Morgunblaðið - 08.02.1990, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.02.1990, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBItú’AR 1990 NEYTENDAMAL Umhverfísmengun og varanlegur heilsuskaði RANNSÓKNIR sem gerðar hafa verið á síðustu árum, hafa leitt í Ijós mun skaðlegri áhrif umhverfismengunar á heilsu manna, sér- staklega barna, en áður var talið. Hér á landi hafa mengunarrann- sóknir verið takmarkaðar. Af þeirri ástæðu hafa þær ályktanir ver- ið dregnar, að alla viðmiðanir skorti til að meta mengunarástand hérlendis. Viðmiðanir eru þó sannarlega til. Víðtækar rannsóknir á algengum mengunarefhum hafa verið gerðar á síðustu 20 árum. Þær hafa leitt í ljós að líkaminn þolir, í mörgum tilfellum, aðeins ákveðið magn þessara efiia. Þegar þau fara yfir ákveðin mörk koma fram eitrunareinkenni sem geta valdið einstaklingnum varanlegum heilsuskaða. 4.0 1 1 1 1 0.0 1 1 1 1 -4.0 0.0 4.0 Centimeters Jafnvægispróf sýnir stöðugleika 6 ára barna sem standa upprétt með lokuð augu. Blýmagn í blóði barns vinstri myndarinnar var 9,6 míkrógrömm í desilítra, en 42 míkrógrömm í desilítra í blóði barns hægri myndarinnar. Mörg þau efni sem er að finna í umhvefismengun eru vel þekkt, svo og áhrif þeirra. Vísindamenn' fóru að rannsaka áhrif þeirra nán- ar þegar ákveðin sjúkdómseinkenni urðu algengari hjá einum hópi en öðrum. Böm virðast vera sérstak- lega viðkvæm fyrir mörgum af þessum mengandi efnum og hafa afleiðingar þegar komið í ljós. Nýj- ar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós, að viðmiðunar- eða hættumörk ákveðinna mengunarvalda, sem fyrir fáum árum voru talin örugg, hafa reynst of há - þol líkamans er minna en áður var álitið. Eitt af þessum varasömu efnum er blý. Áhrif þess hafa talsvert verið rann- sökuð og geta þau verið mikil og varanleg. Eitrunaráhrif blýs Árið 1978 var birt grein í „Joum- al of Pediatrics", tímariti um bama- sjúkdóma, frá stofnun um heil- brigðiseftirlit eða „Center for Dis- ease Control“ undir yfirskriftinni „Fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma veg fyrir blýeitmn í böm- um“. Tilgangur greinarinnar var að koma á framfæri við heilbrigðis- stéttir, upplýsingum um greiningu blýmagns í blóði bama og hvemig meðhöndla eigi böm sem orðið hafa fyrir eitrunaráhrifum af blýi eða fengið blýeitmn. Til skýringar er blýmagn í blóði skipt í flokka eftir mælanlegum blýstyrk. Rætt er um hækkandi blýmagn í blóði þegar blýið mælist 30 míkrógrömm í desilítra af blóði. Þegar blýmagnið er 50 míkró- grömm eða meira er það farið að hafa eitranaráhrif. Ef blýmagnið er orðið 70 míkrógrömm eða meira em bömin komin með blýeitmn, jafnvel þó sjúkdómseinkenni hafi ekki komið fram. Blý í umhverfinu Börn geta fengið blý vfða að, úr fæðunni, umhverfínu, þ.e. af gamalli málningu, úr gleijuðu keramiki, glösum, niðursuðudós- um, úr vatni sem kemur úr gömlum tærðum blýrömm, úr jarðvegi, ryki og úr andrúmsloftinu. Talið er að. 98 prósent af blýi í andrúmslofti komi frá útblæstri bíla sem brenna SPEKI DAGSINS Annars byrði er öðrum létt. bensíni sem inniheldur blý. I við- tali við Pétur Lúðvíksson sérfræð- ing í heila og taugasjúkdómum bama undir fyrirsögninni „Er blýmengun í umhverfinu“, sem birt var í Mbl. 29. sept. sl. kemur m.a. fram, að þau líffæri sem viðkvæm- ust em fyrir blýi em taugakerfið, blóðið og ným. Þessi líffæri verða fyrir skaða ef blýmagn í blóði fer yfir ákveðin mörk. Blýmagn fyrir neðan hættumörk táknar að hjá bömum hefur orðið meiri upptaka blýs en eðlilegt er jafnvel þó ekki hafi komið fram sjúkdómseinkenni. Böm frá fæðingu til þriggja ára aldurs em í áhættuhópi vegna þess að á því aldursskeiði er miðtauga- kerfi