Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRIL 1990
49
Minning-:
Þórhildur Sveins-
dóttir skáldkona
Fædd 16. mars 1909
Dáin 7. apríl 1990
Enginn frestur, ekkert dok,
er því ráð að lenda.
Nú er komin leiðarlok,
langferðin á enda. (Þ.S.)
Erfiður harðindavetur að baki,
sumarið að taka við þó veturinn enn
hafi völdin. I mörgum byggðum
landsins eru búin að vera jarðbönn
frá því um miðjan vetur, utanfrá sjó
til innstu dala, og hefur sýslan okkar
Þórhildar ekki farið varhluta af því.
Svartárdalur er langur og þröngur
og sést vel inn í dalinn þegar ekið
er frá Bólstaðarhlíð og upp á Vatns-
skarð. Blátær bergvatnsáin liðast
eftir dalnum og skiptir gróðurskikkju
dalsins í tvo hluta. Allur er dalurinn
gróðri vafinn, hálsar til beggja
handa, lágur og ávalur að vestan,
en brattari að austan, undirlendi lítið
og ræktunarskilyrði takmörkuð.
Veðursæld er mikil og haglendi gott.
Þórhildur var fædd á Hóli í Svart-
árdal 16. mars 1909. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sveinn Jónsson og
Vilborg Olafsdóttir. Forfeður hennar
voru margir orðlagðir ljóðasmiðir,
svo hún hefur ekki þurft langt að
sækja skáldgáfuna. Sveitin hennar
hefur lagt þjóðinni til fleiri alþýðu-
skáld en gengur og gerist og gerir
það enn. Rithöfundurinn og skáldið
Sigurbjörn Sveinsson höfundur
Bernskunnar var fæddur í Kóngs-
garði sem er eyðibýli dijúgan spöl
framan við Fossa sem er fremsti bær
í Svartárdal. Alþýðuskáldið Gísli Ól-
afsson frá Eiríksstöðum, landsfræg-
ur hagyrðingur, var móðurbróðir
Þórhildar. Hann gaf út Ijóðabókina
Á brotnandi bárum 1944, en áður
hafði hann sent frá sér þrjú ljóðá-
kver. Marga fleiri mætti telja, en læt
staðar numið.
Þórhildur gaf út tvær ljóðabækur
eftir sig. „í gær og í dag“ 1968 og
„Sól rann i hlíð“ 1982 og er sú bók
aukin og endurbætt frá þeirri fyrri.
Konan mín og Þórhildur voru góðar
vinkonur og kunni Þórhildur að meta
hvað hún er mikill ljóðavinur. Fyrstu
50 eintökin af fyrri bókinni eru tölu-
sett og á konan mín bók nr. 3. Fram-
an á titilblað seinni bókarinnar sem
konan mín á skrifar Þórhildur þessar
ljóðlínur:
Fylgi þér gæfan á framtíðarbraut
Forði þér lánið frá sérhverri þraut.
Á uppvaxtarárum Þórhildar var
æskudalurinn hennar þéttsetinn
byggð, stutt á milli bæja búið á
hvetju býli. Nú eru breyttir tímar,
margir bæir komnir í eyði, býlin
færri en stærri og sumar jarðir sam-
einaðar.
Æsku og uppvaxtarárin liðu við
venjuleg sveitastörf, um aðra mennt-
un var vart að ræða hjá flestu fólki
en það sem skyldan krafðist, þrátt
fyrir mikla hæfileika til náms og
mennta. í lágreistum torfbæjum þar
sem lífið var fábrotið var það lestrar-
kunnáttan og bókakostur sem veitti
staðgóða þekkingu sem mörgum ent-
ist vel. Baðstofan var skólastofan,
þar var lesið, kveðnar rímur, sagðat'
sögur, sungið og brugðið á leik og
þar naut hagmælskan sín vel. Málið
og sagan var í hávegum höfð og
fékk góða varðveislu.
Fátæktin varð mörgum fjötur um
fót þegar leita skyldi aukinnar þekk-
ingar. Margir voru þeir sem bjuggu
í litlum bæ með lítil bú og lifðu við
þröngan kost, en komu þó upp stór-
um barnahópi án þess að fá aðstoð
frá öðrum. I Þórhildar augum voru
þetta hetjur hversdagslífsins sem
hún mat og virti. Við hjónin 'kynnt-
umst Þórhildi ekki fyrr en hún var
komin á miðjan aldur og þá fyrst í
gegnum Húnvetningafélagið hér í
borg. Þá var hún í sambúð með
Aðalsteini Sveinbjörnssyni og bjuggu
þau í Nökkvavogi 11, skammt frá
okkar heimili. Aðalsteinn var mikill
sómamaður, hann andaðist 1988 og
hafði þá átt við langvarandi heilsu-
leysi að stríða. Áður var Þórhildur
gift Víglundi Gíslasyni. Þau slitu
samvistir. Með honum átti hún þijú
börn sem öll eru búsett hér í borg.
Einnig eignaðist hún dreng, Davíð
Georg, sem dó af slysförum kornung-
ur.
Þórhildui' var ein af þeim konum
sem setti svip sinn á samtíðina. Það
var alls staðar tekið eftir henni hvar
sem hún kom eða hvert sem hún
fór, hún gat aldrei horfið í skugga
fjöldans. Hún hafði mjög góða rit-
hönd, var ágætlega máli farin og
góðut' upplesari og kom það sér vel
þegar hún var að kynna öðrum þar
sem hún sjálf hafði samið í bundnu
eða óbundnu máli. Hún gerði tölu-
vert af því að skrifa sögur og frá-
sagnir og fórst það vel úr hendi og
er töluvert eftir hana á prenti í þeim
efnum.
Það var aldrei komið að tómum
kofunum ef til hennar var leitað, en
hún lét ekkert frá sér fara sem hún
var ekki ánægð með, því það var
hennar metnaður að vernda málið
og söguna ejns og baðstofuskólinn
hafði kennt henni á barnsaldri. Þór-
hildur var fasmikil í framkomu, bjó
yfir metnaði sem hún stillti í hóf,
félagslynd og samstarfsfús. Hún var
með afbrigðum gjafmild og hjálpsöm
og mátti ekkert aumt sjá. Það var
eins og hún hefði þessar Ijóðlínur
Davíðs Stefánssonar að leiðarljósi:
Enginn er gegn né góður
sem glepur sinn minnsta bróður.
Þórhildur bjó yfir stóru og við-
kvæmu geði sem var vel tamið, al-
drei uppgjöf þó syrti í álinn, baráttu-
viljinn sigraði erfiðleikana, lét aldrei
baslið smækka sig. Hún hafði hrein-
an og bjartan svip, sem var þegjandi
vottur um áræði og viljaþrótt. Það
var alltaf hlýtt og bjart í skjóli þess-
arar heiðurskonu. Við Þórhildur
störfuðum mikið saman hjá Húnvetn-
ingafélaginu og fórum saman í marg-
ar sumarferðir hjá félaginu. Oft sótti
hún yrkisefnið norður í Húnaþing. í
fallegu Ijóði sem hún yrkir þegar hún
hugsar norður, endar hún kvæðið
með þessu erindi:
Við geymum vor í hugarheimi
þó hausti, og fölni gras og lyng.
Við sendum kæra kveðju norður
og klökk við blessum Húnaþing.
Víst var Þórhildur alvörukona og
alvaran henni efst í huga, og oft
voru ljóð hennar samofin söknuði og
trega, en hún gat líka slegið á létt-
ari strengi og ort í gamansömum
tón, og þegar hún flutti eftir sig
gamanmál á gleðistundum naut hún
sín vel og gladdist þegar aðrir nutu
gamansemi hennar. I ferðalagi frá
Reykjavík norður Auðkúluheiði yrkir
hún þessa vípu:
Dagsins striti frá ég flý
fegin öllu að gleyma.
Ef að daglangt dvel ég í
dalnum minum heima.
Þannig bar hugurinn hana háifa i
leið heim í æskudalinn sinn. Þegar J
hún kveður látinn vin sem búið hafði j
góðu búi, en jörðinni biðu þau örlög
að fara í eyði, endar hún eftirmælin
með þessum ljóðlínum: [
Gangið um hlaðið
hljóðum skrefum.
KÍökk er minning
í hveiju spori.
Hún vill geyma sem heilög vé
minningu þeirra sem-hér hafa lifað
og starfað.
Þegar Þói'hildur varð áttræð tók
hún á móti gestum í Domus Medica.
Veitt var af rausn eins og endra
nær. Margir samankomnir og nutu
þess að njóta góðra veitinga og gleðj-
ast með afmælisbarninu. Það var
síðasta veislan sem við hjónin áttum
með þessari góðu konu. Þórhildur
var heimilisvinur okkar hjóna um
áratuga raðir. Við nutum þess að fá
hana til að gleðjast með okkur þegar
við gerðum okkur virkilega daga
mun. Skarð hennar verður ætíð vand-
fyllt. Hún fylgdist vel með börnunum
okkar frá því þau voru ung og fram
til þessa dags. Óskar sonui' okkar
sem dvelur í Bandaríkjunum kom
heim um síðustu jól. Við hjónin ásamt
Óskari og syni hans heimsóttum
Þórhildi á Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund, en þar dvaldi hún síðustu
misserin, því heilsunni hnignaði óð-
um. Það urðu fagnaðarfundir hjá
syni okkat' og Þórhildi en líka hinsta
kveðja.
Ég og fjölskylda mín þökkum sam- “
fylgdina á liðnum árum. Þökkum
einlæga tryggð og vináttu sem eng-
inn skuggi hefur fallið á. Nú hefur
þessi húnvetnska daladrottning haft
vistaskipti, flutt til æðri heima þar
sem hið óþekkta tekur við, langferð-
inni lokið.
Ég kveð svo að síðustu látna vin-
konu, með þessum alþekktu ljóðlín-
um „Listaskáldsins góða“:
i
!
1
j
t
Kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Jakob Þorsteinsson
i ”*^jiÉBnNBnnMBnÍ8sÍEBE&
..............
Tölvupappír
f handhægum
neytendaumbúðum
fyrir einkaaðila.
500 og 1000 blaða
pakkningar stærð A4.
Kjörin lausn fyrir heimili,
skólafólk og smærri fyrirtæki.
Söludeild, Sími 83366