Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 12
12
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990
Störf Hjartaverndar í fortíð, nú
tíð og vonandi bjartri framtíð
eftir Árna
Kristinsson
Hagnýtt gildi hóprannsóknar
Hjartavemdar sl. 25 ár.
Hjartavemdarsamtökin voru
stofnuð fyrir aldarfjórðungi. Fljót-
!ega var hafist handa um rekstur
rannsóknastöðvar og var með stór-
hug keypt húsnæði og tæki til að
sinna öllum rannsóknum, sem tiltæk-
ar voru fyrir 25 árum við rannsókn
hjartasjúkdóma. Aðalverkefni rann-
sóknastöðvar Hjartaverndar varð
þegar frá upphafi ein merkasta hóp-
rannsókn sem framkvæmd hefur
verið á íslandi. Einnig stóð einstakl-
ingum til boða rannsókn á hjarta- og
æðakerfi.
Fyrir 25 árum var lítil vitneskja
tiltæk um tíðni hjartasjúkdóma og
algengi áhættuþáttanna: reykinga,
blóðfitumagns og hækkaðs blóð-
þrýstings. En rannsóknastöð Hjarta-
verndar tók sér fyrir hendur að afla
þessarar vitneskju. Nú getur sextug-
ur karlmaður borið bióðfitu- og blóð-
þrýstingsgiidi sín saman við sam-
svarandi tölur annarra íslenskra
jafnaldra sinna. Einnig getur hann
bráðlega fengið að vita, hvemig
öðrum íslenskum sextugum körlum
hefur vegnað með ámóta fitu og.
þrýsting í blóði og æðakerfi. Vegna
þessarar vitneskju er hægt að taka
skynsamlega ákvörðun um hvenær
meðferðar er þörf. Án rannsókna
Hjartaverndar yrði að styðjast við
erlendar niðurstöður sem enginn
vissi hvort ættu við um Islendinga.
Iðulega hefur stjórn Hjartavernd-
ar verið gagnrýnd fyrir hóprann-
sóknina. Viðkvæðið er þá, að hún
eigi að hugsa meira um einstakling-
inn. En stjórnin hefur af staðfestu
haldið sínu striki. Þannig hefur
vísindarannsókn sem aflaði gagna í
hreinni þekkingarleit orðið hagnýt
öllum þegnum þjóðarinnar. En ein-
HJARTA-
VERND
25 ÁRA
staklingurinn hefur sannarlega ekki
orðið afskiptur. Þúsundir þátttak-
enda í hóprannsókninni hafa fengið
meðferð við háum blóðþrýstingi og
blóðfitu, hjartasjúkdómum og sykur-
sýki, gláku og liðagigt, sem fannst í
Hjartavernd.
Hóprannsóknin nú
Fyrir tæpum 25 árum voru valdir
af handahófi ' 3.000 einstaklingar
fæddir á árunum 1907-1934. Þeir
voru rannsakaðir í upphafi, síðan á
nokkurra ára fresti og nú í 5.
„Hjartalæknar helga
greiningu og meðferð
æðakölkunarsjúkdóma
mestan tíma sinn. Til
er meðferð sem dregur
úr einkennum og lengir
líf margra. En fullkom-
inn bati fæst hjá fáum.
Því er mikilvægast af
öllu að koma í veg fyrir
æðakölkun, en hún
veldur hjartaáföllum,
heilaslögum og mörg-
um kvillum öðrum.“
Árni Kristinsson
skipti. Jafnaldrar hafa verið boðaðir
í hvert skipti til að fá samanburðar-
hóp. Hillir undir það, að öllum þeim
þrjátíu þúsund manns, sem fæddir
eru árin 1907-1934, hafi verið boðið
að koma í hóprannsókn Hjartavemd-
ar. Rannsóknin felur í sér marg-
þætta blóð- og þvagrannsókn, hjart-
arafrit, bijóstmynd, öndunaipróf,
augnþrýstimælingar og almenna
læknisskoðun.
Það má ljóst vera, að svo ítarlegar
upplýsingar um stóran hóp íslend-
inga eru ómetanlegar. Þegar gagna-
urvinnslu er lokið verður vonandi
unnt að tengja rannsóknarniðurstöð-
ur þróun æðakölkunar sem og sjúk-
dóma og dauðsföll af hennar völdum.
