Morgunblaðið - 08.02.1990, Page 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990
PANAMA
eftir Ólaf Grétar
Kristjánsson
í vikunni fyrir jól réðust Banda-
ríkjamenn inn í Panama í Mið-
Ameríku, handtóku Noriega hers-
höfðingja og settu sinn mann í
embætti. Umíjöllun um þennan at-
burð hefur verið með eindæmum
hér á íslandi, sérstaklega í ríkis-
sjónvarpinu. Viðbrögð ríkisstjórnar-
innar hafa einnig vakið furðu mína
og langar mig því til þess að fara
nokkrum orðum um málið.
Árið 1977 gerðu James Carter,
Bandaríkjaforseti, og Omar Torr-
ijos, leiðtogi Panama, með sér
samning um að íbúar Panama
fengju full yfirráð yfir Panama-
skipaskurðinum 31. desember 1999
og að Bandaríkjamenn hyrfu þaðan
með allt sitt herlið. Bandaríkin hafa
13 herstöðvar á landræmunni sem
umlykur skurðinn frá Atlantshafi
til Kyrrahafs. Þarna er stærsti her-
flugvöllur Bandaríkjanna sunnan
Mexíkó, Howard-herflugvöllurinn.
Þar er einnig leyniþjónusta Banda-
ríkjanna staðsett, svo og stjómstöð
fyrir aðgerðir gegn þjóðum Suður-
Ámeríku. Innrásunum í Dóminík-
anska lýðveldið 1965 og á Grenada
1983 var stjórnað frá Panama.
í samningnum var tekið fram að
lög Panama skyldu gilda innan
skurðarsvæðisins, að Panama end-
urheimti yfirráð yfir ákveðnu land-
svæði við skurðinn, að Bandaríkin
skiptu sér ekki af innanríkismálum
í landinu. Þá voru ákvæði um að
Panama og Bandaríkin fæm sam-
eiginlega með stjórn svæðisins fram
tii ársins 2000, þegar Panama átti
að taka hana alveg að sér. Banda-
ríkjunum var og skylt að greiða
gjöld til Panama vegna notkunar
sinnar á skurðinum.
Svo virðist sem Bandaríkjamenn
hafi ekki verið alls kostar ánægðir
með samning þennan, því að þeir
hafa þverbrotið ákvæði hans alveg
frá upphafi. Þeir hafa einir farið
með yfirstjóm skurðarins, þeir hafa
hætt að greiða gjöld vegna hans,
fært tekjur skurðarins til amerískra
stofnana, og aukið Tjölda banda-
rískra hermanna á herstöðvunum
án samráðs við yfirvöld Panama.
Bandaríkin skulda Panama milljónir
dollara fyrir afnot af skipaskurðin-
um.
Skipaskurðurinn í Panama er
mönnum mikið hjartans mál.
Bandaríkin vilja ógjarnan fara það-
an vegna hernaðarlegrar þýðingar
skurðarins og vegna þess að hann
færir þeim tugmilljónir dollara ár-
lega í tekjur. Panama-búar vilja
fyrir guðs skuld losna við óværuna,
þeir vilja hafa full yfirráð yfir sínu
landi og ekki vera nýlenda Banda-
ríkjanna. Krafan um yfirráðin yfir
skipaskurðinum er þjóðleg krafa,
hún á djúpar rætur meðal þjóðar-
innar, enda var samningurinn milli
Carters og Torrijos undirritaður eft-
ir mikla baráttu Panama-búa.
Þykir mér furðu sæta hvemig
fréttamenn og fjölmiðlar geta fjall-
að um Panama dag eftir dag án
þess að nefna skipaskurðinn í Pan-
ama og baráttuna fyrir því að landið
endurheimti yfirráðin yfir honum.