þeirra að þroskast, efnaskipt- in em ör og líkaminn að stækka. Langtí maáhrif og skert námsgeta Reyndar em það langtímaáhrif blýmengunar á böm sem nú veldur mestum áhyggjum. Hættan er m.a. sú að blý hefur tilhneigingu til að setjast að í beinum bama sem orð- ið hafa fyrir langvarandi blýmeng- un. Einnig hafa rannsóknir (New England Joumal of Medicine ’79) verið gerðar á námsgetu bama sem orðið hafa fyrir blýmengun og kem- ur þar fram, að árangurinn var lélegri hjá þeim sem vom með hærra blýmagn í blóði. Afleiðing- arnar virðast varanlegar. Rann- sóknir leiddu í ljós að böm sem orðið höfðu fyrir skyndilegri blý- eitran, en fengið lækningu, vom með skerta námsgetu miðað við jafnaldra sína. Skertjafiivægisskyn I tímaritinu „Science News“, jan. 1989, er birt niðurstaða nýrra rannsókna á áhrifum blýmengunar á böm og vom þær gerðar við læknaskólann í Cincinatti í Banda- ríkjunum. Þar kemur fram að til viðbótar við þá þekkingu sem þeg- ar var til staðar um áhrif blýmeng- unar á börn; skert námsgeta, sein- þroska hreyfískyn, heymartraflan- ir og skert minni, hafí komið í ljós að aðeins þarf lítið blýmagn í blóði til að skaða jafnvægiskyn bama. Rannsóknimar sem verið hafa í gangi síðan 1980, miðuðu að því að rannsaka áhrif mikils blýmagns í blóði á líkamlegt og andlegt heil- brigði barna miðborgarinnar svo og annarra barna sem líkleg vom talin geta orðið fyrir eitmnum. Mælingar voru gerðar á þriggja mánaða fresti frá fæðingu bam- anna til sex og hálfs árs aldurs. Börn eru framtíð lands. Við þessar rannsóknir veittu menn því athygli, að mörg böm 4-5 ára gömul gátu ekki gengið upp og niður stiga nema styðja sig við handrið með báðum höndum. Við nánari rannsókn reyndust þessi böm eiga erfiðara með að halda jafnvægi en jafnaldrar þeirra. Áhrif á taugastöðvar Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að aukið blýmagn í blóði getur haft áhrif á taugastöðvar og tmflað taugaboð til og frá heila. Þar sem jafnvægið byggir á aðsendum upp- lýsingum frá taugastöðvum vom bömin látin undirgangst ákveðin próf. Þau vom látin standa í 30 sekúndur á 10 sm þykkum svampi með opin og lokuð augu. í prófinu vom könnuð snerpa skynfæra eins og sjónar, viðtaka í fótum, hreyfan- leika í liðamótum og örvun frá miðeyra sem mikilvæg er fyrir jafn- vægiskynið. Niðurstaðan-rannsóknar á fyrstu 65 af 300 bömum, leiddu í ljós að miðeyrað er mjög viðkvæmt fyrir blýi og virtist beint samband vera á milli blýmagnsins og jafnvægis- skyns bamanna (sjá mynd). Bhattacharya, sem stjómaði þessum rannsóknum, sagði að blý- magn mældist hvað mest í blóði tveggja ára bama, en á því aldur- skeiði em þau ötul við að rannsaka umhverfið með því að setja upp í sig sand og mold og hverskyns msl sem getur verið blýmengað. En einmitt á þessum aldri er taug- kerfi vöðva að þroskast, en það er mikilvægt fyrir jafnvægisskynið. Lítíð blýmagn skaðlegt Það vakti athygli við rannsókn- imar, að blýmagnið í blóði þessara bama reyndist aðeins vera 17,9 míkrógrömm í desilítra, sem er langt undir því magni sem heil- brigðiseftirlitið eða „Center for Disease Control“ telur nú vera hættumörk, eða 25 míkrógrömm- um í desilítra. Bhattacharya telur að með sér- stakri þjálfun sé hægt sé að hjálpa þessum börnum við að ná eðlilegu jafnvægi, ef hægt yrði að ná til þeirra mjög ungra. Julian Chis- holm, sem er sérfæðingur 1 barna- sjúkdómum við John Hopkins- háskólann í Baltimore, telur að mikilvægi þessara rannsókna felist í því að beina blýrannsóknunum inn á nýjar brautir. Athyglin hafi til þessa aðallega beinst að áhrifunum blýs á miðtaugakerfið en þessar rannsóknir hafa sýnt fram á, að blý hefur einnig áhrif á úttauga- kerfið. Aðrir