Morgunblaðið - 08.02.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 08.02.1990, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1990 TIL VARNAR ÖRÆFUNUM eftir Guðmund P. * Olafsson Illa er komið fyrir smáþjóð með langa sögu erlendra yfirráða og afar stutta sögu sjálfstæðis að nú sem oft áður virðast framámönnum hennar allar bjargir bannaðar nerna að fleygja henni á vald erlendra drottnara. Nú skal faðma peninga- furstana og beisla gróðahyggju þeirra í því skyni að ráða fram úr langtímaklúðri í atvinnu- og efna- hagsmálum en fórna landinu í stað- inn og leggja það undir stórvirkjan- ir og orkufrekan iðnað. Um leið skal rústa landbúnað á íslandi og flytja síðan inn ódýrar, mengaðar landbúnaðarvörur, síðan seljum við fískimiðin og eftir það getum við lifað „happily ever after“. Hvar eru náttúruverndarar? Sú var tíðin að ekki mátti nefna stóriðju eða orkufrekan iðnað á nafn án þess að upp risi öflug andstaða mætra manna sem útmál- uðu böl og neikvæð áhrif hennar á land og þjóð. Nú er öldin önnur. A ólíkustu stöðum er orkufrekur iðn- aður nú talinn homsteinn íslensks efnahags, eina framtíðarvon byggð- ar á Islandi ásamt inngöngu í Efnahagsbandalagið. Þeir ágætu menn sem héldu uppi vömum fyrir hreint og óspillt land hafa gufað upp og þeir sem hafa slíkt sem starfa þegja þunnu hljóði um stóm málin en jarma um góða umgengni um landið. Er stóriðja bjargvætturinn? Reiknimeistarar ríkisins hafa reyndar reiknað alla af sér og komist að þeirri mögnuðu niður- stöðu að tonn af áli jafnist á við tonn af þorski og þykir flestum einstaklega heppileg útkoma á jafn flóknu óvissudæmi. Samt vita reiknimeistarar ríkisins að gróðaá- ætlanir þeirra af orkufrekri stóriðju hafa aldrei staðist fremur en út- reikningar mínir á því hve fljótt ég verði loðinn um lófana. Á hveijum degi í útvarpinu mínu eru fréttir áróðursmeistaranna um stóriðju. Fólk í aurasvelti hlýtur að fá glampa í augu af dýrðinni og gróð- anum sem lofað er. Engin takmörk virðast fyrir dásemdunum. Nær sanni er að ef ekki verður stórfellt tap á stóriðju og varanleg spjöll á landi og fólki — þá er vel sloppið. Óneitanlega virðist við ofurefli að etja. Það eru til nógir peningar í stórvirkjanir og orkufrekan iðnað en þegar kemur að öðrum þáttum atvinnulífs er allt fé skyndilega bundið. Hægt væri að álykta sem svo að verið sé að misnota ástandið í landinu til þess að hella orkufrek- um iðnaði yflr landsmenn og sökkva landi undir miðlunarlón og virkjan- ir. Er von að spurt sé: Hveijir ganga nú erinda „Noregskonungs"? Hvað er um að vera? Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra að þeir sem beijast fyrir stóriðju og stórvirkjunum eru sumiryfirlýst- ir náttúruverndarmenn —á at- kvæðaveiðum. Jafnvel tilvonandi vemdari umhverfis á íslandi, fyrsti ráðherra umhverfismála, hvetur til orkufrekrar stóriðju. Eg sakna hins vegar skeleggra náttúruvemdara sem bera framtíð náttúru landsins fyrir bijósti vegna þess að framtíð og langtímahagur þjóðarinnar fer eftir því hvemig við fömm með landið og fiskimiðin. Oft var þörf en nú er nauðsyn að beita hvössum penna. Við náttúruverndara er reyndar ekki einvörðungu að sakast heldur okkur sjálf sem byggjum landið og veljum okkur foringja. Við emm í sjálfheldu vegna sóunar á fjármun- um og ófijórra hugmynda í athafna- lífi. Hvar em þær fomu dyggðir að trúa á landið, að vanda til verka, að vera fijór í hugsun og verki, að vinna sig út úr erfiðleik- um, að standa á eigin fótum, að virkja eigið ágæti...? Þeirra í stað er gripið til gamalla og vondra happadrætta eins og orkufrekrar stóriðju. Sú stóriðja verður aldrei annað en skammgóður vermir í besta falli. Og þegar hún dugar ekki lengur þá þarf aðra og stærri til þess að míga enn meir í skóinn. Hvað er byggðastefiia? Því verður vart á móti mælt að ef fóma á meiri fallvötnum, meiri orku, meiri fjármunum á altari orkufrekrar stóriðju þá er iangeðli- legast að halda áfram þar sem landspjöll verða minnst, ódýrast er að virkja og þar sem iðjuver og höfn eru þegar fyrir hendi. Annað „Ég lít svo á að stóriðju- draumurinn sé stríðsyfirlýsing gagn- vart öræfum og öllum sveitum og þorpum landsins. Þess vegna er ekki lítið í húfi.