Morgunblaðið - 08.02.1990, Page 40
STJÖRIMUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) V*
Þér gengur erfiðlega að fá ein-
hvem úr fjölskyldunni til að
skilja sjónarmið þín. Seinagang-
ur á vinnustað kann að valda því
að þú efast að ástæðulausu um
hæfileika þína. Taktu þér
smáhvfld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú átt skipti við einhvern sem
fer eins og köttur í kringum heit-
an graut. Gerðu ekki ráð fyrir
að hugmyndum þínum verði
umsvifalaust vel tekið. Þú ert
að velta fyrir þér að takast ferð
á hendur.
Tvíburar
(21. maí — 20. júní) «*
Ætlaðu borð fyrir báru í íjármál-
unum. Ýttu reikningunum ekki
á undan þér. Þú átt í erfiðleikum
með að taka ákvörðun um fjár-
málaáætlun.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Varastu óhóflegan Qáraustur.
Maki þinn er önnum kafinn um
þessar mundir og þér fmnst þú
ekki fá eins mikla athygli og þú
kysir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
«
Eitthvert los kemst á náið sam-
band. Þú ert undir miklu álagi i
starfmu og einbeitingin ekki upp
á það besta. Gerðu þitt besta.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Ónæði fyrri hluta dagsins truflar
þig í starfi. Erfiðleikar í ástar-
sambandi draga úr löngun þinni
til að fara út á meðal fólks. Þú
ert ekki í sem bestu formi til að
blanda geði við aðra.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú ert enn að hugsa um erfið-
leika gærdagsins. Eitthvert
vandamál heima fyrir veldur þér
áhyggjum. Þú getur ekki búist
við að úr þeim greiðist í dag.
Varastu að grípa t.il lítt grund-
aðra aðgerða.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9|jj0
Ráðleggingar sem þér eru gefnar
reynast haldlitlar. Þú færð engar
undirtektir við hugmyndir þínar.
Bíddu betra færis.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) &
Snurða hleypur á samningavið-
ræður í dag. Dómgreind þín í
peningamáium er ekki upp á sitt
besta. Frestaðu mikilvægum
ákvörðunum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert í skrýtnu skapi í dag og
til alls vís. Reyndu að taka tillit
til tilfinninga annarra ekki síður
en þinna eigin. Beittu gagnrýn-
inni í hófi, einkum við maka þinn.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Tilhneiging þín til að draga þig
inn í skelina gerir þér erfitt um
vik að lynda við annað fólk í
dag. Þér getur lent saman við
vinnufélaga.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) 'Sí
Kuldi eða afskiptaleysi vinar
gæti sært tilfinningar þínar í
dag. Þetta er ekki heppilegur
dagur tii að taka þátt í sam-
kvæmislífínu. Vandaðu valið á
þeim sem þú ert með i frítíma
þínum.
AFMÆLISBARNIÐ hefur góða
greiningarhæfileika og mikinn
áhuga á að hjálpa öðru fólki.
Áhugi þess á mannlegum vanda-
málum gæti leitt það út i ritstörf
eða stjórnmál. Því gengur yfir-
leitt betur að vinna einu sér en
í hópi. Þó að það sé vinur í raun
á það til að vera fáskiptið. Það
hefur athyglisgáfu og yrði frá-
bær ráðunautur eða leiðbeinandi.
Stfórnusþána á aó lesa sem
dægradv'ól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
Éghefveriðað velta því fyrir mér hvenær það var fyrst að farið að Sennilega strax eftir að smákök-
líta á hundinn sem besta vin mannsins. urnar voru fundnar upp.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hreingerning fyrir innkast er
lykilstefið í spili dagsins:
Norður gefur; NS á hættu.
Vestur Norður ♦ D876 y KD2 ♦ K92 + Á32 Austur
♦ Á32 ♦ K
V G1098 ♦ Á7654
♦ G5 ♦ 87643
*D876 ♦ 54
Suður ♦ G10954
Vestur y 3 ♦ ÁD10 ♦ KG109 Norður Austur Suður
— 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Hjartagosi.
Viðfangsefnið er að losna við
að finna laufdrottninguna. Þeir
spilarar eru til sem hata þessar
stöður þar sem hægt er að svína
í báðar áttir. Einn þeirra er Sig-
tryggur Sigurðsson, núverandi
Bikar- og Reykjavíkurmeistari í
sveit Tryggingamiðstöðvarinn-
ar. Hann segist aldrei finna réttu
íferðina. Sveitarfélagi hans,
Hrólfur Hjaltason, hefur bent
honum á gott ráð; að gera fyrst
upp við sig hvoru megin drottn-
ingin er en svína svo fyrir hana
hinu megin! „Ætti að vera nokk-
urn veginn öruggt," segir Hrólf-
nr.
í þessu spili er þó best að
sleppa öllum getgátum. Drottn-
ingin er lögð á hjartagosann,
austur drepur á ás og spilar
meira hjarta. Sagnhafi drepur á
kóng blinds og hendir TÍGLI
heima. Trompar svo hjarta, spil-
ar tígulás, yfirdrepur tígul-
drottningu með kóng og trompar
tígul hátt. Fer síðan í trompið
og bíður eftir að vörnin hreyfi
laufið.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Genf í Sviss í
janúar kom þessi staða upp í við-
ureign alþjóðlegu meistaranna
Eduards Rosentalis (2.520), sem
hafði hvítt og átti leik, og Wojtk-
iewicz (2.550), Póllandi. Svartur
hafði teflt byrjunina of nútíma-
lega, sett báða biskupana á löngu
skálínumar og frestað hrókun.
Nú fékk hann að gjalda þess:
Rxb7 (Eftir 16. — Dc8 getur
hvítur einfaldlega svarað með 17.
exd5, því hann hótar 18. Bg4+
og 17. — Dxb7 gengur auðvitað
ekki vegna 18. Bxa6+) 17. Rxd8
- Hxd8, 18. BxfB - BxíB, 19.
Dxd5 og stuttu síðar gafst svart-
ur upp. Rosentalis sigraði á mót-
inu með 7'Av. af 9 mögulegum,
en næstir urðu sovézku stórmeist-
aramir Smagin með 7 v.,
Razuvajev og Júgóslavarnir S.
Kovacevic, Markotic og Jukic með
6 'Av.