Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 26

Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 Hefiir verið íjölbreyttur og lærdómsríkur tími - segir Ingólfiir Skúlason >r- SS&Sp - r- — - * " - — ^ „ÉG hef mikla trú á þessu fyrirtæki, Icelandic Freezing Plants Ltd. Það á góða framtíð fyrir sér eftir töluverða vaxtarverki og umbrot vegna markaðssóknar og vöruþróunar annars vegar og hins vegar vegna mikils aðhalds í daglegum rekstri. Þrátt fyrir umbrotatíma og óvinsælar aðgerðir, hef ég átt gott samstarf við stjórnendur SH og stjórn IFPL. Framundan eru breyttir tímar í kjölfar batnandi afkomu. Ég taldi því rétt að segja starfi mínu lausu svo nýr maður, gæti byggt á þeim grunni, sem lagður hefúr ver- ið,“ segir Ingólfur Skúlason, fráfarandi forstjóri IFPL, í samtali við Morgunblaðið. Rekstur fyrirtækisins hefur ver- ið þungur undanfarin ár og hefur verið unnið að því frá ársbyijun 1988 að leysa rekstrarvandann í samræmi við markmið sem þá voru sett af stjóm félagsins. Nauðsyn- Iegt reyndist að grípa til harka- legra samdráttaraðgerða, sem fól- ust í skipulagsbreytingum, upp- sögnum starfsmanna, lokun og sölu dótturfyrirtækja ásamt yfir- töku á þeim rekstri að hluta. Jafn- framt hefur átt sér stað mikil fjár- festing í vöruþróun og markaðs- málum. Ingólfur segir að þessar aðgerð- ir hafi nú skilað þeim árangri að tekizt hafi að ná til fjölda nýrra viðskiptavina með nýjar fram- leiðsluvörur og hefðbundnar og séu þeir bæði á heimamarkaði og meg- inlandi Evrópu. Skipulagsbreyting- araar og aukið kostnaðaraðhald hafi einnig skilað aukinni fram- legð. Jafnframt þessu hafi verið ráðið til starfa vel þjálfað starfs- fólk og náðst hafi gott samband við innkaupadeildir helztu stór- markaðskeðja í Bretlandi. Vöru- þróunarátakið sé að skila sér í því að nýjar vörur seljist nú vel og skili góðri framlegð. Megi þar nefna Marico-vörur, sem fluttar séu út til Frakklands og Svíþjóðar. Afkoma fyrirtækisins fyrsta árs- fjórðunginn er betri en verið hefur um langt skeið og ber hún nú uppi um 85% af fjármagnskostnaði. Sölutekjur hafa aukizt um 40% miðað við sama ársfjórðung í fyrra og hófst þessi aukning á síðari hluta síðasta árs. „Þetta hefur haft í för með sér Áhugavert en vanda- samt verkeftii - segir Agnar Friðriksson „ÉG hef mikinn áhuga á þessu nýja starfi, sem ég hef nú verið ráðinn til að gegna. Mér líkar vel að vinna innan sjávarútvegs- ins, en nú tekur við vandasamt verkefhi, en jafnframt áhuga- vert. Ég hlakka því til að takast á við það,“ segir Agnar Friðriks- son, nýráðinn forstjóri Icelandic Freezing Plants Ltd., dótturfyr- irtækis SH í Grimsby. óvinsælar aðgerðir og um fyrirtæk- ið hefur frá upphafi staðið tölu- verður styrr. Á þessum tímamótum finnst mér rétt að maður, sem er ósnortinn af þessum erfiðleikum, ráðist til fyrirtækisins. Ég hverf nú að auki að öðrum verkefnum, sjálfstæðum atvinnurekstri í Bret- landi, og_ verð ekki í samkeppni við SH. Ég hef starfað hjá IFPL frá árinu 1985, fyrst sem aðstoðar- framkvæmdastjóri og síðan for- stjóri frá ársbyijun 1988. Þetta hefur verið bæði skemmtilegur og erfiður tími, fjölbreytt verkefni og lærdómsrík. Samtímis hefur verið staðið í