“ Stóriðjuverin og stórvirkjanir sem lofað er í fjölmiðlum kalla á rándýr- ar framkvæmdir, eyðileggingu á landi, breytingu á fallvötnum og vatnsbúskap í landinu, breytingu á staðbundnu loftslagi, óróa í atvinnu og félagslegum aðstæðum fólks, mengun umhverfis, sveitaauðn, rugling á gildismati og er þó vart á bætandi — allt gerist þetta í smáum stökkum eða stórum — þarf að nefna fleira? Þannig er það, hvað sem áróðursmeistarar segja. Stóriðju má nefnilega líkja við svokallað ísjakarallí á hraðbát með bundið fyrir augun. Auðvitað verður að horfa til framtíðar, en það þarf líka að hyggja jafn mikið til fortíðar. í því er menningin fólgin og lærdóm- ur af reynsluni. Gerum við það? Núna er skipulega unnið að því að eyða sveitum landsins á einn eða annan hátt. Er það að horfa fram á veginn og jafnmikið til baka? Það er kannski kallað að vera nút- ímalegur én það er ekki sama og að vera skynsamur. í þessu samhengi er fróðlegt að ígrunda áætlanir og hugmyndir um virkjanir og línulagnir. Fuíl ástæða er til að hnippa í forsvarsmenn orkumála vegna þess að fáir vinna meiri spjöll á landslagi. Nú velta menn fyrir sér nýrri byggðalínu þvert yfir fegurstu öræfí Norður- lands í grennd við Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla, og gerð- ar hafa verið virkjunaráætlanir um allt land. Veit fólkið í landinu að nú þegar eru til fjölmargar vinnuáætlanir Orkustofnunar um að sökkva stór- um landsvæðum íslands undir vatn, undir miðlunarlón og stíflur, ef ráð- amönnum dettur það í hug, ekki aðeins ófijóum öræfum, þjóðgörð- um eins og Jökulsárgljúfri ásamt Dettifossi og friðlýstum svæðum, náttúruperlum, eins og Fjallfossi í Dynjandi heldur einnig blómlegum byggðum, sveitum? Von er að spurt sé: Hver hefur leyfi í lýðræðisþjóð- félagi til að laumast aftan að fólki með slíkar áætlanir og sóa almenn- ingsfé til þess að eyðileggja landið þeirra? Og hveijir hafa leyfí til þess að spilla svo íslensku landi, ásjónu íslands, að böm framtíðarinnar fái aldrei að sjá það landslag sem var? Hver ert þú, alþingismaður, ráð- herra eða almúgamaður, sem þykist hafa leyfí til þess að níða niður land áa þinna og edda, land barna þinna — land framtíðar, sjálfan frumburð- arréttinn? Á að fórna öræfum Norðausturlands? Við norðaustanverðan Vatnajök- ul eru gríðarleg öræfi framan við Brúaijökul sem kennd eru við hann. Austan Brúaröræfa eru víðáttur Vesturöræfa, að mestu vel gróin og mikilvægir bithagar hreindýra. Enn austar gengur lítil jökultota fram sem heitir Eyj'a- bakkajökull og þar fyrir framan eru Eyjabakkar, önnur mesta há- fjallavin á íslandi. Eyjabakkar eru gróskumiklar eyjar, mýrar og flóar á vatnasviði Jökulsár í Fljótsdal þar sem hún kemur undan Eyjabakkajökli. Á góðviðrisdegi eru þeir unaðsreitur á öræfum. Umrætt svæði Eyjabakka, Vest- ur- og Brúaröræfa er á milli stór- fljótanna Jökulsár í Fljótsdal og Jökulsár á Fjöllum. Á milli þeirra er ein mesta morilla á Islandi, Jökulsá á Brú, og vestan við hana Snæfell og Eyjabakkar. Svo til allt undirlendi á myndinni hyrfi undir miðlunarlón ef virkjað verður. er óraunhæft og þarflaust að tuða um byggðastefnu í því sambandi. Það er æði útbreiddur misskiln- ingur að í byggðastefnu felist þau mannréttindi að drita stóriðju í alla landshluta, helst á hvert heimili eins og togaraflotanum. Að mínu áliti er markmið byggðastefnu það að fólk lifi þróttmiklu atvinnu- og menningarlífi um allt land. Til þess að svo megi vera þarf m.a. fjöl- hæfan, samhæfðan smáiðnað dreifðan um landið, fullvinnslu landbúnaðarvara í sveitum, sam- vinnu í rekstri sveitarfélaga og byltingu í samgöngum á landi. Samhæfður búskapur og atvinnulíf á Iandinu hefst ekki með duttlung- um einstaklinga eða stjórnvalda heldur með samvinnu, heildaryfir- sýn og markvissri stjórnun. Þá yrðu sveitir og þéttbýlisstaðir máttugri einingar en nú er. í byggðastefnu felst engin stóriðja, helst alls ekki. Hvert stefnir? Vissulega verður mér tíðrætt um orkufreka stóriðju og geri það vegna þess að líklega er engin starfsemi óheppilegri fyrir okkur. Átta til níu þúsund heiðagæsir fella fjaðrir sínar á Eyjabökkum síðsumars. Heiðagæsum í fjaðrafelli á Eyjabökkum fer fjölgandi ár frá ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.