vísindamenn leggja einnig til að kannað verði nánar samband blýmengunar og tauga- sjúkdóma barna. Ekki er allt í „genunum" Það er athyglisvert að á síðustu tíu ámm hafa áætluð hættumörk blýs í blóði verið lækkuð úr 40 í 25 míkrógrömm í desilítra. Þessi lækkun hefur komið í kjölfar auk- innar þekkingar á áhrifum blý- magns í blóði bama. í ljós hefur komið að margar þær truflanir sem koma fram á taugastarfsemi stafa ekki alltaf af meðfæddum galla á erfðaefninu, utanaðkomandi áhrif eins og frá blýi geta verið þar af- drifarík. Hér á landi er lítið vitað um áhrif blýs á heilbrigði barna, þar sem engar blóðrannsóknir hafa verið framkvæmdar. í viðræðum við kennara ungra barna, ber þeim saman um að á síðustu 10 ámm hafi komið fram greinilegar breytingar á hegðunar- mynstri ungra barna sem hefja nám í skólum hér. Ung böm í dag era órólegri og þau eigi erfiðara með að einbeita sér að náminu, en börn sem komu í skóla fyrir ára- tug. Kennara vilja tengja ástandið breyttum lífsstíl. En gætu skýring- arnar ekki verið fleiri? Mengnnarástand hér á landi Mengunarrannsóknir sem fram- kvæmdar hafa verið hér á landi, hafa leitt í ljós, að á ákveðnum stöðum og við sérstakar aðstæður, er umferðarmengun síst minni hér en eriendis. Við búum einnig við óvenjulegar aðstæður, illa stilltum bílum er ekið hér um götur átölu- laust og virðast engin áform vera um að taka þau mál föstum tökum. Þetta eru miklir mengunarvaldar. í útblæstri þessara bíla em einnig önnur efni, mun varasamari en blý, sem valdið geta eitmnum hjá viðkæmum einstaklingum. Spurningin er, hver verður okkar stefna í mengunarmálum? M. Þorv. Brauð án merkingar Móðgun við neytendur Margir hafa haldið því fram, að íjölmiðlar séu of neikvæðir í um- fjöllun mikilvægra málaflokka eins og t.d. þeim sem snúa að íslenskri framleiðslu. Jákvæð umræða er sögð virka örvandi og myndi beinlínis hvetja menn til dáða í starfi. Þar sem fullyrðingin er rökrétt var ákveðið að „peppa liðið“ og kynna gæði íslenskra brauða á jákvæðan hátt og um leið þær rannsóknir sem margir bakarar hafa látið gera á innihaldi brauða og eru hreint til fyrirmyndar. (Mbl. 12. okt. ’89) Þessi jákvæða umfjöllun sem við gáfum íslensk- um brauðum átti að sýna þeim bökumm sem leggja sig fram, að framtak þeirra og framleiðsla væri vel metin af neytendum. En hún átti einnig á - jákvæðan hátt - að hvetja „slóðana" til að gera betur. Hér urðu mér á mistök sem ég hlýt að viðurkenna. Hin jákvæða umfjöllun var eins og að „skvetta vatni á gæs“, hún reyndist árang- urslaus. Slóðarnir virðast hafa tekið hana sem viðurkenningu á ríkjandi ástandi og að með henni væru þeir lausir frá öllum umbót- um á heimavelli. Samkvæmt reglugerð um al bakarar, fengu frest til að fram- fylgja þessu ákvæði og rann síðasti fresturinn út 1. jan. sl. Þrátt fyrir tvíframlengdan frest, eru enn á boðstólum hér í verslunum bæði heilhveitibrauð og rúgbrauð sem ekki hafa neinar merkingar. Þar em einnig brauð Illa merktar brauðumbúðir. sem aðeins eru merkt ákveðnum brauðgerðum en hafa engar inni- haldslýsingar eða framleiðsludag. Framleiðendur þessara brauða láta sér greinilega fátt um finnast allt sem snýr að lögum og reglum í þessum efnum. Slíkt er vanvirða við neytendur og ögrun við þá bakara sem leggja sig fram við að framfylgja settum reglum. M. Þorv. merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðra neysluvöru, eru ákvæði um að á umbúðunum skuli vera innihaldslýsing og eiga hrá- efni og aukefni að vera skráð. Nafn og heimilisfang framleið- anda á einnig að koma þar fram. Nokkrir framleiðendur þar á með- íslenskt gæðabrauð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.