Morgunblaðið - 08.02.1990, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1990
44-—W4 U-U.-—i------i-.-v.y lií.ri •u.'l/—!»■>«■'? -f..f -
Minning:
t
SÓLVEIG MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hléskógum 6,
andaðist í Hvíta bandinu 5. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigurveig Jóhannsdóttir.
Narfí Þórðarson
húsasmíðameistari
t
Móðir mín og tengdamóðir,
HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Vinaminni,
lést í sjúkrahúsi Akraness 6. febrúar.
Fæddur 4. júní 1903
Dáinn 31. janúar 1990
í dag, 8. febrúar, er borinn til
grafar frá Fríkirkjunni mætur mað-
ur, Narfi Þórðarson, sem fæddist á
Nýlendugötu 23 í Reykjavík, í húsi
sem faðir hans reisti og stendur
enn. Hann var sonur hjónanna
Þórðar Narfasonar smiðs og konu
hans, Guðrúnar Jóhannsdóttur.
Hann var því sannur vesturbæing-
ur.
Narfi fetaði í fótspor föður síns,
hann lærði húsasmíði og vann við
þá iðn alla tíð, fyrst á eigin vegum
en síðar hóf hann störf hjá Sam-
bandinu og var fastur starfsmaður
þar um áratuga skeið. Þar undi
hann hag sínum vel enda samvinnu-
maður alla tíð. Hann þótti hagur
mjög, samviskusamur og vann fyr-
irtækinu vel enda heiðraður þar
eftir 25 ára starf.
Narfi var vel meðalmaður á hæð
þrekinn og myndarlegur, hægur,
traustur og bjó yfir sterkum per-
sónuleika. Brosið hans hlýja yljaði
öllum sem til hans komu og hann
átti stóran faðm sem gott var að
hlaupa í fyrir lítið fólk.
Eins og margir vesturbæingar
var hann sannur KR-ingur alla tíð,
hann stundaði fótboltann og fylgd-
ist því ætíð með því liði, tók þátt í
sigrum þess og ósigrum. Einnig var
hann um skeið í fimleikaflokki KR
og sýndi á Þingvöllum 1930, en í
það lið voru valdir bestu menn.
Árið 1930 urðu þáttaskil í lífí hans
er hann kynntist eftirlifandi konu
sinni, Sigurlaugu Jónsdóttur ætt-
aðri úr Skagafírði. Hún var dóttir
hjónanna Jóns Rögnvaldar Jónsson-
ar formanns og Guðrúnar Sveins-
dóttur, Staðarbjörgum, Hofsósi.
Þau giftu sig í Fríkirkjunni 2.6.
1932 og hófu búskap á Nýlendu-
götu 23 í sambýli við fjölskyldu
Narfa. Seinna keyptu þau svo húsið
og hafa búið þar síðan.
Það var hvorki hátt til lofts né
vítt til veggja í húsi þeirra á „Nýló“
en það sem mestu máli skipti var
sú hlýja sem sat í fyrirrúmi, allir
voru svo velkomnir og var þeim
báðum annt um að öllum liði vel
sem til þeirra komu.
Þau eignuðust eina dóttur, Guð-
rúnu Emu, sem er sjúkraliði. Hún
er gift Jóni Sturlu Ásmundssyni
rafvirkja og eiga þau þijár dætur,
Sigurlaugu, Svövu og Ernu Björk
sem vom og em augasteinar afa
og ömmu, með þeim var fylgst í
uppvexti og þroska.
Síðan komu bamabamabörnin,
tvær elskulegar litlar stúlkur sem
um stundarsakir dvelja með foreldr-
um sínum í Svíþjóð.
Narfí var mikill heimilisfaðir,
unni konu sinni og dóttur og helg-
aði þeim krafta sína meðan þeir
entust.
Á hverju sumri komu þau norður
í heimahaga Sigurlaugar sem fljótt
urðu hans líka. Hann vildi láta þær
mæðgur njóta sumars og sólar við
sjóinn fyrir norðan, sem þær og
gerðu sumar eftir sumar.
Hann kom svo og sótti þær þeg-
ar haustaði, þessar komur eru okk-
ur frændfólkinu mjög minnisstæðar
ekki síst fyrir það að ýmislegt kom
upp úr töskum sem gladdi okkur
systraböm Sigurlaugar.
