Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 27
26
MÓRGÚNBLAÐIð’fÍMMTUDÁGUR'8.' FEBRÚÁR 1990
Útgefandi
Frarnkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsihgastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsspp.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Rekstur opinberra
fyrirtækja
Itengslum við nýgerða kjara-
samninga kom fram, að
hækki ýmis opinber fyrirtæki
ekki gjaldskrár sínar á þessu
ári þýði það um 630 milljóna
króna hallarekstur þeirra. Við
gerð fjárlaga var ráðgert, að
þessi fyrirtæki, þ.e. Ríkisút-
varpið, Áburðarverksmiðjan,
Póstur og sími og Sements-
verksmiðjan fengju 6-12%
hækkun á árinu.
Morgunblaðið beindi þeirri
spurningu til forstöðumanna
tveggja þessara fyrirtækja sl.
sunnudag, hvort hægt væri að
mæta þessari hækkunarþörf
með niðurskurði á útgjöldum
en þau hafa verið viðbrögð
stjórnenda fjölmargra einka-
fyrirtækja síðustu misseri
frammi fyrir samdrætti í við-
skiptum.
Olafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri, svaraði þessari
spurningu á þá leið, að auðvitað
væri hægt að skera niður þjón-
ustu og fjárfestingu. En hann
benti jafnframt á, að tekjur og
afkoma stofnunarinnar byggð-
ist á fjárfestingum, sem hefðu
skilað arði. Ef dregið yrði úr
fjárfestingum á þessu ári
mundi það koma niður á arði
af fyrirtækinu á næstu árum.
Þá benti póst- og símamála-
stjóri á, að frá 1984 hefðu
símagjöld hækkað um 75% á
sama tíma og framfærsluvísi-
talan hefði hækkað um 200%.
Markús Örn Antonsson, út-
varpsstjóri, svaraði þessari
spurningu á þá leið, að Ríkisút-
varpinu væri að óbreyttu gert
að tapa 200 milljónum króna á
rekstri þessa árs. Allt afskrift-
arfé stofnunarinnar færi til
þess að mæta þessum halla og
ekkert yrði eftir til endurnýjun-
ar á tækjum. Niðurskurður frá
því, sem nú væri gert ráð fyr-
ir, mundi þýða, að gengið yrði
á dagskrá Ríkisútvarpsins.
Morgunblaðið hefður hvað
eftir annað lagt áherzlu á, að
lítið vit væri í því að halda vísi-
tölu niðri með því að reka ríkis-
fyrirtæki með halla og hækka
svo gjaldskrár þeirra enn meir
síðar en ella hefði þurft að
gera. Reynslan af slíkum
vinnubrögðum er vond. Hins
vegar hljóta ríkisfyrirtæki að
lúta sömu lögmálum og einka-
fyrirtæki að því leyti til, að þau
eiga ekki að ýta öllum útgjalda-
auka yfir á viðskiptamenn sína.
Þegar hart er í ári eins og nú
verður sú krafa gerð til-þeirra,
að þau skeri niður útgjöld alveg
með sama hætti og einstakling-
ar og einkafyrirtæki hafa orðið
að gera.
Þau svör póst- og símamála-
stjóra og útvarpsstjóra, sem
hér hefur verið vitnað til, gefa
tilefni til spurninga. í fyrsta
lagi má spyrja: Hvað er að
því, að Póstur og sími fresti
framkvæmdum og fjárfesting-
um í einhvern tíma? Þetta hafa
einkafyrirtæki orðið að gera
og verða þá af arði af slíkum
fjárfestingum um skeið. Ef um
það er að ræða í því efnahags-
ástandi, sem nú ríkir, að Póstur
og sími hækki gjaldskrá eða
fresti framkvæmdum er auðvit-
að sjálfsagt, að stofnunin fresti
framkvæmdum. Þjóðin mun
lifa það af í nokkur misseri. í
öðru lagi: Hvað er athugavert
við það, að Ríkisútvarpið skeri
niður dagskrá sína í einhvern
tíma? Ef um það er að ræða,
að skera niður dagskrá þeirrar
stofnunar eða hækka gjaldskrá
er auðvitað sjálfsagt að skera
niður dagskrá að einhveiju
marki. Það er svo mikið fram-
boð af sjónvarps- og útvarps-
efni, að þjóðin lifir það af, þótt
framboðið minnki eitthvað um
skeið.