Þetta er kjarni málsins. Nei, þess
í stað er hamrað á því að Noriega
hershöfðingi stundi eiturlyljasmygl
og sé hinn versti maður að öllu
leyti, í fullu samræmi við þá kenn-
ingu Göbbels að sé eitthvað fullyrt
nógu oft fari menn smám saman
að trúa því. Fréttastofa Kana-
útvarpsins á herstöðinni í Keflavík
upplýsti hinn 23. desember sl. að
fundist hefðu 50 kíló af kókaíni og
5 lítrar af blóði í híbýlum Noriega
í Panamaborg, Ja, ekki var á það
bætandi, er maðurinn mannæta í
þokkabót? íslenskar fréttastofur
HÓTELSTJ ÓRNUN
Sérhæft nám í stjórnun
hótela og veitingahúsa
iðskiptaskólinn býður nú upp á sérhæft
nám fyrir þá sem hafa áhuga á stjómunar-
störfum á hótelum og veitingahúsum. Námið
er ætlað þeim er hyggjast starfa á hótelum og
veitingahúsum í framtíðinni og þeim sem
starfa þar nú þegar, en vilja bæta við þekk-
ingu sína.
Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á íslandi
undanfarín ár, fjölgun veitinga- og gistihúsa
og aukin samkeppni þeirra kallar í auknum
mæli á hæft fólk f stjórnunarstöður.
aðalfundi Sambands vcitinga- og gisti-
húsa, sem haldinn var í Stykkishólmi 26. sept.
sl., var lögð fram skýrsla frá Þjóðhagstofnun. í
henni kemur fram að störfum á veitinga- og
gistihúsum fjölgaði frá 1982-87 um 52,7%.
Einnig kom fram að á fslandi hefur erlendum
ferðamönnum fjölgað um 66% á sl. 5 árum. Á
blaðamannafundi sem Ferðamálaráð hélt ný-
lega kom fram að miðað við aukninguna frá
1984 munu úm 300 þúsund ferðamenn sækja
ísland heim á hverju ári um næstu aldamót.
Meðal námsgreina í hótel-
stjómunamaminu em:
- starfscmi hótcla og veitingahúsa
- hótelbókanir og bókimarkerfi
- fjúrmál liótcla og vcitingahúsa
- Itótelstjórnun
- markaÖsfræÖi
■ veltvangshcimsóknir og fleira ogflcira.
Námið tekur alls 160 klst. og stendur yfir 110 vikur.
Kennarar á námskciöinu eru nllir sérfræöingar á sínu
sviði og hafa reynslu af stjórnun hótela og veitinga-
húsa. Hringdu í okkur og við scndum þér bækling .
með nánari upplýsingum.
Ath. íjöldi þátttakenda er tnkmarknður.
(* Hótcl Saga hefur menntað4(K) framreiðslu- og
matrciðslumenn).
Viðskiptaskólinn
Borgartúni 24, sími 62 66 55
höfðu þann góða smekk að nefna
bara 50 k ílóin, en Ólafur Sigurðs-
son fréttamaður hjá ríkissjónvarp-
inu bætti því hins vegar við í frétt-
um sama kvöld, að Noriega væri
grunaður nauðgari og morðingi!
Bíður maður þess nú bara að Nori-
ega verði einnig sagður guðleysingi
og hommi.
Ólafur Sigurðsson lýsti yfir furðu
sinni á því að menn væru ekki ai-
mennt sáttir við innrás Bandaríkja-
manna í Panama. Ég tel frétta-
manninn væri kominn út fyrir verk-
svið sitt þegar hann er farinn að
réttlæta hernaðarlegt ofbeldi mesta
herveldis sögunnar gegn smáþjóð
Það vekur mér óhug að utanríkis-
ráðherra skuli fallinn í sömu lág-
kúru og ofangreindur fréttamaður
í viðhorfum sínum til innrásar
Bandaríkjamanna. Hans er ekki að
skjóta stoðum undir göbbelska lygi
Bandaríkjamanna um Noriega.
