Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 29

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1990 29 AlþýðubandalagLð feildi sameiginlegt framboð Alþýðubandalagsmenn fylgjast spenntir með atkvæðatalningu í kosn- ingu um tillögu Kristínar A. Ólafsdóttur. Kristín er lengst til hægri á myndinni og fyrir borðsendanum situr Stefanía Traustadóttir for- maður ABR. Á fundinum var felld, með 96 atkvæðum gegn 125, tillaga frá Kristínu Á. Olafsdóttur borgarfull- trúa og fleiri Éirtingarmönnum um að hefja viðræður við aðra aðila um sameiginlegt opið framboð. Jafn- framt var samþykkt með 133 at- kvæðum gegn 35 tillaga frá stjórn Atþýðubandalagsins í Reykjavík, um að hefja þegar undirbúning að framboði G-lista. 10 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Stefanía Traustadóttir formaður ABR sagði við Morgunblaðið, að það væri léttir að búið væri að taka af skarið um það hvenig félagið vilji haga framboðsmálum í Reykjavík og hún fagnaði því að tillaga stjórna um G-lista varð of- aná. Þegar Stefanía var spurð hvort átökin um framboðsmálin gætu ekki dregið dilk á eftir sér í undir- búningi og kosningabaráttu G-list- ans, sagðist hún ekki eiga von á öðru en Alþýðubandalagið í Reykjavík og óflokksbundnir stuðn- ingsmenn þess sameinaðust um G-listann þegar hann yrði lagður fram. Hrafn Jökulsson stjómarmaður í Birtingu og meðflutningsmaður að tillögu Krisínar, sagði við Morgun- blaðið, að nú lægi ljóst fyrir að hugmyndir birtingarmanna um fækkun framboðslista í Reykjavík hefðu ekki fengið hljómgrunn. Al- þýðuflokkurinn hefði gengið einna lengst en því miður hefði blaða- mannfundur flokksins á mánudag, þar sem kynntur var málefnalisti, haft slæm áhrif á félagsfund ABR. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að Birting væri nú búin að leggja sitt að mörkum, en aðrir hefðu ýmsar hugmyndir um framhaldið og hvaða leiðir eigi að fara. Þegar Hrafn var spurður hvort Birting myndi nú beita sér fyrir framboði G-listans sagði hann að hver og einn félagsmaður yrði að gera það upp við sig. „Um þessar mundir er þó ekki mikil stemmning fyrir því, innan Birtingar, að fara að vinna af krafti í flokkafram- boði,“ sagði Hrafn. Félagsfundur verður í Birtingu í kvöld um þessi mál. Kynning Alþýðuflokksins á Mál- efnalista á mánudag, setti svip sinn á fund ABR. Félagar í Birtingu voru margir þeirrar skoðunar að það hefði orðið til þess að tillaga þeirra um viðræður um sameigin- legt framboð varð undir. Össur Skarphéðinsson varaborgarfulltrúi sagði við Morgunblaðið, að Birgir Dýrfjörð formaður Eulltrúaráðs Al- þýðuflokksins hefði tapað kosning- unni fyrir Birtingu, með því að gera á þennan hátt tilraun til að kljúfa Alþýðubandalagið. „Þetta verður jafnframt til þess að Birting mun ekki klúfa sig úr úr Alþýðubanda- laginu á þessum forsendum," sagði Össur. Birgir Dýrfjörð sagði við Morg- unblaðið, þetta væri fráleit kenning. 96 atkvæði Birtingarmanna með tillögu um sameiningarframboð sýndi að það fólk gerði sér grein fyrir því, að málið snérist ekki um það hver var við skírnarveisluna og nafngiftina. Stefanía Traustadóttir sagðist einnig telja að blaðamannafundur Alþýðuflokksins hefði haft áhrif á ýmsa sem hefðu verið að velta þess- um möguleika fyrir sér. „Það sem að. mér fannst mest áberandi í umræðunni var að mönnum fannst ekki rétt að Alþýðubandalagið af- salaði sér rétti sínum til að skipta sér af borgarstjómarmálum næstu fjögur árin. Og í öðm lagi væri ákveðin mótsögn í því að tala í öðru orðinu um raddir og vald fólks- ins, og S hinu að færa málefni Reykjavíkurborgar í vald 30 manna. Fram að þessum fundi kratanna hafði umræðan fyrst og fremst snú- ist um opið eða lokað prófkjör en á það var varla minnst á fundi ABR,“ sagði Stefanía. í málefnasamningi Málefnalist- ans, sem Alþýðuflokkurinn kynnti, FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 7. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 100,00 86,00 88,76 8,515 755.765 Þorskur(ósL) 95,00 70,00 87,22 7,501 654.224 Ýsa 101,00 74,00 91,86 1,861 170.941 Ýsa(ósL) 99,00 80,00 87,19 5,874 512.139 Karfi 44,00 42,00 42,78 ■ 29,530 1.263.149 Ufsi 36,00 36,00 36,00 0,132 4.734 Steinbítur 59,00 25,00 50,77 . . 3,811 193.463 Steinbítur(ósL) 66,00 55,00 59,27 1,398 82.853 Langa 70,00 45,00 56,38 1,285 72.446 Lúða 595,00 215,00 363,35 0,201 73.033 Samtals 61,71 65,988 4.072.057 í dag verða meðal annars seld 60 tonn af þorski, 6 tonn af ýsu, 16 tonn af karfa, 20 tonn af ufsa og óákveðið magn af löngu, keilu, lúðu og hrogn- um úr bátum. FAXAMARKAÐU R hf. í Reykjavík Þorskur 60,00 60,00 60,00 0,335 20.100 Þorskur(ósl.) 90,00 71,00 87,24 14,268 . 1.244.742 Ýsa(ósL) 104,00 71,00 81,50 4,591 374.155 Karfi 58,00 44,00 44,47 20,946 931.389 Ufsi 50,00 40,00 49,45 0,438 21.660 Steinbítur 66,00 58,00 59,51 1,338 79.630 Langa 62,00 62,00 62,00 2,875 178.262 Lúða 585,00 226,00 353,65 0,316 111.575 Skarkoli 80,00 30,00 63,62 0,058 3.690 Keila 12,00 12,00 12,00 0,087 1.044 Lýsa 49,00 15,00 46,49 0,400 18.596 Rauðmagi 100,00 77,00 85,39 0,387 33.044 Samtals 65,10 47,086 3.065.309 [ dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 25 tonn af ýsu, 12 tonn af karfa og 30 tonn af ufsa úr Ottó N. Þorlákssyni RE, Freyju RE og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 90,00 68,00 83,72 50,473 4.225.786 Ýsa 100,00 67,00 86,56 9,337 808.211 Karfi 50,00 30,00 45,60 0,770 35.114 Ufsi 50,00 36,00 46,15 2,603 120.124 Steinbítur 60,00 52,00 58,93 5,204 306.674 Hlýri 59,00 59,00 59,00 0,074 4.366 Langa 57,00 57,00 57,00 1,018 58.026 Lúða 365,00 300,00 320,14 0,138 44.180 Skarkoli 60,00 - 60,00 60,00 0,082 4.920 Keila 27,50 20,00 26,48 1,944 51.480 Rauðmagi 94,00 89,00 90,90 0,105 9.545 Lýsa 40,00 40,00 40,00 0,032 1.280 Samtals 78,66 72,794 5.725.834 j [ dag verður selt óákveðið magn úr dagróðrabátum. er ákvæði um að tryggja sjálfstæði listans gegn yfirráðum stjómmála- hreyfinga. Einnig er ákvæði um að þeir 30 sem skipa framboðslistann séu borgarmálaráð flokksins, en að auki skuli þær stjórnmálahreyfing- ar sem að framboðinu standa tiln- efna 2 fulltrúa hver, sem hafi þó ekki atkvæðisrétt. Birgir Dýrfjörð sagði að kynning Alþýðuflokksins á Málefnalistanum hefði ekki átt að koma Alþýðu- bandalaginu á óvart. í málefna- samningnum væru nákvæmlega sömu atriði og fyrirvarar sem kom- ið hefðu fram í greinargerðum Al- þýðuflokksins, sem legið hefðu hjá Alþýðubandalaginu í hálfan mánuð. „Þetta sýnir mér aðeins að mitt mat á pólitískum sans þessa fólks er alveg rétt. Það virðist ekki stjórn- ast af staðreyndum stjórnmálanna heldur tilfinningum," sagði Birgir. urslitakostir. Þegar Birgir var spurður um framhald Málefnalistans sagði hann að það mál hefði aldrei staðið og fallið með marxistunum í Alþýðu- bandalaginu. Þegar hefðu haft sam- band aðilar sem segðu, að þeir ættu auðveldara með að nálgast slíkan lista, þegar Alþýðubandalagið væri frá. Þá ætti Birting eftir að taka ákvörðun um framhaldið. Alþýðubandalagsmenn fylgjast spenntir með atkvæðatalningu í kosningu um tillögu Kristínar Á. Olafssdóttur. Krisín er lengst til hægri á myndinni og fyrir borðsendanum situr Stefanía Traustadótt- ir formaður ABR. FedEx lendir ekki í Kefla- vík vegna hárra gjalda Flugleiðir og ríkið höfðu 60 millj í tekjur í fyrra vegna fiugs- ins segir Halldór Gunnarsson formaður stjórnar Flugfax ALÞJÓÐLEGA flutningaflugfélagið Federal Express (FedEx), sem fyr- ir nokkrum mánuðum yfirtók rekstur Flying Tigers, hefur nú hætt millilendingum hér á landi, að minnsta kosti um tíma. Ástæða þess er sú, að forráðamenn flugfélagsins tclja afgreiðslugjöld hér of há miðað við hve flutningar héðan austur um eru í smáum stíl nú. FedEx þarf að greiða Flugleiðum fast gjald án tillits til þess, hvort héðan eru flutt 3 tonn eða 30. Vegna síðasta árs hafa verið greiddar um 60 milljónir króna í afgreiðslu-, lendingar- og bensíngjöld vegna lendinga flugfé- laga á vegum Flugfax. Halldór Gunnarsson, formaður stjórnar Flugfax, sem hefur umboð hér á landi fyrir FedEx, segir þetta ástand óviðunandi. Vöruflutninga- flugfélög