Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1990
37
er fljótið Kreppa. Þessi öræfi eru
fáfarin núorðið, en það er fyrst og
fremst vegna þess hve lokað landið
er ferðamönnum.
En hvað hefur þetta lítt þekkta
land uppá að bjóða? Er það „ónýtt
land“ eins og oft er gefið í skyn?
Eyjabakkar og Brúaröræfi státa af
hæsta fjalli landsins utan jökul-
breiðanna, Snæfelli, eldstöð sem er
líklega óvirk. í vestri tróna svo
Kverkfjöll ásamt Kverkfjallarana,
en Kverkfjöll eru virk eldstöð og
eitt mesta háhitasvæði á íslandi,
þar sem hveragufan grefur hella
og klakahvelfingar undir íshellunni.
Jú, það er ekki neitt lítið sem þessi
öræfi hafa uppá að bjóða: Fjöll og
fjallarana, jökulelfur, eyjar, ótelj-
andi kvíslar, jökulmenjar, bullandi
gi'óður, fen, mýrar, berangur, alls-
naktar auðnir, ógn sanda, himin-
hrópandi gljúfur, fossa, þögn öræf-
anna, hreindýr í bithögum, þúsund-
ir og aftur þúsundir heiðagæsa.
Þekkir fólk LSD?
í nafni framfara er áformað að
sökkva stórum landspildum þessara
öræfa; fyrst Eyjabökkunum öilum
og síðar ef LSD-ið (=Lang Stærsti
Draumurinn eða Lang Stærsta
Dellan) verður að veruleika kaffæ-
rist burðarsvæði og bithagar hrein-
dýranna í Kringilsárrana og Vestu-
röræfum að hluta og Hafrahvam-
magljúfur, hrikalegustu gljúfur á
íslandi, hverfa undir miðlunarlón.
Snæfell og Kverkfjöll munu þó
áfram standa upp úr draumnum. I
LSD-inu er Jökulsá á Fjöllum veitt
í jarðgöngum yfir í farveg Kreppu
í miðlunarlón, nefnt Fagradalslón,
rétt norðan við Hvannalindir.
Fagradalslóni á svo að veita yfir í
Hafrahvammalón Jökulsár á Dal,
sem skal virkjuð og Ioks er áformað
að taka rennsli þessarar virkjunar
og þeirra smáspræna sem til falla
á leiðinni niður í Jökuldal og veita
því þvert yfir Fljótsdalsheiði í jarð-
göngum og þar verður Brúarvirkj-
un, sem er ennþá stærri en Fljóts-
dalsvirkjun sem sekkur Eyjabökk-
unum.
Þetta er mikil martröð þeim sem
trúa hvorki á stórvirkjanir né fylgi-
fisk þeirra, orkufreka stóriðju.
Bjartsýni þeirra sem vilja virkja er
gegndarlaus því látið er í veðri vaka
að þetta stórkostlega jarðrask og
gríðarlega veitukerfi geti gengið
fyrir sig án breytinga og stórslysa.
Mér skilst samt að reiknimeistarar
hafi velt því fyrir sér hvað gerðist
ef stíflan við Eyjabakka brysti,
vegna þess að slík slys hafa orðið
í heimi hér. Hvað þá yrði um fólkið
í Fljótsdal vill enginn hugsa til
enda, en hveijir vilja búa börnum
sínum slíka framtíðarógn? Og þótt
ekki yrði af slíku stórslysi þá er af
öðru að taka og nægir að nefna
þrennt. Enginn veit hve fljótt jökul-
leðjan fyllir Eyjabakkalónið né
önnur miðlunarlón. Það er hægt að
gera áætlanir og útreikninga en
enginn veit hvað raunverulega
gerist í slíkum stíflum. Kannski
fyllast lónin mun fyrr en reiknað
er með. Hvað þá? I öðru lagi má
ljóst vera að kalt verður í nytjaskóg-
unum á Héraði ef öll þessi miklu
fljót eiga að streyma þar til sjávar.
í þriðja lagi má velta því fyrir sér
hvað til bragðs á að taka ef menn
spilla uppsprettum lax- og sil-
ungsáa, vatna, drykkjarvatns —
jafnvel í öðrum landshlutum. Ef
eitthvað af þessu gerist er þá nóg
að segja: Guð fyrirgefi okkur, við
vissum ekki hvað við vorum að gera.
Er vatnsorkan eini fjársjóður
öræfanna?
Vera má að fortölur dugi skammt
og um seinan vegna þess að okkur
er gjarnt að láta stjórnmálamenn
vinna verkin okkar, verkin sem við
eigum sjálf að leysa af hendi. En
mín framtíðarvon er ekki land og
þjóð í mengunarþoku erlendra yfir-
ráða. Víst eru til leiðir og það
færar leiðir. Þó svo að við viljum
nýta fallvötn okkur til blessunar er
engin ástæða til að sökkva dýr-
mætu landi. Allt land er dýrmætt.
Allt vatn er dýrmætt.
A öræfum Islands er fólginn fjár-
sjóður. Hann þarf að varðveita
með því að loka stórum svæðum
öræfanna sem þjóðgörðum þar sem
virkjunarframkvæmdir og há-
spennulínur eru eilíflega bannaðar.
Þessi öræfi á að opna, jafnvel að
leggja rafvædda járnbraut, hraðlest
— þvert yfir landið — nóg er helvít-
is rafmagnið. Það eru einu land-
spjöllin sem eru afsakanleg.
Ég get ekki látið hjá líða að ýta
við þeim sem ekki vilja opna öræfin
meira en orðið er en halda uppi
áróðri fyrir stórvirkjunum í sömu
andrá. Eyðileggingin sem yrði á
Eyjabökkum einum er nefnilega
meiri en öll landspjöll af völdum
jeppagæja og þeirra sem landi
spilla í ógáti um þúsundir ára. Þeir
sem leggja Fljótsdalsvirkjun lið að
ekki sé minnst á óhugnanlega
Brúarvirkjun hvað þá hið ógnvæn-
lega LSD styðja stærri landspjöll
en nokkur hefur unnið á íslandi til
þessa. Þá eru blórabögglarnir
bændur aldeilis sakleysislegir í
samanburði við þau ósköp. Enda
finnst mér að þeir sem standi að
slíkum landspjöllum eigi að fá nafn-
ið sitt letrað á bautasteina á öræf-
um, þar sem á stendur: Þessu landi
sökktu þessir menn:... Gaman að
hafa nafnið sitt þar.
Ég lít svo á að stóriðjudraumur-
inn sé stríðsyfirlýsing gagnvart
öræfum og öllum sveitum og þorp-
um landsins. Þess vegna er ekki
lítið í húfi. En tii þess að nýta
auðæfi Eyjabakka og Brúaröræfa
til eilífðarnóns þarf engar stórvirkj-
anir heldur svolítið hugvit.
Á að opna öræfin?
íslendingar eiga að ferðast um
iandið sitt og tengjast landinu, fá
tilfinningu fyrir því, fjarlægjast
umbúðaþjóðfélagið og gerviþarfirn-
ar í smátíma og finna hve máttur
manns er lítill. Finna hve grátt
einstaklingurinn er leikinn með
gerviþörfunum, finna þögn öræf-
anna, skynja hismið í lífinu og það
sem gildi hefur þegar upp er stað-
ið. Allir eru undir sömu sök seldir
og flestir þrá þessar tilfinningar.
Það er ekki stór munur á mönnum
í þeim efnum.
En til þess að bjarga öræfunum
verður að opna þau. Það á að
leggja betri vegi, merkja slóða,
hafa litla en greinilega vegvísa,
byggja brýr fyrir bíla og göngubrýr
fyrir fólk, merkja gönguslóða, hlaða
byrgi fyrir tjöld, hlaðá hlóðir og
vörður, opna nýjar leiðir, draga úr
hættum, setja varúðarskilti, banna
akstur utan vegar en leyfa fólki að
komast leiðar sinnar eftir ákveðn-
um merktum slóðum eða vegum.
