Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 50

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 KNATTSPYRNA / ITALIA Platini kastaði sprengju á herbúðir Juventus Eftir ádeilu Platinis á félagið sagði stjórnarformaðurinn gamalkunni, Giampiero Boni- perti, starfi sínu lausu. Aleinikovverðuríyrsti leikmaðurinn sem verðurseldur Morgunblaðið/Brynja Tomer Michael Platini hefur hleypt ðllu upp í loft í herbúðum Juventus. Platini sést hér á miðri mynd - þegar hann lék annað hlutverk hjá Juventus. ■ GIANLUCA Vialli, lands- liðsmiðherji Ítalíu, sem leikur með Sampdoria, verður að leika knatt- spymu í sérsmíðuðum skóm, sem verða sérstaklega styrktir. Vialli fótbrotnaði á hægri fæti í desem- ber. Hann hefur farið til sérfræð- ings í Barcelona. I MEHMED Bazdarevic, mið- vallarspilari júgóslavneska lands- liðsins, sem var dæmdur í eins árs bann eftir að hafa hrækt á dómara í leik gegn Noregi í undankeppni HM, vill að mál hans verði tekið upp á ný. „Það hefur alltaf verið draumur minn að leika í heims- meistarakeppninni," sagði Bez- darevic, sem sagðist ekki vera sek- ur. „Ég hrækti ekki á dómarann." ■ MIKIL Bugeldasýning fór fram á Maracana-leikvellinum í Ríó, eftir að brasilíski knatt- spymukappinn Zico var búinn að leika kveðjuleik sinn. Um 100 þús. áhorfendur sáu leikinn og lék Flam- engo, lið Zico gegn heimsúrvali, sem margir gamalkunnir kappar léku í. Leikmenn eins og Karl- Heinz Rummenigge og Paul Breitner frá V-Þýskalandi, Hol- lendingurinn Rudi Krol, Italinn Claudio Gentile og Argentínu- maðurinn Mario Kempes. Jafn- tefli varð - 2:2. ■ DIEGO Maradona hringdi til Zico fyrir leikinn og tilkynnti hon- um að því miður kæmist hann ekki til Ríó til að leika. Maradona leik- ur með Napolí gegn AC Mílanó á sunnudaginn í ítölsku 1. deildar- keppninni og getur Napolí náð fjög- urra stiga forskoti á Mílanóliðið með sigri. ■ BRYAN Robson, fyrirliði Manchester United og Englands, verður frá keppni í sex til átta vik- ur. Hann var skorinn upp fyrir meiðslum á nára á sjúkrahúsi í London í gær. Robson hefur ekki leikið síðustu niu leiki með United. MICHEL Platini, þjálfari franska landsliðsins og fyrrum leikmaður Juventusá Italíu, varpaði sprengju á herbúðir Juventus sl. sunnudag íblaða- viðtali. Ádeilur Platinis hafa orðið til þess að hinn gaml- kunni forseti félagsins Giampi- ero Boniperti hefur sagt starfi sinu lausu. Það kom flestum á óvart því að Boniperti hefur starfað hjá Juventus í 44 ár - fyrst sem leikmaður og síðan forseti félagsins. Platini lætur gamminn' geysa á forsíðu blaðsins La Stampa í Tórínó, en blaðið er í eigu Gianni Agnelli, sem er eigandi Juventus. Brynju í kaupum á leik- V%n?r mönnum hefur verið mikil. Það er svö komið að félagið er ekki stórveldi á Ítalíu lengur. Það þarf að gera róttækar breytingar á stjóm félags- ins. Fá nýtt blóð," sagði Platini, sem deildi óbeint á Boniperti. Önnur blöð á Ítalíu tóku málið starx upp og Rómarblaðið II Tempo sagði í fyrirsögn „Platini ber eld að Boniperti.” Boniperti hefur verið mjög virtur sem forseti félagsins og undir stjóm hans hefur Juventus unnið alla titla sem hægt er að vinna á Ítalíu og í Evrópu. Juventus varð níu sinnum Ítalíumeistari og hefur