Hér er komið að því, sem
vikið var að í forystugrein
Morgunblaðsins fyrir skömmu,
að hugsunarháttur manna í
opinbera kerfínu yrði að breyt-
ast. Einkafyrirtæki eiga ekki
annarra kosta völ en að draga
saman seglin í erfiðu árferði.
Þau kunna að draga úr þjón-
ustu við viðskiptamenn um
skeið en með því komast þau
hjá hallarekstri og leggja
grundvöll að enn betri þjónustu
síðar. Nákvæmlega sami hugs-
unarháttur á að ríkja hjá stjórn-
endum opinberra fyrirtækja nú.
Þeir eiga ekki að segja við ríkis-
stjórnina: Við þurfum að
hækka gjaldskrár vegna auk-
inna útgjalda. Þeir eiga þvert
á móti að segja: Við ætlum að
draga saman seglin í fjárfest-
ingu og þjónustu um skeið til
þess að mæta auknum útgjöld-
um.
Þetta er hægt og þetta er
fyrst og fremst spurning um
breytt hugarfar, sem stjórn-
málamenn, embættismenn og
stjórnendur opinberra fyrir-
tækja þurfa að tileinka sér.
in,“ segir Eiríkur.
Gjöfln f heild er um 340 myndir.
fpiiffliilgar, yatnslitamyndir,
Bastplmyndir og otínmSivPFÍf: IfíHhf
ísegist- Hafe nptað aiin þesss tekni
frá byÚHB' „Að YfsRl fflína sp|nn| árin
hefur það þp aðallega vétíð vatnsiitir
og olía,“ segir hann.
Elstu myndirnar eru krítarteikn-
ingar frá 1948. „Þetta spannar allan
minn feril, allavega meirihlutann,"
segir Eiríkur.
Pétrún tekur undir og segir eitt
það skemmtilegasta við þessa gjöf
vera, að sjá megi allar þær breyting-
ar sem Eiríkur hafi farið í gegn um.
„Meira að segja sér maður í lok hvers
skeiðs, hvað er að byrja að geijast
og er að gerast í list hans. Það er
alltaf einhver vísbending í síðustu
mvndum hvers skeiðs um hvað taki
við.“
Eiríkur segist vilja efla safnið, sem
Sverrir Magnússon kom á fót, þegar
hann gaf eigið málverkasafn. „Og
þá er ekkert verið að skipta þessu
eftirá neitt að ráði, allavega ekki
þessum tímabilum," segir hann.
Pétrún segir gjöfina vera ómetan-
lega til fjár, „en þetta eru mikil verð-
mæti,“ segir hún. „Við höfum hérna
allan feril eins fremsta listamanns
landsins, sem við eignum okkur
Hafnfirðingar. Þetta eykur umfang
safnsins um helming. Við erum ung
stofnun og þessi gjöf er okkur gífur-
lega mikil lyftistöng. í framtíðinni
getum við sýnt úr þessu safni Eiríks
svo margar skemmtilegar og fjöl-
breyttar sýningar."
