Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 17 Kristján Pálsson „Ráðamenn þjóðarinn- ar eru flestir búsettir á svæði Hitaveitu Reykjavíkur og því komnir úr tengslum við fólkið“ Tölurnar tala þó sínu máli og þegar við bætast tölur um fólksflótta til Reykjavíkur þá ættu augu flestra að opnast. Ef spá Byggðastofnunar um að 20 þús. manns flytjist af landsbyggðinni til Reykjavíkur á næstu 20 árum, þá virðist augljóst að þeir sem eftir eru þurfi að greiða enn hærra verð fyrir sína raforku, ef þessi hluti orkugeirans á að skila sömu tekjum til dreifistöðva raf- magns og Landsvirkjunar. Eg tel þó augljóst að það verði ekki hægt, það gefur augaleið að ef ekkert verður að gert í þessum efnum þá sitja dreifistöðvamar og Lands- virkjun uppi með byggðalínur og dreifikerfi á hálfum eða engum af- köstum. Landsvirkjun Er Landsvirkjun samkeppnisað- ili? Að mati Landsvirkjunarmanna er það ekki nema stundum. Dæmi um samkeppni af þeirra hálfu var árið 1988, þegar ákveðið var að lækka raforkuverð til húshitunar vegna samkeppni við olíu. Spurn- ingin er sú hvort ekki sé tímabært að líta á Hitaveitu Reykjavíkur sem samkeppnisaðila um húshitunar- markaðinn? Ef það yrði til að opna augu manna, þá má kalla Hitaveitu Reykjavíkur innlendan samkeppnis- aðila. Til að mæta þeirri samkeppni og sýna fólki, sem notar rafmagn til húshitunar, að Landsvirkjun er ekki okurbúlla, sem hugsar ein- göngu um að græða, verður Lands- virkjun að grípa til einhverra úr- ræða til að vernda sinn markað og tryggja um leið verðgildi eigna sinna og dreifiveitnanna. Ég vil í því sambandi leggja til að Lands- virkjun lækki heildsöluverð raf- magns til dreifistöðva það mikið að það verði samkeppnisfært við hitun húsa með heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Þessum aðgerðum má dreifa á 3-5 ár til að aðlaga raforku- fyrirtækin að minni tekjum með sparnaði og aðhaldssemi í rekstri. Benda má á að arð- og ábyrgðar- greiðslur til „eigenda“ árið 1989 voru 135 milljónir kr., til afskrifta fóru um 2 milljarðar króna og rekstrarhagnaður varð um 714 milljónir króna, samtals nema þess- ar upphæðir 2,8 milljörðum króna og virðist því af verulegum sjóðum að taka, vilji er allt sem þarf. Áskorun Að lokum vil ég skora á lands- byggðarmenn að standa saman um brýn hagsmunamál, öðruvísi vinnst ekki sigur í neinu máli. Það er allt- of mikið um pólitík og landshluta- erjur sem hamla allri samvinnnu, við látum stjórnast um of af hinu pólitíska valdi frá Reykjavík. í dag ríkir stöðnun á landsbyggð- inni, við erum að tapa samkeppn- inni við Stór-Reykjavíkursvæðið. Tökum okkur á, vinnum saman. Höfiindur er bæjarstjóri í Ólafsvík. DALSÝN 90 _______Frlmerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Á morgun hefst norður á Dalvík frímerkjasýning, sem nefnist DALSÝN 1990. Frá þessari sýn- ingu var stuttlega greint í frímerkjaþætti í jan. sl. Frímerkjaklúbburinn Akka á Dalvík og í nágrenni heldur sýn- inguna. Verður hún í íþróttahúsi staðarins og opnuð annað kvöld kl. 20.00. Síðan er hún opin laug- ardag kl. 13.00-22.00 og sunnu- dag frá kl. 13.00-20.00. I tengsl- um við sýninguna verður