Bandaríkin hafa gert innrás í Pa-
nama til þess að tryggja áfram-
haldandi yfirráð sín yfir skipa-
skurðinum gegn vilja meginþorra
ibúa landsins. Hvað segir utanríkis-
ráðherra um þetta?
Menn fjargviðrast yfir „ástand-
inu“ í Panama sem Noriega var að
sögn ábyrgur fyrir og telja innrás
Bandaríkjamanna vera lausnina á
þessu „ástandi“. „Ástandið" var
ekki annað en afleiðing refsiað-
gerða Bandaríkjamanna gegn Pan-
„Eina synd Noriega
hershöfðingja var stað-
festa hans í að tryggja
endurheimt skurðar-
ins.“
ama-búum fyrir að vilja ekki gerast
handgengnir heimsveldinu. Banda-
ríkin lögðu hald á 56 milljónir doll-
ara í eigu Panama-búa í amerískum
bönkum. Þau stöðvuðu innflutning
á sykri frá Panama og hættu allir
fjárhagslegri aðstoð við landið.
Bandarískum fyrirtækjum í Pan-
ama var skipað að greiða ekki
skatta til ríkisins og Bandaríkja-
menn hættu að greiða fyrir afnot
af skurðinum. Bandarísk fyrirtæki
hættu að greiða til almannatrygg-
inga vegna starfsfólks. Þjóðarfram-
leiðsla Panama féll um 19,3% milli
áranna 1987 og 1988, innflutning-
ur matvæla minnkaði um 30% árið
1988, atvinnuleysi jókst úr 11,8%
í 16%. Fátækt jókst mjög í Pan-
ama, hlutfall íbúa er lifa undir fá-
tæktarmörkum fór úr 33% í 40%.
Þótt „ástandið“ í Panama minni því
um margt á aðstöðu þriðjaheims-
landa almennt leikur enginn vafi á
því að Bandaríkjamenn beittu það
hörðustu refisaðgerðum, umfram
þá meðferð sem fátæku löndin yfir-
leitt fá. Eina synd Noriega hers-
höfðingja var staðfesta hans í að
tryggja endurheimt skurðarins.
Eg held að íslendingar ættu að
sjá sóma sinn í því að losa sig við
þann her, sem stendur í öðrum eins
níðingsverkum og bandaríski herinn
í Panama. Þúsundir óbreyttra borg-
ara féllu í innrásinni, og voru mestu
hryðjuverkin unnin í hverfum
verkafóiks. Þarna kemur eins og
skýrt fram og hægt er að biðja um,
hvert hlutverk hans er. Raunar
þurfum við ekki nema að rifja upp
atburðina á Keflavíkurflugvelli um
daginn, þegar amerískir hermenn
réðust að fiugvirkjum sem voru að
störfum þar, neyddu þá til þess að
leggjast niður með andlitið í steyp-
una, og liggja þannig í 20 mínútur.
Valdhroki og ofbeldi Kanans er hið
sama, hvar sem er í heiminum. Því
ber að mótmæla, en ekki að rétt-
læta. Þetta gildir jafnt þótt íslend-
ingar eigi viðskiptahagsmuna að
gæta vestan hafs. Sú þjóð getur
vart talist sjálfstæð sem þorir ekki
að mótmæla ofbeldisverkum af ótta
við að missa spón úr aski sínum.
Slíkt lýsir þrælsótta og undirlægju-
hætti.
Óska ég hvassrar fordæmingar
ríkisstjórnarinnar á innrásinni í
Panama.
Höfundur erjárniðnaðamiaður.
Gcnð
góð kaup
Komið á verksmiðjuútsöluna á íslensku
bómullar- og ullarpeysunum.
Opið virka daga frá kl. 13.00-18.00
Laugardaga frá kl. 12.00-16.00
Arblik,
Smiðsbúð 9,
Garðabæ,
sími 641466.
MAGENTA I BlACK