Rannveig Jónasdóttir,
Vilhjálmur Vilmundarson.
t
Móðir mín,
SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR,
Hátúni 10b,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 6. febrúar.
Kristín Jóhannsdóttir.
t
Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR,
Hvammsgerði 10,
Reykjavík
lést 6. febrúar.
Sigurður Guðmundsson,
Gunnar Emil Pálsson, Alda Vilhjálmsdóttir,
Sæmundur Pálsson, ÁsgerðurÁsgeirsdóttir,
Magnús Pálsson, Sylvia Briem,
Hafsteinn Pálsson, Jónína Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR DANÍELSSON
rithöfundur,
Þórsmörk 2,
Selfossi,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 6. febrúar sl.
Sigríður Arinbjarnardóttir.
t
Faðir okkar,
VILHELM STEINSSON,
Fögrubrekku,
Hrútafirði,
varð bráðkvaddur á Sjúkrahúsinu Hvammstanga þriðjudaginn
6. febrúar.
Börnin.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
GUÐNÝ TÓMASDÓTTIR,
Stekkjarholti 1,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 9. febrúar kl.
14.00.
Narfi Sigurþórsson,
Tómas Sigurþórsson, Guðrún Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Narfi var líka ólatur við að fýlla
bílinn sinn smáfólki og fara í bíltúr
með hópinn, en í þá daga var slíkt
ekki daglegur viðburður. Þegar
góður vinur er kvaddur í hinsta sinn
eru góðar minningar sannarlega
dýrmætar, en þær eigum við marg-
ar um Narfa.
Ég vil fyrir hönd okkar systkin-
anna og foreldra okkar þakka hon-
um langa og góða samfylgd sem
aldrei bar skugga á. Elsku Lulla
mín, Gunna og fjölskylda. Ég bið
góðan Guð að styrkja ykkur á þess-
ari stundu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Br.)
Guðrún Jósafatsdóttir
í dag, fímmtudaginn 8. febrúar,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni
í Reykjavík tengdafaðir minn, Narfí
Þórðarson, fæddur í Reykjavík 4.
júní 1903.
Hann var yngstur 6 bama hjón-
anna Þórðar Narfasonar og Guð-
rúnar Jóhannsdóttur.
Ég kynntist Narfa fyrst fyrir
rúmlega 30 árum þegar dóttirin
kynnti mig fyrir foreldrum sínum
og man ég glöggt eftir þeim fyrstu
fundum hvað mér var hlýlega tekið
af þeim heiðurshjónum Narfa og
Sigurlaugu. Þessi kynni þróuðust
fljótlega upp í einlæga vináttu sem
hefur haldist óslitin síðan. Margs
er að minnast þegar litið er til baka,
en minnisstæðar em þær samveru-
stundir þegar við hjónin komum oft
á sunnudögum í vesturbæinn og við
Narfí sátum og spjölluðum um lífíð
og störfín á hans uppvaxtarárum.
Oft röltum við um- vesturbæinn og
komst ég þá að raun um þvað hann
var fróður um sögu Reykjavíkur og
þó einkum sögu gamla vesturbæjar-
ins. Narfí átti mörg áhugamál og
á yngri árum átti hann hesta og
hafði mikinn áhuga á útreiðum.
Einnig hafði hann ákaflega gaman
af að skreppa í róður út á sundin
og átti hann um tíma bát með
tveimur vinum sínum. Narfi var
góður íþróttamaður, gekk í KR sem
ungur piltur og stundaði bæði
knattspyrnu og fimleika og var
valinn í sýningarflokk á Þingvöllum
árið 1930.
Narfí hóf skipasmíðanám hjá
Slippfélaginu í Reykjavík og fékk
réttindi í þeirri iðngrein, en síðar
fór hann í húsasmíði, sem gaf betri
lífsafskomu á þeim tíma. Hann
starfaði lengst af við húsbyggingar
hjá Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga og í allt held ég að hann
hafí starfað hjá fyrirtækinu í yfir
40 ár.
Narfi hafði ákaflega góða skap-
gerð, var spaugsamur og átti gott
með að blanda geði við aðra. Hann
var sérstaklega elskulegur heimilis-
faðir og nutum við hjónin og dætur
okkar þess í ríkum mæli.
