Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 31

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 31
oeei HAimaíR .8 auoAauTMMR aisAjanuoaoM TiTÖRGUNBLAUIÐ "FIMMTUDAOUR'8: UEBRÚAR-1990' 31 08 Tekjuskattsskylda rafveitna og hitaveitna: „Fallið verði frá frum- varpinu að ftillu og öllu“ Alþjóðabankans og getur leitt til riftunar samningsins, en ákvæði eru i samningnum sem heimila riftun, ef lögum og reglum um Landsvirkj- un verður breytt þannig að íþyngj- andi sé fyrir fjárhag og rekstur stofnunarinnar. 3) Það er lögfræðilegt álitaefni, hvort skilyrði fyrir sameignarsamn- ingi eigenda Landsvirkjunar bresti ekki, ef til skattlagningar þessarar kemur. 4) Frumvarpið í núverandi mynd felur í sér óréttlæti og hefur á sér ýmsa tæknilega ágalla. Bent er á að orkuveitur eru mjög ólíkt á vegi staddar og fjármagnskostnaður sumra þeirra mjög hár og bundinn erlendum gjaldmiðlum. Orðrétt segir í bréfínu: „Jafnvel þótt unnt yrði að sníða verstu annmarkana af frumvarpi þessu, er það eftir sem áður skoðun Sambands íslenzkra rafveitna og Sambands íslenzkra hitaveitna, að frumvarp þetta feli í sér óskynsam- lega leið til tekjuöflunar fyrir ríkis- sjóð. í raun nægir sú ástæða, að skatturinn veldur hækkun á orku- verði með þeim afleiðingum, sem nefndar hafa verið“. Ráðherra bankamála í svari við fyrirspurn á Alþingi: Yfírtaka ríkíssjóðs á skuldbind- ingum Utvegsbanka 1.850 m.kr. Frá Blönduvirkjun: Pípa til hverfils virkjunarinnar Tilmæli Sambands hitaveitna og Sam- bands rafveitna til ráðherra orkumála Samband íslenzkra hitaveitna og Samband íslenzkra rafveitna hafa sent Jóni Sigurðssyni, orku- ráðherra, formleg tilinæli þess efiiis, að hann beiti sér fyrir því að fallið verði að fullu og öllu frá stjórnarfrumvarpi um skatt- skyldu orkufyrirtækja. Þetta kom lram í máli Þorvaldar Garð- ars Kristjánssonar (S-Vf) í um- ræðu um skattskylduna í efri deild Alþingis í gær, en þar fór fram framhaldsumræða um fi’umvarpið. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son las þingdeildinni bréf hitaveitna og rafveitna sem beinir framan- greindri askorun formlega til ráð- herra orkumála. í bréfinu segir efn- islega: 1) Skattlagning af þessu tagi myndi óhjákvæmilega leiða til hækkaðs orkuverð og verri stöðu íslenzkra orkuveitna og fyrirtækja í samkeppni við erlenda orku og vöru. 2) Skatturinn er talinn snerta lánasamninga Landsvirkjunar og Skuldbindingar, að stærstum hluta lífeyrisskuldbindingar, sem ríkissjóður tók á sig við sölu Útvegsbankans, nema, framreiknað- ar á verðlag desembermánaðar sl., 1.850 m.kr. Þetta kom fram í svari Jóns Sigurðssonar, ráðherra bankamála, við fyrirspurn frá Guðna Ágústssyni (F-Sl). Þá var spurt, hversu mikið af kaupenda bankans. í svari ráð- útistandandi útlánum Útvegs- herra kom fram að lögin geri ráð bankans hafí ekki fylgt með til fyrir því að Útvegsbankinn hf. Skúli Alexandersson: Fiskverð breytir þj óðhagsstær ðum Þúsundir íslendinga atvinnulausir Skúli Alexandersson (Abl-Vl) sagði í þingræðu um nýgerða kjara- samninga að þeir væru tímamótasamningar að því leyti, að allir vildu Lilju kveðið hafa. Umræðan um samninga væri engu að síður á þann veg „að samningarnir sjálfir séu það brothættir að það megi raun- verulega ekkert gerast í þjóðfélaginu til þess að þessi mikla tilraun mistakist. Skúli sagði mörg mál óleyst, sem leysa þyrfti, áður en hægt væri að tala um efnahagslegt jafnvægi í landinu. í fyrsta lagi gengju þús: undir íslendinga atvinnulausir. í annan stað væri framfærslukostn- aður í landinu ekki í jafnvægi. Landsbyggðarfólk greiddi verulega hærri orkukostnað en höfuðborg- arbúar: hita og raforku. í þriðja lagi væri ekki enn búið að leysa fiskverðsvandann. „Þegar 20% eða 30% fiskverðshækkun kemur inn í útreikninga Þjóðhagsstofnunar, þá breytast ýmsar þjóðhagsstærðir. Þingmaðurinn gagnrýndi og að nið- urskurður framkvæmda, t.d. í vega- málum, bitnaði fyrst og fremst á landsbyggðinni. yfirtaki öll lán Útvegsbanka ís- lands eftir að fram hafí farið mat á virði eigna og skulda, þar á meðal á útlánum. Þá segir að nið- urstaða matsnefndar sé að eigið fé Útvegsbanka íslands á yfirtöku- degi hafi verið neikvætt um 384 m.kr. Gerður var sérstakur samn- ingur milli ríkissjóðs og Útvegs- banka íslands hf. 29. desember 1987 um að færa. skuldbindingar tiltekinna lánþega að frádregnum afskiftum útlána á sérstakan við- skiptareikning hjá Útvegsbanka íslands hf. Samtala skuldbindinga, sem hér um ræðir, nemur tæplega 976 m.kr. að frádregnum afskrift- um. „Niðurstaða á uppgjöri bið- reiknings í árslok 1989 sýndi tæp- lega 300 m.kr. viðbótarafskrift og hafa því heildarafskriftir útlána orðið 716 m.kr. miðað við verðlag í aprílmánuði 1987 í stað 416 m.kr. afskrifta við uppgjör Út- vegsbanka íslands í aprílmánuði 1987. Er þá tekið tillit til óinn- heimtra krafna sem áætlaðar eru um 100 m.kr.“ Fyrirspytjandi spurði um álit skilanefndar Útvegsbanka á raun- virði útlána, sem ekki fylgdu með í sölu ríkisins á bankanum og féllu á ríkissjóð. í svari segir m.a.: „Við lokauppgjör biðreiknings í árslok 1989 voru nokkur mál sem ekki var með öllu lokið innheimtu á, svo sem úthlutun úr þrotabúum, mál í innheimtu hjá lögfræðingum og sala fasteigna sem gengið höfðu til bankanna vegna nauð- ungarsölu. Andvirði framan- greindra mála komu ríkissjóði til góða og áætlað er að 100 m.kr. verði það lágmark sem kemur í ríkissjóð í þessu sambandi. Þá voru í nokkrum tilvikum yfírtekin útlán af ríkissjóði samkvæmt sér- stöku samkomulagi. Áætla má að raunvirði þeirra útlána geti verið á bilinu 40-50 m.kr.“ Þá er spurt um um kostnað, sem orðinn er við störf skilanefndar Útvegsbankans. Bankaráðherra svarar því til að nú sé unnið að lokauppgjöri sem væntanlega ljúki í lok þessa mánaðar. Alþingismenn muni fá í hendur sérstaka skýrslu um lokauppgjörið „þar sem m.a. mun fram koma heildarkostnaður vegna starfa og uppgjörs í tengsl- um við Útvegsbanka íslands". Þorvaldur Garðar taldi að skatt- lagning af þessu tagi myndi hækka heimilistáxta um allt að 30%. Hann lagði áherzlu á að frumvarp fjár- málaráðherrans feli ekki í sér við- leitni til verðjöfnunar á raforku, heldur hið gagnstæða. Skattlagning orkufyrirtækja væri engan vegin réttlætanleg nema til verðjöfnunar. Hann beindi þeirri fyrirspurn til orkuráðherra, hvort hann væri sam- þykkur efnisatriðum frumvarpsins sem og hvort tilmæli orkusamband- anna hafi fengið umfjöllun í ríkis- stjórn. Fleiri þingmenn tóku til máls í þingdeildinni. Jón Sigurðsson, orku- ráðherra, tók ekki til máls í umræð- unni. Hann sagði hinsvegar í þing- skaparumræðu að hann myndi síðar ræða frumvarpið efnislega á Al- þingi. Hann lét að því liggja að skilgreina þyrfti