Morgunblaðið - 19.04.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990
35
Nýr vettvangur:
Almamiavanianefiid hefiir
ekki sinnt skyldum sínum
Morgunblaðinu hefiir borist eflir-
farandi tilkynning' frá aðstand-
endum Nýs vettvangs:
„í ljósi þeirra atburða sem áttu
sér stað á páskadag í Áburðarverk-
smiðju ríkisins, vilja aðstandendur
Nýs vettvangs vekja athygli á eftir-
farandi:
Skv. upplýsingum frá Almanna-
vörnum ríkisins hefur Almanna-
varnanefnd Reykjavíkur ekki sinnt
lágmarksskyldum sínum varðandi
Unnur Guðjónsdóttir dansar í
félagsmiðstöðvum aldraðra í
Reykjavíkurborg á næstunni.
■ UNNUR Guðjónsdóttir sýnir
dansa m.a. frá Ungverjalandi,
Egyptalandi, Mexíkó og Spáni í
félagsmiðstöð aidraðra, Vestur-
götu 7, föstudaginn 20. apríl kl.
14.30. Næsta danssýning verður
3. maí í félagsmiðstöð aldraðra,
Furugrund 1 og hefst kl. 20.00.
Aðgangur er ókeypis.
öryggismál og viðbrögð við hættu-
ástandi í borginni. Almannavarna-
nefnd Reykjavíkur er talin ein verst
skipulagða almannavarnanefnd
landsins, en þær eru 62 að tölu.
Fundur í Almannavarnarnefnd
Reykjavíkur hafa verið stijálir og
óskipulegir. Þess eru dæmi að heilt
ár hafi liðið á miili funda hennar.
Á páskadag var Almannavarna-
nefnd Reykjavíkur fyrst kölluð sam-
an kl. 20.30 eða um þremur klukku-
stundum eftir að hættuástandi var
afstýrt.
Engin ítaráætlun er til vegna
yfirvofandi hættuástands fyrir ný
borgarhverfi. Gildandi ítaráætlun
er frá árinu 1976.
Á stopulum fundum Almanna-
varnanefndar Reykjavíkur hefur
komið fram að æðstu embættis-
menn borgarinnar hafa ólíkan skiin-
ing á hlutverkum sínum og við-
brögðum við hættuástandi.
Almannavarnir ríkisins skortir
úrræði til þess að veita Almanna-
varnanefnd Reykjavíkur aðhald.
Athygi vekur að formaður nefndar-
innar, Davíð Oddsson borgarstjóri,
var einn helsti talsmaður þess, árið
1983, að byggð í Grafarvogi færð-
ist í átt að Aburðarverksmiðjunni.
Þá lá fyrir bréf frá slökkvistöðinni
í Reykjavík þar sem varað er við
sprengi- og eiturefnahættu frá
verksmiðjunni. Meirihiuta borgar-
stjórnar hlaut því að vera ljóst að
hluti byggðar í Grafarvogi væri á
hættusvæði.
Svæðið umhverfis Áburðarverk-
smiðju ríkisins er ekki eina hættu-
svæðið innan borgarmarkanna.
Víða í borginni eru geymdar birgð-
ir hættulegra efna sem stefnt geta
lífi og heiisu borgarbúa í voða.
Skv. upplýsingum frá Almanna-
vörnum ríkisins eru ákveðnir borg-
arhlutar í umtalsverðri hættu af
þeim sökum.
Aðstandendur Nýs vettvangs
hafa gilda ástæðu til að efast um
úrræðagetu Almannavarnanefndar
Reykjavíkur þegar bregðast þarf
skjótt og skipulega við aðsteðjandi
vá. Sjáifsögð og eðlileg krafa um
stöðvun á rekstri Aburðarverk-
smiðjunnar getur því ekki Ieyst af
hólmi þörfina á verulegu átaki í
öryggis- og umhverfismálum
Reykjavíkur.
I ljósi þessa mætti athuga þann
möguleika að Almannavarnir ríkis-
ins taki beinan þátt í starfsemi Al-
mannavarnaefndar Reykjavíkur þar
til nefndin verður í stakk búin til
að sinna hlutverki sínu.
Nýr vettvangur mun beita sér
af fullu afli fyrir nauðsynlegum og
sjálfsögðum úrbótum varðandi ör-
yggi borgarbúa.
Fyrir hönd Nýs vettvangs,
Krislján Ari Arason, Ólína
Þorvarðardóttir og Hrafn
Jökulsson."
Öðlingur VE 202 í heimahöfn.
Morgunblaðid/Sigurgeir Jónasson
tíðin er höfð í huga. Aðstandendur
ráðstefnunnar vænta þess að sam-
eiginleg reynsla fagaðila svo og
aðstandenda verði til heilla og hafi
þau áhrif að stefnan verði betur
mörkuð.
Ráðstefnan er öllum opin. Þátt- ‘
töku þarf að tilkynna fyrir 24. apríl
til Kópavogshælis eða Styrktarfé-
lags vangefinna.
(Fréttatilkynning)
V estmannaeyjar:
Nýr bátur í flotann
Vestniannaeyjum.
EYJAFLOTINN stækkaði enn fyrir
til heimahafnar í Eyjum.
