „Fárviðri og brim.“ í
lýsingu blaðsins er sagt frá gijðti
og sandi sem borizt hafí á land ásamt
þara, en ekki minnst á þangið.
Alþýðublaðið vantar orðið brim
eins og Morgunblaðið. í stað þess
koma orðin vindar og flóð: „Gífurlegt
tjón víða um land af völdum vinda
og flóða.“
Þjóðviljinn notar orðið flóð þannig
i fleirtölu: flóðin. Þegar um er að
ræða hækkun og lækkun hafsins við
ströndina af völdum tungisins, þá er
eintalan við hæfi, enda hafa víst
flestir heyrt um mun flóðs og fjöru.
Blaðamaðurinn nefnir þó orðið stór-
straumsflæði.
Þegar skip athafna sig í mikilli
öldu, þá er stundum talað um sjó-
gang. Blaðamaður Þjóðviljans notar
þetta orð mikið, en hefir þó orðið
brim á einum stað. Hann segir frá
sandi og drullu, en hvorki frá gijóti
Ólafiir Mixa
„Staðreyndin er auðvit-
að sú að það frelsi, sem
menn tendrast svo upp
af, er fyrst og fremst
eigið frelsi til að segja
fólki að það geti hvergi
farið annað en til sín til
að fá litið eftir lyfjagjöf-
um eða sinnt hverjum
tilfallandi heilsugæslu-
vanda.“
nésjávargróðri.
í DV er orðið brim tvisvar í texta
og einnig undir mynd, einnig er not-
að orðið háflóð. Sagt er frá urð og
gijöti en ekki sjávargróðri. Það dró
úr ánægju minni við lesturinn að lesa
þarna um niðurganginn í veðrinu,
sem ég tel fyrst og fremst áhrif frá
málfari Veðurstofunnar, og vík nú
að því.
Veðurstofan
Veðurfréttirnar eru sífellt í fjöl-
miðlum, svo sem sjálfsagt er. Með
þessu verða veðurfræðingamir að
fjölmiðlafólki, og málnoktun þeirra
málkennsla fyrir þjóðina. Þetta mál
þeirra, sem sífellt klingir í eyrum,
fínnst mér ákaflega misgott. Eg set
hér fáein dæmi um orðavalið.
Vatnsveður. Þetta mun vera
danska: vandvejr. Hér fínnst mér að
megi nota orðið rigning í fleirtölu:
rigningar. Einu sinni gekk hér revía
sem hét Haustrigningar.
Snjóél. Orðið él er styttra, fallegra
og fullgott. Ég held að orðið él geti
ekki misskilist, þó að til sé orð eins
og haglél.
Gengur niður. Mér finnst hinn
eilífí niðurgangur á Veðurstofunni
ákaflega hvimleiður. Það er ágæt
Málið og veðrið
Formannskjör í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar;
Hvet alla til að koma á kjörstað
og* gefa okkur tækifæri áfram
- segir Haraldur Hannesson, formaður félagsins
„Ég hvet alla félaga til að koma á kjörstað og gefa okkur tæki-
færi til að halda áfram að sljórna þessu félagi á sama hátt og við
höfum gert að undanfórnu. Stjórnin er mjög samstæð og er einhuga
í þessu máli,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar, en í dag og á morgun, íostudag, fer fram
kjör til formanns í félaginu, þar sem Haraldur fékk mótframboð.
Auk þess er kosið um helming stjórnarmanna.
„Ég held nú reynöar að þetta
sé bara fámennur upphlaupshópur
sem stendur að þessu mótfram-
boði. Kannski sami hópurinn og
reyndi að koma í veg fyrir að ég
yrði kosinn fyrsti varaformaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja á síðasta þingi BSRB og sami
hópur og vildi gefa eigur félagsins
fyrir tveimur árum, en það var fellt
með miklum meirihluta í félaginu,"
sagði Haraldur ennfremur.
Hann sagði að óneitanlega
blönduðust launamál inn í þetta
einnig, enda væri fólk aðkreppt og
teldi ef til vill að einungis með því
að skipta um formann væri hægt
að kippa launamálunum í lag. Það
væri auðvitað ekki raunin því
fjöldamargir frá félaginu kæmu við
sögu í sérhvetjum samningum.
Starfsmannafélag Reykjavíkur
dró sig út úr samfloti með BSRB
um nýju kjarasamningana þegar
mótframboðið kom fram. Haraldur
segir að það hafi verið vegna þess
að það hafí verið einhuga ákvörðun
samninganefndar að ekki færi sam-
an að standa í formannsslag og
samningagerð.
