Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990 I Guðný Sveinsdóttir ljósmóðir - Minning Fædd 9. apríl 1903 Dáin 6. apríl 1990 Guðný Sveinsdóttir var fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í Suður- Múlasýslu 9. apríl 1903. Foreldrar hennar voru Sveinn Árnason (f. 2.9. 1866) bóndi þar Jónssonar, bónda á Finnsstöðum og Sigur- veigar Guttormsdóttur frá Finns- stöðum og Guðný Einarsdóttir (f. 2.9. 1877) Þórðarsonar, bónda á Eyvindará og Guðnýjar Jónsdóttur frá Refsmýri í Fellum. Hjá ömmu Guðnýjar og afa, Guðnýju Jóns- dóttur (f. 4.4. 1838, d. 20.5. 1914) og Einari Þórðarsyni (f. 30.8. 1947, d. 31.3. 1918), átti Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari at- hvarf og á Eyvindará átti hann lögheimili í mörg ár enda kenndur við þann bæ. Guðný Sveinsdóttir átti ijögur systkini: Björn, sem fæddur var á eins árs afmælisdegi hennar, Önnu, Einhildi og Unni. Guðný var elst. í febrúar 1924 fengu foreldrar hennar lungna- bólgu og dóu með níu daga milli- bili, móðir hennar 5. febrúar en faðir hennar 14. febrúar. Voru nú Guðný og Björn tvítug eftir með heimilið og yngri systurnar þrjár, þá yngstu aðeins ársgamia. Stóðu þau sig með prýði þótt ung væru. Bjöm varð bóndi á Eyvindará og Guðný stóð fyrir heimilinu. Var hún húsmóðir þar frá 1924 til 1947. Árið 1935 til 1936 tók Guðný sig upp og fór suður til Reykjavík- ur og settist í Ljósmæðraskóla Is- lands, en það nafn hafði ljós- mæðradeild Landspítalans fengið árið 1933. Námstíminn var eitt ár og iauk Guðný prófi úr skólanum ásamt sjö öðrum konum 30.9. 1936. Sama ár hóf hún ljósmóður- störf í Eiðaþinghá. Starfaði hún þar sem ljósmóðir óslitið í átján ár. Að auki gegndi hún Valla- hreppsumdæmi 1943 til 1954 og Egilsstaðahreppsumdæmi frá fæð- ingu þess hrepps og til 1954, jafn- framt vann hún við hjúkrunarstörf á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Þetta voru oft krefjandi störf og erfið bæði fyrir líkama og sál. Guðný lagði siþ alla fram. Það átti ekki við hana að draga af sér. Þegar heilsa hennar bilaði er hún fékk astma hætti hún störfum sem ljósmóðir og fluttist til Reykjavík- ur. Mörg voru ljósubörnin hennar á Héraði og marga góða vini og frændur átti hún þar. Hún var alla tíð mikill Austfirðingur og böndin við Fljótsdalshérað slitnuðu ekki. Hún fylgdist vel með mönnum og málefnum fyrir austan, las rit og bækur um Áusturland og tók þátt í starfi Austfirðingafélagsins í Reykjavík. Marga vini átti hún hér í Reykjavík sem flust höfðu af Héraði eða Fjörðum. Frændur Guðnýjar og vinir að austan komu til hennar í Reykjavík, endar var hún ákaflega gestrisin. Skaut hún oft skjólshúsi yfir fólk að hætti ömmu sinnar, t.d. þegar menn voru að leita sér lækninga hér fyrir sunnan. Hitti ég oft Héraðsbúa og aðra Austfirðinga hjá henni. Þau systkinin, Björn bóndi á Eyvind- ará, sem síðar fluttist til Egils- staða, voru ákaflega samrýnd, Kork*o*Plast GÓLF-GLJÁI Fyrir PVC-filmur, linolcum, gúmmí, parkctt ogstcinflísar. Notið aldrei salmiak eða önnur stcrk sápucfni á Kork*o*Plast Kinkiuimboð á fslnndi: Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29. Múlatorni, s. 48640. enda á líkum aldri. Björn varð einn eftir af þeim systkinum á Héraði þar sem honum voru falin ýmis trúnaðarstörf og sat m.a. í sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu og hrepps- nefnd Eiðaþinghár og Egilsstaða. Heimili Björns og Dagmar konu hans stóð Guðnýju og fjölskyldu hennar alltaf opið og dvaldi hún oft hjá þeim heiðurshjónum þegar leiðin lá til heimahaganna. Vinátta Guðnýjar og systranna, sem tvær settust að á Akureyri en ein í Reykjavík var traust og þótti Guðnýju mjög vænt um systkina- börn sín öll. Guðný giftist 12. júlí 1958 Magnúsi Sveinssyni kennara frá Hvítsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum (f. 6.9. 