Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990
45
Kveðjuorð:
Gunnar Jónsson
Breiðabólsstað
vegna hins að slíkt tillitsleysi sem
veldur því að maður særir annan
mann spillir sjálfum þér. Að þvinga
sig á móti samviskunni og fram-
kvæma verk sem særir, eyðir lífi
eða eyðileggur aðra til þess eins
að fylgja straumnum, ónæmir á
helgi lífsins, er mikil misþyrming á
sjálfum sér. Það þarf mikið þrek,
heiðarleika og andlegan þroska til
þess .að þora að vera ávallt sér sam-
kvæmur, jafnvel þegar maður gefur
aðra mynd af sér en til er ætlast,
þar að segja tiifinningaríkari og
næmari á lífið sjálft og tilveruna.“
Afi var lífsreyndur maður eins
og fyrrnefnd tilvitnun gefur vitni
um og hans lífsmáti var fagur.
Honum varð aldrei orðfall.
Mikil sorg ríkir í hjörtum dætra
hans og ástvina sem missa hjart-
kæran föður og vin. Er afa því sárt
saknað af öllum þeim sem hann
þekktu því slíkur vinur er vandfund-
inn. Blessuð sé minning afa míns.
Ég skelfist ei, þótt sígi sól í æginn
og svartri blæju veíjist moldin gljúp
og þótt ég margoft syrgi sólskinsdaginn
er sólin fegurst bak við hafsins djúp.
(D.S.)
Þorvaldur Kristjánsson
Fæddur 2. janúar 1927
Dáinn 9. apríl 1990.
Við börnin ætlum að senda
nokkur fátækleg orð sem kveðju
til afa. Hann sem alltaf var svo
þolinmóður og góður við okkur.
Þú hefur sýnt mér sumar,
sól og bjartar leiðir..
Hjá þér urðu og eru
allir dagar heiðir.
Himins birtu bláu
barstu í augum þínum.
Ljós sem æ mun lýsa
leiðum yfir mínum.
(Páll S. Pálsson.)
Við minnumst allra góðu dag-
anna hjá afa og ömmu fyrst að
Breiðabólsstað og síðar í Bólstað-
arhlíðinni þar sem afi hafði alltaf
tíma til að setjast niður og spila á
spil eða tefla við okkur. Og ekki
fannst honum mikið mál að keyra
okkur um borgina þvera og endi-
langa. „En hve skjótt getur sól
brugðið sumri.“
Nú verða ekki fleiri ánægju-
stundirnar með afa en við vitum
að nú er hann kominn til fegurri
heima þar sem skín hið eilífa sól-
skin.
Við kveðjum afa með hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður,
og þú munt sjá að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum)
Með hjartans kvéðju og þökk
fyrir allt.
Barnabörnin
Heba
Aurtbrrkku 14. Kópavogi
Simi 642209.
Heba heldur
við heil-
sunni.
Hressið sál
og líkama.
Dansleikfimi,
meorunarleikfimi,
trimmform.
Vornámskeið
23. apríl.
<
\n
Þarna sérðu Helgu. Hún veit hvað hún vill
og getur leyft sér það.
Helga er ein þeirra kvenna sem vill fá
sem mest út úr lífinu, áhyggjulaus um
fjárhagslega afkomu sína. En hún ger-
ir sér þó engar grillur um tilveruna og
er með báðar fætur á jörðinni. Og það
er einmitt þess vegna sem hún getur í
dag og um ókomna framtíð veitt sér
hluti sem ýmsir hefðu flokkað undir
skýjaborgir fyrir 5 árum. Þá keypti
hún Kjarabréf fyrir 2.000.000 kr. á
núvirði hjá Verðbréfamarkaði Fjár-
festingarfélagsins. Vaxtatekjur umfram
verðbætur hafa að meðaltali verið
260.000 kr. á ári að núvirði og þær hef-
ur hún notað til að skoða sig um í
heiminum: Kynnast fjarlægum lönd-
um og þjóðum, sleikja sólina á heims-
ins bestu sólarströndum og stunda hið
nýja áhugamál sitt - seglbrettin. Hið
stórkostlega er þó að milljónirnar 2,
þ.e. höfuðstóllinn og verðbæturnar,
eru enn ósnertar og í öruggri vörslu
Verðbréfamarkaðar Fj árfestingarfél-
agsins. Þar halda þær áfram að fjár-
magna hið skemmtilega áhugamál
Helgu.
<n>
VERÐBRÉFAMARKAÐU R
FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTl 28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRl 11100