Morgunblaðið - 08.02.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990
21
Margeir býr sig und-
ir Visa- IBM-mótið
eftir strembna töm
MARGEIR Pétursson stórmeistari hefur undanfarna tvo mánuði teflt
32 skákir í þremur alþjóðlegum stórmótum, á Mallorca, Italiu og nú
síðast í Hollandi. í þeim hefúr hann gert 16 jafntefli og unnið níu en
tapað sjö. Hann er nú kominn til landsins og sagði i samtali við Morgun-
blaðið að næsta verkefni sem biði hans í skákinni væri þátttaka í úr-
valssveit Norðurlandanna sem teflir gegn liðum frá Bandaríkjunum,
Bretlandseyjum og Sovétríkjunum á Visa-IBM mótinu í Reykjavík í
mars.
Á mótinu í Hollandi í janúar var
Margeir taplaus, vann eina skák en
gerði jafntefli í öðrum umferðum.
Hann sagði að þótt jafnteflin hefðu
verið svo mörg hefðu þau ekki verið
nein stórmeistarajafntefli, í anda
Andersons og Riblis, heldur hefðu
þetta oft verið miklar baráttuskákir.
Eftirminnilegustu viðureignirnar frá
mótunum sagði hann annars vegar
vera skák sem hann tefldi við sænska
stórmeistarann Anderson á Reggio
Emilia mótinu á Italíu á gamlársdag
og tókst að vinna á svart eftir tvísýna
viðureign og skákin við Kortsnoj á
mótinu í Hollandi sem Margeir sagð-
ist hafa verið kominn með unna stöðu
í en hefði misst niður í jafntefli.
Á Visa-IBM mótinu sem haldið
verður í nýjum húsakynnum Skák-
sambandsins í Reykjavík í mars eig-
ast við 10 manna sveitir frá Norður-
löndum, Bandaríkjunum, Bretlands-
eyjum og Sovétríkjunum. Margeir
sagði að sennilega mundu íslending-
ar eiga um það bil helming fulltrúa
í Norðurlandasveitinni. Hann sagði
slæmt að Anderson gæti ekki verið
með en hann hefði átt að tefla á
fyrsta borði. Líklega mundi Agde-
Margeir Pétursson
stein fylla hans skarð. Hann sagði
að Bandaríkjamenn og Bretar yrðu
með sínar sterkustu sveitir en Karpov
og Kasparov yrðu ekki með Sovét-
mönnum.
Rekstur Almennings-
vagna bs. á að hefjast
í byrjun ársins 1993
Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á höfúðborgarsvæðinu í október
1988 var samþykkt að skipa sex manna nefúd til að móta tillögur um
samræmingu aksturs almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu. Nefnd
þessi skilaði skýrslu um málið á aðalfúndi SSH á liðnu hausti og á
fóstudaginn var byggðasamlagið Almenningsvagnar bs. formlega stofn-
að.
Aðild að byggðasamlaginu eiga
Bessastaðahreppur Garðabær, Hafn-
arfjörður, Kjalarneshreppur, Kópa-
vogur og Mosfellsbær.
I stofnsamningi segir meðal ann-
ars að byggðasamlaginu sé ætlað að
annast reglulega fólksflutninga inn-
an og milli þeirra sveitarfélaga sem
aðild eiga að samningnum, svo og
til nágrannasveitarfélaga samkvæmt
nánari ákvörðun stjórnar byggða-
samlagsins.
Miðað er við að 1. júlí 1992 verði
öllum nauðsynlegum undirbúningi
lokið og að fullur rekstur geti hafist
eigi síðar en 1. janúar 1993. Þá hafi
félagið yfir að ráða fullnægjandi
vagnakosti og aðstöðu.
Stjórn Almenningsvagna bs. hefur
þegar verið skipuð og hana sitja níu
manns.
Samkvæmt stofnsamningnum
verða tekjur byggðasamiagsins far-
gjaldatekjur, framlög aðildarsveitar-
félaganna og aðrar tekjur. Aðildar-
sveitarfélögin greiða árlegt fram-
lagsfé að hálfu í hlutfalii við íbúa-
tölu þess miðað við 1. desember
næstliðið ár og að hálfu í hlutfalli
við fjölda kílómetra sem vagnar sam-
lagsins aka næstliðið ár innan marka
sveitarfélagsins.
spurt og svarad
■ LESENDAÞJQNUSTA MORGUNBLAÐSINS: |
SKATTAMÁL
MORGUNBLAÐIÐ aðstoðar að venju lesendur sína við gerð skatt-
framtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra
um það efni.
Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli
klukkan 11 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttar-
ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spurningarnar
niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Spurningarnar
sem borist hafa og svör við þeim birtast hér á siðunni.
Útburður fyrir ýmis
fyrirtæki
Eysteinn Arason spyr:
Ber aðila sem starfar við út-
burð á bókum og pökkum fyrir
ýmis fyrirtæki að telja fram sem
verktaki? Ef svo er ekki, ber þá
að telja launagreiðslurnar beint
fram sem tekjur, eða er heimilt
að leggja fram bensínnótur, við-
gerðir á bílum o.s.frv. til frádrátt-
ar?
Svar
Hafí framteljandi tekið að sér
þessa starfsemi sem verktaki en
ekki launþegi þeirra fýrirtækja
sem hann starfar fyrir ber honum
að skila með skattframtali rekstr-
aryfírliti vegna starfseminnar þar
sem fram koma tekjur og gjöld
vegna rekstursins. Sem kostnaður
í þessu sambandi teljast reiknuð
laun framteljanda sem færast í
reit 7.5. á bls. 2 á skattframtali.
Varðandi bifreiðakostnað í því til-
viki þyrfti að fylla út eyðublað
RSK 4. 03 sem er rekstraryfirlit
fólksbifreiðar sem bæði er notuð
í rekstri og til einkaafnota.
Ef um er að ræða launþega og
* hluti af launum er bifreiðastyrkur
eða endurgreiðsla á bifreiðakostn-
aði fengist kostnaður á móti öku-
tækjastyrk einungis til frádráttar
að fyHt væri út eyðublað RSK 3.
04.
Yfírteknar skuldir við
íbúðarkaup
Friðbjörg Ingimarsdóttir,
Reykjavík, spyr:
Ég keypti íbúð árið 1988 sem
lífeyrissjóðslán hvíldi á. Lánið
greiddi ég upp á gjalddaga í des-
ember 1989, en þá voru 15 af-
borganir eftir. Lánið var á nafni
fyrri eiganda íbúðarinnar. Hvem-
ig ber að gera grein fyrir þessu
á skattframtali? Hefur þetta áhrif
á vaxtaafslátt okkar hjónanna?
Svar
Til vaxtagjalda sem mynda
stofn til útreiknings vaxtabóta
teljast ekki verðbætur á lán sem
greiddar eru umfram ákvæði við-
komandi skuldabréfs. Aftan á
eyðublaði RSK. 3. 09 (greinargerð
um vaxtagjöld) eru ítarlegar skýr-
ingar á hvernig ber að telja fram
vaxtagjöld vegna skulda sem yfír-
teknar eru við kaup á íbúðum.
Vaxtagjöld samkvæmt þessu
eyðublaði færast í reit 87 á skatt-
framtali. Vaxtabætur reiknast
miðað við vaxtagjöld, tekjur og
eignir framteljenda. Ekki liggja
fyrir upplýsingar svo hægt sé að
svara því hvort vaxtagreiðslur
hafi áhrif á vaxtabætur í þessu
tilviki.
Gjafír til
líknarstofnana
K.S. spyr:
Hvar á skattframtal ber ein-
staklingi að færa gjafir til vel-
gjörðarstarfsemi líknarstofnana,
sem eiga að vera frádráttarbær-
ar? Gjöf til átaks til landgræðslu-
skóga árið 1988 var talin fram
árið 1989, en var ekki dregin frá
skatti, þrátt fyrir að á kvittun
stæði að gjöfin væri frádráttar-
bær. Er mögulegt að fá þetta frá-
dregið núna?
Svar
Á skattframtali einstaklinga er
ekki heimilt að færa sem frádrátt
gjafir til velgjörðarstarfsemi
líknarstofnana.
Fasteignakaup
erlendis
Hjalti Sigurðsson spyr:
Framteljandi kaupir fasteign
erlendis sem er í byggingu. Helm-
ingur kaupverðsins var greiddur
á síðasta ári með yfirfærslu í
gegnum Seðlabankann. Hvernig
skal fara með þetta á skattfram-
tali? Svar
Þar sem um er að ræða fast-
eign í byggingu ber að telja hana
til eignar á kostnaðarverði. Skuld-
ir vegna fasteignarinnar færast í
10.6 á bls. 4 í framtali.