Eiríkur var spurður að lokum,
hvað er hann að mála, þegar hann
málar. „Sannleikurinn er nú sá,“
segir hann, „að ég hef verið að baksa
við alls konar stíltegundir eins og
kemur mjög vel fram með þessari
sýningu. Mitt lífshlaup, sem málari,
hefur verið á þann máta að margir
hafa legið mér á hálsi fyrir það að
Vera svona margbreytilegur í staðinn
fyrir að halda svona dálítið huggu-
legri einni línu, en ég er nú bara
svona. En, þrátt fyrir allt þetta brölt
og í gegn um allt þetta brölt, bæði
abstraksjónina og það fígúratíva og
þar á milli, þá hef ég í raun og veru
alltaf málað umhverfi mitt og landið
mitt,“ sagði Eiríkur Smith.
Mikill vegsauki að Eiríkur treystir
okkur fyrir að varðveita sögu sína
- segir Pétrún Pétursdóttir forstöðumaður Hafiiarborgar
EIRÍKUR Smith listmálari hefur
gefið heimabæ sínum, Hafnarfirði,
meginhluta málverkasafns síns,
um 340 myndir. Myndirnar spanna
nánast allan hans listamannsferil
og er hin elsta frá 1948. Myndirn-
ar verða í vörslu og umsjón Hafh-
arborgar, menningar og lista-
stofhunar Hafharfjarðar, og þar
verður næstkomandi laugardag
opnuð sýning á um 80 þessara
mynda. Morgunblaðið ræddi við
Eirík og Pétrúnu Pétursdóttur
forstöðumann Hafnarborgar, þeg-
ar þau voru að koma fyrir mynd-
um á sýninguna í gær. Pétrún
segir gjöfina vera gífurlega mikil-
væga, „og ég tel það vera vegs-
auka bæði fyrir safnið og fyrir
Hafnfirðinga að Eiríkur skuli
treysta okkur til að varðveita sögu
sína,“ sagði Pétrún.
Eiríkur kveðst hafa fengið hug-
myndina að þessari gjöf fyrir nokkr-
um árum og þá orðað hana við
Sverri Magnússon lyfsala sem þá var
að hrinda í framkvæmd áformum um
listasafnið. Sverrir gaf Hafnarfjarð-
arbæ húsnæði Apoteksins og mál-
verkasafn sitt árið 1983 á 75 ára
afmæli bæjarins. Með fylgdu teikn-
ingar að stækkun hússins sem byggt
var eftir. Safnið var síðan vígt árið
1988, með sýningu Eiríks sem hófst
21. maí það ár. „Þegar ég sá að úr
þessu ætlaði að verða safn, þá akvað
ég að gefa megnið af þessum mynd-
um mínum, sem ég hef verið að hafa
mikið fyrir að geyma í gegn um ár-
Eiríkur Smith og'Pétrún Pétursdóttir við verk Eiríks.
Eiríkur Smith gefiir Haftifírðingum 340 myndir;
4.212 sjómenn hafa sótt námskeið Slysavamaskóla sjómanna:
Fræðsla en ekki reglu-
gerðir bjarga mannslífiim
- segir Þórir Gunnarsson skólastjóri
4.212 sjómenn hafa nú sótt námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, en
í vor verða liðin fimm ár frá því að hann tók til starfa. A starfstíma
skólans hefur alvarlegum vinnuslysum á sjó fækkað stórlega, samkvæmt
upplýsingum sem Siglingamálastofnun kynnti nýlega. Þórir Gunnarsson
er skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og hann segist sjá þess glögg
merki í flotanum að starfið hafi borið árangur þó mikið vanti á að
ástandið sé eins og best verður á kosið. „Við erum farnir að sjá að
menn hugsa öðruvísi og betur um skipin og búnaðinn í þeim en áður.