Framtíðarverkeftii
rannsóknastöðvar
Hjartaverndar
Fyrirsjáanlegt er, að rannsókna-
stöðin haldi áfram með hóprannsókn-
ina. Ómetanlegt er að fylgja eftir
sömu einstaklingunum áratugum
saman til að átta sig á þróun æða-
kölkunar og sjúkdómum sem henni
fyigja.
Ennþá er mikilli vinnu ólokið við
úrvinnslu gagna rannsóknarinnar.
Vonandi verður til fjármagn og
vinnukraftur til að ljúka því verki
fljótlega.
Á rannsóknastöðinni hefur verið
unnið að ýmsum vísindarannsóknum
sem tengst hafa hóprannsókninni á
einhvem hátt. Mikilvægt er að sú
starfsemi eflist á ókomnum árum.
Auk hóprannsóknarinnar hefur
stjórn Hjartavemdar þegar beint
sjónum að erfðaþáttum og umhverf-
isþáttum kransæðasjúkdóma, en
hvort tveggja er mjög áhugavert á
íslandi.
Margar rannsóknir benda til þess
að neysla fisks og lýsis geti dregið
úr hjartaáföllum en enginn veit hvða
það er í fiski og lýsi sem veldur
þessu og á hvern hátt þetta verður.
Islensk rannsókn hefur leitt í Ijós að
lýsisneysla breytir hlutfalli fitusýra
í öllum frumum líkamans. Tíðni
kransæðasjúkdóma hjá eskimóum er
mjög lítil, en samsetning fitusýra í
blóði þeirra og fmmum er ámóta og
var hjá íslensku sjúklingunum sem
tóku lýsi. Fiskur og lýsi hafa áhrif
á samloðun blóðflagna og á æðaþel
þannig að líkur á stíflum minnka.
Hér er efni í tvær áhugaverðar rann-
sóknir: að kanna hvað er svona hollt
í fiski og lýsi og hvort koma megi í
veg fyrir þróun æðakölkunar með
aukinni neyslu sjávarafurða.
Hjartalæknar helga greiningu og
meðferð æðakölkunarsjúkdóma
mestan tíma sinn. Til er meðferð
sem dregur úr einkennum og lengir
líf margra. En fullkominn bati fæst
hjá fáum. Því er mikilvægast af öllu
að koma í veg fyrir æðakölkun, en
hún veldur hjartaáföllum, heilaslög-
um og mörgum kvillum öðrum.
Nauðsynlegt er að beina sjónum
frá heilum líffærum að frumum eða
frumuhlutum og tengja tækni erfða-
fræði, líffræði og sjúkdómafræði
lækningu sjúkra. Frægasta sameind
líkamans er desoxyribonuclein-sýra
(DNA) en hún líkist gríðarlöngum
hringstiga. Sameind þessi geymir
erfðaefni líkamans. Nú hefur með
nýrri tækni tekist að leita uppi erfð-
ir ýmissa eiginleika í þessari hring-
stigalaga sameind með því að kljúfa
hana niður. í mörgum ættum á ís-
iandi er æðakölkun algeng. I ein-
hvetju þrepi stigans leynist erfða-
vísir æðakölkunarinnar. ísland er
gósenland ættfræðilegra rannsókna
og er það því kjörið til verkefnis sem
þessa.
Á 25 ára afmæli Hjartavemdar
er óhætt að óska samtökunum til
hamingju með árangurinn. Vonandi
fæst aukinn skilningur á hinu merka
vísindastarfi sem þar er unnið. Þá
verður með auknum fjárstuðningi
ekki langt að bíða tíðinda úr Lágúla
9, húsi Hjartaverndar.
Höfundur er yfírlæknir á
hjartadeild Landspítala.
FEBRUARTI
Veggsamslæóur ó fróbæru verói Opið laugardaa kl. 1 0-
Borð, stólar og MITAB rörahillurnar vinsælu
seldar meó verulegum afslætti:
TVEIR SKÁPAR Á SAMA VERÐI OG EINN!
Nú hefur enginn efni ú að sitja heima (nema þeir, sem eiga sófaseft frú BÚSTOFNI).
16
Nokkur sófasett úr ekta nautsleðri
seld með verulegum afslætti ó meóan
birgðir endast.
Allt niÓur í kr. 129.900!