Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 51

Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 51 MÚSÍKTILRAUNIR LOKA tilraunakvöld Músíktilrauna og Rásar 2 er í kvöld, og keppa þá fimm hljómsveitir um rétt til þátttöku í úrslitunum sem haldin verða í Tónabæ á morgun. Sveitirnar sem þátt taka í kvöld eru allar utan af landi, tvær að norðan, tvær að austan og ein af Suðurlandi. Tónlistin sem sveitirnar leika er einnig úr ýmsum áttum, allt frá „speed-metal" í létt popprokk. Með einni sveita kvöldsins syngur söngkona og er það þriðja söngkonan sem treður upp í Músíktilraunum að þéssu sinni, en þær tvær sveitir sem státað hafa af söngkonum náðu báðar í úrslit. Það verður því fróðlegt að sjá hvort svo fer og í kvöld. Gestahljóm- sveit kvöldsins, sú sveit sem leikur áður en tilraunirnar hefjast og á meðan atkvæði eru talin í lokin, er Todmobile. Þess má geta hér að í síðustu upptalningu hljómsveitameðlima var farið rangt með nafn bassaleikara Nabblastrengja, en hann heitir Starri Sigurðarson. Einnig má geta þess að hljómsveitin Ber að ofan heitir einmitt það, en ekki Berir að ofan eins og missagt var. Vert er og að geta verðlguna, en þau eru: 1. verð- laun, 40 hljóðverstímar í Stúdíói Stemmu, einu fullkomnasta hljóðveri landsins og 2. verðlaun, 30 hljóðverstímar í Stemmu. Einnig gefur Hljóðfæraverslun Steina hljóðnema og Hljóðfæra- verslun Pouls Bernburgs gefur tónbjögunarbox. Einnig mun sig- urhljómsveitin taka upp lag sem verður á plötu Krísuvíkursamtak- anna, sem kemur út í vor, en það er útgefandi þeirrar plötu, Stöðin, sem gefur. Samantekt: Árni Matthíasson Trassarnir Trassarnir komu frá Eiðaskóla í síðustu Músíktilraunum og náðu þá í úrslit. Þeir mæta nú til leiks með nýjan bassaleikara, en sveitina skipa Björn Þór Jóhannsson gítarleikari, Rúnar Þór Þórarinsson gítar leikari og söngvari, Benedikt Páll Magnússon bassaleikari og Ásgrímur I. Ásgrímsson trommuleikari. Trassarn- ir segjast vera undir áhrifum af mæðrum sínum og spila kröftugt þungarokk. Meðalaldur sveitarmeðlima er rúm sautján ár. Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur Hljómsveitin með þessu óþjála nafni kemur frá Selfossi og hana skipa Valur Arnarson söngvari, GuðmundurTorfi Heimisson trommuleikari, Kári Örlygsson gítarleikari, Jón Örlygsson bassa- leikari og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson gítarleikari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp átján ár og þeir segjast vera nýbylgjurokk- arar. I Hreinir sveinar Hreinir sveinar eru flestir að norðan, frá Akureyri og úr Eyjafirði, en einn kemur úr Reykjavík. Sveitina skipa Jón Aðal- steinn Björnsson bassaleikari og söngvari, Hjörleifur Árnason trommuleikari, Brynjólfur Brynjólfsson gítarleikari og Atli Már Rúnarsson gítarleikari og söngvari. Meðalaldur sveitarmanna er rétt rúm tuttugu ár og sveitarmenn segjast leika létt og skemmtilegt popprokk. Blöndustrokkarnir Blöndustrokkarnir koma úr Eiðaskóla líkt og önnur sveit sem einnig tekur þátt í Músíktilraunum að þessu sinni. Á síðasta ári voru líka tvær sveitir úr Eiðaskóla, en bassaleikari Blöndu- strokka er einmitt úr annarri sveitinni. Hann heitir Benedikt Páll Magnússon, en aðrir í sveitinni eru Jónas Sigurðsson tromm- uleikari, Björn Þór Jóhannsson gítarleikari og Ester Jökulsdóttir söngkona. Meðalaldur þeirra er sautján ár, en Blöndustrokkar leika nýbylgjutónlist „hráa, en samt ekki“. Smaladrengirnir úr Neðrakoti (SÚNK) Smaladrengirnir úr Neðrakoti, eða SÚNK, eru Guðmundur Sva- varsson, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Hjálmar Snorrason söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari og Haraldur Steingr- ímsson trommuleikari. Sveitin kemur frá Húsavík, en ekki hefur sveit þaðan tekið þátt í Músíktilraunum síðan Greifarnir sigruðu 1986. Meðalaldur smaladrengjanna er rúm sautján ár, en tónlist- in sem þeir spila er að eigin sögn, „flakk ráp og sveim", enda segjast þeir hlusta á allt frá 10.000 Maniacs til Ham. Grípandi málning á gmpandi vapði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.