Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 RÍKIDÆMI Auður Bretadrottningar talinn vera 670 milljarðar kr. St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frí- mannssyni, fréttaritara Morgunblaösins. 200 auðugustu einstaklingar í Bretaveldi eiga 48 milljarða sterlingspunda eða um 4.800 millj- arða íslenzkra króna, að því er kemur fram í nýlegri úttekt The Sunday Times. Elísabet Englandsdrottning er auðugust allra í Bretaveldi. Talið er að eignir hennar nemi 6,7 milij- örðum sterlingspunda eða 670 milljörðum íslenzkra króna. Næst auðugasti maður Bretlands er her- toginn af Westminster, en eignir hans eru metnar á ríflega 420 milljarða íslenzkra króna. Auður hans stafar fyrst og fremst af því, að einn forfaðir hans eignað- ist 300 ekrur lands, þar sem nú er Mayfair-hverfið í miðborg Lundúna. Þessir 200 auðugustu menn Bretaveldis eiga eignir, sem nema 9,4% af vergri þjóðarframleiðslu á ári. 11 milljarðamæringar í sterl- ingspundum eru meðal þessara 200. Til að komast inn á listann þurfti eignir upp á 5.000 milljónir íslenzkra króna. Á honum eru mörg þekkt nöfn úr brezku þjóð- lífi og mörg óþekkt. Eignir Bítils- ins Pauls McCartneys eru taldar nema 35 milljörðum íslenzkra króna. Mick Jagger, söngvari Roll- ing Stones hljómsveitarinnar, er metinn á 7.500 milljónir króna. Á listanum er einnig David Sullivan, stærsti eigandi klámblaða í Bret- landi, sem á einnig vikublaðið Sunday Sport. Helztu fréttir þess eru af furðuverum frá öðrum hnöttum, bömum fæddum með tvö höfuð og á annarri hverri síðu em myndir af berum konum. Það selst grimmt. Á listanum er Alan Sugar, eig- andi Amstrad-tölvufyrirtækisins. Eignir hans era nú metnar á 11,8 milljarða íslenzkra króna, en fyrir ári vora þær tæplega 45 milljarð- ar. Eini stjómmálamaðurinn á list- anum er íhaldsþingmaðurinn Mic- hael Heseltine, en eignir hans eru metnar á 6 þúsund milljónir króna. Þama má einnig finna nöfn fjármálamanna eins og Sir James Goldsmiths, Roberts Maxwells, útgefanda, iðnjöfursins Hansons lávarðar og fleiri. Þar era nöfn Rausing-bræðranna, en þeir erfðu Tetra Pak-verksmiðjurnar í Sví- þjóð og flýðu skattaáþjánina þar árið 1982. Þeir búa nú í London. 104 af þessum 200 erfðu auð sinn, en 96 hafa auðgast af eigin verkum og framtaki. Hefðbundnar uppeldisstofnanir brezkrar yfir- stéttar virðast vera á undanhaldi. Aðeins 35 gengu í einkaskólann í Eton. 54 af þessum 200 era aðals- menn. Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, hefiir auðgast á tónlistinni en lög hans hafa líklega náð meiri vinsældum en dæmi eru til um. Morgunblaðið/Bjarni Þorsteinn Davíðsson, inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík. MR Þríðji inspector- inn í beinan karílegg Nýlega tók Þorsteinn Davíðs- son við embætti inspectors scholae í Menntaskólanum í Reykjavík. Þorsteinn er þriðji inspectorinn í beinan karllegg; afi hans, Oddur Ólafsson læknir var inspector 1933 til 1934 og faðir hans, Davíð Oddsson borg- arstjóri gegndi þessu embætti 1969 til 1970. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn, að inspector sc- holae væri forseti Skólafélags Menntaskólans og fulltrúi nem- enda út á við og gagnvart rektor. Þorsteinn hefur lengi tekið virkan þátt í félagslífinu í Menntaskólanum og meðal ann- ars keppt í spurningakeppni framhaldsskólarina og verið liðs- stjóri ræðuliðs skólans. í vetur hefur hann gegnt embætti quae- stors scholaris, sem er gjaldkeri Skólafélagsins. Aðspurður kvaðst hann hafa gefið kost á sér til embættis inspectors til að geta áfram unnið að félags- og hagsmunamálum nemenda. Þar væra mörg áhugaverð verkefni framundan, sem hann hlakkaði til að takast á við. Þess má geta til gamans, að á sama tíma og sonur borgar- stjórans í Reykjavík var kjörinn inspector, völdu nemendur Menntaskólans Guðmund Stein- grímsson, son Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra, í embætti forseta málfundafélags- ins Framtíðarinnar, en það er að margra mati annað merkasta embættið í félagslífi í skólans. DANSHUS Straumar að utan Sífellt er verið að brydda upp á nýjungum í íslensku skemmt- analífí og þar er Tunglið engin undantekning. Fyrir stuttu var sett- ur þar upp breski skemmtistaðurinn The Brain Club með húshljómsveit- Prá skemmtun The Brain Club í Tunglinu fyrir stuttu. um, plötusnúðum, skreytingum og tilheyrandi. Nú hefur svo fjöllistafé- lagið Pakkhús postulanna tekið að sér rekstur Tunglsins í bili og hyggst hafa þar vikulega gesti að utan, plötusnúða og skemmtikrafta, auk þess sem félagar í Pakkhúsinu taka að sér að skreyta staðinn. Fyrstu heimsóknirnar verða á föstudag og laugardag, en þá koma hingað bresku plötusnúðarnir Paul Oakenfold, sem er með eftirsóttustu plötusnúðum Evrópu um þessar mundir, og Tim Jeffry, sem er að- stoðar ritstjóri Record Mirror með- fram plötusnúðsstarfínu, en þess má geta að hann kom hingað með bresku hljómsveitinni Happy Mondays og reit mikla grein um ísland og íslenskt skemmtanalíf í blað sitt sem er með útbreiddustu popptímaritúm Bretlandseyja. Til viðbótar við plötusnúðana koma svo hingað hip-hop-sveitirnar Kiss AMC, sem vakti mikla athygli í Bretlandi fyrir lag sitt A Bit of U2 á síðasta ári, og Ruthiess Rap Ass- assins, sem talin er af mörgum besta nýja hip-hop-sveit Bretlands um þessar mundir. íslenskir flytj- endur leggja einnig sitt af mörkum, því á laugardagskvöid halda Sykur- molarnir tónleika í Tunglinu. : FYRIRTÆKI Hugað að Fyrirtækið B. Magnússon á tíu ára afmæli um þessar mundir og í tilefni af því var 27 starfs mönnum þess boðið í ferð til Englands fyrir nokkru til þess að kynna sér starfsemi og húsa- kynni Boots, fram leiðenda snyrtivörulínunnar No.7 sem B. Magnússon hefur umboð fyrir hér á rotunum landi. Guðrún Benediktsdóttir, starfsmaður B. Magnússon, segir að umfang fyrirtækisins og umsvif hafi komið ferðalöngunum á óvart og húsa- kynni Boots fremur minnt á þorp en fyrirtæki. Meðfyigjandi mynd er tekin af íslendingunum í húskynnum Boots í Nottingham.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.