Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 20

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 20
MöRGdNBLRBIÐ. FIMMRIDMJUR! 8. FJ2BRÚAR1890 M Morgunblaðið/Þorkell Þær keppa um titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur. Fremri röð frá vinstri: Sigrún Eiríksdóttir 22 ára, Ragnhildur Matthíasdóttir 20 ára, Sigurrós Jónsdóttir 18 ára menntaskólanemi, Eygló Olöf Birgis- dóttir 20 ára afgreiðslustúlka, og Guðrún Valdimarsdóttir 19 ára Verslunarskólanemi. Aiitari röð frá vinstri: Linda Björk Bergsveinsdóttir 22 ára skrifstofústúlka, Þórdís Steinsdóttir 20 ára afgreiðslu- stúlka, og Soffia Ketilsdóttir 19 ára. Fegurðardrottning Reykjavíkur; Atta stúlkur tilnefiidar en kjörið í næstu viku FEGURÐARDROTTNING Reykjavíkur 1990 verður kjörin á Hótel Borg fimmtudaginn 15. febrúar n.k., en átta stúlkur eru tilnefhdar og hafa þær undirbúið sig fyrir keppnina síðan um áramót. Þetta er þriðja árið, sem Fegurð- ardrottning Reykjavíkur er valin með þessum hætti, en Hugrún Linda Guðmundsdóttir, sem hreppti titilinn í fyrra, var síðan útnefnd Fegurðardrottning íslands. Áður fór krýningin fram á úrslitakvöld- inu, er Fegurðardrottning íslands var kjörin, en úrslitakvöldið að þessu sinni verður 16. apríl á Hótel Islandi. Að sögn Gróu Ásgeirsdóttur, sem hefur yfirumsjón með keppninni, hafa stúlkurnar verið í líkamsþjálf- un og æfingum í göngu og sviðs- framkomu hjá Katý í World Class og Birnu Magnúsdóttur danskenn- ara frá áramótum og auk þess ver- ið í ljósatímum hjá Sólarmegin. Dúddi hárgreiðslumeistari og hans fólk sér um alla hársnyrtingu fyrir keppnina og snyrtingin er í höndum Rúnu Guðmundsdóttur snyrtifræð- ings. Stúlkurnar munu koma fram í sundbolum og í samkvæmisklæðn- aði, en Fegurðardrottning Reykjavíkur fær _m.a. sólarlanda- ferð frá Úrval - Útsýn í verðlaun, snyrtivörur, hársnyrtivörur og blóm frá Blómálfinum. Model 79 sýnir fatnað frá versl- uninni Joss um kvöldið og Einar Júlíusson og dóttir syngja nokkur lög. Framreiddur verður léttur fisk- réttur ásamt borðvíni, en miðasala er þegar hafin. Starfsmannafélag- Reykjavíkurborgar: Ahersla á ný vinnu- brögð við samninga - segir Guðmundur Vignir Óskarsson GUÐMUNDUR Vignir Óskarsson, sem hefúr boðið sig fram til form- anns í Starfsmannafélagi Reykjavíkur í kosningum sem verða haldnar 8.-9. febrúar næstkomandi, segir að nái hann kjöri, muni hann einkum leggja áherslu á að starfsemi félagsins verði breytt og tekin verði upp ný vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Ég tel að það form sem við höf- um búið við hafi gengið sér til húð- ar. í Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar eru 14 deildir. Samninga- nefnd félagsins er skipuð einum full- trúa úr hverri deild, sem hefur oft fjölda vinnustaða á bak við sig, og hins vegar þremur fulltrúum stjórn- ar. Sem dæmi um hvernig unnið hefur verið að þessum málum má nefna að Borgarspítalinn, þar sem á mílli 6-700 manns vinna, á einn full- trúa í nefndinni og er honum ætlað það verkefni að koma sjónarmiðum sinna manna á framfæri innan samninganefndar og síðan við við- semjendur. Það getur verið að þetta hafi einhvem tímann gengið en ég tel að þetta fýrirkomulag hafi geng- ið sér til húðar. Nú er kominn vísir að breyttum vinnubrögðum hvað þetta varðar því nú hafa verið skip- aðar níu viðræðunefndir sem ræða sín sérmál beint við fulltrúa Reykjavíkurborgar," sagði Guð- mundur Vignir. í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar eru um 2.500 félagsmenn og sagði Guðmundur Vignir ljóst að töluverð völd fylgdu stöðu formanns félagsins. „Þessu þarf að breyta á þann hátt að þáttur hins almenna félags- manns aukist í ákvarðanatöku og að formaður félagsins styrki þann feril í auknum mæli. Skrifstofa fé- lagsins er lífæð þess og -ég legg áherslu á að stjómarmenn, skiptist á að hafa þar fastan viðverutíma í hverri viku og komist þar með í nánari snertingu við félagsmenn. Einnig væri breytinga þörf í þá veru að stjómarmenn fari meira út á vinnustaðina og kynnist þar við- horfum félagsmanna og styrki starf þeirra á vinnustöðunum. Þá er ekki síst nauðsynlegt að virkja fulltrúa- ráðið að miklum mun, þar sem það er æðsta vald félagsins á milli aðal- funda,“ sagði Guðmundur Vignir. Guðmundur Vignir vildi að fram kæmi að hann teldi að hugmyndir sem hann hefði lagt fram á aðal- fundi félagsins í marsmánuði 1988 ásamt öðrum nefndarmanni um eignatilfærslu á hluta eigna stéttar- Guðmundur Vignir Óskarsson félaga sem hygðust ganga úr Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og stofna nýtt stéttarfélag hefðu verið afgreiddar í eitt skipti fyrir öll á aðalfundi félagsins. „Tillagan var felld með miklum atkvæðamun og taidi ég þar með málið afgreitt frá minni hálfu og félagsins og hef ég því ekki í hyggju að taka þetta mál upp aftur. Nú hefur hins vegar mótframbjóðandi minn, Haraldur Hannesson, sent ell- ilífeyrisþegum bréf þar sem því er haldið fram að ég vilji hugsanlega útdeila eignum félagsins. Af þeim sökum tel ég ástæðu til að nefna afstöðu mína til þessa máls,“ sagði Guðmundur Vignir. Hann vildi að endingu hvetja alla félagsmenn til að mæta á kjörstað. Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri: Heimsmynd hefur ekki þurft að leita til stjómvalda né banka Morgunblaðið Ieitaði í gær álits Herdísar Þorgeirsdóttur, rit- stjóra Heimsmyndar, á ummælum Jóns Ottars Ragnarssonar í Morgunblaðinu í gær um hana og tímarit hennar. Svar Herdís- ar fer hér á eftir. „Sannleikanum er hver sárreið- astur. Það er augljóst af við- brögðum Jóns Óttars Ragnars- sonar við úttekt Ólafs Hannibals- sonar um Stöð 2 í Heimsmynd. JÓR, sem á sínum tíma gagn- rýndi Hafskipsmenn og kallaði þá bankaræningja, hrósaði Helgar- póstinum fyrir tök sín á því máli, notar HP nú sem háðungarstimp- il á Heimsmynd þegar hann er dottinn ofan í sömu gryfjuna og þeir sem hann kallaði bankaræn- ingja forðum. Öllum hans dylgjum um að ég sé búin að vera vísa ég til föðurhúsanna. Það eru aðrir sem eru nær því að vera búnir að vera þótt Jóni Óttari hafi verið hlíft við öllum slíkum fullyrðing- um í Heimsmynd. JÓR fékk allt það lof sem hann á skilið fyrir frumkvæði sitt, dug og kjark. Hins vegar getur hann ekki búist við eintómu hrósi. Maður í hans stöðu hlýtur að sæta gagnrýni og þó þessi grein sé kannski óvægin þá er hún sanngjörn. JÓR tilgreinir mig eina í þess'u sambandi en ekki Morgunblaðið og DV sem bæði voru búin að taka hart og ítarlega á þessu sama máli. Þegar ég horfði á Jón Óttar svara spurningum Páls Magnús- sonar vissi ég betur og vafalaust Páll Magnússon líka sem og aðrir er til málanna þekkja. Jón Óttar bauðst til að reka ákveðna frétta- menn og hann bauð fleirum það en þeim sem voru nefndir í grein- inni. í örvæntingu sinni til að bjarga stöðinni sinni leitaði hann á náðir ríkisvaldsins tilbúinn að fórna næstum hverjum sem var. Hann svaraði því bæði á Stöð 2 og í Morgunblaðinu að enginn stjórnmálamaður hefði