1906), Helgasonar bónda þar og Elísabetar Jónsdóttur frá Drápuhlíð í Helgafellssveit. Guðný' hafði áður verið ráðskona hans. Magnús var ekkjumaður. Hann hafði misst konu sina, Guðnýju Margréti Björnsdóttur, frá einkadóttur þeirra fjögurra daga gamalli á ísafirði, þar sem hann var gagnfræðaskólakennari. Dóttirin, (f.- 1.6. 1953) hlaut nafn móður sinnar og Guðný Sveins- dóttir gekk henni í móður stað, en áður hafði barnið um skeið verið í fóstri hjá fóstursystur föður síns, Guðnýju Kristrúnu Níelsdóttur. Það varð hlutskipti Guðnýjar Sveinsdóttur að annast um börn annarra. Allt gerði hún það af þeirri alúð og umhyggju sem eigin börn væru. Samband þeirra Guðnýjar Sveinsdóttur og Guðnýj- ar Magnúsdóttur, stjúpdóttur hennar, varð líka á allan hátt mjög náið og hefði ekki orðið kærara þótt um blóðbönd hefði verið að ræða. Ég kynntist Guðnýju Sveins- dóttur þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar fyrir átján árum. Hún var þá þeg- ar komin á efri ár, 69 ára. Við urðum strax góðir vinir. Ekki hefði mig þá grunað, eins og heilsu hennar virtist háttað, að hún myndi eiga jafn glæsilega elli og raun varð á. Þau Magnús voru sam- hent, dugleg og iðjusöm. Þau voru líka, eins og margir af þeirra kyn- slóð, nægjusöm og sáu enga ástæðu til að taka þátt í lífsgæða- kapphlaupi nútímans. Þau studdu hvort annað og með dálítilli heppni og svolítilli hjálp læknavísindanna áttu þau mörg hamingjurík ár. Þannig nutu þau ánægjunnar af að fylgjast með uppvexti barna- barna sinna, Magnúsar, Andreu og Björns Teits og sona Unnar systur Guðnýjar, Kristjáns, Sveins og Einars, sem Guðný leit eiginlega líka á sem barnabörn sín. Guðný hafði ákaflega létt skap og var glaðieg og elskuleg kona. Þó var hún ekki nein gufa. Hún var ekkert fyrir að láta sinn hlut Minning: Bergmundur Guð- laugsson tollfiilltrúi Ég vil með nokkrum orðum kveðja Bergmund Guðlaugsson toll- fulltrúa. Bergmundur fæddist að Búðum í Hlöðuvík 12. mars 1918. Hann var sonur Guðlaugs Hall- varðssonar útvegsbónda og land- pósts og Ingibjargar Kristínar Guðnadóttur. Bergmundur kvænt- ist föðursystur minni, Rannveigu Jónsdóttur, 18. janúar 1951 og eignuðust þau sex börn, þijá syni og þrjár dætur. Fyrstu minningar mínar um Bergmund eru líklega frá árinu 1956. Þá man ég eftir að hafa ásamt frændsystkinum mínum vappað í kringum bridsborðið á Spítalastígnum hjá afa og ömmu og fylgst með fullorðna fólkinu rök- ræða — við strákarnir kölluðum það að rífast — um pólitík. Bergmundur var alla tíð fundvís á áhugaverð efni úr þjóðlífinu til að ræða um, það var því bæði líflegt og þrosk- andi að vera nálægt honum. Kynnin við Bergmund og hans fjölskyldu urðu nánari þegar fjöl- skyldur okkar fluttu á hvor á sína hæðina í nýrri blokk við Stigahlíðina haustið 1957. Bergmundur og Rannveig áttu þá fjögur börn, elst- ur er Guðlaugur jafnaldri minn, Jón er ári yngri, Hlöðver þremur árum yngri og Ingibjörg sem var nýfædd. Síðar bættust Katrín Björk og Sig- rún Berglind í barnahópinn. Kynnin styrktust strax milli mín og strák- anna. Þau kynni þýddu raunar að oft varð ég sem einn af strákunum hans Bergmundar og á ég ýmsar ljúfar minningar um það. Mig lang- ar til að nefna nokkrar æskuminn- ingar sem koma upp í hugann þeg- ar ég minnist hans. Bergmundur starfaði lengst af á Keflavíkurflugvelli, fyrst sem lög- regluþjónn en síðar við tollgæsluna. Hann átti það til á sumrin, þegar vel stóð á og hann átti dagvakt, að taka synina með suður á Völl. Aðdragandinn að þessum ferðum var þannig að strákarnir byrjuðu að hvíslast á að nú stæði til að fara suður á Völl. Hvíslið í þeim kom af stað fiðringi hjá mér, spurningin um hvort mér yrði ekki örugglega boðið með. Það brást