í Evrópu kjósi heldur að lenda á alþjóðlegum flugvöllum eins og Shannon í írlandi, Prestwick og Luton í Bretlandi, Ostende í Belgíu og Billund í Danmörku, þar sem af- greiðslugjöld séu tengd því hve mik- il fragtin er hvetju sinni. Með því móti geti flugfélög lent þar fyrir til- tölulega minni fragt en þar sem fast afgreiðslugjald er, eins og í Hels- inki, Ósló og Kaupmannahöfn. Þess- ir flugvellir séu fyrst og fremst fyrir farþegaflug og taki þess vegna mun hærra afgreiðslugjald en hinir, sem sérhæfl sig í þjónustu við flutninga- vélar. Þegar Flugleiðir miði af- greiðslugjöld sín við aðra, noti þeir aðeins farþegaflugvellina, ekki hina, sem vöruflutningamir fari um. „Við gripum til þess ráðs nú í vikunni að senda ferskan lax með flugi til Jap- ans um New York. Það er auðvitað nauðvöm og hvert framhaldið verð- ur, er óljóst. Mér virðast allir tapa á þessum aðferðum," segir Halldór Gunnarsson. ' „Vegna síðasta árs hafa verið borgaðar til Flugleiða um 20 milljón- ir króna vegna lendingar- og af- greiðslugjalda af flugi flugfélaga á vegum Flugfax. í lendingargjöld til ríkissjóðs hafa farið um 30 milljónir og í sérstakan eldsneytistoll 12 millj- ónir, sem renna beint í ríkissjóð. Það er ekki nóg að við þurfum að borga hæstu afgreiðslugjöld, sem þekkjast í fragtflugi, heldur borgum við einn- ig hæstu eldsneytisskatta, sem um getur. Við höfum farið fram á það, að flugfélög, sem lendi hér reglu- lega, einu sinni í viku eða oftar, fái afslátt, sérstaklega í ljósi þess, að alls ekki er hægt að leggja að jöfnu vöruflutninga og fólksflutninga hvað gjöld varðar. Því má ekki gleyma að við emm fyrst og fremst að þjóna útflytjendum. Til þess að auka þjónustu okkar sem mest, bæði hvað varðar flutn- inga á fiskmeti til Japans og Banda- ríkjanna og flug með reiðhross til Bandaríkjanna, var rætt við flugfé- lög, sem vom með áætlun yfir landið, en lentu ekki. Þá snémm við okkur til PanAm sem sterks aðila á þessum vettvangi og sömdum við félagið á granni loftferðasamnings íslands og Bandaríkjanna. Samningur Flugfax við PanAm gefur útflytjendum möguleika á ör- uggum reglubundnum vikulegum ferðum og þurfa þeir ekki að tryggja nema 10 tonn í hveija ferð. Áður þurftu þeir að reiða sig á ótryggt leiguflug og tryggja mun meira magn í hveija ferð, eða minnst 30 tonn. Nú ríður á að stjómvöld taki ákvörðun og marki stefnu hvað varð- ar vömflutninga í lofti, sérstaklega« þá, sem um keflavíkurflugvöll fara. I um það bil ár hefur Flugfax barizt fyrir útflytjendur á þessu sviði. Við höfum ekki fengið eina einustu krónu úr opinberam sjóðum, en orðið að gjalda það dýra verði að búa við ein- okun á sviði vöraflutninga og af- greiðslu flugvéla. Á sama tíma hafa þeir, sem einokunarinnar njóta og ríkið, haft tekjur af starfí okkar sem nema um 60 milljónir króna,“ segir Halldór Gunnarsson. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Bankaeftirlitið á að veita almennar upplýsingar um starfsreglur bankanna JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, heftir svarað fyrirspurn Ólafs Hannibalssonar um upplýsingaskyldu bankaeftirlitsins. Morgunblaðið sagði frá fyrirspurn Ólafs og svar ráðherrans fer hér á eftir: um þær reglur sem viðskiptabankar hafa sett sér um þetta efni og bankaeftirlitið hefur látið í té álit, sitt á. Slíkar upplýsingar verða jafn- an að vera þannig veittar að virt sé bankaleynd varðandi viðskipti einstakra manna eða fyrirtækja og nauðsynleg varúð sýnd vegna sam- keppni banka innbyrðis. Ráðuneytið hefur komið þessu áliti á framfæri við bankaeftirlitið.“ „í bréfí yðar, dags. 31. janúar síðastliðinn, sem ráðuneytinu barst 2. þessa mánaðar, óskið þér eftir því að ráðuneytið láti í ljós álit sitt á Upplýsingaskyldu bankaeftirlits- ins varðandi reglur settar skv. 5 mgr. 21. gr. laga nr. 86/1985 sbr. lög nr. 32/1989 um hámark lána til einstaks lántakanda og trygging- ar fyrir lánum hjá viðskiptabönkum. Ráðuneytið telur eðlilegt að banka- eftirlitið veiti almennar upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.