Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990
AUGLYSINGAR
Lagerstarf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða dug-
legan og ábyggilegan starfsmann á lager.
Um framtíðarstarf er að ræða og þarf við-
komandi að geta hafið vinnu í mars.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
15. febrúar merktar: „Lager - 12001“.
Uppeldisfulltrúi
óskast við sérdeild fyrir einhverfa nemendur
við Digranesskóla. Um er að ræða heila og
hálfa stöðu.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hjartardóttir
í síma 40095, Digranesskóla, frá kl. 9.00-
16.00.
Unglingaheimili
ríkisins
Uppeldisfulltrúi óskast til starfa á meðferðar-
heimilið, Sólheimum 2. Um er að ræða vakta-
vinnu. Krafist er þriggja ára náms á háskóla-
stigi í uppeldis-, félags-, sálar- eða kennslu-
fræðum.
Upplýsingar um starfið fást hjá deildarstjóra
í síma 82686 eða á skrifstofu unglingaheimil-
isins í síma 621270, þar sem jafnframt fást
umsóknareyðublöð. Umsóknum skal skilað á
skrifstofu unglingaheimilis ríkisins, Grófinni
1, fyrir 24. febrúar.
fREYKJMJÍKURBORG HH.
Þjónustuíbúðir aldraðra
Dalbraut27
Starfsmann vantar á næturvaktir, 70% starf.
Einnig vantar starfsmann á dagdeild, 50%
starf.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
685377 milli kl. 10.00 og 12.00.
Fótaaðgerða- og
snyrtifræðingur
Snyrti- og fótaaðgerðastofan Jóna óskar eft-
ir starfskrafti sem er bæði fótaaðgerða- og
snyrtifræðingur. Einnig væri gott ef viðkom-
andi hefði próf í háreyðingu og spangameð-
ferð, þó ekki skilyrði. Viðkomandi verður að
hafa próf í fótaaðgerðum. Um er að ræða
hálfs- eða heilsdagsstarf til lengri eða
skemmri tíma og þyrfti viðkomandi að geta
hafið störf sem fyrst.
Frekari upplýsingar hjá Jónu í hs. 46565.
Snyrtistofan Jóna,
Laugavegi 163, sími29988.
RÍKISSPÍTALAR
Aðstoðarlæknir
Á lyflækningadeild er laus 6 mánaða staða
reynds aðstoðarlæknis. Staðan er laus frá
1. mars nk.
Umsóknarfrestur er til 23. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Þórður Harðarson,
yfirlæknir, sími 601266. Umsóknir sendist
yfirlækni.
Fóstra
og starfsmaður
Fóstra og starfsmaður óskast til starfa nú
þegar á dagheimilið Sunnuhlíð v/Klepp. Um
er að ræða hálft starf í dagvinnu.
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Vigfús-
dóttir, forstöðumaður, í síma 602584.
Reykjavík, 6. febrúar 1990.
Þvottahús
Óskum að ráða vanan mann í þvottahús til
starfa við vélar.
Upplýsingar í síma 26222 milli kl. 10 og 12.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
'A UGL YSINGAR
HÚSNÆÐIÓSKAST
Einbýlis- eða raðhús
óskast til leigu fyrir traustan aðila. Þarf að
vera laust 1.4. nk.
Upplýsingar veitir Fasteignamarkaðurinn hf.,
Óðinsgötu 4, í síma 11540 eða 21700.
HÚSNÆÐIÍBOÐI
Skrifstofuherbergi
til leigu
Tvö samliggjandi herbergi, 43 fm, til leigu í
miðborg Reykjavíkur. Telefax, Ijósritun, kaffi-
stofa o.fl.
Upplýsingar gefur Ólöf í síma 26820.
