Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1990.
Æðsta valdastofnun
flokksins. Félagar
ráöinu hafa verið 12.
Kemur venjulega
saman a.m.k. vikulega
Ritararáð: Fer meö
iðnaðar-, efnahags- og
menningarmál og ýmis
önnur málefni
Verkfallsréttur
skertur í Svíþjóð
Miöstjórn: Mótar
stefnu flokksins í
aðalatriðum. Kemur
saman tvisvar á ári.
200 félagar með
atkvæðisrétt
Flokksþing: Um
5.000 fulltrúar frá
öllum stofnunum
flokksins. Kemur
venjulega saman á
fimm ára fresti.
Afgreiðir ákvaröanir
flokksforystunnar.
Forseti
Sovétrfkj-
anna (form.
forsætis-
nefndar)
Þjóðarleiðtogi
Forsætisnefnd
Æðsta ráösins
Fundir jafnvel
vikulega
Varnamála-
ráö: Starfar
með leynd
Forsætisráö-
herra: Leiðtogi
ríkisstjórnarinnar
Æösta ráöiö:
Þing 542 fulltrúa.
Starfar í átta mánuði á
ári. Undirbýr frumvörp
sem Fulltrúaþingið
afgreiðir
Ríkisstjórnin: Fer formlega
með æðsta framkvæmdavald
rikisins. Um 100 ráðherrar
Fulltrúaþingiö:
Þing 2.250 fulltrúa, sem
kemur saman tvisvar á
ári og situr nokkra daga
í senn. Kýs forseta og
menn í Æðsta ráðið
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
SÆNSKA ríkisstjórnin tilkynnti
í þingumræðum í gær að verk-
fallsrétturinn yrði takmarkaður
á meðan sáttaumleitanir færu
fram milli aðila vinnumarkaðar-
ins. Óvíst er hvort þessarar ráð-
stafanir sem gripið er til vegna
mikils óróa á sænskum vinnu-
markaði nái að stöðva verkfall
fóstra, vaktmanna og starfs-
manna almenningssamgangna
sem boðað hefur verið 14. febrú-
ar.
Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra boðaði einnig róttækar efna-
hagsaðgerðir til að mæta launa-
hækkunum og verðbólgu. Talið er
að í þeim felist m.a. hækkaður
virð Sænskir bankar eru enn lok-
aðir vegna verkfalls. Deiluaðilar
hafa verið boðaðir á nýjan samn-
ingafund en líklegt er talið að
verkfallinu ljúki ekki fyrr en
mánudag og hefur það þá staðið
í tvær vikur.
Mistakist ríkisstjórn jafnaðar-
manna að ná tökum á efnahags-
málunum er talið líklegt að komi
til kosninga. Samkvæmt nýjustu
skoðanakönnunum njóta þeir fylg-
Morgunblaðsins.
is 34% kjósenda sem er minna
fylgi en nokkru sinni síðan mæl-
ingar hófust. Hægriflokkurinn fær
25.5% í skoðanakönnuninni en
samtals fá borgaralegu flokkarnir
töluvert meira fylgi en jafnaðar-
menn.
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti bar sigur úr býtum á fúndi mið-
stjórnar sovéska kommúnistaflokksins í gær er samþykktar voru
tillögur hans um endurskipulagningu flokksins. Afleiðing breyting-
anna gæti orðið að komið yrði á fjölflokkakerfi í landinu. Samtímis
tókst honum að treysta stöðu sína, auka völd forsetaembættisins, og
er hann nú valdameiri en nokkur annar af fyrirrennurum hans - í
orði kveðnu að minnsta kosti.
Frá því Gorbatsjov var kjörinn
aðalritari sovéska kommúnista-
flokksins í mars árið 1985 hefur
hann styrkt stöðu sína í hvert sinn
sem hann hefur sætt árásum and-
stæðinga úr röðum harðlínumanna.
Hann hefur frá byrjun notfært sér
áhrif sín sem leiðtogi flokksins til
að tryggja stuðningsmönnum sínum
æðstu embætti flokksins.
Stuttu eftir að hann komst til
valda tryggði hann fylgismönnum
umbótastefnu sinnar sæti í stjóm-
málaráðinu og í apríl í fyrra taldi
hann um hundrað félaga í mið-
stjórninni á að segja af sér, en þeir
höfðu verið dragbítar á umbætur.
Pakistan;
29 bíða bana í
skotbardögum
Karachi. Reuter.
Skotbardagar brutust út á milli
öryggissveita og mótmælenda í
Karachi, stærstu borg Pakistans,
í gær með þeim afleiðingum að
29 manns biðu bana og 110 særð-
ust.
Lögregluyfirvöld sögðu að 300
manns hefðu verið handteknir í borg-
inni vegna mótmælanna. Allsheijar-
verkfall lamaði allt atvinnulíf í borg-
inni. „Þetta er mesta verkfall í sögu
landsins," sagði talsmaður lögregl-
unnar. Efnt var til aðgerðanna til
að mótmæla stefnu Benazirs Bhutto
forsætisráðherra.
Mótmælendur réðust á fjórar lög-
reglustöðvar til að reyna að leysa
menn, sem handteknir höfðu verið
fyrr um daginn, úr haldi. Mótmæl-
endur létu einnig greipar sópa um
fimmtíu verslanir.
Hann stóð fyrir viðamikilli upp-
stokkun á forystuliði kommúnista-
flokksins í september í fyrra og
leiddi hún til þess að fimm félagar
í stjórnmálaráðinu voru reknir.
Samtímis þessu hefur Gorbatsjov
aukið áhrif Æðsta ráðsins á kostn-
að valdastofnana flokksins til að
treysta stöðu sína enn frekar. Hann
var kjörinn forseti landsins í októ-
ber 1988, en þá var embættið svo
til valdalaust, og var endurkjörinn
í embættið á fyrsta fundi fulltrúa-
þingsins í maí í fyrra. Völd forset-
ans voru aukin um leið.
Samkvæmt tillögum Gor-
batsjovs, sem samþykktar voru
núna í miðstjórninnh verður forset-
inn enn valdámeiri. í tillögunum er
gert ráð fyrir að forsetinn fái fullt
framkvæmdavald, en til þessa hefur
hann í raun aðeins verið formaður
forsætisnefndar Æðsta ráðsins. Til-
lögurnar verða samþykktar endan-
lega á fulltrúaþinginu.
Talið er að Gorbatsjov hyggist
halda embætti flokksleiðtoga, eina
breytingin verði sú að hann verði
titlaður formaður en ekki aðalritari
eins og áður. Völd Gorbatsjovs auk-
ast því veruiega eftir þessa endur-
skipulagningu og vandamálin, sem
hann þarf að glíma við, gerast líka
æ flóknari.
Eistland:
SOVÉTLÝÐVELDIÐ Eistland ætlar að taka upp eigin gjaldmiðil,
krónu, í stað sovésku rúblunnar seint á þessu ári, að sögn Roins
Otsasons, yfirmanns Eistlandsbanka, í gær. Finnska fréttastofan STT
heíúr eftir bankastjóranum að ekki hafl verið ákveðið hvort eist-
neska krónan verði notuð í alþjóðaviðskiptum. Bankinn ræður hvorki
yfír gullforða né erlendum gjaldeyri sem tryggt gætu verðgildi krón-
unnar. Reuíers-fréttastofan hefúr eftir Otsason að gengi krónunnar
verði fyrst í stað hið sama og rúblunnar en verði fljótlega hærra.
Sovéska þingið samþykkti í fyrra að Eystrasaltslöndin þijú, Eist-
land, Lettland og Litháen, fengju algert sjálfstæði í efiiahagsmálum
frá 1. janúar siðastliðnum en íbúarnir vilja flestir fúllt sjálfstæði
landanna.
Max Jakobson, sem lengi var
sendiherra Finnlands hjá Samein-
uðu þjóðunum, ritaði nýlega grein
í dagblaðið Herald Tríbune um
málefni Eystrasaltsríkjanna. Hann
bendir á að mörg ljón séu í veginum
fyrir fullkomnu sjálfstæði landanna.
Rússar eru margir þar; í Lettlandi
nær helmingur iandsmanna. Efna-
hagslegt sjáifstæði verði erfitt í
framkvæmd vegna tengslanna við
önnur Sovétlýðveldi. Samt geti
þjóðernisstefna orðið ofan á í kosn-
ingunum í vor. Hann hefur eftir
leiðtoga jafnaðarmanna í Eistlandi
að menn geti jafn auðveldlega beð-
ið konu, sem komin er að falli, að
bíða með fæðinguna þar til heppi-
legri tími renni upp eins og að fara
fram á þolinmæði í sjálfstæðis-
baráttu Eystrasaltsþjóðanna. Fáir
hafí þar trú á umbótastefnu Gor-
batsjovs og margir telji að grípa
verði tækifærið núna til að slíta
tengslin við Sovétríkin áður en allt
fari þar á hvolf og átök hefjist.
