Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 2

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 Mál tvímenning- anna í rannsókn Verbúðarbryggjan rifin Verið er að rífa gömlu verbúðarbryggjuna í Austur- höfninni í Reykjavík enda ónýt og komin til ára sinna. „Við bryggjuna var prammi, þar sem hafsögubátarnir lágu við en hann var orðinn ónýt- ur og hefiir verið sökkt," sagði Hannes Valdimarsson haftiarstjóri. Verið er að skipuleggja haftiar- svæðið á ný og eru uppi hugmyndir um að l stað verbúðarbryggjunnar komi smábátahöfn, og flot- bryggjur. I fjárhagsáætlun borgarinnar er gert ráð fyrir 6 milljónurn til framkvæmdanna í fyrsta áfanga, en hver endanlegur kostnaður verður ræðst af stærð haíharinnar að sögn Hannesar. Tafir á vaxtalækkunum Landsbanka og Samvinnubanka: Tkfír á vaxtalækkunum eru afskapleg-a óheppilegar - segir Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ - Eins og um var talað, segja bankamenn LANDSBANKINN og Samvinnubankinn lækkuðu ekki vexti af almenn- um skuldabréfum til jafns við hina bankana þann 1. febrúar, eins og viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir höfðu gefið yfírlýsingu um að gert yrði, í bréfí til samtaka atvinnulífsins í kjarasamningaviðræðum um síðustu mánaðamót. Þetta segir Ari Skúlason hagfræðingur ASI vera afskaplega óheppilegt þegar allir aðilar lqarasamningsins reyni að leggjast á eitt til að tryggja framkvæmd hans. Talsmenn bankanna segja skýringuna vera tæknilegs eðlis og framkvæmdin sé í ftillu sam- ræmi við það sem aðilum fór í milli meðan á samningaviðræðum stóð. MÁL mannanna tveggja sem lentu í hafvillum í 4,5 tonna báti um 6 sjómílur norður af Kögri síðastlið- inn þriðjudag er í rannsókn. Mennirnir flugu til Akureyrar frá Egilsstöðum í gær eftir að blóð- prufa hafði verið tekið af þeim, en þeir eru grunaðir um að hafa verið ölvaðir á bátnum auk þess sem engin sjókort, voru um borð. Bæjarstj ómarkosn- ingar á Akureyri: * Ulfhildur og Þórarinn í efstu sætum Framsókn- arflokksins Akureyri ÚLFHILDUR Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- samlagsstjóri verður í öðru sæti. Þetta var samþykkt á fundi full- trúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri í gærkvöld. Gísli Kristinn Lórenzson formaður uppstillinganefndar sagði að mikil eining hefði ríkt á fundinum um þann lista sem nefndin hefði sett saman og að hann hafi verið sam- þykktur mótatkvæðalaust. Úlfhildur Rögnvaldssdóttir sem skipar fyrsta sæti listans hefur setið tvö kjörtíma- bil í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Framsóknarflokkinn. í 2. sæti verður Þórarinn E. Sveinsson, Jakob Bjömsson í því 3., Kolbrún Þormóðsdóttir í 4., Sigfríður Þorsteinsdóttir í 5. Þorsteinn Sig- urðsson í 6., Þóra Hjaltadóttir í 7. Ársæll Magnússon í 8., Stefán Vil- hjálmsson í níunda og Gunnhildur Þórhallsdóttir í 10. Páll H. Jónsson verður í 11., Björn Snæbjörnsson í 12, Sólveig Gunnars- dóttir í 13., Siguróli Kristjánsson í 14, Bragi Bergmann í 15., Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir í 16., Stefán Jóns- son í 17. Guðmundur Stefánsson í 18., Ásgeir Arngrímsson í 19. og Gísli Konráðsson í 20. í 21. sæti Stefán Reykjalín og Sigurður Jó- hannesson verður í 22. sæti. Lögreglan flutti mennina frá Borgarfirði Eystri til Egilsstaða þar sem blóðprufa var tekin, en síðan var þeim sleppt. „Málinu verður fram haldið með eðlilegum hætti eins og gerist og gengur, þegar menn eru granaðir um brot á áfengislöggjöf,“ sagði Láras Bjarnason sýslumaður í Seyðisfirði, sem bað um að menn- irnir yrðu sóttir og fluttir til Egils- staða, þar sem eini læknirinn á svæðinu væri þar. „Það er búið að gera ráðstafanir til þess að það verði teknar skýrslur af mönnunum á Akureyri sem fyrst og síðan verða teknar skýrslur af þeim vitnum, sem þarna vora.