ekki að Berg- mundur fékk leyfi foreldra minna til að bjóða mér með. Á Vellinum upplifðum við strákarnir hin marg- víslegustu ævintýri. Til dæmis töld- um við strákarnir það jafngilda því að vera komnir til útlanda þegar við vorum komnir hinum megin við vegabréfaskoðunina, við vorum því sigldir. Bergmundur gaf okkur að borða í matsalnum í flugstöðinni og þar fengum við nú mat sem okkur þótti bragð að. Það voru því miklir menn sem komu í bæinn eft- ir þessar ferðir. I einni af þessum ferðum man ég mikla hátíð í flugstöðinni, enda voru Loftleiðir að taka á móti Rolls Royce-flugvélunum sem brutu blað í flugsögu íslendinga. Við fengum að skoða vélina hátt og lágt og um tíma leit meira að segja út fyrir að við kæmumst í útsýnisflug. Þá urð- um við pollarnir nú spenntir. En boðsgestirnir komu á síðustu stundu svo ekkert varð úr flugferð- inni í það skiptið, en ævintýri þótti okkur þetta eigi að síður. Ég man líka eftir fjölmörgum bíltúrum á Studebakernum. Oft var farið suður í Krísuvík og til að veiða í Kleifarvatni. Eitt kvöld er mér raunar sérstaklega minnisstætt. Við strákarnir höfðum .verið að spila ef henni þótti á hann gengið og það gat stundum fokið í hana, en sáttfús var hún. Hún var fram- kvæmdasöm og röggsöm og sjálf- stæð manneskja. E.t.v. hefur sú ábyrgð sem henni var lögð á herð- ar yngri, við fráfall foreldranna, mótað hana nokkuð að þessu leyti. í Ijósmóðurstarfinu fór hún um riðandi og síðar á jeppa, sem hún átti og jafnvel á mótorhjóli. Ök- uskírteini fékk hún árið 1947. Eiginmann sinn missti Guðný fyrir tæpu ári, 5. maí 1989, eftir rúmlega þijátíu ára hjónaband. Hún syrgði hann, en lét ekki bug- ast. Margir reyndust henni vel, ættingjar, vinir, læknar, trúboðar o.fl. Þökk sé þeim er þakkir ber. En mest byggði hún á eigin kjarki, þrautseigju og bjartsýni, sem virt- ist óbilandi, einnig þetta síðasta ár. Hún var sinnar gæfu smiður, hún gat gert það að sigri. Ég held að ég geti leyft mér að segja að líf hennar hafi verið sigur. Ég kveð hana með söknuði. Helgi Guðbergsson Hver einstaklingur skynjar ann- arra líf sem myndræna samsetn- ingu líkamlegra útlína manna, dýra og jurta í umhverfinu. Állt þetta speglar sjálfið í litrófi ljóssins í eigin sjónskynjun, en upp- lifun annars lífs í eigin lífi er þó fyrst svo farið, að skynjun hlýju og verndar móðurkærleika og ástar, er upphafstengsl lífsins við lifend- ur. Moðurlífið skapar og verndar'. Þar og þá er þörfum hins nýja lífs skipað í farveg að grunnkröfum lífsins, næringu og móðurlegrar hlýju. Lífið er vakandi meðan um- hverfið veitir móðurleg tengsl, en það að deyja, að sofna burt frá lífinu er hluti af lífinu sjálfu. Flest verðum við fyrir því að skynja dauðann sem hluta af okkar eigin sjálfi, því á Iífsleið okkar upp- lifum við fráfall þeirra sem við unn- um og um leið skilning á því að allt það sem lifir deyr. Skáldið seg- ir: „Sá sem eftir lifir/deyr þeim sem deyr/en hinn látni lifir/í hjarta og minni/manna er hans sakna.“ (H.P.) Móðurhlýjan sem skilin er eftir í okkur sjálfum, er sem kalin; kannski deyr hún að hluta, með þeim dána. Við fráfall Guðnýar velgerðarkonu minnar var sem eitt- hvað hefði dáið í sjálfri mér en minning hennar deyr mér aldrei. Guðný Sveinsdóttir fæddist á Eyvindará í Eiðaþinghá. Fpreldrar hennar voru hjónin Sveinn Árnason bóndi þar ættaður frá Finnsstöðum og Guðný Einarsdóttir frá Eyvind- ará. Hún var við nám í Kvennaskól- anum Blönduósi árin 1922 og 1923 og lauk ljósmóðurprófi frá Ljós- mæðraskóla íslands 1936. Guðný starfaði síðan sem ljósmóðir á Fljótsdalshéraði frá 1936 til 1954, jafnframt var hún hjúkrunarstjóri við Sjúkraskýlið á Egilsstöðum frá stofnun þess til 1954. Guðný giftist Magnúsi Sveins- syni kennara frá Hvítsstöðum í Mýrarsýslu 1958. Magnús