Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990
RÍKIDÆMI
Auður Bretadrottningar
talinn vera 670 milljarðar kr.
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frí-
mannssyni, fréttaritara Morgunblaösins.
200 auðugustu einstaklingar í
Bretaveldi eiga 48 milljarða
sterlingspunda eða um 4.800 millj-
arða íslenzkra króna, að því er
kemur fram í nýlegri úttekt The
Sunday Times.
Elísabet Englandsdrottning er
auðugust allra í Bretaveldi. Talið
er að eignir hennar nemi 6,7 milij-
örðum sterlingspunda eða 670
milljörðum íslenzkra króna. Næst
auðugasti maður Bretlands er her-
toginn af Westminster, en eignir
hans eru metnar á ríflega 420
milljarða íslenzkra króna. Auður
hans stafar fyrst og fremst af
því, að einn forfaðir hans eignað-
ist 300 ekrur lands, þar sem nú
er Mayfair-hverfið í miðborg
Lundúna.
Þessir 200 auðugustu menn
Bretaveldis eiga eignir, sem nema
9,4% af vergri þjóðarframleiðslu á
ári. 11 milljarðamæringar í sterl-
ingspundum eru meðal þessara
200.
Til að komast inn á listann
þurfti eignir upp á 5.000 milljónir
íslenzkra króna. Á honum eru
mörg þekkt nöfn úr brezku þjóð-
lífi og mörg óþekkt. Eignir Bítils-
ins Pauls McCartneys eru taldar
nema 35 milljörðum íslenzkra
króna. Mick Jagger, söngvari Roll-
ing Stones hljómsveitarinnar, er
metinn á 7.500 milljónir króna. Á
listanum er einnig David Sullivan,
stærsti eigandi klámblaða í Bret-
landi, sem á einnig vikublaðið
Sunday Sport. Helztu fréttir þess
eru af furðuverum frá öðrum
hnöttum, bömum fæddum með tvö
höfuð og á annarri hverri síðu em
myndir af berum konum. Það
selst grimmt.
Á listanum er Alan Sugar, eig-
andi Amstrad-tölvufyrirtækisins.
Eignir hans era nú metnar á 11,8
milljarða íslenzkra króna, en fyrir
ári vora þær tæplega 45 milljarð-
ar. Eini stjómmálamaðurinn á list-
anum er íhaldsþingmaðurinn Mic-
hael Heseltine, en eignir hans eru
metnar á 6 þúsund milljónir
króna. Þama má einnig finna nöfn
fjármálamanna eins og Sir James
Goldsmiths, Roberts Maxwells,
útgefanda, iðnjöfursins Hansons
lávarðar og fleiri. Þar era nöfn
Rausing-bræðranna, en þeir erfðu
Tetra Pak-verksmiðjurnar í Sví-
þjóð og flýðu skattaáþjánina þar
árið 1982. Þeir búa nú í London.
104 af þessum 200 erfðu auð
sinn, en 96 hafa auðgast af eigin
verkum og framtaki. Hefðbundnar
uppeldisstofnanir brezkrar yfir-
stéttar virðast vera á undanhaldi.
Aðeins 35 gengu í einkaskólann í
Eton. 54 af þessum 200 era aðals-
menn.
Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, hefiir auðgast á tónlistinni en
lög hans hafa líklega náð meiri vinsældum en dæmi eru til um.
Morgunblaðið/Bjarni
Þorsteinn Davíðsson, inspector scholae í Menntaskólanum í
Reykjavík.
MR
Þríðji inspector-
inn í beinan karílegg
Nýlega tók Þorsteinn Davíðs-
son við embætti inspectors
scholae í Menntaskólanum í
Reykjavík. Þorsteinn er þriðji
inspectorinn í beinan karllegg;
afi hans, Oddur Ólafsson læknir
var inspector 1933 til 1934 og
faðir hans, Davíð Oddsson borg-
arstjóri gegndi þessu embætti
1969 til 1970.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Þorsteinn, að inspector sc-
holae væri forseti Skólafélags
Menntaskólans og fulltrúi nem-
enda út á við og gagnvart rektor.