Öðlingur er 105 brúttótonna stál-
bátur, smíðaður í Svíþjóð 1983. Bát-
urinn var lengdur um tvo metra á
síðasta ári og er nú 24,6 metrar á
lengd. í bátnum er 630 hestafla
Caterpillar-vél.
Öðlingur hét áður Geisli HU og
var gerður út frá Hvammstanga.
Báturinn hefur 400 þorskígilda
aflakvóta og 50 tonn af rækju. Bát-
skömmu er Öðlingur VE 202 kom
urinn verður gerður út til togveiða
og mun halda á veiðar fljótlega.
Eigendur Öðlings eru Sigurður
Guðmundsson, Jóhann Baldursson,
Ásmundur Friðriksson og eiginkonur
þeirra. Skipstjóri á Öðlingi verður
Jóhann Norðijörð Jóhannsson, fyrsti
stýrimaður Sigurður Ingi Ólafsson
og yfirvélstjóri Friðrik Björgvinsson.
Grímur
FISKVERÐ UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
Ráðstefiia um stöðu þroskaheftra
KÓPAVOGSHÆLI gengst fyrir ráðsteíhu í félagi við Styrktarfélag
vangefinna fimmtudaginn 28. apríl í Borgartúni 6. Ráðstefnan ber
yfirskriftina „Ráðstefna um stöðu þroskaheftra". Erum við á réttri
leið?
Margir fyrirlesarar hafa verið til-
kallaðir, bæði fagaðilar og aðstand-
endur, til að fjalla um ofangreint
efni. Megininntak ráðstefnunnar er
búsetuform og þjónustuúrræði fyrir
þroskahefta einstaklinga á íslandi
í dag.
Mikil umræða hefur átt sér stað
undanfarin ár um tilverurétt stofn-
ana og breyttar áherslur í þjónustu
og búsetu. Því telja ofangreindir
aðilar ástæðu til að staldra við, líta
yfir farinn veg, nýta reynslu og
þekkingu hvor annars þegar fram-
18. apríl.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
Þorskur(óst) verð verð verð (lestir) verð (kr.)
72,00 66,00 69,35 7,410 513.886
Smáþorskur(ósL) 40,00 40,00 40,00 0,744 29.740
Ýsa(óst) 115,00 79,00 110,98 4,678 519.151
Karfi 47,00 37,00 42,00 1,107 46.511
Ufsi 38,00 37,00 37,93 5,999 227.546
Ufsi(smár) 26,00 26,00 26,00 0,293 7.618
Steinbítur 53,00 53,00 53,00 0,337 17.861
Steinbítur(ósL) 46,00 46,00 46,00 1,065
48.990
Langa 50,00 46,00 46,68 3,318 154.878
Lúða 270,00 150,00 215,25 0,295 63.500
Samtals 64,53 25,527 1.647.322
í dag verður selt óákveðið magn úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 77,00 72,00 74,21 4,888 362.755
Þorskur(ósL) 87,00 65,00 73,63 13,167 969.535
Ýsa 112,00 86,00 95,25 35,533 3.384.492
Ýsa(ósL) 118,00 60,00 115,65 1,272 147.104
Karfi 42,00 33,00 35,09 47,441 1.664.525
Ufsi 40,00 38,00 38,60 72,204 2.787.284
Hlýri+steinb. 51,00 46,00 47,43 1,769 83.901
Langa 47,00 47,00 47,00 0,542 25.474
Lúða 340,00 215,00 227,18 0,733 166.520
Keila 28,00 15,00 21,21 0,408 8.655
Hrogn 200,00 70,00 169,76 0,527 89.465
Samtals 54,16 179,847 9.739.738
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 100,00 1,69 75,33 76,858 5.789.342
Ýsa 123,00 68,00 94,56 28,144 2.661.163
Karfi 43,00 34,00 40,10 7,709 309.132
Ufsi 34,50 30.00 33,69 13,627 459.090
Steinbítur 68,00 36,00 43,31 2,671 115.688
Langa 54,00 30,00 41,68 0,175 7.294
Lúða 330,00 200,00 270,73 0,206 55.770
Skarkoli 70,00 44,00 50,11 4,413 221.136
Sandkoli 10,00 10,00 10,00 0,369 3.690
Samtals 71,52 135,355 9.680.113
Selt var úr Gnúpi GK og dagróðrabátum.
FISKVERÐ UPPBOÐSMÖRKUÐUM - YTRA
I VESTUR-ÞÝSKALAND 17. apríl.
Hæsta verð Lægsta verð
(kr.) (kr.) (kr.)
Þorskur 134,00 100,68
Ýsa 72,43 60,12
Karfi 78,95 65,19
Ufsi 106,48 64,46
Samtals
GÁMASÖLUR í BRETLANDI 17. apríl.
Þorskur 150,84 111,15
Ýsa 158,78 107,97
Karfi 71,45 47,63
Ufsi 69,86 61,92
KAUPMEINN
Kynnið ykkur tæknivæðingu og sjálfvirkni í
verslunarrekstri á ráðstefnu IBM
Œ3
sem haldin verður í Verslunarskóla
íslands miðvikudaginn 25. apríl.
Pátttaka tilkynnist í síma 697700
eða 697790 fyrir næstkomandi
föstudag.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK