Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990
------'H'M ID'UHyi .3 TTJD'V .. J 1 lr.'V:lT"L:iL-iA. I -J/.
30 r;
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikverkið „Heill sé þér þorskur“ á laugardaginn. í verkinu segir
frá gömlum sjómanni sem er að byggja sér stórt grafhýsi, en fjölmargir bæði lífs og liðnir leggja
leið sína í garðinn og eiga þar margvíslegt erindi. Þó svo. verkið gerist í kirkjugarði er léttleikinn
í fyrirrúmi og mikið dansað og sungið.
Leikfélag Akureyrar:
„Heill sé þér þorskuru
frumsýnt á laugardag
LEIKFÉLAG Akureyar frumsýnir á laugardag, 10. febrúar, nýtt
íslenskt leikverk eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, en það heitir
„Heill sé þér þorskur". Texti leikverksins er annars vegar unninn
upp úr smásögunni „Tíðindalaust í kirkjugarðinum“ eftir Jónas
Árnason og hins vegar er fjöldi ljóða, sönglaga og dægurlaga
um sjómenn og sjómennsku. Um er að ræða lög eftir alls 30
höfunda, frá Hallgrími Péturssyni til Bubba Morthens.
Verkið gerist í kirkjugarði, þar
sem gamall sjómaður er að
byggja sér stórt grafhýsi og er
gestí ber að garði tekur hann að
riíja upp liðna tíð. Fjölmargir, lífs
og liðnir, leggja leið sína í garðinn
og eiga þar margvíslegt erindi.
Saman magnar þetta fólk, með
tali og tónum, upp ósvikna sjó-
mannastemmningu og á sviðinu
kvikna ótal lítil atriði er tengjast
hetjum hafsins og þeirra fólki í
leik og starfi. Þótt dauðinn sé
vissulega nálægur í kirkjugarðin-
um, er leikverkið á léttum nótum
og þar er mikið dansað og sungið
við dynjandi harmonikkuspil.
Leikstjóri er Viðar Eggertsson,
leikmynd og búninga gerir Anna
G. Torfadóttir, hreyfingar og
dansa semur Lára Stefánsdóttir,
lýsingu hannar Ingvar Björnsson
og söngstjóri er Ingólfur Jónsson.
Leikendur eru tíu talsins, Ámi
Tryggvason, sem leikur sjómann-
inn, Guðrún Þ. Stephenssen,
Steinunn Ólafsdóttir, Jón Stefán
Kristjánsson, Þráinn Karlsson,
Margrét Pétursdóttir, Stefán
Sturla Siguijónsson, Sóley Elías-
dóttir, Sigurþór Albert Heimisson
og Lára Stefánsdóttir balletdans-
ari. Þá eru í verkinu tveir hljóð-
færaleikarar, Ingólfur Jónsson
sem leikur á harmonikku og
píanó og Haraldur Davíðsson sem
leikur á gítar.
(Fréttatilkynning)
Ný slökkvistöð:
Tveir möguleik-
ar koma til greina
TVEIR staðir koma helst til greina til að reisa á sameiginlega
slökkvistöð Slökkviliðs Akureyrar og slökkviliðs Flugmálastjórnar.
Viðræður um sameiningu slökkviliðanna tveggja hafa farið fram
undanfarna mánuði.
í svari Sigfúsar Jónssonar bæj-
arstjóra við fyrirspurn um gang
viðræðnanna á fundi bæjarstjórnar
í fyrradag kom fram að velt hefði
verið upp tveimur möguleikum á
staðsetningu slökkvistöðvarinnar.
Annars vegar norðan flugstöðvar-
innar og hins vegar sunnan Lindar-
innar. Hvað hagsmuni flugvallar-
slökkviliðs varðar skipti ekki máli
hvor staðurinn yrði fyrir valinu,
en það þjónaði betur hagsmunum
slökkviliðs bæjarins yrði liðinu
valin staður við Lindina.
Út frá umhverfissjónarmiðum
þykir síðarnefndi staðurinn óheppi-
legri og sagði Þorsteinn Þorsteins-
son formaður umhverfisnefndar að
umrætt svæði væri viðkvæmt.
Formlegt erindi vegna þessa hefur
ekki borist nefndinni til umfjöllun-
ar og sagði Þorsteinn að þess væri
nú beðið. Hann sagði að svæðið
væri friðað og til að mynda hefði
ekki verið tekinn þar sandur þegar
öryggissvæði við flugbrautina voru
gerð.
Sigfús sagði á bæjarstjórnar-
fundinum að fengist ekki leyfi til
að reisa slökkvistöð sunnan Lind-
arinnar yrði henni væntanlega
valinn staður norðan flugvallar-
byggingar. Leiðin þaðan og að
nyrsta húsi í Síðuhverfi væri nokk-
uð löng, en þó innan öryggis-
marka. Það tæki þungan
slökkvibíl um sjö mínútur að aka
frá flugvelli og að nyrstu húsum
hverfisins.
Dalvík:
*
Ahugi á að stofiia
félag eldri borgara
Undirbúningsfundur að stofti-
un félags eldri borgara á Dalvík
og í nágrenni var haldinn í
Víkurröst á Dalvík um síðustu
helgi. Fundarboðendur voru
Deiliskipulagið við Norðurgötu:
Teikningar að 600 fermetra stækkun
Hagkaupa send til byggingarnefiidar
FYRSTU teikningar vegna
stækkunar verslunar Hagkaupa
við Norðurgötu á Akureyri hafa
verið sendar byggingarnefnd til
umfjöllunar. Fyrirhugað er að
stækka verslunarhúsnæðið um
600 fermetra og er framkvæmd-
SÍF gaf Há-
skólanum
eina milljón
SÖLUSAMBAND íslenskra fisk-
framleiðenda hefiir ákveðið að
gefa Háskólanum á Akureyri
eina milljón króna í tilefni af
stofnun sjávarútvegsdeildar við
skólann.