Jakobson segir afstöðu vest-
rænna lýðræðisríkja oft tvíbenta.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi
tryggir sér enn meiri völd
Hyggjast taka upp eig-
in gjaldmiðil á þessu ári
Birtafrá-
sagnir af
hungurs-
neyðinni í
Ukraínu
Moskvu. Reuter.
Kommúnistaflokkur Sovét-
lýðveldisins Úkraínu ákvað í
gær að birta nákvæma frásögn
af hörmungum sem sovésk
yfírvöld hafa reynt að þegja í
hel í rúm fímmtíu ár - hung-
ursneyðinni í Úkraínu 1932-33.
Vestrænir sagnfræðingar telja
að fímm milljónir Ukraínu-
manna hafí farist í þessum
hörmungum.
Kommúnistaflokkurinn lýsti
hungursneyðinni sem „þjóðar-
harmleik" og skellti skuldinni á
Jósef Stalín og „glæpsamlega"
stefnu hans. Hungursneyðin er
rakin til þess að Stalín lét flytja
bændur nauðuga í samyrkjubú.
Ákveðið var að láta sögustofn-
un flokksins birta greinar og
gögn um hungursneyðina. I
skjölum, sem fundist hafa, „er
átakanleg lýsing á fjöldamann-
falli vegna hungurs og sjúkdóma,
einkum frá mars 1933 og næstu
mánuðina á eftir," segir í yfírlýs-
ingu flokksins.
Breski sagnfræðingurinn Ro-
bert Conquest segir í bók sinni
„The Harvest of Sorrow“ að
fímm milljónir manna hafi farist
í hungursneyðinni í Úkraínu og
alls hafi 14,5 milljónir Sovét-
manna orðið hungurmorða vegna
landbúnaðarstefnu Stalíns á
fjórða áratugnum. Samkvæmt
frásögrium sjónarvotta, sem birt-
ar voru í Sovétríkjunum nýlega,
var mannát nokkuð algengt í
ýmsum sveitum landsins á þess-
um tíma.
Sovésk yfirvöld minntust ekk-
ert á hörmungamar þar til fyrir
þremur árum, eða eftir að
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti
komst til valda.
Leiðtogar sumra þeirra vilji að
Eystrasáltsþjóðirnar hafi taumhald
á sjálfstæðiskröfunum, a.m.k. í bili,
til að Gorbatsjov verði ekki gert of
erfitt fyrir og harðlínumenn í
Moskvu fái ekki vopn í hendur. Auk
þess minni kröfur Eystrasaltsþjóða
á þjóðemisvandamál í sumum vest-
rænum ríkjum, t.d. í Wales, þar sem
tunga heimamanna á mjög í vök
að veijast fyrir enskunni. Hann
bendir á grein í bandaríska ritinu
Foreign Affairs þar sem höfundur,
Jerry Hough, segir drauma Eystra-
saltsþjóða um sjálfstæði á borð við
það sem þau nutu á millistríðsárun-
um, vera óraunhæfa. Þróunin í
Evrópu sé í átt til sameiningar og
engin Evrópuþjóð njóti slíks sjálf-
stæðis nú. „í rauninni vilja Eystra-
saltsþjóðirnar ekkert frekar en fá
að sameinast Evrópu," segir Jakob-
son. „Sú brennandi spurning sem
þær þurfa að fínna svar við er hvort
af því geti orðið meðan þær em
innan Sovétríkjanna eða þær verði
að slíta tengslin fyrst.“
Tékkóslóvakía:
Sprenging á
yfírráðasvæði
Sovétmanna
Prag. Reuter.
OFLTJG sprenging varð á yfír-
ráðasvæði sovéska hersins i suð-
austurhluta Tékkóslóvakíu að-
faranótt miðvikudags. Talsmaður
tékkneska varnarmálaráðuneyt-
isins kvað sovéska hermenn hafa
brotið settar reglur og sprengt
í loft upp skotfæri og sprengiefni.
Skógareldar kviknuðu en
slökkviliðsmönnum var ekki hleypt
inn á svæðið, að sögn útvarpsins í
Prag. Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins kvaðst ekki vita til þess
að neinn hefði slasast en á hinn
bóginn hefðu rúður brotnað og
skemmdir orðið á húsum í þorpinu
Stare Oldruvki sem er í níu kíló-
metra ijarlægð frá staðnum. Hefði
herstjórn Sovétmanna boðist til að
greiða skaðabætur.