farið fram á það að einhver fréttamaður væri rekinn. Þó nú væri! En hann svaraði því ekki hvort hann hefði boðist til að gera slíkt sjálfur. Heldur sagði hann að „menn réðu hvort þeir tryðu því“. Varðandi bruðlið og óráðsíuna þá vita það þeir sem til þekkja að ekkert fyrirtæki sem hefur tapað 1,2 milljónum á dag frá stofnun hefur verið rekið af ráð- deild og aðhaldssemi. Jón Óttar hneykslaðist á því í viðtalinu við Pál Magnússon að einhver banki, sem væri að sameinast öðrum, gæti neytt menn til að hysja upp um sig fyrir einhver áramót. Er hann ekki þarna að viðurkenna að hann hafi verið með buxurnar á hælunum? Auðvitað hann að vera eitthvað missagt um smáatriði í greininni í Heimsmynd en það breytir engu um megininntak greinarinnar. Þess má geta að greinarhöfundur reyndi trekk í trekk að fá Jón Óttar og félaga til að tjá sig um málið, en Jón Óttar neitaði því nema hann réði uppsetningu greinarinnar, gæti sætt sig við fyrirsagnir og myndaval. Þetta er einhver Austur-Evrópuárátta sem stangast á við yfirlýsingar JÓR um opið og fijálst þjóðfélag. Öll hans hugmyndafræði fellur um sjálfa sig þegar hann sjálfur á í hlut. Þá er allt í lagi að „ræna einn banka“ og leita á náðir stjórnvalda til að bjarga einkafyr- irtæki. JÓR talar um Heimsmyndar- greinina sem einstæða blaða- mennsku í heiminum sem byggi á heimildarlausum gróusögum. Þetta eru ekki gróusögur. Fyrir öllu höfum við heimildarmenn sem Herdís Þorgeirsdóttir við teljum áreiðanlega. Eftir út- komu blaðsins fengum við upp- hringingar sem staðfestu enn bet- ur innihald greinarinnar auk áreiðanlegra viðbótarupplýsinga sem sýna að dæmið er verra en kemur fram í Héimsmynd. Ef Jón Óttar les erlend tímarit sér hann að þessi grein er ekki einstæð fyrir blaðaménnsku í heiminum, eins og hann heldur fram. Hún á sér því miður of fáar hliðstæður í lokuðu fjölmiðiakerfi íslands. Við vitum það öll að dagblöð eru á ríkisstyrkjum. Við þekkjum flokka- og hagsmunatengsl blað- anna. Við vitum að það eru afar fáir frjálsir fjölmiðlar hér. Stöð 2 hafði alla burði til að verða einn slíkur þar til reksturinn var kom- inn í óefni og Jón Óttar skreið undir pilsfaldinn hjá valdhöfum. Ónafngreindir heimildarmenn eru ekkert einsdæmi. Virtustu blöð og tímarit erlendis vaða eld og brennistein til að vernda trún- aðarsamband við ónafngreinda heimildarmenn og láta frekar hneppa blaðamenn í fangelsi en að láta undan kröfum valdhafa um að gefa upp nöfn. Um þetta eru ótal dæmi bæði ný og gömul. Það er enn meiri ástæða hér í kunningjaþjóðfélaginu að virða þessa nafnleynd en nokkurs stað- ar annars staðar svo fólk verði ekki beitt harðræði. Hvað varðar samanburðinn á mér sem ritstjóra og honum sem sjónvarpsstjóra þá hefur hann verið opinberlega ákærður fyrir sýningu á klámmyndum sem eig- endur rúmlega fjörutíu þúsund afruglara þurfa að bægja börnum og unglingum frá. Heimsmynd hefur aldrei þurft að leggjast svo lágt til að afla sér lesenda. Jón Óttar ræðst á mig persónu- lega, nafngreinir mig og fellir yfir mér dauðadóm sem ritstjóra. Ég var orðin ritstjóri áður en Jón Óttar varð sjónvarpsstjóri. Ég er enn ritstjóri en hann er ekki sjón- varpsstjóri. Heimsmynd hefur hvorki þurft að leita á náðir stjórnvalda né banka. Heimsmynd hefur trausta blaðamenn og les- endur sem hafa síðasta orðið. Og því segi ég eins og Mark Twain; fullyrðing Jóns Óttars um að ég sé búin að vera er töluvert ýkt og orðum aukin."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.