betur, hvað átt væri við með orðinu orkufyrirtæki — sem og að skilgreina betur skatt- skyldu orkufyrirtækjanna. Umhverfísmálaráðuneytið til efri deildar: Kostnaður greiddur að óafgreiddum lögum V Stuttar þingfiréttir: Andramál og hvalveiðar Þingmennirnir Matthías Bjarnason (S-Vf), Skúli Alexand- ersson (Abl-Vl), Karvel Pálmason (A-Vf), Friðrik Sophusson (S-Rv), Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv), Ingi Björn Albertsson (FH- VI), Stefán Valgeirsson (SJF-Ne), Geir Gunnarsson (Abl-Rn) og Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) hafa beðið utanríkisráð- herra um skýrslu um samskipti stjórnvalda á íslandi og í Banda- ríkjum Norður-Ameríku um hval- veiðimál, um samning milli ís- lands og Bandaríkjanna um fisk- veiðar undan ströndum Banda- ríkjanna og um svonefnt Andra- •mál. Skýrslubeiðnin er fram sett með vísan til 30. greinar laga um þingsköp Alþingis. Óskað er eftir því að utanríkisráðherra flytji Al- þingi skýrlu um „hvort stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi reynt að hlutast til um að fallið væri frá að mótmæla ákvörðun Alþjóða- hvalveiðiráðsins um bann við hval- veiðum og hvort samningur milli íslands og Bandaríkjanna um fískveiðar undan ströndum Bandaríkjanna frá 4. desember 1984 hafi haft áhrif á þá ákvörð- un“. Jafnframt er óskað eftir upp- lýsingum um afskipti íslenzkra stjórnvalda af svokölluðu Andra- máli. Alexander Stefánsson Á þingsíðu Morgunblaðsins í gær er greint frá framsögu Guðna Ágústssonar fyrir tillögu til þings- ályktunar um eigin lífeyrissjóð allra landsmanna, sem hann flytur ásamt Alexander Stefánssyni og Stefáni Guðmundssymi. I frá- sögninni féll niður nafn Alexand- ers Stefánssonar. Lánasjóður og landsbyggðarútibú Danfríður Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Halldór Blöndal, Jón Helgason og Karl Steinar Guðnason flytja frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenzkra náms- manna. Frumvarpið kveður á um viðbót við 4. grein laganna, svo- hljóðandi: „Skylt er sjóðsstjórn- inni að sjá til þess að bankaútibú eða sparisjóðir á landsbyggðinni geti annast afgreiðslu fyrir sjóð- inn.“ Frumvarp um sérstakt umhverfismálaráðuneyti var samþykkt frá neðri deild tjl efri deildar í gær með 21 atkvæði gegn 11. Til- laga um breytta gildistöku, 1. júní 1990, var felld með 20 atkvæð- um gegn 12.1 umræðunni kom fram að þegar hefiir verið greitt út af sérstökum fjárlagalið 1.357 m.kr., vegna ráðuneytisins, þótt lög um stofnun þess hafi ekki enn verið samþykkt á Alþingi. Pálmi Jónsson (S-Nv) bar fram fyrirspurn, þess efnis, hvort greitt hafi verið, samkvæmt sérstökum fjárlagalið, kostnaður vegna vænt- anlegs umhverfísmálaráðuneytis og hvort slíkt væri heimilt áður en Alþingi hefur tekið afstöðu til stjómarfrumvarps um stofnun þess. Jón Kristjánsson (F-Al) sagði þegar hafa verið greitt samkvæmt sérstökum fjárlagalið kr. 1.357.000. Sér hafi ekki tekizt að afla lögfræðilegs álits um rétt- mæti þessara greiðslna. Taldi þing- maðurinn það í verkahring fjárveit- inganefndar að ganga úr skugga um, hvort svo væri. Pálmi Jónsson sagðist skilja orð svarandans svo að vafí kynni að leika á því, að greiðslur þessar væru heimilar. Miklar umræður uðu um frum- varpið, sem gengur nú til umfjöll- unar í efri deild þingsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.