Morgunblaðið - 08.02.1990, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990
„ Eg óogki pér'cth har>r\ ueri Lyíitarlftus ! "
Ást er. . .
. . .aðdástað„fuglinum"
hans.
TM Reg U.S. Pat Off. —all rights reserved
® 1989 Los Angeles Times Syndicate
Góðan daginn. Má ég bjóða
þér skothelt vesti?
HÖGNI HREKKVÍSI
ÉG K7S HAKiN ! "
mmmm
WEjMI
Furðulegar röksemdir
Til Velvakanda.
Enginn hefur nokkurn .tíma séð
Guð (Jóh. 1:18). „Villutrú, villutrú,"
hrópuðu fræðimennirnir og æðstu
prestar þegar Jesús kenndi Guðs
orð fyrir 2000 árum og sagði: „Þér
hafið ónýtt orð Guðs vegna erfí-
kenninga yðar; þér skeytið ekki
boðum Guðs, þér hræsnarar,"
Markús 7:8. Jóhannes prédikaði
iðrunarskírn til syndafyrirgefn-
ingar (ekki getur kornabarn iðr-
ast!) og Jesús kom til hans og lét
skírast — til syndafyrirgefningar.
Þetta eru nú furðulegar rök-
semdir sem sr. Jón Habets var með
í pistli sínum frá 2.2. sl. Það er
alveg ótrúlegt hvað þeir hafa farið
langt með sína persónudýrkun í
kaþólsku kirkjunni, og komast upp
með það í nær 2000 ár. Fyrsta
boðorðið er þannig: „Eg er Drottinn
Guð þinn. Þú skalt ekki hafa aðra
guði en mig. Þú skalt engar
líkneskjur gjöra þér né nokkurrar
myndir eftir því, sem er á himnum
uppi eða því, sem er á jörðu niðri;
þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki
dýrka þær. Því að ég Drottinn, Guð
þinn, er vandlátur Guð!“ II. Móse-
bók 20:1-5. „Ég, Drottinn, hefi
ekki breytt mér,“ Malaki 3:6.
En kaþólikkar dýrka og tilbiðja
ekki aðeins Jesús sem Guð sinn
heldur Maríu móður hans líka — 8
barna móður, en af henni má finna
likneski í hverri einustu kirkju-
byggingu kaþólikka (ég tala nú
ekki um Jósef og alla postulana sem
einnig eru dýrkaðir). Kenndi Jesús
Kristur okkur að kijúpa á kné og
biðja til móður sinnar? Hver þá
hefur kennt ykkur að búa til
líkneski sem þér krjúpið á kné og
tilbiðjið? Ef það var hvorkiGuð al-
máttugur né Jesús Kristur, hver var
það þá? Svarið liggur ljóst fyrir.
Jesús kenndi okkur Faðir vor, ekki
að tilbiðja hann né foreldra hans.
„Meðan hann ennþá var að tala við
mannfjöldann, sjá, þá stóðu móðir
hans og bræður fyrir dyrum úti og
vilja ná tali hans. Og einhver sagði
við hann: Sjá, móðir þín og bræður
þínir standa fyrir dyrum úti og vilja
ná tali þínu. En hann svaraði þeim,
er við hann talaði, og sagði: Hver
er móðir mín? Og hverjir eru bræð-
ur mínir? Og hann rétti hönd sína
út yfir lærisveina sína og mælti:
Sjá, hér er móðir mín og bræður
mínir! Því að sérhver, sem gjörir
vilja föður míns á himnum, hann
er bróðir minn og systir og móðir,“
Matteus 12:46-50.
Og hann sagði skýrum orðum:
„Og þér skuluð eigi kalla neinn
föður yðar á jörðinni; því að einn
faðir yðar, hann sem er á himn-
um,“ Matteus 23:9. Og kalla kaþól-
ikkar ekki alla presta sína feður?
Og páfann jafnvel heilagan föður?
Ef þetta er ekki argasta guðlast
þá veit ég ekki hvað er. „Vei heimin-
um vegna hneykslananna! Því að
óumflýjanlegt er að hneykslanirnar
komi, en vei þeim manni sem
hneyksluninni veldur. Hver sá, er
upphefur sjálfan sig, mun niður-
lægjast." Og Jesús sagði við þá:
Til Velvakanda.
Stormur æðir og ber með sér
kafald úr norðri. Eg bý mig út í
hríðina með brauð og korn til að
gefa smáfuglunum. Eg veit að nú
eru þeir svangir. Þeir hafa vanist
á að koma í garðinn minn daglega
og ég hef notið návistar þeirra með
því að horfa á þá út um gluggann
á húsi mínu.
Ég stend nú hér og bíð þess að
mér verði að ósk minni. Þeir koma
og reyna að gera sér gott af því
sem fyrir þá er borið. Stormurinn
hrekur þá til og frá. En þeir eru
harðir af sér og reyna að standa
af sér hviðurnar.
Þeir ýmist koma eða fara og
aðrir fuglar koma. Þannig gengur
„Þér eruð mennirnir sem réttlætið
sjálfa yður í augsýn manna, en Guð
þekkir hjörtu yðar! Því að það sem
er hátt meðal manna, er viður-
styggð í augsýn Guðs,“ Lúkas
16:15.