Það er okkar hlutverk að breyta hugarfari, með aukinni fræðslu, það
skiptir mestu máli, reglugerðirnar bjarga engum. En ennþá má segja
að við séum að mestu leyti með góðu áhafnirnar.“
Þórir segir að samstarf skólans
við mörg útgerðarfyrirtæki á landinu
sé til mikillar fyrirmyndar, dæmi séu
um að sömu áhafnirnar hafi sótt
þijú námskeið til að auka við þekk-
ingu sína og sumar útgerðir hafi
stillt sjómönnum upp við vegg; sagt
þeim að fara á námskeið í skólanum
eða taka pokann sinn. Þá komi fyrir
að fulltrúar útgerðar sitji námskeiðin
og panti að þeim loknum allan full-
komnasta eldvarnar- og öryggis-
búnað, Iangt umfram það sem reglu-
gerðir krefjist. Þennan búnað hafi
viðkomandi áhafnir lært að með-
höndla en Þórir segir að enn vanti
mikið á í mörgum íslenskuin skipum
að sjómenn viti hvemig nota eigi
þann öryggisbúnað sem til staðar er,
ekki síst eldvarnar- og reykköfunar-
búnað. „Á námskeiðum okkar kemur
iðulega fyrir að menn segi: Ég hef
verið á sjó í áratugi en hef aldrei séð
slökkvitæki notað. Enda sjá menn
oft þegar á hólminn er komið að
þeir hafa sett meira traust á ýmsan
búnað, svo sem handslökkvitæki, en
hann stendur undir. En það er þekk-
ing á meðferð þessara tækja og ekki
síður á því hvernig haga eigi málum
og ganga eigi um skipið til þess að
aldrei þurfi að nota þau sem skiptir
höfuðmáli. Ef umgengnin er eins og
hún á að vera fer ekkert úrskeiðis.
Og við bendum mönnum á að búnað-
ur skipsins þarf ekki að vera í lagi
vegna skoðunarmannsins eða Slysa-
varnafélagsins heldur vegna þeirra
sjálfra."
Starfsemi Slysavarnaskólans
skiptist í nokkra meginþætti. Höf-
uðáhersla er annars vegar lögð á fjöl-
þætta slysa- og neyðarhjálpar-
kennslu og hins vegar á sjökkvistarf
og brunavarnir og björgun og við-
brögð við sjávarháska og kennslu í
notkun nauðsynlegs búnaðar. Þórir
segir að eina leiðin til að tryggja að
menn geti brugðist rétt við á hættu-
stundu sé að þeir hafi fengið þjálfun
við raunverulegar aðstæður. I þessu
skyni hefur meðal annars verið kom-
ið fyrir um borð í skólaskipinu Sæ-
björgu reykköfunaraðstöðu þar sem
nemendur eru látnir vaða reyk og
sækja mann í koju. Þá eru menn
settir í björgunarbáta og látnir bíða
eftir björgun jafnt í lygnum sjó sem
í átta vindstigum. Þórir segir að það
sem skólann vanti helst sé góð æf-
ingaaðstaða í landi fyrir almennt
slökkvistarf. Þá aðstöðu gæti skólinn
nýtt í samvinnu við slökkvilið lands-
ins og fjölmarga aðra aðila, enda séu
ærin verkefni óunnin í brunavarna-
málum landsmanna.
Námskeið slysavamaskólans, sem
snúa að sjómönnum, skiptast í aðal-
atriðum í þrennt. Haldin eru fjögurra
daga almenn námskeið fyrir sjó-
menn, þriggja daga kvöld og hel-
garnámskeið fyrir sjómenn á smá-
bátum og vaxandi þáttur í starfsem-
inni er þjónusta við sjómanna-, vél-
og fjölbrautaskóla, samkvæmt samn-
ingi sem gerður hefur verið við
menntamálaráðuneytið. Auk fræðslu
og fyrirlestra er þar eins og í öðrum
námskeiðum skólans lögð áhersla á
verklega þáttinn, það að menn sjái
og kynnist af eigin raun á hverju
þeir geta átt von. Eftir því sem námi
skipstjórnarnema vindur áfram eru
þeir látnir takast á við erfiðari verk-
efni, sem felast meðal annars í stjórn-
un skips og áhafnar við hættuað-
stæður. Þórir Gunnarsson segist
binda mestar vonir við að þegar til
langs tíma sé litið muni þessi þáttur
starfseminnar skila mestum ávinn-
ingi fyrir öryggismál sjómanna. „Þar
náum við tit framtíðaryfirmanna á
skipum landsins þegar þeir eru að
heQa sinn feril og reynslan sýnir að
það sem þeir læra hér mótar og
breytir þeirra fyrri viðhorfum og
eykur skilning þeirra á öryggismál-
um. Það sjást þegar um þetta dæmi
og þarf ekki að nefna annað en það
að söfnunin fyrir þyrlusjóð Land-
Morgunblaðið/Sverrir
Þórir Gunnarsson skólastjóri
helgisgæslunnar hófst meðal nem-
enda sjómannaskóla, sem höfðu verið
hér, unnið með áhöfn Landhelgis-
gæslunnar og séð hvað þeir menn
geta og kynnst því af eigin raun
hversu mikilvægt þeirra starf er.“
Yfir sumartímann er skólaskipið
Sæbjörg nýtt til ferða umhverfis
landið í helstu verstöðvar til nám-
skeiðshalds. Þátttakan er góð og
starfið og undirbúningurinn í pláss-
unum í góðri og vaxandi samvinnu
við slysavarnafélagsfólk á staðnum.
Starfsmenn skólans hafa einnig farið
út um landið til námskeiðshalds og
að sögn Þóris nú er unnið að því
efla úti á landi þátt slysavarnafélags-
deildanna þannig að um allt land
hafi þær á að skipa mönnum sem
geti verið sjómönnum og skipstjórn-
armönnum innan handar við skipu-
lagningu og framkvæmd björguna-
ræfinga, sem nú er skylt að halda
með reglubundnu millibili. „Það er
gaman að vinna fyrir Slysavarnafé-
lagið, manni standa allar dyr opnar
og skólinn og Slysavarnafélagið
njóta mikillar velvildar um allt land,
ekki síst meðal sjómanna sjálfra og
aðstandenda þeirra.“
MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUÐAGUR 8.- FEBÍtÚAR 1990
Fréttaritari Morgunblaðsins í Búkarest
ríki af arftökum Ceausescus
Reuter
Foreldrar í Búkarest með kistu og kross á leið til sjúkrahúss til að ná í lík barns síns. Það lést úr alnæmi
6. febrúar. Hundruð alnæmissmitaðra barna eru á sjúkrahúsum landsins, mörg langt leidd, en í tíð Ceau-
sescus var því vísað á bug að sjúkdómurinn þekktist í landinu.
• •
eftir Onnu
Bjarnadóttur
GALVASKUR hópur ungs
menntafólks með heimagerð
kröfuspjöld skundaði í átt að sjón-
varpsstöðinni í Búkarest í gráu
og köldu veðri síðastliðinn sunnu-
dag. Einn úr hópnum sagði mér
að hann ætlaði að taka þátt í
mótmælum gegn Dragos Munte-
anu, sjónvarpsstjóra, sem hóf
störf eftir byltinguna, en tækni-
menn sjónvarpsins fullyrða að
hann beiti gömlum brögðum
kommúnista við fréttaflutning.
Tæknimennirnir segjast meðal
annars hafa myndefhi frá mót-
mælum gegn Þjóðarráðinu sunnu-
daginn 28. janúar undir höndum
sem Munteanu neiti að sjónvarpa.
Hann hefur sagt sig úr Þjóðarráð-
inu en andstæðingar hans vilja
að hann láti af embætti. Viðmæl-
andi minn sagði að fjölmargir
álitu hann og félaga Þjóðarráðs-
ins hreinræktaða kommúnista.