einnig unnið alla þijá Evrópubikarana og heims- bikarinn. Líf Boniperti hefur snúist um knattspymu og þvi kom það á óvart að hann hætti svo snöggt - eða daginn eftir að Platini deildi á Ju- ventus. Það er vitað að hann hefur verið upp á kant við Agnelli, eig- anda félagsins og FIAT. „Platini var frábær knattspyrnumaður, en það er svo annað með farmgang hans sem þjálfara,“ sagði Boni- perti, sem vildi sem minnst tjá sig um málið. Luca de Montesemolo tekur við sem forseti, eða þar til stjórn Ju- ventus tekur ákvörðun um annað. Hann er rúmlega 40 ára og er talið að hann hafi lítinn tíma til að taka við stjómun Juventus - hann er aðalskipulagsstjóri HM á Ítalíu. Þær sögur hafa gengið hér í Tórinó að Agnelli vilji að sonasonur sinn taki við stjórninni. Ekki hefur það vakið mikla hrifningu því að sá er aðeins þrítugur. Blöð í Tórínó sögðu frá því í gær að sovéski landsliðsmaðurinn Alein- ikov yrði fyrsti leikmaðurinn sem yrði seldur frá Juventus. NÝn 0G GUESILEGT JEFINGASVJEM JUDO alfari er Michal Vachun fyrrverandi þjálfari tékkneska landsliðsins.- Innritun og frekari upplýsingar allavirkadagafrá kl. 16—22 isima 627295 ERU AÐ HEFJAST NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ wwhhhhhhhmhhBí KNATTSPYRNA ÍR-ingar í æfínga- búðir í Belgíu Knattspymulið ÍR, sem leikur í 2. deild, fer í æfingabúðir til Belgíu í apríl, þar sem þeir verða í tíu daga og koma til með að leika þijá til íjóra leiki. Leikmenn liðsins fjármagna ferðina sjálfir. Níu leikmenn hafa gengið til liðs við ÍR frá síðasta keppnistíma- bili. Siðast gengu tveir vamarleikmenn í raðir ÍR-inga. Stefán Ólafs- son, sem lék með KA og Benedikt Einarsson, sem lék með BÍ. HANDKNATTLEÍKUR / HM Lílill áhugi fyrír ferd- um til Tékkóslóvakíu Mjög takmarkaður áhugi er fyrir ferðum sem ferðaskrif- stofurnar hafa verið að bjóða upp á í sambandi við heimsmeistara- keppnina í Tékkóslóvakíu. Ferða- skrifstofan Ferðabær hf. er hætt við ferðina, sem boðið var upp á. Ferðin var á leikina í forriðilinum í Bratislava. Flug til Amsterdam og þaðan til Prag. Ferðin átti að kosta 67.980 kr. með hótelum, hálfu fæði og miðum á leikina. Saga, Urval og Utsýn hafa boðið upp á tvær ferðir. Þrettán daga ferð, jiar sem boðið er upp á alla leiki Islands og níu daga ferð, sem farið verður á leikina í milliriðli í Bratislava. Verð á ferðunum er 86.400 kr. og 76.900 kr. Ferðatil- högun er flug til Frankfurt, rútu- ferð til Tékkóslóvakíu og síðan rútuferð frá Prag til Luxemborgar. Auk þess er boðið upp á gistingu í tvíbíli með hálfu fæði. Örn Steinsen hjá Sögu sagði að því miður væri lítil stemmning fyrir heimsmeistarakeppninni eins og er. „Það eru ekki margir búnir að bóka sig í ferðirnar. Það getur farið svo að við sleppum styttri ferðinni,“ sagði Örn. Astæðan fyrir hinni dræmu þátt- töku er að menn hafa ekki mikla peninga á milli handanna og þá laðar Tékkóslóvakía ekki að yfir vetrarmánuðina. Þess má geta til gamans að v- þýska handknattleikstímaritið Handball Magazin sagði frá því í desember sl., að reiknað væri með um 500 áhorfendum frá íslandi til Tékkóslóvakíu. Eins og staðan er nú má í mesta lagi reikna með um 50 áhorfendum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.