Þorsteinn hefur lengi tekið
virkan þátt í félagslífinu í
Menntaskólanum og meðal ann-
ars keppt í spurningakeppni
framhaldsskólarina og verið liðs-
stjóri ræðuliðs skólans. í vetur
hefur hann gegnt embætti quae-
stors scholaris, sem er gjaldkeri
Skólafélagsins. Aðspurður
kvaðst hann hafa gefið kost á
sér til embættis inspectors til að
geta áfram unnið að félags- og
hagsmunamálum nemenda. Þar
væra mörg áhugaverð verkefni
framundan, sem hann hlakkaði
til að takast á við.
Þess má geta til gamans, að
á sama tíma og sonur borgar-
stjórans í Reykjavík var kjörinn
inspector, völdu nemendur
Menntaskólans Guðmund Stein-
grímsson, son Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra, í
embætti forseta málfundafélags-
ins Framtíðarinnar, en það er að
margra mati annað merkasta
embættið í félagslífi í skólans.
DANSHUS
Straumar að utan
Sífellt er verið að brydda upp á
nýjungum í íslensku skemmt-
analífí og þar er Tunglið engin
undantekning. Fyrir stuttu var sett-
ur þar upp breski skemmtistaðurinn
The Brain Club með húshljómsveit-
Prá skemmtun The Brain Club í
Tunglinu fyrir stuttu.
um, plötusnúðum, skreytingum og
tilheyrandi. Nú hefur svo fjöllistafé-
lagið Pakkhús postulanna tekið að
sér rekstur Tunglsins í bili og
hyggst hafa þar vikulega gesti að
utan, plötusnúða og skemmtikrafta,
auk þess sem félagar í Pakkhúsinu
taka að sér að skreyta staðinn.
Fyrstu heimsóknirnar verða á
föstudag og laugardag, en þá koma
hingað bresku plötusnúðarnir Paul
Oakenfold, sem er með eftirsóttustu
plötusnúðum Evrópu um þessar
mundir, og Tim Jeffry, sem er að-
stoðar ritstjóri Record Mirror með-
fram plötusnúðsstarfínu, en þess
má geta að hann kom hingað með
bresku hljómsveitinni Happy
Mondays og reit mikla grein um
ísland og íslenskt skemmtanalíf í
blað sitt sem er með útbreiddustu
popptímaritúm Bretlandseyja. Til
viðbótar við plötusnúðana koma svo
hingað hip-hop-sveitirnar Kiss
AMC, sem vakti mikla athygli í
Bretlandi fyrir lag sitt A Bit of U2
á síðasta ári, og Ruthiess Rap Ass-
assins, sem talin er af mörgum
besta nýja hip-hop-sveit Bretlands
um þessar mundir. íslenskir flytj-
endur leggja einnig sitt af mörkum,
því á laugardagskvöid halda Sykur-
molarnir tónleika í Tunglinu.
:
FYRIRTÆKI
Hugað að
Fyrirtækið B. Magnússon á tíu ára afmæli um
þessar mundir og í tilefni af því var 27 starfs
mönnum þess boðið í ferð til Englands fyrir
nokkru til þess að kynna sér starfsemi og húsa-
kynni Boots, fram leiðenda snyrtivörulínunnar
No.7 sem B. Magnússon hefur umboð fyrir hér á
rotunum
landi. Guðrún Benediktsdóttir, starfsmaður B.
Magnússon, segir að umfang fyrirtækisins og
umsvif hafi komið ferðalöngunum á óvart og húsa-
kynni Boots fremur minnt á þorp en fyrirtæki.
Meðfyigjandi mynd er tekin af íslendingunum í
húskynnum Boots í Nottingham.