„Fólk er orðið langþreytt á stjóm
slíkra náunga og við viljum koma
í veg fyrir að þeir geri von rúm-
ensku þjóðarinnar um frelsi og
heiðarlegt lýðræði að engu.“
Ýmsar fylkingar, þar á meðal
Hópur um þjóðfélagslega umræðu
og gömlu stjórnmálaflokkarnir þrír,
Bændaflokkurinn, Fijálslyndi
flokkurinn og Jafnaðarmannaflokk-
urinn, sem voru bannaðir eftir að
kommúnistar hrifsuðu til sín völdin
1948, tóku þátt í mótmælunum 28.
janúar. Þau voru enn efst í huga
þátttakenda viku seinna, eða um
síðustu helgi. Tugir þúsunda höfðu
safnast saman fyrir framan virðu-
legt og hervarið stjórnarsetur Þjóð-
arráðsins til að mótmæla einræði
þess. Því var líkt við kommúnista-
flokkinn á fjölda spjalda og sam-
steypustjórnar krafist á öðrum.
Ofríki Þjóðarráðsins
Þátttakendur í mótmælunum
sögðu að þau hefðu farið friðsam-
lega fram þangað til stuðningsmenn
Þjóðarráðsins mættu til leiks hróp-
andi „Líflátið menntamenn" og
annað álíka. Stórum vögnum hefði
verið ekið inn á torgið og þar hefði
myndast troðningur. Sjónvarpið
sagði ekki frá friðsamlegri hlið
mótmælanna en lét eins og Þjóðar-
ráðinu stafaði hætta af múgnum
eftir að leikurinn tók að æsast. Inn-
an dyra sakaði Ion Iliescu, forseti
Þjóðarráðsins, Corneliu Coposu,
73ja ára formann Bændaflokksins,
sem sat 17 ár í fangelsi og þar af
rúm átta í einangrun vegna stjórn-
málaskoðana sinna, um að standa
fyrir óeirðum og sagði hann einan
ábyrgan ef illa færi. - Ung kona
sem tók þátt í uppreisninni gegn
Ceausescu og starfar nú fyrir Caz-
imir Ionescu, varaformann Þjóðar-
ráðsins, sagðist hafa verið hrædd
þetta kvöld. „Múgurinn kom alveg
upp að byggingunni o g stundarkorn
varð mér hugsað til Ceausescus og
hans manna í höllinni fyrir nokkrum
vikum. Ég vonaði að okkar tími
væri ekki kominn.“
Hræðsla við Iliescu
Þjóðarráðið sagði á fundinum
með Coposu að stuðningsmenn þess
myndu sýna hollustu sína og næsta
dag streymdi fólk úr öllum áttum
til Búkarest. Andstæðingar ráðsins
fullyrtu að koma mannfjöldans
hefði verið skipulögð, sömu aðferð-
um hefði verið beitt og þegar liðs-
mönnum Ceausescus var smalað
saman til að fagna honum. Aðrir
sögðu að hluti fjöldans, að minnsta
kosti, hefði komið sjálfviljugur.
Sagt var að Iliescu hefði verið dáð-
ur í borginni Iasi, þar sem hann
varð flokksritari eftir að hann féll
í ónáð hjá Ceausescu á áttunda
áratugnum, og almenningur á að
hafa heimtað sérstaka lestarferð til
Búkarest til að styðja við bakið á
forsetanum.
Sjónvarpið sýndi beint frá stuðn-
ingsfundinum og Iliescu gaf sér
tíma til að heilsa nokkrum sinnum
upp á mannijöldann og ávarpa
hann. Sorin Botez, einn af frammá-
mönnum Fijálslynda flokksins, sem
var handtekinn fyrir stjómmála-
skoðanir sínar 18 ára gamall árið
1948 og látinn afplána 14 ár, þar
af sjö í hlekkjum, sagði í fátækleg-
um höfuðstöðvum flokksins að Ilies-
cu hefði minnt ískyggilega á síðasta
forseta. „Hann var eins klæddur,
flutti ávarp af sömu svölunum og
notaði sömu frasana. Höfðaði til
útlendingahræðslu og sagði and-
stæðingana ætla að selja landið.