Aðspurður hvort hann telji að
um einhvem málefnaágreining sé
að ræða, segist Haraldur telja svo
ekki vera. „Hann talar mikið um
áherslubreytingar í félagsstarfmu,
grasrótarhreyfíngu og nýja upp-
byggingu og annað slíkt án þess
að það sé nokkuð sem hægt er að
festa hendur á. Guðmundur hefur
nú setið í stjórn Starfsmannafé-
lagsins í fímm ár og engar mark-
verðar tillögur hafa komið frá hon-
um á þeim tíma. Öll stjórn Starfs-
mannafélagsins stendur að baki
þessum lista uppstillingarnefndar
nema hann auðvitað," sagði hann
ennfremur.
Haraldur Hannesson hefur verið
formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar síðan árið 1982
og fyrsti varaformaður BSRB frá
Haraldur Hannesson
síðasta þingi bandalagsins árið
1988. Tvö ár eru eftir af kjörtíma-
bili hans í því embætti.
verið talin ástæða til að geta hennar
í talnarunum greinahöfunda undan-
farið). Hann ætti því að vera þakklát-
ur ofangreindum kollegum, sem í
orði sýnast styðja einmitt þann
rekstrargrundvöll. En því miður verð-
ur ekki horft fram hjá því sem undir
býr. Ég helst því ósnortinn. Það er
von mín að ekki verði frekar kiknað
í hnjánum og látið reka burt frá eðli-
legri þróun þess hluta heilbrigðis-
kerfísins sem standa -þarf í fremstu
víglínu og vera fyrsti aðgangur íbú-
anna að heilbrigðiskerfinu, en hann
er sem fyrr aðalverkfæri nútíma heil-
sugæslu til að auka heilbrigðisvelferð
þegnanna og langlífí, þótt einhveijir
noti um þau mál á glannalegan hátt
hugtakið frelsi eins og útjaskaðan
grímubúning sem nota megi í hveiju
partýi. Hitt er svo auðvitað jafnþýð-
ingarmikið fyrir mína faglegu sálar-
heill, ekki síður en velferð sjúklinga
minna, að eiga traustan bakhjarl í
mörgum frábæram sérgreinalæknum
og við þá jafnvinsamleg og gagnleg
samskipti eftirleiðis sem hingað til í
þeim fjölda tilfella, þegar breiðhugs-
un heilsugæslunnar er komin að
sínum endamörkum og þörf er á því
að kafa í djúpið eða beita þrautþjálf-
aðri hand- eða tækjamennt. Það gef-
ur augaleið.
Höfundur er yfírlæknir
Heilsugæslunnar, Álftamýri.
Benjamín H.J. Eiríksson
„Mér er það talsvert
undrunar- og áhyggju-
efni hve fljótt og langt
fjölmiðlafólkið gengur í
því að breyta því máli,
eða afleggja, sem til
skamms tíma var í
hvers manns munni jafii
sjálfsagt og vatn og
brauð.“
íslenska að segja að veðurlægi. Einn-
ig er það orðin íslenzka að segja að
veður gangi yfir, eða gangi hjá.
Mér er það talsvert undrunar- og
áhyggjuefni hve fljótt og langt fjöl-
miðlafólkið gengur í því að breyta
því máli, eða afleggja, sem til
skamms tíma var í hvers manns
munni jafn sjálfsagt og vatn og
brauð.- Hvernig getur blaðamaður
fengi sig til að skrifa lýsingu frá
fárviðrinu sem gekk yfir aðfaranótt
þriðjudagsins, án þess að minnast á
brimið og holskeflumar sem gengu
yfir ströndina? Svarið er sennilega
það, að hann skorti reynslu af náttúr-
unni og því óvanur viðeigandi orða-
vali.
Mér virðist auðsýnt að það þurfi
að herða kröfurnar um gott mál og
eðlilegt hjá fólkinu við fjölmiðlana
og hjá opinberum stofnunum. í blöð-
um og útvarpi ættu ekki að koma
aðrar fréttir eftir lítt reynt fólk, en
þær sem hafi verið yfirlesnar af
málfræðingum. Þetta er mál sem
börnin heyra og þau læra það mál
sem fyrir þeim er haft.
Tvær athugasemdir
Ég læt svo fljóta með tvær athuga-
-^semdir, óháðar veðrinu. Það nægir
að segja: Fyrir fimm árum. Það á
að sleppa síðan. Það er danska. Nú
heyrist æ oftar: árhundruð. Það er
íslenzka að segja: aldir.
Höfundur er fyrrverandi
bankastjóri ográðgjafí
ríkisstjórnarinnar um
cfnahagsmál.