“ Það voru liðsmenn slysavarna- sveitarinnar Sveinunga sem sigldu upp að bátnum þar sem hann var í hafvillum um 6 sjómílur norður af Kögri. Einn þeirra fór um borð í bátinn og var honum siglt til Borgar- fjarðar eystri þar sem hann kom til hafnar á þriðjudagskvöld. í bréfi bankanna og sparisjóðanna til aðila kjarasamninganna segir: „Stjórnendur banka og sparisjóða era reiðubúnir að leggja til við bankaráð og stjómir sparisjóða að algengustu vextir almennra skulda- bréfalána verði lækkaðir um um það bil 7% hinn fyrsta febrúar næstkom- andi. Vextir þessir námu að meðal- tali 29,3% hinn 21. janúar síðastlið- inn. Aðrir vextir verði lækkaðir til samræmis." Ari Skúlason segir vaxtalækkun- ina greinilega ekki hafa gerst hjá Landsbanka og Samvinnubanka. „Mér finnst afskaplega óheppilegt, þegar við eram að byija þetta samn- ingstímabil og við prédikum það að allir verði að leggjast á eitt um að reyna að halda þessum ramma, yið reynum að koma í veg fyrir að félög innan okkar raða fari út fyrir ramm- ann og atvinnurekendur reyna að fá sína félaga til að hækka ekki verð og svo framvegis, að þá komi stærsti banki landsins svona fram og lækki ekki vexti miðað við það sem Samband viðskiptabankanna er búið að gefa yfirlýsingu um,“ segir Ari. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans segir ástæðu þessa vera þá, að sendir séu út greiðsluseðlar til viðskiptamanna með um það bil tíu daga fyrirvara. „Til þess að upphæðin sem er á seðl- inum sé hin sama og sú upphæð sem menn eru að borga þá er þetta gert þannig," segir hann. Brynjólfur segir þessa aðferð vera notaða hvort heldur sem verið sé að lækka vexti eða hækka þá. Hann segir að þann 11. febrúar verði algengustu skuldabréfavextir Landsbankans af óverðtryggðum lánum 22,5%. Þeir hafi verið 29,25% 21. janúar og lækkað í 27,75% 1. febrúar. 7% lækkunin verði því orðin þann 11. febrúar. Geir Magnússon bankastjóri Sam- vinnubankans segir framkvæmd vaxtalækkunarinnar vera í fullu samræmi við viðræður fulltrúa bank- anna og aðila vinnumarkaðarins. Gerð hafi verið grein fyrir því munn- lega, að lækkunin gæti ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en 11. febrúar vegna þegar útsendra gíró- seðla, og á það hafi verið sæst. Geir segir að vextirnir hafí verið lækkað- ir um 2% 1. febrúar og verði lækkað- ir um önnur 6% þann 11. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ segir það auðvit- að valda vonbrigðum að Lands- bankinn skuli ekki hafa staðið við það sem kemur fram í yfirlýsing- unni. „Hins vegar hefur Valur Arn- þórsson bankastjóri Landsbankans fullvissað mig um, að það hafí verið tæknilegir örðugleikar sem ollu því að þetta kom ekki til framkvæmda 1. febrúar og að þetta muni koma til framkvæmda núna við næstu vaxtabreytingu þann 11.,“ sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. Rútubíll út af á Reykja- nesbraut Keflavík. ÁÆTLUNARBIFREIÐ frá Sér- léyfísbifreiðum Keflavíkur á leið til Reykjavíkur fór útaf af Reykja- nesbrautinni rétt fyrir tvö í gær. Engan sem var í bílnum sakaði. Orsakir óhappsins vora þær, að ökumaður rútunnar var að víkja fyr- ir fólksbíl sem var að fara fram úr annarri bifreið og kom á móti rút- unni á öfugum vegarhelmingi. Skipti engum togum að rútan rann stjóm- laust út af veginum, en ökumaður fólksbifreiðarinnar hélt sínu striki eins og ekkert væri og hvarf út í buskann. Óhappið varð við gatnamótin í Innri-Njarðvík og var bæði hálka og snjókoma þegar atburðurinn átti sér stað. Greiðlega gekk að ná rútunni upp á veginn aftur með aðstoð veg- hefils og urðu litlar sem engar skemmdir