Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 33
MQfiGVNBURip FI^TypAGHfir8. J^RljAR (99(L 33 CARPENTER GEGN FRJÁLSHY GGJUNNI Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn Þeir lifa - They Live Leikstjóri John Carpenter. Handrit Frank Armitage. Aðal- leikendur Roddy Piper, Keith David, Meg Foster, Bandarísk. Gerð 1989. Los Angeles í náinni framtíð. Landshornaflakkarinn og krafta- karlinn Piper kemst að því að ekki er allt sem sýnist í stórborginni og er hann kemst yfir leyndardóms- full gleraugu, leynir sér ekki hvað hrjáir borgarbúa. Öfl utanúr geimnum hafa numið land og hyggjast leggja undir sig Móðir jörð með því að hagnýta sér pen- ingagræðgi okkar og aðrar lág- hvatir. En böggull fylgir skamm- rifí; eftir að vér höfum ánetjast lastagildrur geimveranna umtum- ast útlit okkar til hins verra, það er þó ekki sýnilegt nema með fyrr- nefndum gleraugum - sem fundin eru upp af byltingarmönnum, Örlítil ádeila í bland á lífsgæða- kapphlaupið og villuráfandi neyslu- þjóðfélagið sem á sér þann draum æðstann að alt sé falt fyrir fé. En frekar verður hún léttvæg talin. Carpenter keyrir myndina lengst af á góðri ferð um slömmhverfi framtíðar, persónur og samræður í teiknimyndastíl. Piper stendur sig bara nokkuð vel og glæðir sögu- hetjuna, sem óð og uppvæg ræðst á móti ofureflinu með kjafti og klóm, nauðsynlegu skopskyni. En því miður, þegar myndin er skoðuð gleraugnalaust, kemur í ljós að hér er heldur slakur Carpenter á ferð, einkum undir lokin. Þessi athyglis- verði leikstjóri, sem gerði hveija topp-B-myndina á eftir annarri, (Dark Star, Assault on Precinct 13, The Thing, Halloween, Escape From New York, svo aðeins nokkr- ar séu nefndar), er bersýnilega á dapurri niðurleið einsog sjá má á þessari mynd og þeirri næstu á undan, (Prince Of Darkness). Þó á karlinn sína góðu spretti í þeim báðum og hugmyndimar að baki þeirra lúnknar. Nú er bara að bíða og vona að Eyjólfur hressist . . . H SIGURÐUR Ingvarsson líffræðingur varði doktorsritgerð í sameindalíffræði hinn 27. október sl. við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Frá 1984 hefur Sig- urður stundað rannsóknir á krabba- meinsgenum og á hvem hátt örvun þeirra leiðir til æxlismyndunar. Nið- urstöður rannsókna hans hafa m.a. lýst yfirfærslu c-myc gensins til gena ónæmisglóbúlína í spendýra- fmmum. Myc genið gegnir mikil- vægu hlutverki í fmmuskiptingu og fmmusérhæfingu og litninga- yfirfærslan leiðir af sér truflun á stjórn þess. Samfara þessu verður óhófleg frumuskipting og ónóg sér- hæfing, sem einkennir æxlisvöxt. Einnig hefur Sigurður einangrað og lýst áður óþekktu geni, Bmyc. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975 og_ BS-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1979. Hann starf- aði á frumulíffræðideild Rann- sóknastofu Háskólans v/Bar- ónsstíg, við rannsóknir á horm- óna-viðtökum í bijóstakrabbameini frá 1981—1984. Sigurður er sonur Guðlaugar Þórarinsdóttur og Ingvars Sigurðssonar sérleyfis- hafa. Kona Sigurðar er Þórunri Marsilia Lárusdóttir hjúkrunar- fræðingur og eiga þau þijú börn. Þómnn lauk framhaldsnámi í krabbameinshjúkrun 1988 við Ka- rolinska Institutet í Stokkhóimi. Dr. Sigurður Ingvarsson ■ UNDIRBÚNINGUR fyrir ís- landsmeistarakeppni unglinga í fijálsum dönsum er hafinn. Keppnin fer nú fram 9. skipti í röð. Það er sem fyrr félagsmiðstöðin Tónabær /og íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur sem standa fyrir keppninni. Allir ungl- ingar búsettir á landinu á aldrinum 13—17 ára, það er, fæddir 1973— 1976, hafa rétt til þátttöku. Keppt er í tveimur flokkum, i einstaklings- dansi og