Merkja sæluhús og gangnamanna-
kofa á vegamótum og í ákveðinni
fjarlægð á gönguslóðum eða akveg-
um frá þeim. Byggja hundruð kofa
úr torfi og grjóti víða um hálendið.
Hafa umsjónarmenn á ferðum allt
sumarið og vinnuflokka ungra
græningja sem eru að læra að vinna
og þekkja landið. Þannig er hægt
og þarf að stýra umsjón öræfanna.
Éerðamál á öræfum eru í skelfi-
Iegum ólestri. Sumir spekingar vilja
ekki setja upp vegvísa — jafnvel
ekki til að vísa leið að sæluhúsi.
Sjálfur hef ég lent í vandræðum
vegna þessa og óska engum þess.
Hins vegar skil ég þá afstöðu vel
að vilja ekki opna öræfin meira
undir núverandi kringumstæðum.
Það er sjálfsagt varasamt, en ein-
mitt til þess að draga úr hættum
og slysum þarf að gera stórátak.
Ég hef þá trú að allt muni það þó
skila sér í skipulögðum ferðum,
ferðamannastraumi, færri slysum
vonandi, ungu fólki sem hefur öðl-
ast dýrmæta reynslu við það að
vera og starfa á fjöllum, betri
umgengni, nýrri menningu á göml-
um grunni og svo má lengi telja.
Satt er að það kostar sitt að
opna öræfin, en það eru smámunir
í samanburði við eina stóriðjufram-
kvæmd, og hlægilega lítið miðað
við landspjöll sem verða af stórvirkj-
unum og orkufrekri stóriðju til
samans. Opnun öræfanna og stofn-
un stórra þjóðgarða er ólíkt betri
nýting á Iandi og hagkvæmari en
stóriðjuleiðin. Því má hins vegar
aldrei gleyma að öræfin eru ekki
bara veraldleg auðlind heldur og
sálarlind til eilífðarnóns.
Höfundur er höíundur bóka um
náttúru íslands.
SIEMENS-gæð/
ÁREIÐANLEG OG HAGKVÆM
ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS
SIEMENS þvottavélar eru traustar, endingargóðar og
þægilegar í notkun. Það sannar áratuga reynsla.
WV2852
■ Vinduhraði 600 og 850 snún./mín. ■ Spamaðarhnappur
og hagkvæmnihnappur ■ Frjálst hitaval og mörg þvotta-
kerfi ■ Þægilegtog aðgengilegt stjórnborð. ■ verðkr.es.eoo,-
Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
SIEMENS
Frábœr eldavél!
HL 66120
• 5 ólíkar hitunaraðferðin
venjuleg hitun, hitun
með blæstri, glóðar-
steiking m. blæstri,
venjuleg glóðarsteiking
SMrTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Jöfur hf. hefur nú einkaumboð á íslandi fyrir
Jeep bifreiðar. Fyrsta sendingin var að koma til
landsins. Af þessu tilefni bjóðum við Jeep
Cherokee ríkulega útbúinn á frábæru verði;
frákr. 2.370.500,-
Búnaður m.a.: 4.0 lítra 6 cyl vél með beinni
innspýtingu, sjálfekipting með Selec-Trac fjór-
hjóladrifi, læst mismunadrif, vökvastýri, raf-
drifnar rúður, samlæsingmeð fjarstýnngu o.mfl.
Jeppi ársins: Cherokee var kjörinn jeppi
ársins af tveimur virtum tímaritum „Off Road“
i V-Þýskalandi og „Four Wheel and Off Road“
í Bandaríkjunum, sem kaus Cherokee sem
jeppa ársins annað árið í röð.
Hafðu samband við sölumenn strax í dag.
Vjð sendum bækling ef óskað er. Söludeildin er
opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og
laugardaga 13-17. Síminn er 42600.
þigarMMffvrbU