Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 47

Morgunblaðið - 19.04.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 47 Þorgerður Boga dóttir - Minning Fædd 22. október 1896 Dáin 9. apríl 1990 Þorgerður andaðist í hárri elli á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þar hafði hún dvalið í hálft annað ár er hún lést. í Skjóli fékk hún að njóta frábærrar umönnunar og góð- vildar jafnt hjá læknum og þá sér- staklega hjúkrunarfólki, sem ann- aðist hana nótt sem dag. Það verð- ur aldrei þakkað sem skyldi. Áður voru aðstandendur samtaka um að láta Þorgerði líða sem best síðustu árin á meðan hún gat dval- ið á heimili sínu á Brávallagötu 16, Reykjavík. Að því stóðu sérstaklega hálfsystir hennar Guðbjörg Þor- bjarnardóttir leikkona, börn Þor- gerðar og tengdadóttir Guðríður Jónasdóttir og fleiri sem skiptust á um að vera hjá henni dag og nótt. Þorgerður var ættuð frá Uppsöl- um í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp, foreldrar hennar voru Rósa Ara- dóttir og Bogi Benediktsson, hún giftist Guðmundi Péturssyni, kaup- manni á ísafirði, ættuðum frá Hafn- ardal við ísafjarðardjúp. Hann and- aðist 7. júní 1975. Þau eignuðust fjögur börn: Magnús, Erling, Sig- rúnu og Stellu. Stella og Erlingur eru bæði látin. Tæpum tveim árum áður en Þor- gerður flutti á Skjól dvaldi hún á heimili okkar Sigrúnar. Það má því fullyrða að ég hafði gott tækifæri til að kynnast tengdamóður minni all náið. Hún var ákaflega ern mið- að við aldur og skýr í hugsun enda fylgdist hún með fréttum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og öðrum nýj- ungum. Hún missti sjaidan af guðs- þjónustum í fjölmiðlum enda ákaf- lega trúuð kona. Þorgerður hafði þessa sérstöku mannkosti að standa við skuldbind- ingar og hafði staka reglusemi á öllum hlutum. Ég leit reyndar oft inn til þeirra hjóna á Brávallagöt- unni til að ræða dægurmálin og að leita ráðlegginga, ávallt fór ég það- an með nýtt veganesti. Að hætti eldra fólks ræddi hún oft um upp- vaxtarárin við ísafjarðardjúp, og þá komu vanalega upp hvalveiðar Norðmanna við Djúpið, því hvala- vinnslustöð var í næsta nágrenni þar sem hún bjó, þessvegna urðu óhjákvæmlega ýmiss samskipti á milli íslendinga og Norðmanna. Einhver af eldri Norðmönnunum í hópi þeirra sýndi Þorgerði mikinn vinskap, „sennilega átt afadóttur sem líktist henni“. Nema hvað eitt árið í upphafi vertíðar bankaði þessi heiðursmaður upp á dyrnar að heimili hennar og sagðist vera með gjöf til hennar Gerðu litlu. Þorgerð- ur faldi sig reyndar á meðan um- ræður stóðu vegna afhendingar pakkans, síðan var pakkinn tekin upp og í ljós kom gullfallegur rauð- ur kjóll með stórum gylltum tölum. Þorgerður var treg í fyrstu að taka við svo höfðinglegri gjöf, sem síðar var aðeins notaður á sérstökum tyllidögum. Á þessum árum var það undantekning ef fólk eignaðist er- lendan fatnað og eða blankskó, nema þá höfðingjarnir. Þorgerður átti því láni að fagna að vera heilsu- hraust mestan hluta ævinnar. Ég minnist þess samkvæmt frásögn hennar að þegar spænska veikin svokallaða geisaði um landið og fólk hrundi niður þá komst Þorgerð- ur í þá aðstöðu að hjúkra ijölskyld- um og einstaklingum sem ekki gátu björg sér veitt. Þrátt fyrir vökunæt- ur og mikið álag losnaði hún við sýkingu af veikinni. Nú á tímum les maður um að ekki megi borða þetta eða hitt. Ég hefi oft leitt hugann að því hvers vegna svo margir íslendingar verða svo langlífir. Maður hlýtur að hall- ast að því að hinn hefðbundni íslenski matur hafi eitthvað með það að gera. Ég tel viðeigandi við þetta tæki- færi að minnast tengdaföður míns. Ég hefi sjaldan kynnst öðrum eins heiðursmanni og hvernig hann braust til álita og efna á erfiðum tímum þegar mannkostir voru í hávegum hafðir. Um Guðmund væri hægt að skrifa langt mál. Við áttum oft góðar stundir saman við uppáhalds tómstundagaman hans, laxveiðar. Mér er þó sérstaklega minnisstætt hve mikil uppspretta af fróðleik kom frá honum um stað- arheiti og atburði þegar hann sat í framsæti bifreiðar minnar og landslagið leíð hjá. Guðmundur var reyndar víðlesinn um íslenskar bók- menntir. Þessar línur er fátækleg kveðja til þeirra beggja. „Þar sem góðir fara þaf eru guðs vegir.“ Blessuð sé minning þeirra hjóna, megi þau hvíla í friði. Kristján Ágústsson t Hjartkær vinur minn, faðir og bróðir, ÁSGEIR EINARSSON aðalféhirðir, lést í Borgarspítalanum 18. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ágústína Ágústz og aðstandendur. 2. MAÍ er síðasta tækifærið ykkar til að læra ensku eða rifja upp ensku- kunnáttuna fyrir sumarleyfið. Við bjöðum upp á fjölbreytilegt urval afenskunámskeiðum, ★ Almenn enska. ★ Skrifuð enska. ★ Samræðuhópar. ★ Bretland, saga, menning, ferðalög. ★ T.O.E.F.L. Einttig er boðið upp á sumarnámskeið fyrir börn 7-13 ára í júní. Ensku Skólinn, Túngötu 5. Símar: 25330/25900 SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FOSTUDAGUR T1L GASGRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.