á henni. T)I, Haftiarfjörður: Drengurinn heill á húfi LÖGREGLAN í Hafnarfirði Iýsti í gærkvöldi eftir fimm ára dreng, sem saknað var að heiman. Drengurinn fannst skömmu síðar heill á húfi. Hafði hann, að sögn lög- reglu, brugðið sér í óvenju langa gönguferð og hafði verið á fjórða klukkutíma úti við þegar hann fannst um tíuleytið í gærkvöldi. Heimildir fj ár lagafrumvarp s til kaupa á dagblöðum þrefaldaðar Fjármálaráðuneytið hefiir óskað eftir því við dagblöðin sex að kaupa af þeim 750 eintök hverju um sig, sem dreifa skal til hinna ýmsu stoftiana ríkisins. Er þetta gert í samræmi við breyttar heimildir í fjárlögum, en áður voru heimiluð kaup á 250 eintökum af hverju blaði. Morgunblaðið hefiir óskað nánari skýringa á þess- ari breytingu, en DV hyggst afgreiða hana. Miðað við núverandi áskriftargjöld eru útgjöld ríkisins á þessu ári vegna þessa áætluð 54 milijónir króna. í bréfi Haralds Sveinssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, til fjármálaráðuneytisins er óskað eftir upplýsingum um, hvort það sé ætlun ráðuneytisins að færa kaup á þessum dagblöðum undir þann lið ijárlaga sem heitir „Styrkur til dagblaða skv. tillög- um stjórnskipaðrar nefndar“. Ef svo sé ekki er óskað upplýsinga um undir hvaða lið fjárlaga gjald vegna þessara 750 áskrifta eigi að færast. Síðan segir: „Morgun- blaðið hefur ávallt hafnað styrkj- um til útgáfu sinnar og mun ekki geta selt áskrift að blaðinu, sem flokkast gæti undir styrkjahug- takið.“ Hörður Einarsson, fram- kvæmdastjóri DV, sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða þetta erindi fjármála- ráðuneytisins, þar sem þarna væri einfaldlega um að ræða pönt- un á dagblöðum og tilgreint hverj- ir ættu að fá þau, eins og um hverjar aðrar áskriftir væri að ræða. Því væri ekki hægt að líta á þetta sem styrki þar sem blöðin væru látin af hendi til tiigreindra aðila. Þetta væri _ eins og hver önnur blaðasala. „Eg get ekki séð að við getum neitað fjármálaráðu- neytinu um að selja þeim þessi eintök,“ sagði Hörður. Hann sagði að það hefði ekki verið tekið sam- an, hvort þarna væri um aukningu á kaupum ríkisins að ræða, en auðvitað hefði verið talsvert um það að ríkisstofnanir hefðu keypt blaðið. Mörður Árnason, upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðherra, sagði að ráðherra hefði ákveðið að nýta þessar heimildir í fjárlögum. Önn- ur sé upp á 250 eintök og sé óbreytt frá fyrri fjárlögum. Þau eintök fái stjórnarráðið og nokkr- ar stofnanir ríkisins. Hin heimildin sé um 500 eintök til viðbótar og fari þau til skóla, heilbrigðisstofn- ana og nokkurra þjónustustofn- ana að auki. Síðari heimildin kom inn í fjárlög nú að tillögu hóps þingmanna og hafi Páll Pétursson verið fyrsti flutningsmaður. Hann líti ekki svo á, að um styrki til dagblaða sé að ræða, enda hlyti jnngið að hafa orðað það þannig, ef það hefði verið ætlunin. Mörður sagði, að þetta væri tilraun til að koma reglu á þessa hluti í samræmi við það sem lög- gjafínn ætlaðist til. Samkvæmt vilja löggjafans kaupi ríkið 750 eintök af hveiju hinna sex dag- blaða og útdeili þeim til þeirra stofnana sem ríkið tiltaki. Hann sagði, að þær reglur sem gilt hefðu um þetta áður virtust hafa verið fremur óljósar. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið í ár eru auk þess sem að framan greinir veittir styrkir til blaðaútg- áfu samkvæmt tillögum stjórn- skipaðrar nefndar að upphæð 61,830 milljón. Stjórnmálaflokk- arnir fá þessa styrki til ráðstöfun- ar og hafa Tíminn, Þjóðviljinn, Alþýðublaðið og Dagur á Akur- eyri, fengið þá til sín í mismun- andi miklum mæli. Þá fá þing- flokkarnir 26,140 milljónir til út- gáfumála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.