lést 5. maí 1989. Dóttir þeirra er Guðný Magrét leirkerasmiður, gift Helga Guðbergssyni lækni, þau eiga þijú börn. Guðný Sveinsdóttir er mér í huga og hjarta kona sem ég sakna, ein- stök hlýja, hjartagæska og opin og frjáls hugsun var það sem hún miðl- aði mér. Kynni okkar voru ekki löng en einhvern veginn var sem ég hefði þekkt hana lengi. Er ég byijaði nám við Háskólann fékk ég skjól í henn- ar húsi. Hún átti vöggu í því um- hverfi sem ég ólst upp í, Egilsstaða- hreppi, og hún átti þar langan starfsvettvang við það kærleiksverk sem ljósmóðurstarfið er. Líkt og hún sem ljósmóðir bauð velkomið nýfætt barn, þvoði því og strauk, tók hún á móti mér á sínu heimili með hlýju og velgjörningum. Fyrir þetta allt þakka ég á kveðjustundu og sendi Guðnýju dóttur hennar, eiginmanni, börnum þeirra og eftirlifandi systkinum hinnar látnu hugheilar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Guðnýjar Sveinsdóttur. Irma Erlingsdóttir fótbolta löngu eftir að farið var að skyggja. Mér hafði tekist að skera mig á ristinni á ryðguðum mótavír og var með stórt auga á ristinni þegar inn kom og var það fullt af skít, enda var svona smáræði sem ekki sást í dimmunni ekki látið hafa áhrif á leikinn. Það runnu hins vegar tvær grímur á mig þegar ljóst var að þetta kallaði á ferð á Slysa- varðstofuna og talsverðan sauma- skap. Pabbi var að vinna svo Berg- mundur bauðst til að skutla okkur mömmu. Þegar við Bergmundur biðum í bílnum meðan mamma var að hafa sig til leið mér hálf illa og var hræddur við það sem í vændum var. Bergmundur ræddi við mig í rólegheitum og stappaði í mig stál- inu og ferðin varð allt í einu auð- veld og næstum því skemmtileg. Bergmundur var þannig alltaf tilbú- inn til að rétta okkur hjálparhönd og hann skildi vel tilfinningar yngri kynslóðarinnar. Það eru raunar ekki bara bern- skuminningar sem ég á um hann Bergmund þó þær séu mér nú efst- ar í huga. Hann hefur alltaf látið sig varða velferð sinna samferða- manna og þar höfum við ijölskyldan alla tíð fengið stóran skerf. Ég kveð Bergmund með þakklæti í huga um leið og ég votta Rann- veigu og börnunum samúð mína. Megi minning um góðan mann styrkja ykkur í sorginni. Jón Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns sem nú er látinn eftir tæplega þriggja mánaða erfiða sjúkrahúsvist. Ég kom fyrst inn á heimili þeirra Rannveigar og Bergmundar fyrir u.þ.b. sextán árum. Þá strax var mér mjög vel tekið af þessari stóru og samhentu fj'ölskyldu. Fyrir mig sem ólst upp í lítilli fjölskyldu var það mjög skemmtilegt að kynnast fjölskyldu þar sem börnin voru sex. Éftir því sem árin liðu bættust tengdabörnin við og síðan barna- börnin. Á sunnudögum og hátíðis- dögum var heimili þeirra oft eins og féiagsheimili og alltaf voru allir jafn velkomnir. Bergmundur bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti og þá var hann alveg sér- staklega barngóður. Barnabörnin sóttu í það að fá að vera hjá afa og ömmu og oft fengu þau að gista og þá oft fleiri en til stóð í byijun. Ég og mín fjölskylda bjuggum í nágrenni við þau hjónin í nokkur ár og var mjög gott að vita af þeim svo nálægt. Veturinn 1988-1989 gerðist Bergmundur nokkurs konar dagafi og hafði þijá hressa drengi hjá sér tvo morgna í viku og held ég að þeir hafi allir notið þess jafn vel. Bergmundur var oft lasinn í gegnum árin, en hann var ekki mikið fyrir að ræða um það. Hann hafði meiri áhuga á að vita hvernig heilsufarið væri hjá öðrum. Tengdaföður mínum þakka ég góð kynni og vildi ég óska þess að yngstu dætur mínar tvær hefðu náð að kynnast afa sínum betur. Hans verður örugglega sárt saknað af barnabörnunum sínum. Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna S. Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.