Morgunblaðið - 08.02.1990, Síða 9
oQöt aAtiaaa'i .8 auOAauTMMn aiaAaavujoaoM #
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1990 “ .... 9
Langar þig
að ávaxta
peningana þína
í verðbréfum?
Margir eru ragir við að fara út á verðbréfamarkað-
inii í fyrsta skipti. Þeir halda að verðbréfamarkaður-
inn sé eingöngu fyrir þá, sem eru með háar upphæð-
ir eða þá, sem ætla að ávaxta peningana sína til
lengri tíma.
Svona hugsuðu margir fyrir nokkrum árum þegar
verðbréfamarkaðurinn var tiltöfulega óþróaður og
verðbréfasjóðimir ekki komnir til sögunnar.
I dag horfir málið öðru vísi við. Með tilkomu Ein-
inga- og Skammtímabréfanna er hægt að kaupa
verðbréf fyrir nánast hvaða upphæð sem er og fá
hámarksávöxtun með mun minni áhættu en áður.
Spariféð þarf ekki að binda, því Eininga- og
Skammtímabréfin eru að jafnaði laus til útborgun-
ar hvenær sem er.
Vextir og verðbætur leggjast daglega við höfuð-
stól Eininga- og Skammtímabréfa en ekki tvisvar á
ári eins og víðast hvar í bankakerfinu. Sölugengi
bréfanna er birt a.m.k. tvisvar i viku í dagblöðum
og þar með getur hver og einn fylgst náið með
daglegri hækkun á sparifénu sínu.
Ráðgjafar okkar veita allar upplýsingar um verð-
bréfamarkaðinn í síma 68 90 80.
Sölugengi verðbréfa 8. febrúar 1990:
EININGABRÉF 1 4.650
EININGABRÉF 2 2.554
EININGABRÉF 3 3.060
SKAMMTÍMABRÉF 1.585
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki,
Kringlunni 5, 103 Reykjavík,
sítni 91-689080
Albýðubandalagið í Reykjavík:
Tillaga um sam-
eiginlegt firamboö
felld á félagsfimdi
-,*swf«as SS'SSÍSBS
Hryggbrot
Á fundi Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur
(ABR) í fyrrakvöld var ákveðið að taka ekki
tilboði Alþýðuflökksins um sameiginlegt fram-
boð við borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík í vor. Þar með er komið að endalok-
um í þeirri lönguvitleysu, sem staðið hefur
yfir í tvö ár eða jafnvel lengur og snúist um
sameiginlegt framboð vinstrisinna gegn Sjálf-
stæðisflokknum í höfuðborginni. Niðurstaðan
er sú, að flokkarnir bjóða fram undir sínu
nafni, allir nema Alþýðuflokkurinn, sem er
tilbúinn til að kalla sig Málefnalistann.
Skipt um nafii
og númer
Kommúnistaflokkarn-
ir í Austur-Evrópu haía
hver af öðrum skipt um
nafit að undaiifornu.
Þetta gera þeir í von um
að geta lokkað kjósendur
til að veita sér brautar-
gengi í kosningum, sem
fram eiga að fara i lönd-
unum á næstu mánuðum.
í Austur-Þýskalandi hef-
ur flokkur kommúnista
skipt tvisvar sinnum um
nafit á fáeinum mánuð-
um. Við þekkjum svipaða
tilburði í atkvæðaveiðum
úr okkar eigin sögu.
Flokkurinn sem var
stofnaður sem Konunún-
istaflokkur íslands 1930
heitir nú Alþýðubanda-
lag en hét um tíma Sam-
einingarflokkur alþýðu -
Sósíalistaflokkurinn.
Fyrir kosningarnar
sem í hönd fara hér lijá
okkur hefur það nú gerst,
að í Reylqavik hefúr Al-
þýðuflokkurinn boðist til
að skipta um nafit og
númer. Flokkurinn er nú
reiðubúinn til að kalla sig
Máiefhalistann. A þeim
grunni var leitað sam-
staifs við Alþýðubanda-
lagið, Birtingu, klofii-
ingshóp innan Alþýðu-
bandalagsins, og óháða
kjósendur. Á þriðjudags-
kvöldið hryggbraut ABR
Alþýðuflokkinn, sem
stendur nú cinn að Mál-
efhalistanum en vonar að
einhveijir í Birtingu
gangi formlega til sam-
* starfe við mótun fram-
boðslista í opnu prófkjöri.
Ástæðan fyrir þessu
brölti Alþýðuflokksins er
afar einföld. Hann hefúr
ekki styrk til þess að
standa einn og óstuddur
að fiamboði til borgar-
stjóniar. Er greinilegt að
innviðirnir hafa feysknað
á sama tima og fylgið
fellur, ef marka má skoð-
anakannanir. Hver svo
sem niðurstaðan verður
í væntanlegum viðræðum
Alþýðuflokksins og Birt-
ingar er víst, að samein-
ingarbröltið og vandræð-
in vegna þess bitna
þyngra á Alþýðuflokkn-
um en öðrum og veikja
flokkinn enn frekar í stað
þess að styrkja hann, eins
og líklega hefúr verið
ætlun þeirra sem að
þessu öllu hafa staðið.