Hann lét eins og Þjóðarráðið hefði
einkarétt á dyggðum en stjórnar-
andstaðan á löstum." Emerich Reic-
hrath, sem hefur aðallega þýtt ræð-
ur og áróður Ceausescus undanfar-
in 25 ár sem aðstoðarritstjóri eina
þýska dagblaðsins í Rúmeníu,Aíeuer
Weg, sagði að Iliescu hefði ekki
verið alveg svona slæmur. „En það
var augljóst að hann fékk þjálfun
í kommúnistaflokknum og komst
ekki til valda fyrir ræðusnilld í þing-
sölum. Hann hefði átt að hvetja
mannfjöldann til að fara heim og
láta vera að þakka honum fyrir að
koma.“
Ráðist á flokksskrifstofu
frjálslyndra
Sama dag og stuðningsfundurinn
var haldinn, hinn 29. janúar, réðst
múgur inn í höfuðstöðvar Fijáls-
lynda flokksins. Botez sagði að
húsvörður hefði bent leiðtogum og
stuðningsmönnum flokksins á bak-
dyr og þar komust þeir undan. Fjöl-
miðlar fullyrtu að formaðurinn hefði
flúið út um glugga en Botez sagði
það uppspuna til að kasta rýrð á
hann. Fjórir starfsmenn flokks-
blaðsins, Liberalul, sem hefur að-
eins komið út tvisvar og á í erfiðleik-
um af því að prentarar þjóðprent-
smiðjunnar eru sagðir neita að
prenta „öfgafullan áróður" flokks-
ins, sögðu að skríllinn hefði ráðist
inn en róast þegar hann fann hvergi
„körfur fullar af dollurum, viskí-
flöskur eða amerískar sígarettur,“
eins og
Ciomac Simion, ritstjóri, komst að
orði um leið og hann kveikti sér í
rúmenskri Unirea-sígarettu. Lýður-
inn hafði sig á brott en stal mynd-
segulbandi með upptöku frá mót-
mælafundinum frá deginum áðu-r.
Sótt að Bændaflokknum
Skrifstofur Bændaflokksins, sem
hefur þegar yfir 400.000 skráða
flokksmenn, eru til húsa í gamalli,
hrörlegri villu. Stór hópur fólks
safnaðist einnig fyrir framan hana
hinn 29. með spjöld sem á stóð:
„Farið aftur úr landi, þjóðarsvikar-
ar“ og fleira í þeim dúr. Liviu Petr-
ina, ritari flokksins, sagði að Petre
Roman, forsætisráðherra, sem
flestum konum kemur saman um
að sé nokkuð laglegur, og Cazimir
Ionescu hefðu gert flokknum þann
heiður að koma óboðnir í höfuð-
stöðvarnar til að bjóða leiðtogum
hans aðstoð við að komast undan.
Leiðtogarnir afþökkuðu gott boð
en bentu honum á að leiðrétta þann
misskilning að meirihluti þeirra
hefði verið erlendis. „Einræðisherr-
ar viljá helst að andstæðingar þeirra
séu innilokaðir, erlendis eða dauð-
ir,“ sagði Petrini. „Aðeins einn af
24 í forystu okkar var þó í útlegð
og er kominn heim aftur. Ég benti
Roman á- þetta og bað hann um að
koma því til skila til múgsins fyrir
utan. Hann kvaddi sér hljóðs og
sagði að „nokkrir" úr forystusveit-
inni hefðu verið um kyrrt í Rúm-
eníu. 23 af 24 eru fleiri en nokkrir
svo að við vildum skýra málstað
okkar sjálfir fyrir þjóðinni og ákváð-
um að fara í sjónvarpið. Ionescu
féllst á það og við fengum brynvagn
til að flytja okkur þangað." Lýður-
inn gerði aðsúg að þeim sem fóru
og Coposu var barinn f andlitið með
brauði.