markaðssókn og vöruþróun annars vegar og kostnaðaraðhaldi hins vegar. Þetta hafa ekki með öllu verið vinsælar aðgerðir, en ég hverf úr þessu starfi með hlýhug til góðs samstarfsfólks, bæði ytra og hér heima,“ segir Ingólfur. Bjami P. Mag-nússon: Greiddi at- kvæði gegn Áburðarverk- smiðjunni 88 Japanska rannsóknarskipið á djúpkarfaslóðinni á Reykjaneshrygg. Japanskt rannsóknar- skip á djúpkarfaslóðinni JAPANSKS rannsóknarskips varð vart í flugi Landhelgisgæzlunnar á djúpkarfaslóðinni um 30 sjómílur utan landhelginnar á Reykjanes- hrygg síðastliðinn þriðjudag. Sama skips varð vart á svipuðum tíma í fyrra utan landhelginnar norður af Horni og var það þá á grálúðu- slóðinni. Tími djúpkarfaveiðanna á Reykjaneshryggnum er nú að hefj- ast og þegar eru austur-evrópsk skip komin á slóðinna. Gæzlan varð vör verksmiðjutogara frá Sovétríkj- unum og Austur-Þýzkalandi á þriðjudag. Nokkrir íslenzkir frysti- togarar eru að búa sig til veiða á þessum slóðum, en menn bera nokkum kvíðboga fyrir því, að í - kjölfar japanska rannsóknarskips- ins fylgi fjöldi japanskra verk- smiðjuskipa. Rannsóknarskipið er í eiga einkaaðila, sem sérhæfir sig í rannsóknum fyrir útgerðarfélög af ýmsu tagi. Skipherra í flugi Landhelgis- gæzlunnar síðastliðinn þriðjudag var Sigurður Steinar Ketilsson. Fj örutíu ár liðin firá vígslu Þjóðleikhússins MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi yfirlýsing frá Bjarna P. Magnússyni, borgar- fúlltrúa: „Vegna frétta um öryggismál Áburðarverksmiðju ríkisins vill und- irritaður borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Reykjavík geta þess að öryggismál verksmiðjunnar voru mjög til umræðu á fundum borgar- ráðs fyrri hluta árs 1988. Þá var alvarlega um það rætt hvort ekki væri rétt að borgaryfirvöld mörk- uðu þá stefnu að réttast væri að rekstur verksmiðjunnar yrði aflagð- ur í Gufunesi og þess vegna yrði bygging nýs ammoníakstanks ekki leyfð. Undirritaður taldi að með því að heimila byggingu nýs tanks væri verið að tryggja staðsetningu verk- smiðjunnar um ókomna framtíð. Því var ég algjörlega andvígur og greiddi atkvæði gegn þeirri ráðstöf- un í borgarráði 5. júlí (4 með 1 á móti) og svo aftur í borgarstjórn 7. júlí 1988 (13 með 1 á móti). Afstöðu mína byggi ég á því að eina leiðin til þess að gæta öryggis borgarbúa er að leggja rekstur verksmiðjunnar af í Gufunesi. 100% öryggi í rekstri slíkrar verksmiðju er ekki til og bentu sér- fræðingar á það að þrátt fyrir til- komu nýs tanks væri alltaf hætta á að eitthvað gæti gerst við áfyll- ingu. Þess vegna verður verksmiðj- an að fara úr Gufunesi. Fagna ég því nú mjög að mér hefur bæst liðsauki og vænti mikils af borgarstjóra í þessu sameigin- lega baráttumáli okkar.