Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 7

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 7
7 Súgandafj örður: Þýska kon- an fær að byggja sumarhús RÍKISSTJÓRNIN hefur heimil- að, að vestur-þýsk kona fái að líyggja sumarhús í Selárdal. „Leyfið verður veitt með ein- hverjum fyrirvörum, sem verið er að móta,“ sagði Óli Þ. Guð- bjartsson dómsmálaráðherra við Morgunblaðið í gær. Samkvæmt lögum um eignarrétt verða menn að vera íslenskir ríkis- borgarar til að eiga fasteign hér á landi, en heimilt er að veita undan- þágu frá lögunum. Konan sótti um byggingarleyfi í haust og sveitar- stjórnin á Suðureyri samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti, en dóms- málaráðherra lagði málið fyrir ríkis- stjórnarfund, þar sem um óvenju- lega og sérstæða umsókn var að ræða. Málið var afgreitt og verður endanlega gengið frá því á næstu dögum að sögn ráðherra. Konan fær að reisa húsið og eiga það, en sennilegt er að innlendir aðilar hafi forkaupsrétt verði bú- staðurinn seldur og eins er spurning hvort leyfið verði tímabundið. Konan sótti um að reisa rúmiega 100 fermetra bústað á skipulögðu sumarhúsasvæði í Selárdal, en þar eru fyrir fjögur sumarhús. Birgir Arna- son til EFTA BIRGIR Árnason, aðstoðarmað- ur viðskipta- og iðnaðarráð- herra, hefúr verið ráðinn til starfa á hagfræðideild aðalstöðva Fríverslunarsamtaka Evrópu — EFTA - í Genf. Þar mun hann starfa að samn- ingaviðræðum EFTA og Evrópu- bandalagsins um myndun sameigin- legs evrópsks efnahagssvæðis sérstaklega varð- andi samruna fjár- magnsmarkaða og aukið frjálsræði í viðskiptum með fjármálaþjónustu milli landa. Birgir mun heQa störf hjá EFTA síðari hluta marsmánar. Ferðamálasljóri: Birgir í árs- leyfí vegna sérverkefha BIRGIR Þorgilsson, ferðamála- stjóri, hefúr orðið við ósk sam- gönguráðherra um að taka að sér sérstök verkefni fyrir ráðherrann á sviði ferða- og flugmála. Hann mun sjá um alþjóðleg viðskipti á þessum sviðum, fyrst og fremst með tilliti til við- ræðna EFTA og EB. Þá verður hann jafnframt for- maður Flugeftir- Birgir Þorgilsson. litsnefndar, sem hefur eftirlit með þjónustu flugrek- enda. Þá hefur Birgi Þorgilssyni ver- ið veitt ársleyfi frá störfum ferða- málastjóra frá 15. mars næstkom- andi að telja, þó mun hann að hluta sinna erlendum samskiptum Ferða- málaráðs. Samhliða þessum breytingum hef- ur verið ákveðið að ráða markaðs- stjóra til starfa hjá Ferðamálaráði og verður sú staða auglýst innan tíðar. Gert er ráð fyrir að markaðs- stjóri verði staðgengill ferðamála- stjóra. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 . Starfsreglur innsiglaðar með handabandi Á myndinni sjást Thomas F. Hall, yfirmaður Varnarliðsins á ís- landi, og Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar, um borð í varðskipinu Tý á þriðjudag. Þar skrifúðu þeir undir starfsreglur, sem fjalla meðal annars um samskipti stjórnstöðva Varnarliðsins og Landhelgisgæslunnar varðandi björgunarmál. Starfsreglurnar byggjast á samkomulagi um samvinnu á milli Varnarliðsins og Landhelgisgæslunnar, sem gert var á milli Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Varnarliðsins árið 1981 og endurnýjað í nóvember siðastliðnum. 1Í Það er ekkert til sparað við framleiðslu kubbanna. Hafðu ávallt öskju við hendina. Kjarna kókos, munaðar marsípan og keisaralegt coníak. Freyjukubbar, dáindis öskjur - dýrindis innihald. íslenskt og gott

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.