Fyrir þá sem horfa á
þessa atburði úr fjarlægð
var síðasti leikur Al-
þýðuflokksins að stofiia
tU Málefiialistans, áður
en ABR hafði tekið af-
stöðu, næsta fráleitur.
Með honum voru ABR
settir kostir, sem félagið
hlaut að hafha. Þeir sem
tefla um þessi völd meðal
vinstrisinna fallast vafe-
laust ekki á þessa skoðun
og halda því fiam, að
ætlunin hafí alltaf verið
að koma kommaklíkunni
í ABR í vanda og losna
við hana með einurn eða
öðrum hætti. Vonin hefúr
verið sú, að þessi klíka
undir forystu Svavars
Gestssonar og Sigurjóns
Péturssonar yrði undir á
ABR-fúndinum og Birt-
ingarmenn hefðu öll ráð
í hendi sér. Dæmið sner-
ist hins vegar við, Birting
varð undir en gamla
kommaklikan sigraði.
Svavar og Siguijón hafe
því umboð frá ABR til
að bjóða frarn G-lista cn
vi(ji Birtingar stóð til
þess að ABR stæði að
málefhalistanum'. ■ Nú
kemur það því í hlut Birt-
ingar að kljúfe sig form-
lega úr Alþýðubandalag-
inu vUji samtökin standa
að Málefhalistanum og
þau senrja ekki af neinum
styrk, þannig að veikleik-
inn sameinar Alþýðu-
flokk og Birtingu.
Barist um um-
boð
Átökin innan Alþýðu-
bandalagsins eru orðin
svo hatrömm að ekki er
unnt að tala um annað
en klofning innan flokks-
ins. í orrustunni á þriðju-
dagskvöld var tekist á
um það, hveijir gætu tal-
að og kontið frarrt í nafiii
Alþýðubandalagsfélags
Reykjavikur í kosnhigun-
um, en ABR er þunga-
ntiðjan í öllu starfi Al-
þýðubandalagsins. Að
sögn kunttugra hefur
srnölun ekki verið jafit
mikil hinan félagshis hht
síðari ár. Sérstaka at-
hygli hlýtur að vekja, að
svo mikil stnölun skuli
ekki skila fleira fólki á
fund um jafh mikilvægt
mál. Atkvæðatölur sýna,
að 221 maður hafi verið
á fuudinutn. Þegar blásið
er til fortnannskjörs í
Heimdalli, félagi ungra
sjálfetæðismanna í
Reykjavík, sækja um 600
manns aðalfúnd á þeim
stað, svo að dæmi sé tek-
ið af öðru stjómmálafé-
lagi í borginni.
Ólafur Ragnar Grims-
son, formaður Alþýðu-
bandalagsins, hafði ekki
opinber afskipti af þess-
um átökum innan ABR.
Hins vegar voru það and-
stæðingar hans innan
flokksins sem fóru með
sigur af hólmi í þeim.
Ýmsum Birtingarmönn-
um fínnst að Ólafur
Ragnar hafl brugðist
þeim í þessari baráttu og
ekki lagt sitt lóð á vogar-
skálina sínu fólki til
stuðnings. Aðrir segja að
ekki sé lengur skynsam-
legt að reiða sig á Ólaf
Ragnar. Reynslan sýni
að hann hugsi aðeins um
eigið skinn og líti á ein-
staklinga og hópa sem
pólitískt verkfæri fyrir
sjálfen sig.
Eins og menn muna
átti Ólafiir Ragnar undir
högg að sækja á síðasta
Iandsfundi Alþýðubanda-
lagsins og situr upp á náð
og miskunn sem formað-
ur flokksins. Nú hefur
hann emi orðið fyrir
pólitísku áfelli innan eig-
in flokks vegna niður-
stöðunnar í ABR. Loks
er þess að minnast, að
Ólafur Ragnar hefur ekki
náð lq'öri á Alþingi og
situr þar í krafti ráð-
hcrraembættis.
TOYOTA
NOTAÐIR BÍLAR
44144 - 44733
MMC PAJERO '85
Stuttur. Hvitur. 5 gíra. 3ja dyra.
Ekinn 80 þús/km. Verð kr. 890 þús.
TOYOTA COROLLA LB '86
Rauður. 5ra gíra. Ekinn 53 þús/km.
Verð kr. 550 þús.
TOYOTA
NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144
MMC PAJERO '85
Beige. 4 gíra. Ekinn 80 þús/km. Verð
kr. 1.120 þús.
TOYOTA COROLLA '85
Rauður. Sjálfskiptur. 3ja dyra. Ekinn
70 þús/km. Verð kr. 420 þús.
FORD BRONCO '85
Blár. 5 gira. 3ja dyra.
Ekinn 90 þús/km. Verð kr. 950 þús.
NISSAN BLUEBIRD '87
Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 56 þús/km.
Verð kr. 690 þús.