Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990 17 eftir Jón Maríasson Mér verður oft hugsað til þess vandamáls sem hlýst af notkun eit- urlyfja, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum. Eiturlyfjaneysla í Bandaríkjunum er hrikaleg. Þetta vandamál hefur aukist verulega í Evrópu. Eiturlyfjaframleiðendur og eiturlyfjasalar svífast einskis til að koma þessu vímuefni á markað, jafnvel tilbúnir að hefja stríð og myrða fólk með köldu blóði, sem reynir að standa í vegi fyrir þeim. Og ekki batnar ástandið í Evrópu er þegnar EB-ríkjanna þurfa ekki lengur að hafa persónuskilriki á milli landa. Þessi ráðstöfun mun enn frekar auka á þann vanda sem fyrir er, því mestu eiturlyfjasmygl- ararnir geta leikið lausum hala og ekkert viðlit að hafa neitt eftirlit með ferðum þeirra. Þá er spurning- in: Er ísland ekki þar með komið í enn meiri hættu en nokkru sinni fyrr? Geta íslendingar spornað við þessari hættu með nokkrum ráðum? Þessi litla þjóð hefur ekki efni á því að missa æskufólk sitt á vit eiturlyfja. En hvað er til ráða? Ég hef oft velt þessu fyrir mér og fólk ætti einnig að vega og meta þennan hrikalega vanda án nokkurra for- dóma. Ég skil það mæta vel að þeir aðstanendur sem eiga um sárt að binda vegna barna sinna eða annarra ættingja eigi erfitt með að skilja eða sætta sig við þá hugmynd sem ég hef fram að færa í þessu máli. Einnig ætti almenningur ekki að dæma fyrirfram í þessum efnum. Það sem ég hef í huga er að komið verði á stofn deild, t.d. á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, sem hefði það verkefni að sinna þeim eitur- lyfjasjúklingum sem verst eru haldnir og engan bata eiga vísan. Að þessir sjúklingar fái sinn ákveðna skammt á hveijum degi, þá þurfa þeir ekki að stunda inn- brot eða aðra ólöglega starfsemi áfram eða vera baggi á sínu vensla- fólki með peninga fyrir þessum lyfj- um. Ennfremur gætu þeir aðilar sem nú vissu að þeir ættu þennan stað vísan hjálpað yfirvöldum að koma í veg fyrir að nýir bættust í þennan höp og ennfremur gætu þeir hjálpað til við að koma upp um eiturlyfjasala, því það veit enginn betur en þetta fólk hvar þá er að finna. Ef þetta tækist þá mundu eiturlyfjasalar komast að því að enginn markaður er fyrir eiturlyf, þá mundi þessi sala leggjast niður. En ef til kæmi að eiturlyfjasali næðist þá ætti slíkur að fá þyngri dóm en maður fær fyrir morð. Morð er ekki neitt til að hafa í flimt- ingum, en þar er þó hreinlegar stað- Jón Maríasson „Það sem ég hef í huga er að komið verði á stofn deild, t.d. á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, sem hefði það verkefni að sinna þeim eiturlyfjasjúkling- um sem verst eru haldnir og engan bata eiga vísan.“ ið að verki en að vera að drepa fólk í langan tíma með eiturlyfja- skömmtum. Auðvitað verður að setja reglur um þetta og hafa strangt eftirlit og aðhald. Við verð- um að skilja það að þetta vandamál er til staðar og ekki hægt að loka augunum fyrir því. Þess vegna verður að taka á þessu máli með skynsemi en ekki með hávaða og einnig má ekki taka þá með neinum silkihönskum sem verða uppvísir að því að gera ungt fólk að eitur- lyijaneytendum. Stundum er þetta fólk sem á börn sjálft. Mér er ógern- ingur að skilja hvað svona fólk hugsar yfirleitt. Ég á von á því að það verði umræður um þetta mál og skiptar skoðanir en í öllum bæn- um hafið þær málefnalegar en ekki bara skítkast. Þetta er íslensk æska sem verið er að fjalla um. Höfundur er fyrrverandi framreiðslumaður. -SWMK fKAMUK SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 .t ■ . fll,aL pottaplontur með 30% afslætti Komið í Blómaval og gerið góð kaup áeá tÉbeúú keíÉsíd HIGH-DESERT BLÓMAFRJÓKORN high-desert fresh raw granuies 'Et V/EI.QHT -i LB.-227 - Jtl C C POUÍH COMPAH’ ^onso ALE, ARIZÖNA 852 3EST heauth EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 685300 Eitiuiyfja- vandamálið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.