Morgunblaðið - 08.02.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 08.02.1990, Qupperneq 44
ÍA_ 44 bfefei hAJiiHii’l .8 HUOA(IJT1AM),1 <fi<fA_jHMUPflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 fclk í fréttum Robert Nordyke á bak við skothelda sölulúguna. NY STJARNA Lena Olin, ný Greta Garbo? Lenu Olin líkt við Gretu Garbo Talsvert hefur komið fram af nýjum og snjöll- um leikkonum í kvikmyndaheiminim vestra hin seinni misseri. Hefur sumra þeirra verið get- ið í Fólki í fréttum, svo sem Meg Ryan og Ellen Barkin. Virðast kynslóðaskipti vera að hefjast hægt og bítandi. Hér verður aðeins getið einnar til, Lenu Olin sem vakið hefur geysilega athygli fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni „Enemies — A Love Story“. Lena Olin leikur á móti Ron Silver í um- ræddri mynd sem nýléga var frumsýnd í Banda- ríkjunum. Er hún borin saman við eigi ófrægari leikkonu en Gretu Garbo og talin standa henni á sporði og vel það. Er það ekki dónalegur vitnis- burður. Svo mjög hefur Olin heillað bíógesti og gagnrýnendur að hinir síðamefndu telja nær öruggt að leikkonan unga verði útnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðuna. Raunar telja þeir einnig nær öruggt, að Anjelica Hous- ton, sem leikur mikilvægasta aukakvenhlutverkið í myndinni, verði einnig útnefnd og gæti svo farið að báðar leikkonumar úr umræddri mynd hreppi gripina eftirsóttu. En Lena Olin er greini- lega nafn sem kvikmyndaáhugamenn eiga eftir að heyra oft á næstu árum. FRJOSEMI Fjölgun hjá Play- boy-kónginum Betra seint en aldrei segir máltæki eitt og er oft nokkur sannleikur í því. Það gildir nú um gamla Playboy-kónginn Hugh Hefner sem á von á sínu öðru barni með eiginkonu sinni, fyrrum Playboy-kanínunni Kimberly Conrad. Gamli piparsveinninn sem átti oftar en ekki vingott við miðsíðustúlkur sínar situr nú og tottar pípuna í silkisioppnum með silki- klútinn kvæntur maður og ráðsettur. Fyrir vestan haf segja margir að það sé líka kominn tími til, karlinn sé tæplega hálfsjötugur og úr því fari hver að verða síðastur að stofna fjölskyldu. Kimberly er aðeins 26 ára og stórglæsileg eins og miðsíðustúlku er von og vísa. Hún segir Hugh sinn ótrúlega snjallan og elskulegan mann og svo sé hann sá besti elskhugi sem hún hafi á ævinni átt og ekki spilli það nema síður sé. Hún þurfi ekki að leita lengra. Hugh hefur eingöngu verið kenndur við kom- ungar kynbombur og þær eru orðnar æði marg- ar. Einhvern tíma var hann kjörinn öfundaðsti karl Bandaríkjanna í einhverri dellukönnun. Hann segir einkum tvennt valda því að hann vilji eingöngu leggja lag sitt við ungar og undur- fagrar snótir. í fyrsta lagi varðveiti hann með því rómantíkina sem hann aðhylltist í eigin æsku, en missti síðan úr lífi sínu um miðbik þess. í öðru lagi líki sér vel að vera hlutverk hins lifsreynda er leiði hinn lítt reynda um krákustigu lífsins... ÞJONUSTA Skilnaðarmál af- greidd um sölulúgu! Bandarískur lögfræðingur, Ro- bert Nordyke sem rekur eigin lögmannsstofu í Salem í Oregon er með nýstárlega og óvenjulega þjón- ustu. Hann afgreiðir skilnaðarskjöl í gegn um nokkurs konar sölulúgu! Hann segist árum saman hafa reynt að finna upp á einhverju nýstárlegu og loksins hafi hugdettan komið er hann spáði í áhrif veðurfars á fram- kvæmdagleði manna í vissum mál- um. „Það rignir mikið í Oregon og skilnaðir eru afar viðkvæm mál oft Hugh og Kimberly. og tíðum, þannig að fólk getur sett jafn lítið mál og rigningu fyrir sig að ganga í hlutina. Hér eru tengsl á milli þótt ótrúlegt sé. Mér datt í hug að grundvöllur kynni að vera fyrir þjónustu fyrir fólk sem vill skilja þannig að það þyrfti ekki að stíga út úr bílum sínum í rigningu og þyrfti ekki að fylgja því eftir með persónulegum og neyðarlegum fundi með ókunnum lögfræðingi. Sölulúga fyrir fólk í bílum! Eg reyndi það og dæmið gekk upp,“ segir hinn hugmyndaríki lögmaður. Allur er varinn góður og Nordyke hefur þumlungs þykkt skothelt gler í lúgunni. Hann segist hafa fengið pata af því að stöku eiginmenn hafí fyllst heift í hans garð vegna þess að hann hafi einfaldað svo píslargönguna í kring um skilnaði, bæði með lúguþjónustunni og einn- ig með því að taka mjög vægt gjald fyrir þjónustu sína. Nordyke þessi virðist annars vera nokkuð sérstak- ur náungi. Þannig vann hann eitt sinn á stórri lögmannsstofu en fór fljótt eigin leiðir. Það gat svo sem gengið að hafa hugmyndaríkan mann á sínum snærum, en eigendur lögmannsstofunnar voru ekki eins hrifnir af næturgöltri Nordykes, en hann lék einnig með rokkhljómsveit og var um víða völlu með sveitinni að nóttu til. Þótti það ekki nógu traustvekjandi og Nordyke var lát- inn fara. Hann tók því raunar vel, opnaði eigin stofu og hefur í nógu að snúast síðan. Til dæmis hefur hann séð um 4.000 skilnaði, þar á meðal sinn eigin. Um 400 um- ræddra skilnaða hafa farið fram í gegn um lúguna hjá Nordyke. SNOKER Atti ekki von á að geta þetta að vakti ekki litla athygli er atvinnumennirnir í snóker voru að keppa I beinni útsendingu á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið, er 13 ára piltur var valinn að handahófi í leikslok til að spreyta sig á geysierfiðu skoti. Pilturinn, Trausti Eysteinsson, var tilkippi- legur til að reyna. Kúlan var nán- ast umkringd öðrum kúlum og langt í holu tii að setja ofan í. Drengurinn mundaði kjuðann með þeim hætti að greinilegt var að hann var ekki byijandi, en skotið var erfitt. En kúlan rataði rétta leið og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Morgunblaðið hafði upp á Trausta og spurði hann nánar út í málið. „Mér fannst ekkert mál að reyna skotið, en ég bjóst samt ekki við því að það tækist," sagði Trausti. Hann sagði jafn framt, að hann væri ekki byijandi f snóker, hefði æft nærrri daglega í tvö ár og væri forfallinn snókeráhugamað- ur. Hins vegar hefði hann lítið æft sérstaklega svona „trikk“skot eins og hann spreytti sig á. En ’stefnir hann að því að vera keppn- ismaður í íþróttinni í framtíðinni: „Ég geri það já, er reyndar farinn að keppa. Ég keppi fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Bústaða. Ég er góður í snóker og sigur- sæll. Ég stefni að því að bæta mig en frekar í náinni framtíð," sagði snókerundrið unga Trausti Eysteinsson í samtali við Morgun- blaðið. Morgunblaðið/Sverrir Trausti Eysteinsson FREKJA Kassastúlka bauð Joan Collins byrginn Lítið hefur farið fyrir leikonunni Joan Collins á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi hin síðari misseri. Engu að síður gustar ævinlega um hina skapmiklu Joan hvar sem hún kem- ur. Hún að versla í Lundúnum eigi alls fyrir löngu og fyllti fang sitt og innkaupavagn af góssi, en leist ekk- ert á blikuna er hún kom að af- greiðslukössunum og sá röð við- skiptavina á undan sér. Ekki taldi Joan sæma sér að bíða þar til að röðin kæmi að henni, heldur struns- aði fram fyrir alla og fyrirskipaði afgreiðslustúlku að sinna sér strax, hún væri hvort eð er með svo lítið að það tæki aðeins tvær mínútur að ljúka sér af! Afgreiðslustúlkan horfði í forundr- an á stjörnuna, en viðskiptavinir stóðu á öndinni. Eftir langt augna- bliks hik, svaraði stúlkan að Joan skyldi fara í röðina eins og aðrir. Joan trúði auðvitað ekki sínum eigin eyrum og spurði hina hvatvísu búð- Joan Gollins kemur sér yfirleitt illa. ardömu hvort hún kannaðist ekki við sig? Jú, þú ert Joan Collins og hvað með það?, svaraði stúlkan og ítrek- aði að Joan færi á sinn stað í röð- ina. En þar með var mælirinn auðvit- að fullur, Joan þeytti varningum í allar áttir og ruddist brott með for- mælingum. Er stórstirnið var gengið á dyr, klöppuðu viðskiptavinirnir kassastúlkunni vel og lengi lof í lófa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.