Morgunblaðið - 08.02.1990, Síða 4
MORfíUNBLAÐIt) EIMMTUUAGUR 8, FUBRÚAR 1990 M
4?.
Kallið var snöggt og ógreinilegt
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Doddi SH 222 frá Rifi var 9 tonna trefjaplastsbátur smíðaður 1985.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Auðbjörg SH 197 er 70 tonna bátur gerður út frá Ólafsvík.
Guðrún Gísla-
dóttir leikkona;
Leikur aðal-
hlutverkið
í sænskri
kvikmynd
GUÐRÚNU Gísladóttur leik-
konu hefúr verið boðið aðal-
hlutverk í væntanlegri kvik-
mynd sænska leikstjórans og
kvikmyndatökumannsins
Sven Nykvist. Að sögn Guð-
rúnar er áætlað að taka kvik-
- sagði Rafh Guðlaugsson, skipstjóri á Auðbjörgu SH
197, sem bjargaði áhöfiiinni á Dodda SH 222.
RAFN Guðlaugsson skipstjóri á
Auðbjörgu SH 197 og áhöfn hans
bjargaði skipverjunum á Dodda
SH 222, 9 tonna báti, sem fékk
á sig brotsjó um þrjár og hálfa
sjómílu út af Rifi á Snæfellsnesi
á áttunda tímanum i gærkvöldi.
Doddi lagðist á hliðina, en þrír
menn, sem voru um borð, náðu
að senda út neyðarkall áður en
þeir fóru í gúmmíbjörgunarbát-
inn. Rafn heyrði kallið, sneri
Auðbjörgu við og um 10 mlnútum
síðar var búið að bjarga skip-
brotsmönnunum um borð í Auð-
björgu.
„Þetta gerðist allt saman ógur-
lega snöggt, en tókst vel,“ sagði
Rafn við Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Það var kolniðamyrkur, en við
hugsuðum fyrst og fremst um að
bjarga mönnunum og það gekk
áfallalaust. Maður er alltaf hrædd-
ur, sérstaklega um svona litla báta,
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurslofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 8. FEBRÚAR
YFIRLIT í GÆR: Stinningskaldi syðst á landinu en hæg breytileg átt
í öðrum landshlutum. Á Suður- og Suðvesturlandi var slydda eða
snjókoma, léttskýjað var austanlands en annars skýjað og þurrt.
Hlýjast var 5 stiga hiti á Stórhöfða en kaldast 7 stiga frost á
Grímsstöðum.
SPÁ: Breytileg átt, víðast kaldi og snjókoma eða él um mestan
hluta landsins. Hiti nálægt frostmarki.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Vaxandi austan- og síðan norðaustanátt
með slyddu eða rigningu á Suður- og Austurlandi, snjókomu norðan-
lands en éljum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Heldur hlýnandi suð-
austantil.
HORFUR Á LAUGARDAG: Stíf norðaustanátt og snjókoma horð-
vestanlands en líklega vestanstrekkingur sunnanlands og austan.
Éljagangur suðvestanlands en úrkomulaust á Suöaustur- og Aust-
urlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
jQ° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V
Él
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hiti veður
Akureyri +6 skýjað
Reykjavík 1 úrltoma í grennd
Bergen 4 rigning
Helsinki 4 þokumóða
Kaupmannah. 7 þokumóða
Narssarssuaq +16 skýjað
Nuuk +16 hálfskýjað
Osló 6 rigning
Stokkhólmur 7 þokumóða
Þórshöfn 4 skýjað
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 10 rigning
Barcelona 14 skýjað
Berlín 12 léttskýjað
Chicago 1 þokumóða
Feneyjar 3 þokumóða
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow 6 skýjað
Hamborg 11 skýjað
Las Palmas vantar
London 12 rigning
Los Angeles 10 þokumóða
Lúxemborg 9 skýjað
Madríd 12 mistur
Malaga 20 skýjað
Mallorca 17 hálfskýjað
Montreal +5 þokumóða
New York 3 alskýjað
Orlando 14 léttskýjað
París 11 rigning
Róm 14 þokumóða
Vfn 7 mistur
Washington 8 skúr
Winnipeg +4 alskýjað
og mínúturnar, þegar við sáum
ekkert og vissum ekkert, voru lang-
ar og leiðinlegar. En við vorum alit-
af í réttri átt og það kom sér vel
að hafa farið í björgunarskólann í
Sæbjörgu síðast liðið vor.“
Rafn sagði að þrjú skip hefðu
verið á svipuðum slóðum á Breiða-
firði og öll á leið heim í svipaðri
stefnu. Eitt skip var á undan Auð-
björgu, en Doddi á eftir.
„Við vorum á dragnót norður af
Fláka í Breiðafirðinum og á leið
heim til Ólafsvíkur, en Doddi var
að fara að Rifi. Við vorum um tvær
sjómílur frá Rifi og ég vissi af þess-
um bát á eftir okkur — var nýbúinn
að hafa samband við hann. Þá var
hann þrjár og hálfa mílu undan
Rifi og allt í lagi. Stuttu seinna
kallaði hann út og sagði að hann
væri lagstur á hliðina hjá sér, en
gat ekki sagt neitt meira.
Kallið kom snöggt og var ógreini-
legt. Við snerum við og keyrðum í
um 10 mínútur. Þá sáum við blys
og héldum á það. Skyggnið var lé-
legt, það gekk á með byl, sex eða
sjö vindstig að austan og veðrið fór
versnandi, en það er leiðindasjólag
þegar kemur upp úr álnum.
Mennirnir á Doddanum voru
óþjakaðir, en blautir, þegar við tók-
um þá um borð og það gekk áfalla-
laust.“
Bjarglangar —;% Hergilsey ~FUt y UvpáE ojj'óvNu r IU Stykkisl <
Hellissan Öndrerðames r \ Drtt Ik T W/(^^Amar«ap|"'
Doddi SH 222 fékk á sig brotsjó
um þrjár og hálfa sjómílu norð-
austur af Rifi í gærkvöldi.
myndarinnar hefjist í Svíþjóð
í ágústmánuði, og er hugsan-
legt að fimm mánaða gömul
dóttir Guðrúnar fari einnig
með hlutverk í myndinni.
„Þetta
leggst afskap-
lega vel í mig,
og auðvitað
kom þetta mér
á óvart. Ég
þekki Sven
þar sem ég hef
unnið með
honum, en Guðrún
einmitt þess Gísladóttir
vegna er þetta
til komið,“ sagði Guðrún. Hún
lék hlutverk í síðustu mynd
rússneska kvikmyndaleikstjór-
ans Andrei Tarkovsky, Fórn-
inni, sem hlaut sérstök verðlaun
á kvikmyndahátíðinni í Cannes,
en Sven Nykvist var kvik-
myndatökumaður þeirrar
myndar.
Að sögn Guðrúnar mun Sven
Nykvist leikstýra og annast
töku myndarinnar, auk þess
sem hann er höfundur handrits.
„Myndin á að gerast í Smá-
löndunum í Svíþjóð árið 1868,
á bæ langafa og langömmu
Svens, og fjallar hún um ung
hjón, fátæklinga sem ekki kom-
ust einu sinni til Ameríku þegar
ailir fóru þangað. Ég fer með
hlutverk konunnar, sem er með
lítið barn á brjósti, og það vill
þannig til að ég er með jafn-
gamla dóttur mína á brjósti,
og verð hvort sem er að vera
með hana þarna. Okkur þykir
því öllum mjög heppilegt að hún
yrði í því hlutverki, ef hún verð-
ur þá ekki orðin of velsældar-
leg, en það er ekki frágengið
hvort af því verður," sagði
Guðrún.
ÚTFÖR Hans Andreas Djurhuus sendiherra Danmerkur á ís-
landi, sem andaðist 31. janúar var gerð frá Dómkirkjunni í
gær, en jarðneskar leifar hans verða fluttar til Færeyja á fostu-
dag. Líkmenn voru Jón Sigurðsson ráðherra og Henrik H. Haxt-
hausen fúlltrúi danska ríkisins, Guðmundur Benediktsson ráðu-
neytisstjóri og Claus von Barnekow frá danska sendiráðinu,
Sveinn Björnsson skrifstofustjóri og Per Forschell sendiherra
Svíþjóðar og Matthías Á. Mathiesen alþingismaður og Ástráður
Hreiðarsson læknir. Næst á eftir koma eiginkona sendiherrans
og börn, en lögreglumenn standa heiðursvörð. Sr. Heimir Steins-
son jarðsöng.