Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990
Minning:
Cecil H. Bender
Fæddur 7. apríl 1923
Dáinn 10. apríl 1990
A morgun kveð ég tengdaföður
minn, Cecil H. Bender, Kóngsbakka
14, Reykjavík. Cecil var fæddur á
Seyðisfirði 7. apríl 1923, sonur
hjónanna Carls Kristjáns Bender
kaupmanns og konu hans Guðleifar
Gunnarsdóttur. Þegar Cecil var
þriggja ára gamall flutti fjölskyldan
til Djúpavogs og þar ólst hann upp
til unglingsára en þá lá leiðin til
Reykjavíkur. Þar stundaði hann sjó-
mennsku í nokkur ár meðal annars
sem kokkur á millilandaskipum, en
eftir það afgreiðslustörf á bensín-
stöðvum. Seinast á bensínstöð
Hreyfils við Fellsmúla. Cecil kvænt-
ist 14. janúar árið 1956 Gunnþór-
unni Þorláksdóttur, dóttur hjón-
anna Þorláks Guðmundssonar skó-
smiðs og konu hans Guðlaugar
Jónsdóttur. Þau eignuðust 3 börn
sem eru Þorlákur prentari kvæntur
undirritaðri, Bryndís giftist Guð-
mundi Baldurssyni en hann _ lést
fyrir 8 árum, og Hildur gift Árna
Þórðarsyni. Barnabörnin eru orðin
5. Árið 1984 lést kona hans Gunn-
þórunn Þorláksdóttir og eftir það
fannst mér hann ekki alveg sami
maður.
Okkur kynni hófust er ég kynnt-
ist syni hans fyrir 11 árum og eftir
því sem ég kynntist Cecil betur sá
ég hvern mann hann hafði að
geyma.
Aldrei sagði hann styggðaryrði
um nokkurn mann. Hann var mjög
skapgóður-og þægilegur í allri um-
mikið yndi hafði afi af ljóðum og
sjálfur gat hann kastað fram vísum
við hin ýmsu tækifæri. Á heimili
þeirra ömmu og afa var alla tíð
mikill gestagangur og þau voru
höfðingjar heim að sækja. Sífelldar
veislur og mikill myndarskapur á
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur.
Það var alltaf mikið um að vera á
þeirra heimili og ríkjandi kátína og
Ijör í kringum þau og dæturnar
þijár. En reglusemi var á því heim-
ili. Afi var mjög skapmikill og
hafði ríka réttlætiskennd ásamt
heiðarleika og áreiðanleik sem voru
ríkir þættir í fari hans, hann var
einnig mikill tilfinningamaður sem
mátti ekkert aumt sjá. 15 ára gam-
all missti afi móður sína og föður
sinn ári seinna, varð hann þá sem
unglingur að bjarga sér sjálfur, og
oft var líf hans erfitt í þá daga.
En hann var sterkur og ákveðinn
og bugaðist aldrei. En hann kynnt-
ist þá hinum ýmsu hliðum hins
mannlega lífs í flestum þess mynd-
um, bæði fegurðinni og ljótleikan-
um í þessum heimi. Hann var því
mikill mannþekkjari, svo lífsreynd-
ur sem hann var.
Við húsið hans afa er stór garð-
ur og þar ræktaði afi mikið af
tijám, blómum og stundum mat-
jurtum. Hann annaðist garðinn sinn
af mikilli natni. Allt óx í höndum
hans og dafnaði fagurlega, betur
en hjá flestum öðrum. Hann var
maður sem ræktaði garðinn sinn
vel í orðsins fyllstu merkingu, allt
ber þess glöggt vitni sem hann
annaðist. Mikil heiðríkja ríkti í hug
hans og hjarta á hans ævikvöldi,
þessi orð voru honum mjög kær:
Allt líður hjá bæði Ijúft og sárt.
Jafnvel brotin grein grær að nýju
og máninn sem gekk undir í morgun
kemur upp í kvöld.
(S.H.)
En afi er nú horfinn sjónum okk-
ar um hríð, en ég veit að hann er
nú í landi ljóss og friðar þar sem
hvorki eru til þjáningar né tár. Hjá
konunni sinni og ástvinum sem á
undan eru farin. Og í því landi á
afi góða heimkomu. Er afa sárt
saknað af dætrum hans, barna-
börnum og ástvinum.
í djúpi vona þinna og langana
felst hin þögla þekking á hinu
JVýtt
Shake Manhattan
<5
við Raubarárstíg
Stefán S. Jóns-
son - Minning
Heildsölubirgðir:
Burstagerðin hf., sími 656100.
Fæddur 17. júní 1909
Dáinn 7. apríl 1990
Það var morguninn 7. apríl að
hringt var frá Vífilsstaðaspítala og
okkur tilkynnt að elskulegur afi
okkar væri látinn. Þó við hefðum
um nokkurn tíma vitað hvertstefndi
var þessi frétt mikið áfall. Það er
erfitt að trúa því að afi, sem okkur
þótti svo vænt um, afi, sem var svo
góður og vildi ailtaf hjálpa ef eitt-
hvað var að, sé ekki lengur hjá
okkur. Guð gefur og guð tekur og
þó afi hafi verið tekinn frá okkur
alltof snemma, munu allar þær
góðu minningar sem við eigum um
hann lífa með okkur alla tíð.
Bjarni, Ragnhildur
og Guðbjörg.
Stefán Sigurgeir Jónsson, tengd-
afaðir minn, andaðist 7. apríl sl. á
Vífilsstaðaspítala. Hann var á 81.
aldursári, fæddur 17. júní 1909 á
Hól í Breiðdal. Foreldrar hans voru
Jón Halldórsson og Guðbjörg
Bjarnadóttir. Þau voru bæði ættuð
af Fljótsdalshéraði en fluttu
snemma á sínum búskaparárum
niður í Breiðdal. Samhliða bústörf-
um stundaði Guðbjörg ljósmóður-
störf í héraðinu. Stefán var yngstur
6 systkina sem upp komust og er
nú aðeins eitt á lífl, Bogi Jónsson
sem nú dvelur á sjúkrahúsinu á
Seyðisfirði. Foreldra sína missti
Stefán með árs millibili þegar hann
var á unglingsaldri.
Stefán stundaði ýmis almenn
störf í héraðinu en leiðin lá fljótlega
til Reykjavíkur. í Reykjavík vann
hann sem bifreiðastjóri við leigu-
akstur og einnig við akstur lang-
ferðabifreiða. Samhliða akstrinum
stundaði Stefán ökukennslu um
árabil. Stefán starfaði í ijölda ára
hjá Seltjarnarnesbæ sem bifreiða-
stjóri.
Stefán kvæntist Ragnhildi Þor-
valdsdóttur frá Skerðingsstöðum í
Grundarfirði. Þau eignuðust þtjár
dætur, Kristínu Karólínu, gift Þór-
arni Bjarnasyni, Guðbjörgu Vil-
borgu, gift Kristjáni R. Kristjáns-
syni og Guðrúnu, gift undirrituðum.
Barnabörnin eru sjö og barnabarna-
börn tvö.
Stefán og Ragnhildur bjuggu
flest sín búskaparár á Seltjarnar-
nesi og byggðu hús á Melabrautinni
þar sem þau héldu myndarheimili.
Stefán var hagleiksmaður á allt það
sem hann tók sér fyrir hendur
hvort sem um var að ræða bílavið-
gerðir eða allt það sem viðkom
húsasmíði.
Ragnhildur lést árið 1981 eftir
skammvinn veikindi og var þar
höggvið stórt skarð í fjölskylduna
á Melabrautinni. Var mikil eftirsjá
af henni fyrir alla þá sem kynnst
höfðu henni. Fráfall Ragnhildar var
mikið áfall fyrir Stefán.
Undirritaður kynntist Stefáni
vel, þar sem við Guðrún byijuðum
búskap okkar á efri hæð húss hans
á Melabrautinni. Kom þar vel í ljós
hvaða mann hann hafði að geyma
og hversu hjálpsamur og áhuga-
samur hann var um allt sem varð-
aði fjölskyldu hans. Hann var alltaf
boðinn og búinn að hjálpa til á
meðan heilsan leyfði. Nábýli við
þau hjón var sérstaklega ánægju-
legt og nutu barnabörnin ekki síst
góðs af því.
Blessuð sé minning Stefáns Sig-
urgeirs Jónssonar.
Helgi Hjaltason
Hinn vitri safnar ekki auði
því meira sem hann er öðrum til gagns,
því meira á hann sjálfur,
því meira sem hann gefur öðrum,
því ríkari er hann. (Lao-Tse)
Afi minn, Stefán Sigurgeir Jóns-
son, andaðist á Vífilsstaðaspítala
7. apríl sl. eftir þunga sjúkdóms-
legu. Hann var fæddur að Hóli í
Breiðdalsvík 17. júní 1909, sonur
hjónanna Jóns Halldórssonar bónda
og Guðbjargar Bjarnadóttur ljós-
móður, voru börn þeirra 6 sem upp
komust. Afi giftist ömmu Ragnhildi
Þorvaldsdóttur 1941 og var hún
dóttir Þorvaldar Þórðarsonar odd-
vita og bónda, og Kristínar Jakobs-
dóttur og bjuggu þau hjón á Skerð-
ingsstöðum í Grundarfirði. Afi
missti ömmu Ragnhildi 1981 og var
það honum þung raun, því hjóna-
band þeirra var mjög farsælt. Þijár
dætur eignuðust þau, en þær eru
Kristín, gift Þórarni Bjarnasyni og
eiga þau 3 börn, Guðbjörg, gift
Kristjáni R. Kristjánssyni og eiga
þau 2 syni, Guðrún, gift Helga
Hjaltasyni og eiga þau 2 syni.
Ég bjó hjá afa í stóra húsinu
hans á efri hæðinni í nokkur ár
eftir að amma dó, á meðan ég
stundaði nám, aldrei kom til greina
að ég fengi að borga eitt né neitt
á meðan ég bjó í húsi hans. Hann
safnaði aldrei auði en var ríkur af
ást til alls sem lifir. En samt var
afi vel stæður maður, enda mjög
duglegur og útsjónarsamur.
Afi var leigubílstjóri lengst fram-
an af. En hann var einnig þúsund-
þjala smiður þegar því var að
skipta. Á sínum yngri árum var
hann í fimleikum og íþróttum. Og
.... nærþvísem
aðrirná ekki.
Sérlega sterkur og þolir
sjóðandi vatn.
Fæstíflestum
verslunum.
SKEGGJAÐI
BURSTINN!..
yfirskilvitlega, og eins og fræin,
sem dreymir undir snjónum,
dreymir hjarta þitt vorið.
Trúðu á draum þinn því hann er
hlið eilífðarinnar.
(K.G.)
Blessuð sé minning hans.
Stefán Ragnar Kristjánsson
„Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf.
Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér...
(K.G.)
Þessi orð komu upp í huga minn
þegar ég frétti um andlát afa míns
sem lést á Vífilsstaðaspítala að
morgni 7. apríl. Já, hann afi minn
hafði-svo sannarlega gefið af sjálf-
um sér í lífinu. Margir eru þeir sem
hafa notið þeirra góðu gjafa sem
bæði hann og hans góða kona gáfu
að sjálfum sér, öðrum til góðs.
Nutum við barnabörnin þess í mikl-
um mæli ásamt dætrum þeirra
þrem og tengdasonum sem og öll-
um sem til þeirra komu, en hjá
þeim var mjög gestkvæmt. Mikill
myndarskapur var ríkur þáttur í
fari ömmu og afa. Mikið um veislur
og matarboð. En þau hjón voru
mjög samhent í öllu og ríkti mikil
hamingja, gleði og fjör á heimili
þeirra. Afi missti ömmu, Ragnhildi
Þorvaldsdóttur, 1981, var það hon-
um þung raun og fannst mér hann
aldrei bera sitt barr fullkomlega
eftir andlát hennar. Dætur þeirra
eru Kristín f. 8.10. 1939, gift Þór-
arni Bjarnasyni og eiga þau 3
börn. Guðbjörg, f. 5.5. 1944, gift
Kristjáni R. Kristjánssyni og eiga
þau 2 syni. Guðrún, f. 17.10. 1950,
gift Helga Hjaltasyni og eiga þau
2 syni.
Áfi minn fæddist að Hóli í Breið-
dalsvík 17. júní 1909, faðir hans
var Jón Halldórsson bóndi og móð-
ir hans var Guðbjörg Bjarnadóttir
ljósmóðir. Voru börn þeirra hjóna
6 sem upp komust og er bróðir
afa, Bogi Jónsson, einn á lífi þeirra
systkina.
Lengst af var afi minn leigubíl-
stjóri og ökukennari og „alt muligt
mand“ þar á milli, flest lék í hönd-
um hans. Einnig hafði afi mikið
dálæti á ljóðum og sjálfur kastaði
hann fram _ vísum við hin ýmsu
tækifæri. Á sínum yngri árum
missti afi báða foreldra sína og
þurfti því að heyja harða lífsbar-
áttu einn og óstuddur við misjöfn
kjör framan af. Afi varð kjarkmik-
ið hraustmenni og skapmaður mik-
ill sem aldrei lét deigan síga þegar
þvi var að skipta. En undir stundum
hörðu yfirborði sló stórt viðkvæmt
hjarta sem mátti ekkert aumt sjá.
Mjög minnisstæð eru mér orð afa
sem hann sagði við mig gáskafullan
ungling, sem mér finnst lýsa svo
vel hans góða hugarþeli til alls sem
lifir og hef ég varðveitt þau í
hjarta mínu, en þau voru á þessa
leið: „Barnið mitt, mundu að allt
sem lifir hefur jafnan rétt til lífs-
ins, alveg frá því minnsta til hins
stærsta, láttu allt í friði svo það
fái notið sín. Vertu aldrei valdur
að þjáningu, því það verður þinn
gæfuvegur hinn mesti, ekki bara
að það sé rangt að særa heldur líka
gengni. Minning Cecils mun ylja
okkur um ókomna tíð.
Blessuð sé minning hans.
Sólrún Andrésdóttir