“ Sumardaginn fyrsta, í dag, eru fjörutíu ár síðan Þjóðleikhúsið var vígt við hátíðlega athöfti. Þá bar sumardaginn fyrsta upp á 20. apríl og hefúr Þjóðleikhúsið ýmist miðað afmæli sitt við þann mánaðardag eða fyrsta sumar- dag. Stjórn Þjóðleikhússins hafði ákveðið að fresta hátíðarhöldun- um þar til húsið yrði opnað að nýju að viðgerðum loknum en leikarar og annað starfsfólk Þjóðleikhússins hefúr nú tekið sig saman um að halda samt upp á afmælið og bjóða þjóðinni til skemmtunar í Þjóðleikhúsinu, þó þegar sé búið að fjarlægja skraut, ljósarár og fleira úr hús- inu. Þau hafa fengið til liðs við sig fjölda annarra listamanna sem tengst hafa Þjóðleikhúsinu, óperusöngvara, listdansara, hljóðfæraleikara, Listdansskóla Þjóðleikhússins og leikara Leik- félags Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt. haugnum, Kardemommubæinn, Edith Piaf, Kabarett o.fl. Á sama tíma verður önnur dag- skrá í Leikhúskjallaranum. Þar syngja óperusöngvararnir Elísabet F. Eiríksdóttir, Sigurður Bragason, Magnús Torfason og Ingibjörg Marteinsdóttir og Þjóðleikhúsleik- arar flytja ljóð og upplestur. I Þjóðleikhúskjallaranum verður jafnframt boðið upp á kaffiveitingar á undan dagskránni. Aðeins verður hleypt inn eins og húsrúm leyfir en síðan dyrum lokað. Leikritið Endurbyggingin verður sýnt í Háskólabíói í kvöld. o INNLENT Agnar segir að fyrirtækið hafi verið rekið með umtalsverðu tapi undan farin misseri. Nú megi sjá ákveðin bata merki, en hann vilji ekkert tjá sig um mögulega fram- vindu mála. Það verði að bíða síðari tíma. Agnar Friðriksson er 45 ára gamall, kvæntur Ingunni Hjalta- dóttur og eiga þau tvö börn. Hann lauk viðskiptafræðinámi frá Há- skóla íslands 1970 og MBA prófi frá Babson University í Boston 1988. Agnar var skrifstofustjóri Landsvirkjunar 1970 til 1977, fjár- málastjóri Heklu hf 1978 til 1983, framkvæmdastjóri Arnarflugs 1983 til 1986 og framkvæmda- stjóri Umbúðamiðstöðvarinnar, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna frá 1989. Agn- ar tekur við hinu nýja starfi þann fyrsta maí næstkomandi. Afmælishátíð áhugamanna um Þjóðleikhús mun hefjast á Austur- velli með ávarp og söng kl. 13.45. Þá leikur Lúðrasveit Reykjavíkur og kl. 14 fer skrautbúin skrúðganga listafólks með lúðraþyt og söng frá Austurvelli, fram hjá Iðnó í Vonar- stræti, eftir Lækjargötu, upp Hverf- isgötu og að Þjóðleikhúsinu. Stað- næmst verður við tröppur hússins þar sem Þjóðleikhúskórinn syngur og síðan bætist söngfólk Þjóðleik- hússins, LR og allra sem undir söng vilja taka í hópinn. Herdís Þorvalds- dóttir flytur ávarp^ Kristbjörg Kjeld flytur lokaræðu Aslaugar úr Nýj- ársnóttinni og mynduð verður tákn- ræn skjaldborg um Þjóðleikhúsið. Kl. 14.30 er þjóðinni boðið að hlýða á dagskrár í húsinu. Á stóra sviðinu verður fjölskylduskemmtun þar sem leikarar, söngvarar, hljóð- færaleikarar og dansarar flytja fjöl- þætt skemmtiatriði eins og brot úr vinsælum söngleikjum og barna- leikritum, ljóð og dans og áhorfend- ur fengnir til að taka lagið. Af því má nefna Vesalingana, Oliver, Dýr- in í Háisaskógi, Rympu á rusla- Ammóníak er banvænt við 0,5% mettun í andrúmslofti NÁI styrkur ammóníaks í apdrúmslofti 0,5% til 1,0% er það banvænt á skömmum tíma. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem félags- málaráðherra skipaði til að gera tillögur um úrlausn vandamála vegna ammóníaksgeymis Áburðarverksmiðju ríkisins i Gufunesi. Starfshópur- inn skilaði áliti í janúar 1988. I skýrslunni er gerð grein fyrir eitur- áhrifúm ammóníaks og afleiðingum þess að geymirinn í Gufunesi rifn- aði. Að sögn Víðis Kristjánssonar efnafræðings Vinnueftirlits ríkisins koma eituráhrif ammóniaks fram Iengi eftir snertingu við efnið. Ammóníak er samsett úr köfnun- arefni og vetni og skammstafað NH3. Það er litlaus lofttegund, við venjulegar aðstæður, með stingandi og sterkri lykt. Venjulega er það þó geymt í vökvaformi, annað hvort kælt eða undir þrýstingi. Þannig er það litlaus vökvi. Víðir Kristjánsson segir að ammóníakið sé ekki eld- fimt, en geti í ákveðnum hlutföllum verið sprengifimt. Það logar ef styrkleiki þess í andrúmslofti er á bilinu 15% til 28%. klukkustundum eftir að efninu er andað inn. Fyrstu áhrifin koma hins vegar strax fram, þannig að menn geta forðað sér úr menguninni, nema um sé að ræða það mikið magn að það valdi losti eða menn missi með- vitund, og auðvitað að mengunin sé ekki of dreifð til að hægt sé að forða sér“ segir Víðir. Hann segir það oft hafa gerst, að ammóníaksleki hafí komið upp í frystihúsum og fólk þá getað forðað sér með því að hlaupa út. herra, frá janúar 1988, er áhrifum ammóníaksmengunar lýst þannig, að sé styrkur 0,0005% í andrúms- lofti, finnist lykt greinilega. Meng- unarmörk á vinustöðum eru 0,0025%. Fari styrkur í 0,005% til 0,01% veldur það ertingu í augum, nefi og hálsi. 0,25% til 0,65% styrk- ur veldur alvarlegri ertingu í augum, mæði, krampa í berkjum og lungna- bjúgi, sem getur leitt til dauða. Við 0,5% til 1,0% styrk er ammóníakið „banvænt á skömmum tíma," segir þar. Vitnað er til skýrslu Vinnueftirlits ríkisins um hættumat vegna amm- óníaksgeymisins í Gufunesi og miðað við að geymirinn sé fullur, með 1.000 tonnum í, er afleiðingum þess að hann rifni lýst svo: Víðir segir áhrif þess á heilsufar fara fyrst og fremst eftir styrk amm- óníaksins. „Það er mjög ertandi fyr- ir augu og öndunarfæri og ef maður andar því að sér veldur það miklum sviða í nefi og koki, menn fá hnerra og hósta, jafnvel krampa í barka- kýli, og andþrengsli. Ef miklu magni er andað að sér, er hætta á-að menn fái lost og missi meðvitund og önd- unarfærin skemmist. Það er nokkurs konar bruni. Síðan getur orðið vökvasöfnun í lungunum, menn fái svokallaðan lungnabjúg, sem kemur jafnvel ekki fram fyrr en nokkrum Fái menn á sig fljótandi ammón- íak, veldur það bæði ætisárum og kalsárum. Vökvinn er mjög kaldur, ef hann er ekki undir þiýstingi, suðu- mark hans er -33 gráður á Celsíus. Mengunarmörk ammóníaks eru miðuð við 25 milljónustu hluta af rúmmáli lofts. Það eru leyfileg mörk í því umhverfi þar sem unnið er í átta stundir og á að vera hættu- laust. Lyktin finnst þó fyrr, þar sem lyktarmörk svonefnd eru um það bil einn milljónasti hluti af ammóníaki í rúmmáli loftsins. í skýrslunni til félagsmálaráð- „Ammóníakið myndar ský sem um 3 mínútum yrði 2 km að þve máli og héldi áfram að stækka. Skýið myndi ekki stíga fyrr ( eftir a.m.k. 10 mín. og hugsanlej mun síðar. Afleiðingar slíks óhapps réðust. af veðri þegar það yrði. Ef vind- hraði væri nálægt meðalvindhraða á þessu svæði (3 til 4 vindstig, um 6 m/sek) myndi jaðar skýsins færast um 5,4 km á 10 mínútum. Austan- átt og áttir rétt norðan við austur eru algengastar í nágrenni verk- smiðjunnar (samkv. mælingum í Geldinganesi) og því líklegast að skýið færðist yfir Sundahafnarsvæð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.