Þetta eru orð Jesús Krists og
fyrir það var hann krossfestur og
einnig fýrir það að segja að hann,
sonur smiðsins, væri sonur Guðs.
Þeir kölluðu þetta villutrú og guð-
last. „Af hveiju kallar þú mig góð-
an? Það er enginn góður nema
Guð,“ Matteus 19.17.
Bronko Bj. Haralds
þetta lengi. Það er ánægjulegt að
virða fyrir sér þessa litlu vini. Þeir
eru svo tápmiklir, svo harðfrískir
og láta ekki storminn og hríðina
slá sig út af laginu. Hver einn nær
sér í eitthvað til að seðja svangan
maga.
Munum öll eftir fuglunum litlu.
Gefum þeim það sem við vitum að
þeim er fyrir bestu og sem þeir
sækjast eftir. Höfum í huga að
þessar litlu gjafir okkar til þeirra
geta ráðið úrslitum um það, hvort
þeir lifa til næsta dags eða hvort
einhveijir þeirra hníga í valinn og
bera beinin á köldum klakanum á
kaldri vetramóttinni, sem í hönd
fer.
Ingvar Agnarsson
;,Kalt er að kúra undir barði á kaldri vetrarnóttu.“
Smáfug’larnir o g
vetrarnóttin kalda
Yíkveiji skrifar
egar talið er fram til skatts,
eins og flestir eru að gera
þessa dagana, fá margir gott yfir-
lit yfir fjárhag sinn. Menn skoða
skuldir og vaxtagjöld, önnur út-
ggöld og tekjur, og bera gjarnan
saman við síðasta ár. Þetta er
gott mál og kannski það eina já-
kvæða við skattframtalið. Sumir
geta glaðst yfir góðum árangri í
fjármálastjórn heimilisins, aðrir fá
það staðfest að allt er á niðurleið.
Einn kunningi Víkveija er í síðar-
nefnda hópnum. Astæðan er að
hans sögn sú að flestir útgjaldalið-
ir hafa hækkað meira en tekjurnar
og því var minna eftir til greiðslu
skulda en áætlað var.
XXX
unninginn nefndi Víkverja
nokkur dæmi úr heimilisbók-
haldinu um hækkanir á milli ár-
anna 1988 og 1989: Matvörur og
aðrar vörur úr kjörbúðinni hækk-
uðu um tæplega 40%, hitaveitu-
reikningurinn hækkaði um 41%,
rafmagnsreikningurinn um 14%,
fasteignagjöldin um 25%, áskrift
að Stöð 2 um tæp 29% og skyldu-
áskrift Ríkisútvarpsins um 32%.
Engar breytingar urðu á heimilis-
högum á milli ára, en ekki kann-
aði kunninginn hvort meiri notkun
skýrði svo mikla hækkun hita-
veitureikningsins eða hvort jafn
mikið rafmagn hafi verið notuð
bæði árin. Laun kunningjans á
milli ára hækkuðu talsvert minna,
eða um 6%. Til að fá sanngjarnan
samanburð vildi hann þó draga
eina greiðslu frá laununum 1988,
sem ekki kom 1989, og að teknu
tilliti til hennar er hækkunin
14,5%. Sömu taxtar, jafn mikil
vinna, sagði hann.
xxx
Ekki hækkuðu allir kostnaðar-
liðir jafn mikið. Þannig lækk-
aði húsfélagsgjaldið um 43%
vegna minni framkvæmda, síma-
reikningurinn lækkaði um 4% og
heimilistryggingin hækkaði aðeins
um 3% vegna þess að endur-
greiðsla á söluskatti hluta tíma-
bilsins dróst frá. Kostnaður við
heimilisbílinn minnkaði um 7,5%.
Þetta sagði kunninginn að hefði
komið sér mest á óvart því notkun
bílsins hefði verið meiri á síðasta
ári en árinu þar á undan. Hann
skýrði þetta með minni viðgerða-
og varahlutakostnaði, sparnaði í
dekkjakaupum og uppsögn á
kaskótryggingu. Meðalverð á
bensínlítra hjá honum reyndist
31% hærra 1989 en á árinu á
undan. Þegar þessi kunningi
Víkverja fór að kíkja á nótur
vegna áskriftar að blöðum og
tímaritum tók hann eftir að eitt
ritið hafði hækkað úr 548 kr. á
mánuði í ársbyijun í 738 krónur
í ársiok, eða um tæp 35%, án þess
að nokkur hefði tekið eftir. Hluti
af hækkuninni skýrist af því að
laumað hafði verið inn á mánaðar-
legan reikning „afgreiðslugjaldi"
upp á 60 krónur, sem samsvarar
því að 13. mánuðinum hafi verið
bætt við án þess að blað kæmi
þann mánuð.
XXX
egar Víkverji skoðaði þessar
tölur úr heimilisbókhaldi
kunningjans flögraði hugur hans
upp í Karphús. Hvaða áhrif skyldu
nýgerðir samningar hafa á af-
komu heimilanna á þessu ári?
Ekki hækkar kaupið, en skyldu
útgjöldin líka standa í stað? Það
er stóra spurningin.