hópdansi. Undanúrslit fara fram í 8 kjördæmum landsins og sjá þátttakendur um að skrá sig til keppni í sínu kjördæmi. í undanúr- slitum em keppnisstaðir þessir: Reykjavík, Félagsmiðstöðin Tónabær. Reykjaneskjördæmi, Félagsmiðstöðin í Grindavík. Vesturland, Félagsmiðstöðin Arnardalur, Akranesi. Vestfirðir, Sponsið, ísafirði. Norðurland vestra, Hótel Mælifell, Sauðár- króki. Norðurland eystra, Dyn- heimar, Akureyri. Austurland, Félagsmiðstöðin Atom, Neskaup- stað. Suðurland, Félagsmiðstöð gagniræðaskóla Selfoss, Selfossi og Félagsheimilið í Vestmanna- eyjum. Upplýsingar um hvenær undanúrslit fara fram er að fá á hveijum keppnisstað fyrir sig, en undanúrslit fyrir Reykjavík fara fram í Tónabæ 9. mars. Úrslita- keppnin fer síðan fram föstudaginn 16. mars, í Tónabæ. Skráning í keppnina er hafin. Lokaskráningar- dagur fyrir undanúrslit í Reykjavík er 2. mars. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armula 29 R.>yk|avik simi 38640 Kork'O^Plast Sœnsk gœðavara í 25 ár. KORK O PLAST « meö slitsterka vmylhúö og notaö á gótf sem mikiö mæöif á. svo sem á flugstöövum og á sjúkrahúsum. KORK O PtAST er auövelt aö príta og pargilegt er aö ganga á pvf Sértcga hentugt fynr vfnnustaöi. banka og opinberar skrtfstofur KORK O PLAST byggw ekki upp spennu og et mikiö notaö f töMjhcröergjum KORK O PLAST farst ( 13 mismunandi korkmynstrum SaanMB. si og auöbnf .. tstc'. „M. ; MrM i imt ÓKEYP1S AUGLYSINGAR TILSÖLU Loðnuflokkunarvél Loðnuflokkunarvél til sölu. Hentar vel fyrir lítið frystihús. Upplýsingar í síma 13903. KENNSLA Námskeið fyrir sjókokka verður haldið í matreiðsluskólanum OKKAR dagana 19. til 23. febrúar. Upplýsingar í síma 651316 frá kl. 13.00 til 19.00. 5JÁLFSTJEÐISFLOKICURINN FÉLAGSSTARF Umræðuhópur um skattamál Fundur verður hjá umræðuhópi Heimdallar um skattamál (-Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Félagsmenn eru hvattir til að koma. Stjórn Heimdallar. I IFIMlJAI.l.UK F ■ U S Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna f Garðabæ Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu, Lyngási 12. Fundarefni: 1. Ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum 26. maí 1990. 2. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna I Garðabæ. Sjálfstæðisfólk Hafnarfirði Sjálfstæðiskvennaféiagið Vorboði, Hafnarfirði, heldur námskelð í ræðumennsku og fundarsköpum í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu, mánudaginn 12. febrúar kl. 20.30, miðvikudaginn 14. febrúar og laugardaginn 17. febrúar. Leiðbeinendur verða Guðmundur Á. Tryggvason og Hafsteinn Þórð- arsson. Stjórn Vorboðans. Hlutabréfakaup almennings - Er stíflan að bresta? - í lok siðasta árs stórjókst sala á hlutabréfum á almennum markaði. Almenningur notfærði sér óspart skattafrádrátt vegna hlutabréfa- kaupa og æ fleiri fyrirtæki leita nú eftir þátttöku almennings í starf- semi sinni með hlutafjárútboðum. Þetta eru mikil og góð tíðindi. Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til almenns fundar um þetta mál í Valhöll fimmtudaginn 8. febrúar nk. kl. 17.00. Málshefjendur verða: Friðrik Sophusson, alþingismaður, Baldur Guðlaugsson, stjórnar- formaður Hlutabréfasjóðsins hf. og Hlutabréfamarkaðarins hf. og Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar hf. Fundurlnn er öllum opinn. Allt áhugafólk um þátttöku almennings f atvinnurekstri er hvatt til að koma. Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Borgarnes - prófkjör Prófkjör fer fram í Sjálfstæðishúsinu helglna 10. og 11. febrúar nk. kl. 14.00-18.00 báða dagana. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verðurfimmtudaginn 8. og föstudag- inn 9. febrúar í Sjálfstæðishúsinu kl. 17.00-19.00 báða dagana. Eins er hægt að greiða atkvæði utankjörfundar á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins i Valhöll í Reykjavik vikuna fyrir kjördag á venjulegum skrif- stofutíma. Rétt til þátttöku hafa allir stuðningsmenn Sjálfstæöisflokksins í Borgarnesi, sem kosningarétt hafa á kjördag 26. maí 1990. Tölusetja skal nöfn frambjóðenda frá 1-7 eins og kjósandi vill að efstu sæti listans verði skipuð. Nöfn frambjóðenda eru: Ari Björnsson, rafiðnfræðingur, Bjarki Þorsteinsson, nemi, Björn Jóhannsson, bifreiðasmiður, Guðlaugur Þór Þórðarson, háskólanemi, Guðmundur Ingi Waage, trésmfðameistari, Hálfdán Þórisson, bifvélavirki, íris Grönfeldt, íþróttafræðingur, Ingibjörg Hargrave, skrifstofumaður, Ósk Bergþórsdóttir, húsmóðir, Óskar Þór Óskarsson, vélamaður, Sigrún Sfmonardóttir, fulltrúi, Skúli Bjarnason, heilsugæslulæknir. Bílaþjónusta verður prófkjörsdagana fyrir þá sem á þurfa að halda til að komast á kjörstað. Síminn er 71460. Takið þátt - hafið áhrif. , .. . S/álfstæðisfélogm. ¥ ÉLAGSÚF I.O.O.F. 11 = 171287'h = Þb.' • I.O.O.F. 5 = 1712808V2 = BR. □ St.'.St:. 5990287 VIII Ungt fólk fáM með hlutverk ÍjM YWAM - ísland Minnum á samkomuna í Sel- tjarnarneskirkju i kvöld kl. 20.30 og fundinn á laugardag kl. 15.00. AD-KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstig 2b. Tákn tímanna II. Ástráður Sigursteindórsson. Útivist Skíðagönguferð Bláfjöll - Krísuvík Helgarferð 10.-1 T. febr. Gengin góð leið frá Bláfjöllum til sjávar. Gist í Herdlsarvík. Áfram á sunnudag. Brottför laugardag kl. 09.00 um morguninn frá BSÍ- bensinsölu. Verð kr. 1600. Miðar á skrifstofu, Grófinni 1, slmi/sim- svari 14606. Sjáumstl Útivist. Hjálpræðis- herinn Kirkjusfræti 2 Samkoma f kvöld kl. 20.30. Hilde Dagfinnrud talar. Börn syngja. „Herkaffi". Verið velkomin. Skipholti 50B, 2. hæð Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n)! Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19 Föstudaginn 9. febrúar kl. 20.00 flytur Dr. Steinþór Þórðarsson erindi sem nefnist: „Syndin sem ekki veröur fyrirgefin". Allir eru velkomnir. fomhiálp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Kór- inn tekur lagiö. Samhjálparvinir gefa vitnisburðl mánaðarins. Allir velkomnir. Samhjálp. Seltjarnarneskirkja Samkoma á vegum Seltjarnar- neskirkju og Ungs fólks með hlutverk I kvöld kl. 20.30. Léttur söngur og fyrirbænir í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og félaga. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19533. Helgarferð íTindfjöll 2. til 4. febrúar Gist I góðum skála. Tilvalin ferð fyrir gönguskíðafólk. Nægur snjór. Gengið á Tindfjallajökul. Farmiðar og uppl. á skrifst. Pantið tímaniega. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Munið sunnudferðirnar 11. febrúar 1. Kl. 10.00: Fljótshlíð í vetrar- búningi - Seljalandsfoss - Breiðabólsstaðarkirkja. ökuferð. 2. Kl. 13.00: Undir Brimnesi á stórstraumsfjöru. Skemmtileg gönguferð. 3. Kl. 13.00: Skíðaganga á Mosr fellsheiði. Verið með. Ferðafélag (slands, félag fyrir þig. VEGUMNN Knstið samfélag Vegurinn, kristið samfélag, Túngötu 12, Keflavík Samkomur þessa viku með gest- um frá USA: Fimmtudag kl. 20.30, Túngötu 12, Keflavík. Föstudag kl. 20.30, veitinga- húsið Glóðin, Hafnargötu 62, Keflavík. Laugardag kl. 10.00-15.00, veit- ingahúsið Glóðin, Hafnargötu 62, Keflavík. Ath. að þeir, sem ætla að koma laugardag, þurfa að tilkynna þátttöku i síma 92-13993 fyrir fimmtudagskvöld. Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. ■■■■■■■ í*wn>iMswg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.