Man ég sérstaklega hvað dætur
okkar nutu þess að koma í heim-
sókn til afa og ömmu á Nýló og
trésmíðaverkstæðið hans afa var
sérlega lokkandi, en jafnframt vara-
samt fyrir litla fingur.
Hann fylgdist alla tíð vel með
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
VIGDÍS JÓHANNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. febrúar nk. kl.
13.30.
Hallvarður Einvarðsson, Erla Magnúsdóttir,
Jóhann Einvarðsson, Guðný Gunnarsdóttir,
Sigrfður Einvarðsdóttir, Gunnar Björn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Maðurinn minn,
GARÐAR ÓSKARSSON,
Njálsgötu 18,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu 30. janúar, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minn-
ast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Magnúsdóttir.
dætrum okkar og lét sér annt um
velferð þeirra.
Nú þegar ég kveð tengdaföður
minn er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa kynnst þeim mæta
manni.
Við þökkum samfylgdina og
ógleymanlegar samverustundir sem
verða geymdar í minningunni.
Við hjónin viljum þakka af alhug
starfsfólki Hafnarbúða frábæra
umönnun sem Narfi naut þar bæði
á dagdeild og legudeild. Guð blessi
störf þeirra.
Jón Sturla Ásmundsson
Miðvikudagurinn 31. janúar
síðastliðinn var fallegur dagur,
minnti mann helst á fallegan nýárs-
dag, veður stillt en nokkuð kalt,
himinninn mjög heiður og tær, jafn-
vel sólin sýndi sig á þessum fagra
degi. Þetta var nýr dagur fyrir hann
afa okkar sem dó þennan dag, sofn-
aði í friði og ró, umvafinn sínum
nánustu eins og hann var alla ævi.
Elsku afí okkar er dáinn, hann hef-
ur lækningu hlotnast, frelsinu fagn-
að, stefnir nú að grundunum
grænu.
Hann afí okkar var besti afí í
heimi, enda fékk hann oft að heyra
það, og fór þá pínu hjá sér og kom
með afsakanir eins og t.d. „það er
að því að amma ykkar er svo góð“,
eða að „við værum svo góðar“ og
fleira. Þó hann afí hafí einungis
verið afi okkar systranna þá kölluðu
flestöll frændsystkinin hann líka
afa, eða Narfa afa til aðgreiningar
frá öðrum, svo elskuðum við hann
og dáðum.
Afi var húsasmíðameistari og
skipasmiður, smíðaði mikið á sínum
yngri árum, en þau ár sem við
munum vann hann hjá Sambandinu
við sömu smíðar og ýmiskonar við-
hald. Hann var mjög duglegur og
vann langan vinnudag, kom þó allt-
af heim til ömmu á Nýló í mat.
Borðaði og lagði sig og lék við okk-
ur stelpurnar ef við vorum í heim-
sókn hjá þeim. Líf afa snerist um
vinnuna, fyolskylduna og heimilið.
Allur hans frítími fór í að ditta að
húsinu þeirra ömmu, eða vinna í
garðinum, en þau áttu stóran kart-
öflugarð sem afí var mjög stoltur
af og sýslaði mikið í, og svo að sinna
fyölskyldunhi. Við stelpurnar vorum
mjög oft í heimsóknum hjá afa og
ömmu, því við sóttumst svo fast
eftir þvj' að komast þangað, okkur
leið svo vel og þar var svo gaman.
Ef að afi var ekki kominn heim
þegar við vorum þar, máttum við
stökkva upp á horn og bíða eftir
honum, og svo hlaupa á móti þegar
við sáum hann, og það var sko gleði-
stund.
Við eigum svo margar fallegar
og skemmtilegar minningar af
heimsóknum okkar til afa og ömmu
á Nýló, en þær heimsóknir voru
yfírleitt langar og margar.
Afi tók okkur oft í „labbitúra"
og þá alltaf niður á bryggju. Afi
vissi svo margt um bátana og skip-
in, og líka húsin, þau hétu öll als-
kyns nöfnum. Þessir labbitúrar voru
alltaf jafn spennandi og alltaf eitt-
hvað nýtt að sjá og nýjar sögur að
heyra. Stundum á sumrin þegar
gott var veður fórum við niður á
Tjörn að gefa öndunum brauð og
kom þá amma oft með. Það var svo
gaman með afa niðrí bæ. Hann tók
allaf ofan þegar hann mætti konum