Petrina sagði að þeim hefði verið
neitað um beina útsendingu í sjón-
varpshúsinu af því að þriggja tíma
dagskrá fyrir ungverska minnihlut-
ann í landinu stóð yfir. Um hálftíma
þáttur með ræðu formannsins og
svörum við spurningum nokkurra
æstra andstæðinga var tekinn upp.
Sjónvarpsmenn lofuðu að senda
hann út við fyrsta tækifæri - sama
kvöld, næsta morgun, þá um kvöld-
ið o.s.frv. - en hann hafði ekki enn
verið sýndur þegar ég fór frá Rúm-
eníu nú í byijun vikunnar. Ionescu
sagðist ekkert geta gert þegar
Bændaflokkurinn bað hann að
ganga í málið. Hann sagði að
Munteanu, sjónvarpsstjóri, væri
hættur í Þjóðarráðinu og hélt því
fram að sjónvarpið starfaði sjálf-
stætt.
Nýtt ráð allra flokka
Gömlu flokkarnir þrír komu sér
saman um að ástandið væri óþol-
andi og Þjóðarráðið mætti ekki sitja
eitt að völdum fram að kosningum.
Fjórir stuðningsmenn Bænda-
flokksins, sem voru komnir úr 12
tíma lestarferð til að minnast and-
láts Iuliu Maniu, fv. formanns
flokksins, sem lést í fangelsi 5. febi -
úar 1953, í höfuðborginni, sögðu
að Þjóðarráðið hefði aflað sér vin-
sælda eftir að þjóðin reis upp gegn
þrælahaldi Ceausescus. Ráðið hefð.
framkvæmt sjálfsögðustu hluti
eins og að veita fólki hita og raf-
magn, aukið framboð á nauðþurft-
um, hækkað laun og stytt vinnu-
tíma. Þeim leist ekki á áhrifastöðv.
Þjóðarráðsins og sögðu frammá-
menn ráðsins í þeirra sveit fyrrver-
andi og núverandi kommúnista.
Flokkarnir áttu fund með for-
ystumönnum Þjóðarráðsins í Búk- "
arest í síðustu viku og það sam-
þykkti að deila völdum með Þjóðein-
ingarráðinu sem kemur saman ti'
fyrsta fundar á morgun, föstudag.
Allir flokkar landsins, sem nú eru
30 talsins, eiga þrjá fulltrúa hver í
nýja ráðinu og jafnmargir einstakl-
ingar úr röðum menntamanna,
listamanna, verkamanna og ann-
arra eiga einnig sæti í því. Þaö
hefur því til að byija með alls 180
fulltrúa.
Flokksleiðtogamir fögnuðu ao
einveldi Þjóðarráðsins væri lokið.
Einn stuðningsmaður Fijálslynd?
flokksins, sem sat inni í sjö ár fyr
ir skoðanir sínar, sagðist vera sann
færður um að Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtogi hefði skipað Iliescu
þeir voru á sama tíma við nám í
Moskvu, að draga úr einræðislegum
stjórnarháttum og heJja samstarf
við stjórnarandstöðuna eftir mót-
mælin gegn ráðinu og árásimar í
flokksskrifstofurnar. Mönnum kon
saman um að þetta framferði allt
hefði verið alvarleg mistök sen
komið hefðu illilega upp um komm-
únistana í Þjóðarráðinu. Andúð é
kommúnisma er megn í landinu og
viðmælandi minn sagðist álíta að
Gorbatsjov hefði bent á að engin
ástæða væri að flíka hugsunar-
hætti kommúnista um of fram að
kosningum. Hann taldi leiðtoga
Sovétríkjanna hafa nóg á. sinni
könnu án þess að hans menn í ná-
grannaríkinu misstu völdin í hend-
umar á andkommúnistum fyrir
klaufaskap.