Jón Þórðarson forstöðumaður
sjávarútvegsdeildar sagði að pen-
ingunum yrði varið til rannsókna
sem tengdust starfsemi SÍF, en
ekki væri búið að ákvarða það ná-
kvæmlega. „Við erum afar þakklát-
ir og ánægðir með þessa gjöf og
þá miklu framsýni sem þeir sýna
og það er Iofsvert að þeir skuli
hvetja til rannsókna með þessum
hætti,“ sagði Jón.
um verður lokið verður verslunin
í um 1700 fermetra húsnæði.
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti deiliskipulag vegna Norð-
urgötu 55, 60 og 62 á fundi sínum
í fyrradag, en í því felst að
nyrsta hluta götunnar verður
lokað og götustæðinu skipt á
milli Hagkaupa annars vegar og
KEA og íspan hf. hinsvegar.
Jón Ásbergsson framkvæmda-
stjóri Hagkaupa sagði í samtali við
Morgunblaðið að búið væri að
hanna umrætt hús og hefðu teikn-
ingar verið sendar byggingarnefnd
til umfjöllunar. Húsið er um 600
fermetrar og alls verður því verslun-
arhúsnæði Hagkaupa á Akureyri
um 1700 fermetrar. Jón sagðist
reikna með að hönnunarvinnu
vegna hússins yrði lokið með vorinu
og framkvæmdir við byggingu þess
gætu hafist upp úr því.
Jón sagði að í viðbótarhúsnæðinu
yrði betur búið að fatadeildum
verslunarinnar og þeim gefið meira
rými en nú er. Við það skapaðist
einnig'meira rými fyrir matvöruna
og væri m.a. fyrirhugað að setja
upp kjötborð í versluninni sem og
bakarí.
Eins og sagt var frá í blaðinu í
gær komu fram tvær athugasemdir
við deiliskipulagið, frá eigendum
þess húss sem stendur á móti
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn
Akureyrar verður nyrsta hluta Norðurgötunnar lokað. Verslunar-
liúsnæði Hagkaupa, sem er til vinstri á myndinni, verður stækkað
um 600 fermetra til vesturs, eða út á götuna. Ispan hf. og KEA sem
eiga húsnæðið til hægri á myndinni áskildu sér rétt til skaðabóta í
athugasemdum sem fyrirtækin sendu inn til skipulagsnefndar vegna
deiliskipulagsins og telja sig verða fyrir umtalsverðu tjóni í kjölfar
þess.
Hagkaupum, KEA og íspan hf.
Áskildu þeir sér rétt til skaðabóta
verði deiliskipulagið samþykkt, þar
sem þeir telja sig verða fyrir umtals-
verðu tjóni vegna lokunar götunnar
og stækkunar Hagkaupa að lóðar-
mörkum byggingarreitsins. Reynir
Viðarsson hjá Ispan hf. sagði að
íspanmenn teldu sig vera lokaða
inni miðað við samþykkt deiliskipu-
lag og að fyrirtækið hefði bent á
aðrar leiðir varðandi það. Þar væri
gert ráð fyrir að gatan yrði gerð
að bílastæði fyrir eigendur húsanna
beggja vegna götunnar og verslun-
arhúsnæði Hagkaupa yrði stækkað
í austur. „Við erum ósátt við þetta
skipulag, en það er enn óráðið með
hvað við gerum í framhaldi af
þessu,“ sagði Reynir.
nokkrir áhugamenn um málefni
aldraðra og var góð fundarsókn,
en milli 40 og 50 manns sóttu
fundinn.
Fundurinn var boðaður sem
kynningar- og undirbúningsfundur
að stofnun félags eldri borgara á
Dalvík, í Svarfaðardal og Árskógs-
hreppi. Slík félög hafa verið stofn-
uð víða í bæjarfélögum að undanf-
örnu og er tilgangur þeirra að
vinna að hagsmuna- og félagsmál-
um aldraðra og standa að kynn-
ingu á réttindum og skyldum aldr-
aðra. Markmið félaganna er að
vinna að úrbótum í húsnæðis-,
atvinnu- og efnahagsmálum aldr-
aðra og vera tengiliður þeirra við
opinbera aðila. Meginþáttur í
reglubundnu starfi er félagsstarf-
semi sem aldraðir sjálfir standa
að og skipuleggja og er þar um
að ræða hvers konar tómstunda-
starf og skemmtanir. Allir sem náð
hafa 60 ára aldri geta gerst félag-
ar.
Á fundinn mætti Aðalsteinn
Óskarsson formaður Landssam-
bands aldraðra, en í því eru félög
vítt og breitt um land. Greindi
hann frá starfsemi félaganna og
Landssambandsins. Á fundinum
kom fram mikill áhugi á stofnun
félags sem þessa og var samþykkt
tillaga þess efnis að boðað skyldi
til stofnfundar um miðjan maí og
var kjörin 5 manna nefnd sem
starfa á með fundarboðendum að
undirbúningi fyrir stofnfund.
Til þessa hafa félagasamtök á
Dalvík staðið að ýmis konar fé-
lags- og tómstundastarfi fyrir aldr-
aða og þá hefur Dalbær, heimili
aldraðra á Dalvík boðið upp á tóm-
stundanámskeið og félagslega
aðstöðu. Með stofnun félags sem
þessa skapast nýr vettvangur fyrir
aldraða til starfa.
Fréttaritari