Sjálfstæð atvinna
námsmanns
Guðmundur Sigurjónsson spyr:
Ég er við nám, en vann sjálf-
stætt í þrjá mánuði síðastliðið
sumar, og tók þá að mér útselda
vinnu. Hvernig færi ég tekjurnar
á skattskýrslu? Ber mér að greiða
skatt af allri upphæðinni eða að-
eins hluta hennar?
Svar
Hafi framteljandi með höndum
sjálfstæðan atvinnurekstur (verk-
taki) ber honum að skila með
skattframtali rekstraryfirliti
vegna starfseminnar þar sem
fram koma tekjur og gjöld vegna
rekstursins. Sem kostnaður í
þessu sambandi teljast reiknuð
laun framteljandá sem færast í
reit 7.5. á bls. 2 á skattframtali.
Fæðiskostnaður
starfsmanna
R.H. Grundarfirði spyr:
Aðili rekur flutningafyrirtæki
og hefur þrjá menn í vinnu.
Hvernig skal fara með fæðis-
kostnað starfsmanna þegar þeir
eru í flutningum? Er rétt að reikna
þeim fæðiskostnaðinn sem hlunn-
indi? Svar
Allt fæði sem launþega er látið
í té endurgjaldslaust ber að telja
honum til tekna sem hlunnindi.
Fæðispeninga ber að telja til
tekna hjá launþega á sama hátt.
Sjá nánar um þetta atriði í leið-
beiningum ríkisskattstjóra kafla 7
bls. 6. Við útfyllingu launamiða
færir launagreiðandi í reit 33 ef
um er að ræða fæði sem látið er
launamanni í té endurgjaldslaust
en í reit 02 ef um er að ræða
fæðispeninga.
Akstur til og frá
vinnustað
G.D. Reykjavík spyr:
Ég bý í Reykjavík, en starfa
hjá fyrirtæki í öðru lögsagnarum-
dæmi, og verð að nota eigin bíl
til að komast á vinnustað, þar sem
atvinnurekandi sér mér ekki fyrir
ferðum og ekki er hægt að nota
almenningsvagna. Er mér heimilt
að reikna kostnað vegna aksturs-
ins til frádráttar á skattframtali?
Svar
Ekki er heimilt að færa til frá-
dráttar á skattframtali kostnað
vegna aksturs til og frá vinnustað.
Húsnæðisbætur-
vaxtabætur
M.G. spyr:
Ég keypti íbúð á síðasta ári.
Fæ ég húsnæðisbætur vegna
íbúðarkaupanna, og ef svo er,
þarf ég þá að sækja sérstaklega
um það? ■
Svar
Þeir einir fá greiddar húsnæðis-
bætur við álagningu 1990 sem
höfðu fengið þær ákvarðaðar
samkvæmt umsókn í framtali
1988. Við álagningu 1990 verða
hins vegar reiknaðar vaxtabætur
sem verða greiddar út á sama
hátt og húsnæðisbætur. Útreikn-
ingur vaxtabóta miðast við vaxta-
gjöld samkvæmt reit 87 á fram-
tali (útfyllt greinargerð um vaxta-
gjöld RSK 3.09 þarf að fylgja
framtali), vaxtatekjur samkvæmt
reit 14, tekjuskattsstofn og nettó-
eign. Ekki þarf áð sækja sérstak-
lega um vaxtabætur, þær reiknast
í álagningu miðað við upplýsingar
á framtali.
Framteljendur sem hafa fengið
ákvarðaðar húsnæðisbætur sam-
kvæmt umsókn í framtali 1988
geta óskað eftir því við skattstjóra
að fá úrskurð um vaxtabætur.
Réttur til húsnæðisbóta fellur að
fullu niður hjá þeim sem þannig
fá ákvarðaðar vaxtabætur.
1350 milljónir á lausu frá 1. febrúar 1990
LANDSBREF
veita einstaklingum og samtökum
holl ráð við innlausn/kaup
Spariskírteina ríkissjóðs
Hvers konar endurfjárfestingar fyrir alla sem hyggja
að öruggri framtíð í fjármálum.
O
Oö
LANDSBREF
LANDSBANKINN STENDUR MEÐ OKKUR
SUÐURLANDSBRAUT 24, SÍMI 606080.