lands- þing Landssambands ísl. frímerkjasafnara _ haldið laugar- daginn 21. þ.m. Á þinginu heldur John Sörensen, sem kemur sem dómari frá Danmörku, fyrirlestur um uppsetningu átthagasafna og sýnir myndir í því sambandi. Sýningin skiptist í heiðursdeild, kynningardeild og samkeppnis- deild. Sýnendur munu vera milli 40 og 50 og fjöldi ramma um 180. Eg hef fengið í hendur stutta skrá um sýnendur, og má af henni ljóst vera, að einkum er lögð áherzla á unglingasöfn og þá ekki sízt alls konar „þema“ eða „mótíf‘-söfn. Þarna verða tvö átt- hagasöfn, annað danskt, en hitt norskt. Þar sem nokkur slík eru til hér á landi, hefði ég búizt við að sjá a.m.k. eitt þeirra á sýning- unni. Svo mun samt ekki vera. Hér gefst ekki rúm til að rekja nákvæmlega það, sem sýnt verð- ur, en rnargt af því er áhugavert. Ekki er að sjá, að þarna verði nema eitt svokallað „klassískt“ safn í samkeppnisdeild, þ.e. safn frá fyrstu áratugum frímerkj- anna. Er það norskt safn frá 1855-1875 í fimm römmum. í ein- um ramma í kynningardeild mun verða sýnishorn af fyrstu dönsku frímerkjunum frá 1851-1863. Af íslenzku efni verður þarna safn frímerkja með myndum af Kristj- áni IX. og/eða Jóni Sigurðssyni. í heiðursdeild verður efni frá Þjóðskjalasafni og Þjóðminja- safni, en ekki hef ég fengið ná- kvæma skilgreiningu á því. Þá hef ég frétt, að Hálfdán Helgason sýni í þessari deild íslenzk spjald- bréf. Enda þótt ég hafi engar beinar heimildir fyrir því, hygg ég það standi óbreytt, sem sagt var í þætti 20. jan. sl., að á DAL- SÝN 90 verði margs kónar frímerkjaefni af Eyjafjarðarsvæð- inu. Er þá að sjálfsögðu átt við umslög og snyfsi með frímerkjum, stimpluðum á eyfirzkum póststöð- um á ýmsum tímum. í beinu sambandi við þátttöku ungra safnara, verður á DALSÝN 90 spurningakeppni meðal ungl- inga um frímerkjaútgáfur á Norð- urlöndum, sem tengjast íþróttum. Þá verður margt gert fyrir yngri kynslóðina, m.a verður veiðipottur og happdrætti. Þá verður seld sérstök sýningarblokk og svo umslög með merki sýningarinnar. NORDIA1991 Fyrir örfáum dögum barst mér í hendur eintak af fyrsta kynning- arriti NORDIU 91. Satt bezt að segja voru margir orðnir lang- eygðir eftir þessu riti, enda hafði útkoma þess verið boðuð löngu fyrr. Nú er það loks komið fyrir sjónir frímerkjasafnara, ogþví ber að fagna. Þetta rit er mjög áþekkt kynningarritum þeim, sem út voru gefin í sambandi við NORDIU 84 og meginefni þess eru þær sér- reglur fyrir NORDIU '91, sem sýnendum ber að fara eftir, og er þarflaust að rekja þær hér. Ekki er nema ein grein í ritinu, og er hún um miðaldakort það, sem myndefni sýningarblokkanna er sótt í. Greinina skrifa Don Brandt, sem búsettur er hér á landi og er mjög ötull frímerkja- safnari. Hann skrifar greinina á móðurmáli sínu, ensku. Að sjálf- sögðu hefði íslenzk þýðing átt að fylgja, því að engan veginn er víst, að allir lesendur skilji þá tungu. Vié bjóðum þér skemmíiiega, fjöibreytta og árangursríka tímo, allan daginn, allan ársins hring. Með frábærum hvetjandi leiðbeinendum sem kunna sitt fag og leggja metnað sinn í að j)ú náir árangri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.