TILKYNNINGAR
Auglýsing um breytingu á
aðalskipulagi
Með vísan í skipulagslög nr. 19 frá 1964 er
hér með auglýst breyting á aðalskipulagi
Bessastaðahrepps er varðar landnotkun á
Hliði. Uppdráttur sem sýnir breytinguna
verður til sýnis á skrifstofu Bessastaða-
hrepps á Bjarnastöðum frá 8. febrúar 1990
til 19. mars 1990.
Frestur til að skila athugasemdum, sem
þurfa að vera skriflegar, rennur út 4. apríl
1990. Þeir, sem ekki gera athugasemdir,
teljast samþykkja breytinguna.
Skipulagsstjóri ríkisins,
sveitarstjóri Bessastaðahrepps.
FÉLAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Breytt aðsetur
- breytt símanúmer
Þann 13. febrúar nk. opnar Félagsmálastofn-
un nýjar skrifstofur í Síðumúla 39. Nýtt síma-
númer er 678500.
í Síðumúla 39 flytur eftirtalin starfssemi:
Aðalskrifstofa Félagsmálastofnunar úr Von-
arstræti 4.
Hverfi fjölskyldudeildar fyrir Austurbæ, Árbæ
og Grafarvog úr Síðumúla 34.
Húsnæðisdeild úr Síðumúla 34.
Heimilishjálp úr Tjarnargötu 20.
Öldrunarþjónusta úr Tjarnargötu 20.
í Vonarstræti 4 verða fyrst um sinn hverfi
fjölskyldudeildar fyrir Mið- og Vesturbæ, sími
625500. Viðtálsbeiðnir virka daga kl. 9.00-
10.00.
í Þingholtsstræti 25 verður áfengisráðgjafa-
deild Félagsmálastofnunar, sími 11596. Við-
talstími áfengisfulltrúa verður mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 11.00-12.00.
Símatími sömu daga kl. 9.00-10.00 í síma
678500.
Vegna ofangreindra flutninga verður skrif-
stofa Félagsmálastofnunar lokuð föstudag-
inn 9. febrúar og mánudaginn 12. febrúar,
en opnuð að nýju þriðjudaginn 13. febrúar á
fyrrgreindum stöðum.
ÞJÓNUSTA
Launþegar
Nú fer hver að verða síðastur
Tek að mér framtalsgerð fyrir einstaklinga
og rekstraraðila. Sæki um frest ef óskað er.
Vönduð vinna á sanngjörnu verði.
Kristján V. Kristjánsson,
viðskiptafræðingur,
Austurstönd 3, Seltjarnarnesi,
sími 614455,
kvöld- og helgarsími 53645.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
FLUGVIRKJAFÉLAG (SLANDS
Almennur félagsfundur
verður haldinn í Borgartúni 22 fimmtudaginn
8. febrúar kl. 16.00.
1. Atvinnumál. Guðmundur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Flugleiða,
kemur á fundinn.
2. Önnur mál. Stjórnin.
Hjálpum börnum
Framhaldsstofnfundur samtakanna Hjálpum
börnum verður haldinn í dag fimmtudaginn
8. febrúar 1990 í Borgartúni 6, kl. 20.30.
Á dagskrá er eftirfarandi:
Páll Ásgeirsson, formaður bráðabirgða-
stjórnar, seturfundinn. Kveðjafrá Barnavina-
félaginu Sumargjöf. Tillögur um nafn félags-
ins. Halla Þorbjörnsdóttir. Sigríður Ingvars-
dóttir, formaður Barnaverndarráðs íslands,
segir frá frumvarpi að nýjum barnaverndar-
lögum. Sagt frá Nordisk Operasion. Dags-
verk, Ólafur Loftsson, formaður Bandalags
sérskólanema. Almennar umræður. Stjórn-
arkjör. Önnur mál.
Bráðabirgðastjórn.
Félagsfundur
Félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks,
verður haldinn á Hótel Holiday Inn, laugar-
daginn 10. febrúar 1990, kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Kjarasamningarnir.
2. Önnur mál.
Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju.