Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 25
oeei flAUaggTC .8 ííUOAdUTMMW QlCÍAjaVíUÖHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 Reuter Særðum bjarg- að frá Austur- Beirut Bílalest Rauðakrossmanna í Beir- ut á leið frá austurhluta borgar- innar, þar sem kristnir búa, til vesturhverfa múslima. Notað var tækifærið er stutt hlé varð á inn- byrðis bardögum kristinna herja og lyfjum komið til sjúkrahúsa austan megin auk þess sem 15 óbreyttir borgarar, er særst höfðu, voru fluttir á Beirut-flug- völl. Þaðan var þeim flogið til sjúkrahúsa í Frakklandi. Leiðtogi annars kristna hersins, Samir Geagea, hvatti í gær Francois Mitterrand Frakklandsforseta til að reyna að miðla málum. Um 340 hafa nú fallið og 1.300 særst í átökunum, sem staðið hafa í viku og eru einhver hin blóðu- gustu frá upphafi borgarastytj- aldarinnar í Líbanon fyrir 15 árum. Skoðanakönnun í A-Þýskalandi: • Spájafimðarmönnum meíríhluta á þinginu Yfirgnæfandi meirihluti vill sameiningu þýsku ríkjanna Austur-Berlín. Reuter. NÝ skoðanakönnun í Austur-Þýskalandi gefur til kynna að flokkur jafnaðarmanna njóti stuðnings 54% kjósenda og þrír af hveijum ljór- um vilja að landið sameinist Vestur-Þýskalandi. Stjórnarflokkur kommúnista, sem nú nefiiist Lýðræðislegi sósíalistaflokkurinn, fær 12% í könnuninni og aðrir minna. Vestur-þýskir jafiiaðarmenn hafa ötullega stutt við bakið á jafiiaðarmönnum austanmegin. Könnunin var gerð af Stofnun æskulýðsrannsókna í Leipzig og vekur athygli að hlutfall þeirra sem vilja sameiningu ríkjanna hefur hækkað úr 48% í nóvember síðast- liðnum upp í 76%. Fyrir tveim mánuðum var flokkur jafnaðarmanna í Austur-Þýska- landi, er ber nafnið SPD eins og systurflokkurinn vestan megin, vart meira en nafnið tómt. Hann hafði ekki einu sinni síma. Með stuðningi vestur-þýska flokksins hefur þeim vaxið fiskur um hrygg og ráða nú yfir stærstu skrifstofum allra flokka að kommúnistum einum undan- skildum. Þekktir, vestur-þýskir for- ystumenn á borð við Willy Brandt hafa gert víðreist um landið og þannig vakið athygli á flokknum sem fyrir nokkrum vikum lýsti full- um stuðningi við sameiningu þýsku ríkjanna. Enda þótt keppinautarnir séu margir er mögulegt að jafnað- armenn fái hreinan þingmeirihluta í fyrstu fijálsu kosningunum í sögu A-Þýskalands sem fyrirhugaðar eru 18. mars nk. Meirihluti fulltrúa í hringborðs- viðræðum stjórnar kommúnista og stjórnarandstöðuhópa um stjórnar- farsumbætur lagðist á mánudag gegn því að vestur-þýskir stjórn- málamenn fengju að fara í kosn- ingaferðir um A-Þyskaland. Sam- þykktin var gerð að frumkvæði hópa sem ekki eiga sér vísan bak- hjarl í V-Þýskalandi. Jafnaðarmenn og samstarfsflokkar beggja vest- ur-þýsku stjórnarflokkanna voru á öndverðum meiði. Ráðamenn í öll- um flokkum vestan megin sögðust staðráðnir í að hafa þetta að engu og furðuðu sig á þessum yfirlýsing- um núna þar sem sameiningarum- ræðan væri efst á baugi í báðum ríkjunum. Stjórnmálahópar á borð við Nýjan vettvang, er var framar- iega í röðum þeirra sem stóðu fyrir fjöldamótmælum á síðasta ári, fá nú lítið fylgi 1 skoðanakönnunum þótt þeir eigi aðild að hringborðsvið- ræðunum. Enginn fer upp fyrir 3%. Helstu flokkar í V-Þýskalandi hafa valið sér samstarfsaðila austan megin. Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls kanslara, munu styðja kosninga- samband þriggja samtaka, er stofn- að var á mánudag. Þar koma sam- an systurflokkur kristilegra er einn- ig nefnist CDU ásamt hópnum Lýð- ræðisvakningu og Þýska sósíalsam- bandinu. í skoðanakönnuninni fékk CDU stuðning um tíu af hundraði kjósenda. Hinn stjórnarflokkurinn í V-Þýskalandi, Fijálsir demókratar (FDP) Hans-Dietrichs Genschers utanríkisráðherra, fylgir flokki Fijálslyndra demókrata (LDPD) að málum. NY PKILCO. ÞVOTTAVEL MEÐ1300 SN. W135, 5 kg þvottavél. Vindur allt að 1300 snúninga • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali • Heitt og kalt eða eingöngu kalt vatn • Hitastillir að þinni ósk • Flæðivari • Ullarþvottakerfi • Yfirhitunaröryggi • Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg • Nýr mótor <S> SSS Heimilistæki hf == Sætúni 8 Sími691515-KringlunniSíml 691520 ggg||2gg§|^j| MMBBB8W (/tieAjUMSveújýajéegikí saMtutujMt, WKKKHKM SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Rafbær sf., Aðalgötu 34. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornafírði: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Rötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðabraut 2a. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.